Vísir - 13.09.1944, Síða 5

Vísir - 13.09.1944, Síða 5
VISIR Hætt að ferja yfir Ölfusá vegna vatnavaxta. Menn þar eystra orðnir óþolinmódir eftir kláiferjunni, sem lofað hefir verið. Syo miklir vatnavextir eru nú 'í ölfusá, að menn telja ekki fært að fara yfir hana á báti og hafa þess vegna allir flutningar yfir hana stöðvazt. Eemur þetta harðast niður á najólkurflutningunum, þvi að engin mjólk berst nú að austan til Reykjavíkur, nema úr út- hreppunum. Mikillar óánægju gætir meðal manna austan ölfusár út af efndum á loforðum um kláf- ferju. I slíkum vatnavöxtum sem þessum mundi kláfferja geta annað öllum mjólkurflutn- ingum ,ef hún væri fyrir hendi. Var henrii lofað fyrir nokkrum dögum, en ennþá bólar élckert á framkvæmdum í því máli, að því er fréttaritari Vísis á Sel- fossi hefir tjáð blaðinu. » \ Aðrir vatnavextir. Vegna hita og rigninga, sem gengið hefir yfir Mýrdal og Eyjafjöll undanfarna daga, hef- ir vöxtur hlaupið í margar ár þar eystra, einkum jökulsárnar. Hafursá í Mýrdal óx svo mik- ið i fyrrinótt, að brúin laskað- ist og er nú í mikilli hættu. öll umferð yfir hrúna hefir stöðvazt og óvíst hvenær hægt verður að kippa því i lag. Mikið hlaup með jakaburðí kom í Jökulsá á Sólheimasandi. Telja menn hætt við skemmd- um á brúnni, ef ekki lækkar i ánní. Undir Eyjafjöllum uxu allar ár svo, að flóði yfir þakka og er þar mörgum hrúm hætta við skemmdum. Frá Danmörku: islendingar í Höfn heilir á hnfi. Ríkisútvarpið hefir fengið fregnir um það frá fréttaritara sínum í Kaupmannahöfn, að enginn íslendingur liafi orðið fyrir meiðslum eða öðru ó- happi, í róstum þeim, sem urðu í Höln fyrir skemmstu. Þá er og frá því skýrt í frétta- hréfi þessu, að Sigurjón Ólafs- son myndhöggvari sé nú húinn að ljúka við minnismerki það, sem hann liefir unnið að upp á síðkastið fyrir borgina Vejle. Er það allt úr granít, og liefir Sigurjón unnið einn að því, en aðeins haft aðstoðarmann einn mánuð. Eklci verður liægt að setja minnismerkið — sem veg- ur samtals átján smálestir upp í sumar, eins og ætlunin Var, því að sement fæst ekki til að steypa stallinn. Sigurjón hyggst að koma heim til íslands, jafnskjótt og leiðir opnast, og ætlar sér þá rið lialda hér sýningú. Hefir hann aldrei sýnt listaverk sín hér á landi. Sigurjón hefir ær- ið að gera i Danmörku. Loks var skýrt frá því í fregn- unum, að danska tónskáldið Walter Schröder liefði samið óperu, sem liann nefnir Gunn- ar og Hallgerður. Sækir hann yrkisefni sitt í Njálu, svo sem nafnið ber með sér. Textann hefir Frederik Nygaard samið. Verður óperan væntanlega sýnd á næstunni. Rrlstján Guðlaugsson H Kstaréttarlöírmaður. SkrifRtofutími 10—12 oft 1—6 Hafnarhúsið. Sími S40*. Áttræður: Ágúst. Þórarinsson Stykkishólmi. Rétt tuttugu ár eru liðin síð- an leið min lá út svo kallaða Narfeja’arhlíð á Skógarströnd, þar sem persónugerfingur ís- lenzkrar gestrisni reisti skála um þjóðbraut þvera. Eg var þarna í flottrogi með Bjarna i Ásgarði, er allra Breiðfirðinga hefir sýnt órækastan skyldleika við Geiríði á Eyri, Benedikt á Þorbergsstöðnm og Ágúst Þór- arinssyni. Eg liefi aldrei fyrr né síðar verið i jafn fámennum hópi, þar sem sérstæða i per- sónuleika hefir verið eins áber- andi og var með þessum þrem mönnum. Bjarni og Benedikt eru gengnir, en Ágúst skilar að liaki sér i dag áttugasta árinu. Eg veit ekki, hvort þú þekkir Ágúst Þórarinsson i Stykkis- hólmi, en sé ekki svo, þá er mér nær að halda, að þú hafir í einhverju farið á mis við þau hughrif, er færa léttleika í yfir- hragð hins daglega lífs. Og jafn- vel þó Ágúst hefði komið til þín þeirra erinda, að krefja þig um greiðslu á skuld við Tangsverzl- un, mundir þú hafa fundið, að meira gætti glaðværðar en þunga í hug þér að skilnaði. Svo er Ágúst gæddur ríkum hæfileika til að drepa á dreif þunganum í eðlisfari samferða- mannsins. Frásagnargáfa Ágústs er mikil og næm, og hefi eg eng- an mann heyrt segja betur frá, að undanskildum ögmundi skólastjpra í Flensborg, þegar honum tókst bezt upp. Einu gildir, livort Ágúst leiðir okk- ur inn i baðstofu austur í Ár- nessýslu eða verbúð vestur á Snæfellsnesi. Við gleymum stund og stað, persónurnar renna ljóslifandi fyrir hugskots- sjónirog ilmurinn innan veggja, livort sem hann er Ijúfur eða leiður, fer naumast fram hjá okkur. Klæðnaður fólltsins, kostur þess og löstur bítur sig i okkur og verður okkur minn- isstætt. Svo máttug er frásagn- arlistin i munni Ágústs. Það ber við, að tilhneiging Ágústs til að „stilisera“ er nokkuð rík og telja sumír það ljóð á frá- sagnarlist hans. En mér virðist það kostur frá sjónarmiði list- arinnar. Sú tilhneiging skapar gleggri línuskil og litauðgi í myndirnar, sem upp eru dregn- ar og gildir þar sama lögmál og um málarann. Eg held að hæfni Ágústs og tilhneiging til að „stilisera“ eigi rætur sínar að rekja til þess, að hann er fyrst og fremst sjónskynugur og það í næmara lagi. Að mín- um dómi skortir það á, að frá- sögn Ágústs sé meistaraleg, að á stundum kennir maður ekki þess arnsúgs, sem söguefnið krefst. Ágúst kann full tök á því að „karikera“. Getur hann með fá- um orðum dregið upp myndir, er tolla óvenju vel í minni. Þeg- ar það við bætist, að maðurinn er ekki ósnortinn af „komik“ og kann ókjör af sögum, mun engan undra þótt hann kunni gripin á gígju glaðværðarinnar. Orð hefir farið af fyndni Ágústs og má það að vissu leyti. Hún er laus við uppgerð og sjaldnast særandi. Honum er lagið að velja henni búning, sem er lieflaður, án þess að misst sé marks. Listfengi Ágústs birtist ekki einvörðungu i frásögn hans; rit- liönd hans ber henni ekki síztan vottinn. Og það hygg eg, að leitun sé á mönnum nú, er aldrei hafa í skóla komið, sem i senn riti jafn rétt og fagurlega sem hann. Ágúst hefir átt að fagna lconu- og barnaláni. Ásgerður kona hans er gædd þeim eigin- leikum, er beztir mega teljast í fari kvenna. — Hér verða ekki rakin ævistörf Ágústs, þótt margt gott megi um þau segja, Jjví það er ætlan mín, að hann verði gleymdur sem verzlunar- stj., kennari, lireppsnefndarmr., sýslunefndarmaður o. s. frv.,1 þegar sá Ágúst verður enn í minni, er sagði sögur af óvenju- legri snilld, dró með fáum orð- um upp ljóslifandi myndir af körlum og konum og beitti fyr- ir sér kímiii og fyndni svo un- un var á að lieyra. Hólmarar munu lengi muna Ágúst Þórarinsson. Heill hon- um áttræðum! \ L. K. Sjúkrasamlagssvætii Reykjavíkur óhreytt. Vegna hreytingar á lögsagn- arumdæmi Reykjavíltur, Sel- tjarnarneshrepps og Mosfells- hrepps hefir Félagsmálaráðu- neytið ákveðið starfssvið Sjúkrasamlags Reykjavikur og Sjúkrasamlags Mosfellshrepps. Skal það vera sem hér segir: 1) Umdæmi Sjúla’asamlags Reykjavikur skal vera hið sama og það var áður en lögsagnarumdæmi Reykja- víkur var stækkað með lög- um 1943. 2) Allt það svæði, sem með lög- um var lagt undir lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur, verði lagt til sjúkrasamlags- svæðis Mosfellshrepps. Vélskólmn í Reykjavík byrjar 2. október 1944. Þeir, sem ætla að stunda nám við skólann, sendi umsókn til skólastjór- ans fyrir 25. september þ. á. Um inntökuskilyrði, sjá Lög um kennslu í VélfræSi frá 23. júní 1936. Skólastj órinn. Tilkynning 4tr Sölumaður, sem fer austur um með Esju, vill taka að sér að selja útgengilega vöru. Tilboð sendist blaðinu fyrir hádegi á fimmtudag, merkt „Seljari“. NÆSTU DAGA KOMA EFTIRTALDAR RÆKUR FRÁ SKÁLHOLTSPRENTSMIÐJU H/F: KATRÍN, eftir Sally Salminen. Þegar saga þéssi kom fyrir um það bil einum áratug síðan, vakti liún geysilega athygli og náði þegar feikna- mikilíi útbreiðslu. Höfundurinn var álenzk stúlka, al- gerlega óþekktur rithöfundur. Sagan gerist í fiskþorpi á Álandseyjum og er ákaflega hrífandi mitt í látleysi sínu. Saga Katrínar, fátæku, stoltu fiskimannskonunn- ar, barátta hennar og líf, sigrar og ósigrar, gleði og harmar, verður áreiðanlega hverju mannsbarni alveg ógleymanleg. — Islenzka þýðingin er gerð af Jóni Helgasyni, blaðamanni. RAMÓNA, efftir Helen Hunt Jackson. Þetta er ein af nafnkenndustu skáldsögum allra tíma, kunn um allan heim af kvikmyndum, sem eftir henni hafa verið gerðar. Sagan af Tuma litla (Tom Sawyer). Höfundur þessarar óvenju snjöllu drengjasögu er hinn kunni höfundur Mark Twain, og þarf bóldn raunar ekki frekari ummæla með. Eftir sama höfund kemur ennfremur önnur drengjasaga, Stikilberja-Finnur og ævintýri hans, og er það ekki siður snjöll og skemmtileg drengjasaga. VERONIKA, telpusaga, efth’ hina góðkunnu skáldkonu Jóhönnu Spyri, sem þeklct er hér á landi m. a. af hinni vinsælu sögu HEIÐA. VINZI er drengjasaga eftir sama höfund. YNGISMEYJAR, endurprentun þessarar vinsælu ungmeyjabókar, eftir Louise M. Alcott, ágætan höfund, sem orðinn er vel þekktur hér á landi. MÓST STÝRIMAÐUR, eftir Walter Christmas. Þetta er framhald Péturs Most, sem út kom fyrir nokkrum árum. Sagnaflokkurinn af Pétri Most eru einhverjar vinsælustu drengjabækur, sem til eru. HJARTABANI. Indíánasaga eftir Cooper. Pfeiapiw ___ ■■ Á næstunni koma út eftirtaldar bækur: Röskur pilftur (Mr. Mídshipman Easy), eftir Marryat: Afburðasnjöll drengjasaga, prýrdd mikl- um fjölda mynda. Þetta allt —■ og himininn með, hin víðkunna skáldsaga Rachel Field. LITLA BLQMABÚBIN Bankastræti 14. — Sími 4957. BLÖMLAUKARNIR eru komnir. Vantar krakka nú þegar til að bera blaðið um SELTJARNARNES KLEPPSHOLT TUNGÖTU. LAUFÁSVEG DAGBLAÐIÐ VlSIR. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu ökk- ur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar og tengdamóður, Guðnýjar Jónsdóttur frá Skildinganesi. Börn og tengdabörn. TÓNLISTARFÉLAGIÐ. Frh. af 1. síðu. Árni lagt stund á flautuspil, tíl- sagnarlitið og leikið á það hljóðfæri i Hljómsveit Reykja- vikur. Andrés Kolbeinsson er frá' Stóra-Ási í Borgarfirði, fædd- ur 1919. Hann hefir stundað nám í píanóleik og hljómfræði við Tónlistarskólann undan- farin tvö ár og jafnframt lagt stund á oboeleik. Þykir Andrés vera mjög efnilegur námsmað- ur og gerir bæði stjórn Tónlist- arfélagsins, svo og kennarar hans sér beztu vonir um fram- tíð hans á sviði tónlistarinnar. Tónlistarfélagið hyggst á næstunni að senda ennþá 1—2 nemendur til náms erlendis til að læra á fagott og elarinett, er tækju svo við kennslu á þessi liljóðfæri yið Tónlistar- skólann þegar þeir kæmu heim. Mundi þá verða séð fyrir aUum tréblásturshljóðfærum í veajufc- lega symfóniska hl jómsveit; en» að undanförnu hafa það. sér-- staklega verið hlástursMjóð- færin, sem staðið hafa hljöm- sveit Iiér fyrir þrifum. Með þessum framkvæmdum Tónlistarfélagsins mun ræíasft úr mestu örðugleikunum og þaS því fremur, sem tveir efnilegir hljómlistarmenn eru við nám í Ameriku, sem munu faka að sér kennslu við Tónlistarskól— ann þegar þeir koma lieim. Erua það þeir Eanar Waage, sem stundar nám á kontrabassa og Rögnvaldur Sigurjónssoii, sem er að læra á píanó. Ejt jafuvel búizt við að þeir komi báðir næsta haust hingað heim og taki þá við kennslu. Tónlistarfélagið vinnur nú markvisst að þvi að koma hér á stofn lítilli góðri symfóniskri hljómsveit, og sem einskonar undirbúningur að því er stofn- un strengjakvartetts Tónlistar- félagsins, er stofnaður var á\ s.l. vori, en í honum eru þeir Björn Ólafsson, Þorvaldur Steingrímsson, Sveinn Ólafsr- son og dr. Edelstein. Jafnframt þessu var og hafinn undirbún- ingur að stöfnun 14 manna strengjasveitar, sem mun taka til stai’fa um miðjan þennan mánuð. Tónlistarstarfsemí hefír auk- izt hröðum skrefunx hér í hæ á undanförnum árum, að lang- mestu leyti fyrir miHIgciixgu Tónlistarfélagsins. Er þetta hið mesta og giftudrýgsta menningarstarf, en sá ljóður er aðeins á, að félagíð er ogf hefir verið í miklu húsnæðis- hraki. Nu er hins vegar hyrjað að safna fé í væntanlega söng- eða tónlistarhöll og höfst súi söfnun með skrautútgáfn Pass- iusálmanna, sem er eitt hið> fegursta og,vaixdaðasta rit, senr hér liefir birtzt á prenti. En tónlistarhöllin verður að> konxast upp fljótt og til þess aSf hún verði sem veglegust, og landi og þjóð til sóma, þarf mikið fé og þar þurfa margir að leggja hönd á plóginn. AHir xinnendur fegurðar og lista vei'ða að sameinast iuii að lirinda þessu máli í fram- kvæmd og það sem fjæst. Þakkir til íslenzkra ikáta. Norski sendiheri'ann í Reykja- vílc hefir f. h. norsku ríkis- stjórnarinnar fært skátum hér imxilegustu þakkir fvrir aðstoð þeirra við norsk flóttabörn, sem leitað liafa hælis hér á landi síð- an styrjöldin skall á. Þann 6. þ. m. afhenti Esnxarck \ sendiherra þeim dr. Helga Tóm- 1 assyni skátahöfðingja og Bendt Bendtsen skátaforingja þakkar- skjal frá norska kirkju- og fræðslumálaráðherranum. f

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.