Vísir - 07.09.1944, Blaðsíða 1
Ritstjórar:
Kristján Guðtaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofun
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
34. ár.
Ritstjórar
Blaðamenn Slmti
Auglýsingar* 1660
Gjaldkeri 5 llnur
Afgreiðsia
Reykjavík, fímmtudaginn 7. september 1944.
202. tbL
Héldu að stríðið
væri
Allt á öðrum endan-
um í London.
í fyrrakveld var uppi fótur
og fit f London, því að menn
héldu að Þjóðverjar væri
búnir að gefast upp.
Stafaði þetta af því, að
belgísk útvarpsstöð birti
fregn um þetta og barst
fregnin eins og eldur i sinu
um alla Lundúnaborg, ser
menn höfðu heyrt hana. Síð-
ar bar útvarpsstöðin fregn-
ina lil balca, en meðan talið
var, að iiún væri á rökum
réist, var allt á öðrum endan-
um i borginni vegna gleði
borgarbúa.
Blöð og útvarp höfðu ekki
frið fyrir simahringingum
klukkustundum saman og
fólk hélt upp á sigurinn í
veitingastöðum og á götuni
úti.
Meðan hreinsað er til við Ermarsund,
er sóknin undirbúin inn í Þýzkaland.
(: Beitufrysting
hafin.
Samninganefnd utanríkisvið-
skipta hefir skýrt blaðinu svo
frá, að í s. 1. mánuði hafi nokk-
ur fiskur verið fluttur frá frysti-
húsum úti á landi,
Var fiskur fluttur úr frysti-
húsum við Húnaflóa, Slcaga-
fjörð,.i Siglufirði og Ólafsfirði.
Var ætlazt til þess, að liægt yrði
að frysta beitu í þessum húsum
og mun það liafa verið gert eft-
ir því, sem hægt hefir verið.
Var um 6 frystihús að ræða.
Fyrir löngu var vonazt til
þess, að talsvert fiskimagn yrði
flutt úr frystihúsum hér við
flóann, en af því hefir ekki orð-
ið, þótt nú sé von á að bráðlega
rætist úr þessu.
Skotið á
Boulogne.
2500 smál. sprengja
varpað á Le Havre.
Qrustan um Ermarsunds-
hafnirnar er nú háð á
nýjan leik, en að þessu sinni
eru það ÞjóSverjar, sem eiga
í vök að verjast.
Fólk úr nálægum borgum
þyrptist niður að Dover-hömr-
unum í gær, til þess að horfa
yfir sundið og sjá og lieyra at-
ganginn, sem þar fór fram.
Reykjarstróka leggur til himins
á stórum svæðum á frönsku
ströndinni og fallbyssudrun-
urnar heyrast yfir sundið eins
og brimgnýr í fjarska.
1 morgun var sagt í fregnum,
að haldið væri uppi skothríð á
Boulogne, en framsveitir Breta
þokast nær Calais.
Pólverjar liafa einnig unnið
mikið á, því að þeir hafa tekið
borgina Cassel, sem er miðja
vega milli St. Omer og belgisku
landamæranna. Óstaðfestar
fregnir herma, að bandamenn
hafi náð á vald sitt I)orginni
Ypres, sem mjög kom við sögu
í styrjöldinni 1914—18.
Bretar og Bandaríkjamenn
eru að hreinsa til á svæðinu
milli Parísar og landamæra
Belgíu. Er tekinn þar mikill
fjöldi fanga á degi hverjum,
meðal annars hafa verið teknir
um 5000 fangar i skógi einum
á þessum slóðum.
2500 smálestir á
Le Havre.
Þjóðverjum í Le Havre hefir
enn verið boðin vippgjöf, en
þeír liafnað. Ilafa verið gerðar
tvær miklar loftárásir á borg-
ina og- alls varpað þar niður
2500 smál. sprcngja.
Rússar hálfnaðir suð
vestur að Adriahafi.
Búizt við að þeir nái saman við
Jugoslava þá og þegar,
Rússar voru í gærkveldi bún-
ir að sækja hálfa leiðina þvert
yfir Balkanskaga frá Svarta-
hafi til Adríahafs.
1 rauninni þurfa Rússar alls
ekki að sækja alla þessa leið til
að rjúfa tengslin milli Þjóð-
verja heima fyrir pg á Balkan-
skaga. Þeir þurfa að ná sam-
bandi við hqrsveitir Titos, sem
sækja cinmitt norðaustur á
bóginn til móts við þá og þá eru
þýzku hersveitunum í Grikk-
landi og Albaníu allar bjargir
bannaðar. Er búizt við því, að
Rússar og Júgóslavar nái sam-
an þá og þegar.
Framsveitir Rússa sóttu fram
80—100 km. frá Kraiova til
Turnu Severin við Járnhliðið
og í morgun var sagt í júgó-
slavneska útvarpinu, að þeir
væri komnir yfir Dóná og inn
í Júgóslavíu. Eiga þeir eftir um
150 km. leið til Belgrad.
Framhjá Varsjá.
Norður i Póllandi unnu Rúss-
ar einnig talsvert á. Þeir tóku
m. a. borgina Ostrolenka,
sem er all-langt fyrir norðan
Varsjá og aðeins 40 km. frá
suðurlandamærum Austur-
Prússlands. Er Ostrolenka á
austurbakka Narev-árinnar og
hafa Rússar nú hreinsað hann
á löngum kafla. Komist þeir yf-
ir á hinn bakkann skapa þeir
ný vandamál fyrir þær lier-
sveitir, sem verja Varsjá? því
að ])á er hætta á að þeir fari
fram hjá borginni.
Norðaustur af Varsjá hafa
Rússar tekið borgina Volomin.
Hún hefir ýmist verið á valdi
Rússa og Þjóðverja síðustu
vikurnar. Er hún rúma 15 km.
frá Praga, en tæpa 20 frá mið-
depli Varsjár.
Dregið hefir mjög úr bardög-
um í Eystrasaltslöndum.
Megnið af SlévaRíu
á valdi föðurlands-
Hafa fengið vopn hjá
handamönnum.
Meira en fjórir fimmtu hlut-
ar allrar Slóvakíu eru nú á
valdi föðurlandsvina.
Masaryk, forsætisráðherra
stjórnar Tékkóslóvakíu i Lon-
don, skýrði frá þessu í gær.
Sagði hann einnig, að föður-
landsvinir hefði fengið vopn frá
Bretum, Bandaríkjamönnum
og Rússum. Gat Masaryk þess,
að þegar tékkneska stjórnin
hefði beðið um þessa aðstoð,
hefði hún tekið það fram, að
hún ætlaðist ekki til þess að
slík hjálp yrði til þess að draga
úr framkvæmd annara fyrirætl-
ana bandamanna.
Breyting liefir verið gerð á
stjórn Slóvakíu vegna hins al-
varlega á^íands i málefnum
nazista. Hefir Tiso prestur
reynt a'ð styrkja stjórn sína
nieð ])ví að gera bróður sinn að
forsælisráðherra, utanríkisráð-
herar og dómsmálaráðherra.
Dregið úr myrkvun
í Bretlandi.
Frá og með 17. þ. m. verður i
mikil breyting á borgalífi Bret-
i lands, því þá verður dregið úr
i myrkvunarráðstöfunum víðast
um landið.
Um þá helgi verður klukk-
unni seinkað um eina klst., úr
tvöföldum sumartíma, og jafn-
framt gefið leyfi til þess að
i hafa sterkari götulýsingu, fólk
1 má setja upp ljós gluggatjöld
í stað svartra og verzlunum
vei’ður leyft að láta týra litið
eitt lijá sér.
, Þetta nær þó ekki til allra
borga í Englandi, því að borg-
ir í ýmsum strandhéruðum eru
undanþegnar.
Eingöngu sjálfboðaliðar.
Innanríkisráðherra Breta,
Herbert Morrison, sagði frá því
á þingi i gær, að tekin hefði
verið ákvörðun um að öll störf
í Iieimavarnaliðinu verði ein-
i
ungis unnin af sjálfboðaliðum.
Víða, þar sem menn hafa
verið á brunaverði nætur og
daga, verða slík störf felld nið-
ur, en þó er gert ráð fyrir því,
að hægt sé að kveða menn til
starfa, ef sérstaklega stendur á.
Niiiuti ipiiir
skjótum iigri.
Smuts hefir sagt í ræðu, að
sigur bandamanna sé nú alveg
tryggður.
Stríðinu sé að verða lokið
með mjög skjótum hætti, eins
og þegar stórviðri fari yfir og
ekkert geti tafið sigurinn eða
komið í veg fyrir að hann falli
bandamönnum í skaut.
TJóuið si Ölfniárhrú
' .■•'•■y v --í<» ^
Jw.........
• ■
lil§§g|||fl||lll
" " ? ' ' ' "" ' - :
Efri myndin sýnir hvernig bruargólfið hefir lagzt lóðrétt, og
hvernig brúin hefir lagzt alveg á aðra hlið. Neðst til vinstri sér
á annan bílinn, scm féll í ána. Neðri myndin er tekin af báti úti
á miðri á. Sér þar livernig máttartaugarnar hanga niðri, og
einnig hve langt aftari bíllinn hefir verið kominn út á brúna,
þegar hún féll.
Skýrsla vegamálastjóra:
Það tekur langan
tíma að fá nýja
brú á Ölfusá.
Krókurinn að Brúarhlööum ei*
125 km. langur.
y'ísi hefir borizt skýrsla frá Geir G. Zoega vegamálastjóra
um bilun ölfusárbrúar og samgöngumöguleikana
austur á SuðurlandsundirlendiÖ. Eiria bílfæra leiðin austur
yfir ölfus á er um brúna á Brúarhlöðum, en hún er íllfær á
kafla, a. m. k. þegar blotnar um, og auk þess er það 125
km. langur krókur. Hafizt verður þegar handa á viðgerð
þess kafla vegarins, sem nú er verstur.
Frásögn vegamálastjóra fer hér&á eftir:
Svo sem kunnugt er, liefir
notkun Ölfusárbrúar verið ó-
venju mikil undanfarin ár.
Hefir það mjög aukið á slit
brúarinnar og dregið úr burð-
armagni hennar.
Á s.l. vori var gerð verkfræði-
leg athugun á brúnni, svo sem
oftar hefir verið gert áður.
Enda þólt 10 tonna bílar liafi
oft farið yfir brúna, Jxítti eng-
an veginn fært að leyfa meii’i
þunga á brúnni en 6 tonn,
vegna þess, hve brúin var orð-
in gömul og þar af leiðandi
liætt við ofþreylu járnsins og
möguleikum fyrir ryðmyndun
í þeim lilutum burðarliða, sem
ekki sjást, svo sem strengjum
eða festum þeirra. En engir út-
reikningar eru til frá firrnanu,
sem byggði brúna, um styrk-
leika hennar.
Hinn 11. maí í vor voru gefn-
ar út aðvaranir um notkun brú-
arinnar og jafnframt bannað
að fara með meiri þunga yfir
brúna en 6 tonn.
Þessar aðvaranir voru end-
urteknar 29. júli og næstu daga
í útvarpinu. Þá var og lagt fyrir
bílstjóra á stórum fólksbilum,
að láta farþega ganga yfir
Framh. á bls. 2.
Bandaríkj amenn
hafa farið yfir
Meuse og Mosel.
Nálgast þýzku landa-
mærin á 200 km. svæði.
^Jeðan brezkar, kanadiskar
og pólskar hersveitir eru
að bremsa til með ströndum
fram í Belgíu og Frakklandi,
búa amerískar hersveitir sig
undir að hefja sóknina inn
í Þýzkaland.
1. og 3,. her Bandaríkjamamia
nálgast landamærin þýzku á
um það bil 200 km.. svæði og
eru sums staðar komnir mjög
nærri þeim. Einkum munu þær
hersveitir Pattons, sem komnar
eru inn i Luxemburg, vera
nærri landamærunum.
Mótspyrna Þjóðverja hefir
farið sívaxandi síðustu dagana,
einkum í Lothringen. Þar hafa
Bandaríkjamenn farið yfir Mo-
sel milli Metz og Nancy og eru
6 km. frá Metz. Var farið yfir
Mosel í hellirigningu. I gær lét
þýzki flugherinn til sín taka í
fyrsta sinn í langan tíma. Réðst
hann á flutningaleiðir 3. amer-
íska liersins.
1. ameríski herinn hefir farið
yfir Meuse (Maas) í Belgíu á
þrem stöðum hjá Namirr og fer
hægt og bítandi austur á bóg-
inn. Þarna er mótspyrna ekki
eins börð og í grennd við Metz.
25,000 fangar
á þrém dögum.
Bandaríkjamenn í Belgíu
taka mikinn fjölda fanga, þvi
að þýzki herinn þar hefir enn
færri flutningatæki en t. d. í
Lothringen. Fyrsti herinn am-
eríski tók 25.000 fanga fyrstu
þrjá daga þessarar viku.
Komnir til Besangon.
Hersveitir úr 7. hernuin, sem
gekk á land í S.-Frakklandi og
er nú kominn norður í Mið-
Frakkland, eru komnir til Bes-
angon, sem er á járnbrautinni
til Belfort. Er þessi borg álika
norðarlega og Dijon, sem er
allmiklu vestar, ‘ en þangað
stefna franskar hersveitir.
Bc&tar
fréttír
I.O.O.F. 5 = 126978V2 =
Útvarpið í kvöld.
Kl. 19.25 Þingfréttir. 20.20
Útvarpshljómsveitin (Þór. Guð-
mundsson stjórnar): a) „Konurán-
ið“, forleikur eftir Mozárt. b) Vals
eftir Strauss. c) Ástarkveðja eftir
Becce.. d) Marz eftir Teike. 20.50
Frá útlöndum (Bjöm Franzson).
21.10 Hljómplötur: Lög leikin á
cello. 21.15 Upplestur: (Hjörtur
Halldórsson rithöfundur). 21.35
Iiljómplötur: Sónata fyrir píanó og
horn eftir Beethoven.
Næturvörður
er í Ingólfs Apóteki.
Næturlækir
er í Læknavarðstofunni, sími
5030-
Næturakstur
annast B. S. í., sími 1540.