Vísir - 20.09.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 20.09.1944, Blaðsíða 2
VISIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötn 12 (gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 1 6 6 0 (fimm línnr). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. G ó ð æ r L jyjesta góðæri hefir verið það, sem af er þessu ári til lands og sjávar. Þjóðin ætti því að vera vel búin undir veturinn, sem í hönd fer, enda má full- yrða að Island verði yfirleitt ekki örara að gæðum, en reynzt hefir á þessu sumri. Heyskap er nú lokið að mestu eða öllu. Hefir hann gengið vel og nýting heyja verið i bezta lagi. (Jlarð- uppskera stendur yfir og spáir góðri. sprettu viðast á landinu. Síldveiðum er lokið og flotinn sem óðast að halda heim, en sjaldan mun veiðifengurinn hafa reynzt meiri. Fengust þannig 1,530 þús. mál í bræðslu, en til samanburðar má geta þess, að í fyrrasumar nam bræðslusíldin 1,263 þús. mál- um. Hinsvegar var saltað nokk- uð minna að þessu sinni en í fyrra. Framan af síldveiðitímanum voru horfur þungar og erfiðar. Var liðið langt fram á sumar, er veiðihrota kom fyrir alvöru, en hún reyndist þeim mun nota- drýgri, sem hún lét lengur á sér standa. Verksmiðjurnar höfðu að mestu undan í vinnslu, þann- ig að flotinn þurfti ekki að liggja í höfn að neinu ráði, að- gerðalaus og bíða eftir af- greiðslu, en sú hefir raunin oft orðið á, er aflahrotur hafa ver- ið hvað mestar. Hitt er vafa- mál, hvort menn gera sér al- mennt grein fyrir hvílíka þýð- ingu það hefir fyrir þjóðarbú- skapinn, hversu giftusamlega tókst til um veiðar að þessu sinni. Hefði veiðin brugðist, er hætt við að þjóðin hefði orðið að ganga allnærri þeim erlendu innStæðum, sem safnazt hafa á styrjaldarárunum. Ekki þarf nema eitt aflaleysisár og mis- bresta, til þess að eyða þeim þjóðarauði að verulegu leyti, sem menn metast nú um hversu upþ skuli eta. Þjóðin þarf engar áhyggjur að hafa af slíku. Næg eru verkefnin framundan, en árferði misjafnt, og veitir ekki af að vera undir það búinn að mögru kýrnar geti étið hinar feitu. Stríðsgróði er stopull, jafnt hjá einstaklingum sem þjóðum, — enda í rauninni eitt af okkar þjóðarmeinum, að þ'ví er snertir framferði ein- staklinga, sem hlotnazt hefir fljóttekinn og 'fyrirhafnarlítill gróði. Slikt verður öl á könnu niðurrifsmanna og álíka skað- semd og niðurrifsstarfsemi þeirra. Tryggingin. J^ítil trygging er I erlendum innstæðum og stríðsgróðari- um, ef ekki tekst að tryggja af- komu atvinnuveganna til fram- búðar. Séu fyrirtækin rekin með lialla, bætir að engu leyti úr að fjölga þeim, en þeim mun örar gengur á stríðsgróðann, sem slík fyrirtæki eru fleiri. Því er það ekki einhlítt bjargráð hjá kommúnistum, að fjölga at- vinnufyrirtækjum, þótt slíkt sé út af fyrir sig gott á venjuleg- um tímum. Rekstur þeirra verð- ur einnig að tryggja. Hvorki ríkið né verkalýðurinn geta bor- ið haliarekstur atvinnufyrir- Bindindissýningin í hanst er brautryðjendastarf. Fjögur félagasamtök standa að sýningunni. Samvinnunefnd Stórstúku Is- lands, Iþróttasambands fslands, Sambands bindindisfálaga í skólum og Ungmennafélags fs- lands hyggst að koma upp bind- indissýningu hér í Reykjavík mjög bráðlega, helzt fyrri hluta komandi vetrar. Fréttamaður hlaðsins hafði tal af Pétri Sigurðssyni, form. nefndarinnar og spurði, hvað gengi með undirbúninginn. Nefndin hefir haft ungan há- skólaborgara, Guðmund Sveins- son stud. theol. í þjónustu sinni í sumar, fjóra mánuði. Hefir hann safnað skýrslum, samið línurit og gert aðra updrætti, einnig fengið annan ungan mann — listmálara að störfum, sem vinnur nú að myndagerð. Auk þessa hefir Guðmundur Sveinsson unnið á ýmsan hátt að undirbúningi sýningarinnar og segir form. nefndarinnar, að hann hafi unnið verk sitt ágæt- lega. En nú er þörf á meiri starfskröftum, því að Guð- mundur Sveinsson verður nú að sinna sérnámi sínu. Þá hefir nefndin enn mjög takmarlcað fé til sinna ráða. Hefir þegar feng- ið fimm þúsund krónur frá Stórstúku Islands og l.S.Í. til samans. En nefndin hefir von um fjárstyrk frá ríki og jafn- vel Reykjavíkurbæ, einnig Þing- stúku Reykjavíkur eitthvað. Þetta er brautryðjendastarf hjá okkur, segir Pétur Sigurðs- son, töluvert mikið verk 'og vandasamt, þar sem þá er ekki nægilegt fé til þess að kaupa nauðsynlega vinnukrafta, og' við erum viðvaningar í þessum sökum. Horfur eru þó á að þetta muni takast sæmilega, ef til vill ágætlega, og verður þ’á hægt að byggja síðar ofan á þessa byrjun. Þá eru nokkur vandkvæði á um húsrúm, en vojiandi leysast þau á sínum tíma. Ætlazt er til að sýningin geti orðið góð tilbreyting og haft all- verulegt menningargildi, komi þar sjón í stað prédikunar, sem ætti að geta orðið mörgum minnisstæð. Formaður nefndar- tækja til lengdar, og enga stund án þess að ganga jafnframt á þjóðarauðinn. Vara, sem dýrari er í framleiðslu en sölu á er- lendum markaði, skapar tap fyrir þjóðarheildina, en ekki gróða, og kveði verulega að slíku tapi, siglir neyðin í kjöl- far þess. Velmegun er því að- eins unnt að skapa hjá öllum almenningi, að ekki sé eytt meiru en aflast. Gildir þetta jafnt um einstaklingsrekstur sem ríkisrekstur. Að þessu leyti er enginn munur á þeim. Neyð- in verður einnig sú sama, hvort sem ríki eða einstaklingar reka atvinnufyrirtækin með halla til langframa. Allt gengur til þurðar, se meytt er af, en ekjd við bætt að sama skapi. Vilji þjóðin njóta og notfæra sér erlendar innstæður, sem væntanlega verða til frjálsrar ráðstöfunar að styrjöldinni lok- inni, verður að tryggja afkomu atvinnuveganna, þannig að reksturinn gefi eðlilegan arð, en ekki halla. Jafnframt verður að fjölga atvinnutækjunum svo sem frekast er unnt, þannig að tryggt verði að allir, sem vilja vinna, geti fengið að njóta krafta sinna að staðaldri og í fullu öruggi um framtiðina. Þetta er vandalaust, ef þjóðin byggir á þeim undirstöðum, sem heilbrigt fjárhags- og atvinnulíf skapar, en nú í bili er 'hvort- tveggja sjúkt og spillt. innar kvaðst vilja segja sem minnst um þessa fyrirhuguðu sýningu, þvi að eftir væri að efna, þá loforð væru gefin. Hug- myndina sagði hann, að upphaf- lega hefði borið fram Gísli Sig- urbjörnsson, forstjóri Elliheim- ilisnis, sem er einn í aðalnefnd- inni, en einnig einn þeirra þriggja manna, sem aðallega sjá um undirbúning. Þriðji maður í þeirri nefnd er Jón Gunnlaugs- son fulltrúi í stjórnarráðinu. 1 samvinnunefndinni eru, auk þeirra þriggja, sem þegar eru taldir, Ingimar Jóhannesson kennari og Guðmundur Sveins- son stud. theol. Frumvarp um fjölgun deilda við Háskólann Menntamálanefnd neðri deild- ar hefir nýlega lagt fram frv. á Alþingi um breytingu og við- auka við lög um laun háskóla- kennara og um breytingu á lög- um um Háskóla íslands. I 1. gr. frv. segir, að í Há- skóla Islands skuli vera þessar 6 deildir: Guðfræðideild, lækna- deild, laga- og hagfræðideild, heimspekideild, atvinnu- og verkfræðideild. I 2. gr. segir, að í laga- og hagfræðideild Háskólans skuli vera 3 prófessorar í lögfræði og 2 dósentar i viðskiptafræðum. Þá segir í 3. gr. frv., að stofna skuli tvö dósentsembætti við heimspekideild háskólans, í bók- menntum og sögu og í 4. gr. frv. eru ákvæði um það, að í verk- fræðideild skuli vera 3 prófess-, orar. Frumv. fylgir greinargerð og segir þar m. a., að frv. sé borið fram skv. ósk háskólaráðs og feli það i sér þrjár breytingar frá gildandi lögum, en þær eru: 1. að lögfest verði embætti þeirra tveggja dósenta, sem nú‘ eru í viðskiptafræðum. 2. að stofna skuli tvö dósentsembætti, í bókmenntum og sögu, við heimspekideild Háskólans. 3. að sett verði lög um verkfræði- deildina, sem starfað hefir við Háskólann síðan 1940. Frv. fylgja meðmæli frá Há- skólaráði, álitsgerð frá Verk- fræðingafélagi Isladns, álitsgerð frá Einari B. Pálssyni og Stein- þóri Sigurðssyni og loks áskor- un frá þeim nemendum í verk- fræðideild Háskólans, sem lokið hafa fyrrihlutaprófi í verk- fræði. Tvíritun kirkju- og manntalsbóka I neðri deild Alþingis hefir verið lagt fram frv. til laga um kirkju- og manntalsbækur. Er flutningsmaður þessa frv. Jón Sigurðsson frá Reynistað. 1 fyrstu grein frv. segir svo: I hverju prestakalli skal sókn- arprestur færa kirkjubók og manntalsbók fyrir prestakalh'ð og varðveitir prestur þær. Auk þess skulu sóknarnefndarfor- menn í hverri sókn færa slíkar bækur, að því er til sóknarinn- ar tekur og geyma þeirra. I greinargerð fyrir frv. segir, að reynslan hafi sýnt, að tvírit- un kirkjubóka sé nauðsynleg; margsinnis hafa eldsvoðar á prestssetrum grandað kirkju- bókum og eyðilagt þannig ó- bætanlegar og mikilsverðar heimildir, af því að engin sam- rit voru til. Ætlar að læra leiktjaldamálun, Ungur Reykvíkingur, Sigfús Halldórsson á förum til Englands. Sigfús Halldórsson er Reyk- víkingum að góðu kunnur. Hann hefir á undanförnum ár- um komið víða frám opinber- lega í skemmtanalífi borgar- innar, Ieikið í revýum, sungið og leikið á hljóðfæri á skemmt- unum og alls staðar komið fram sem ágætur skemmtikraftur. Nú er Sigfús á förum til Eng- lands, þar sem hann ætlar að leggja stund á leiktjaldamálun. Mun hann stunda nám í Oxford um eins árs skeið við The Slade and Ruskin Scliool. Er það þekktur Ijptaskóli, sem kennir flest það, er að leikhúslistum lýtur. Námsgreinarnar eru með- al annars: Teikning, Jeikhús- skreyting, myndateiknun, stein- prent, trjáskurður, mynda- skreyting, líffærafræði, lista- saga o. fl. Er leikhúslífi okkar Islend- inga mikil þörf á því, að ung- ir og efnilegir menn kynni sér það bezta, sem stórþjóðirnar hafa upp á að bjóða í leikhús- starfsemi. Hefir Sigfús Hall- dórsson sýnt það hér, að í hon- um býr hið bezta listamanns- efni. Þrjár bækur eftir Guðmund Daníelsson Ný hók er komin út eftir Guð- mund Daníelsson rithöfund, og er það þriðja og síðasta bindið í ritverki lians sem hann byrjaði í hi.tteð fyrra með bókinni „Af jörðu ertu kominn“. í fyrra kom út annað hindið, er her heitið „Sandur“, en þetta síðasta heít- ir „Landið handan landsins“. Ileildarheiti ritverks þessa er „Blóð og sandur“. Þá eru i haust væntanlegar tvær aðrar bækur eftir Guð- mund, smásagnasafn, er hann nefnir „Heldri menn á hús- gangi“, og leikrit, sem kemur til með að heila „Það fanst gull i dalnum“. Er þetta fyrsta leik- rit Guðmundar og fjallar um það ástand sem auknir fjáröfl- unarmöguleikar vegna stríðsins hafa skapað. Leikritið er vænt- anlegt á markaðinn fyrir jól en smásögurnar innan skamms, og gefur ísafoldarprentsmiðja hvorutveggja út. SlgrFnr Erlingsdóttir skipaínr iögreginþjönn. Á bæjarráðsfundi, sem hald- inn var 15. september s.l„ var samþykkt, eftir tillögu lög- reglustjóra, að leggja til að Sig- ríður Erlingsdóttir yrði skip- aður lögregluþjónn (heilbrigð- is). Jafnframt samþykkti bæj- arráð, að hún haldi fullum launumu um 4—5 mánaða tíma, á meðan hún dvelur í Englandi til að kynnast störfum heil- brigðislögreglunnar þar. Vinnuheimili S.Í.B.S. fær heitt vatn. Hitaveitustjóri hefir lagt þá tillögu fyrir bæ^arráð, að láta vinnuheimili Samb. íslenzkra berklasjúklinga á Reykjum fá heitt vatn til upphitunar, þann tíma árs, sem nægilegt vatn er til ,enda verði séð fyrir vara- hitun, sem grípa megi til, ef þörf gerist. Bæjarráð sam- þykkti þessa tillögu hitaveitu- stjórans. Hús til sölu. Hús í Austurbænum til sölu. Tveggja herbergja íbpð laus til ibúðar nú þegar. Upplýsingar gefur Gunnar Þorsteinsson. hæstaréttarlögmaður. Sími 1535. JSverrir" Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar, Tálknafjarð- ar, Bíldudals, Þingeyrar og Flateyrar í dag og fram til hádegis á morgun. Stúlka óskast í vist allan daginn. Sérherbergi. Til mála getur komið formiðdags- og eftir- miðdagsstúlkur, ef þær geta komið sér saman um her- bergið. — Upplýsingar hjá Jóhanni Karlssyni, Samtúni 8 Kjólaefni nýkomin. Brandur Brynjólfsson lögfræðingur Bardmstræti 7 Sími 5743 Ntorgjöf fil Liandarkirkjn. Kirkj ublaðið skýrir frá því i siðasta tölublaði, að þau hjónin Edith og Herluf Clausen fram- kvæmdarstjóri hafi nýlega gert sóknarnefnd og söfnuði Lund- arkirkju í Lundarreykjadal það höfðinglega boð, að leggja til allan efnivið til endurbyggingar á Lundarkirkju, en nú er orðin biýn nauðsyn á því, að sú kirkja fái gagngerða endurbót. Þau hjónin Edith og Herluf eiga Lund í Lundareykjadal, hafa þar bú og eiga sumarbú- stað á staðnum. Frækileg björgun. Ungur sjómaður, Karl Krist- jánsson, Sjafnarg. 12, Reykja- vík, 17 ára að aldri, vann það afrek fyrra laugardag að bjarga félaga sínum frá drukknun. V/s „Jakob“ var á siglingu í Faxaflóa, þegar það slys vildi til, að matsveinninn féll fyrir borð. Var þegar kastað til hans bjarghring og skipinu snúið, en' við fyrstu tilraun mistókst að leggja því að manninum. Sást nú að hann hafði misst taki á bjarghringnum og var að sökkva. Gerði Karl, sem er há- seti á „Jakobi“ sér þá lílið fyrir, kastaði af sér sjóstígvélum sín- um og stakk sér til sunds. Tókst honum von bráðar að synda með manninn að bjarghringn- um þar sem þeir héldu sér unz þeim var bjargað um borð. Má þetta teljast mjög frækilegt af- rek af svo ungum manni, sem Karl er. Piltur. Ungur piltur óskast í létta vipnu. Uppl. í síma 3459. LEIKNIR, Vesturgötu 18. NÍKOMIN Amerísk Kjólföt Smokingföt Lokastíg 8. FORD-mótor til sölu. Uppl. í síma 5753. ________________ Tvöfaldar kápur, allar stærðir, og nokkrir Kven ullar-rykfrakkar, lítil númer. H T0FT Skólavörðust. 5. Sími 1035. R a u ð r o fur, G u I r ó f u r, Gulrætur, L a u k u r. Verzlunin Vísir h.f. Laugaveg 1. Sími 3555. Fjölnisveg 2. Sími 2555. Glervörur: Ávaxtasett,, Stakar glerskálar, Vatnssett, öskubakkar og margt fleira af fallegri glervöru. Verzlun Halldórs Eyþórssonar Víðimel 3 5. Herbergi óskast fyrir hjúkrunarkonu, helzt í Austurbænum. Uppl. í síma 3744 og 1534. ULLAR-drengjafataefni, kr. 34,60 met. E R L A, Laugavegi 12.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.