Vísir - 26.09.1944, Qupperneq 1
Ritstjórar:
Kristján Guðiaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofun
Félagsprentsmiðjan (3.hæð)
t Ritstjórar
Blaðamenn Slmii
Auglýsingar 1660
Gjaldkerl 5 llnur
Afgreiðsla
34. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn’26. september 1944.
217. tbl.
Austurvígstöðvarnar:
Þjóðverjar búast
til varnar um-
hverfis Ríga.
Harðir bardagar á landa-
mærum Ungverjalands.
Rússar tóku alls um 1000 staði
í Suður- og Yestur-Eistlandi og
Norður-Lettlandi.
Stærsta 'borgin, sem Rússar
tóku, var Haapsalu og hafa þeir
þá þrjár stærstu borgir landsins
á valdi sínu. Auk Haapsula tóku
Rússar í gær um 800 bæi í Vest-
ur- og Suður-Eistlandi.
I Norður-Lettlandi tóku Rúss-
ar 200 bæi. Þar hörfa Þjóðverj-
ar til lítils svæðis umhverfis
Riga. Flótti Þjóðverja er svo
liraður, að þeir gefa sér ekki
tíma til að sprengja upp brýr
eða vegi, til að tefja eftirförina.
Vörn þeirra er yfirleitt skipu-
lagslítil.
Harðir bardagar
hjá Ungverjalandi.
Engar fregnir hafa borizt síð-
an i gær, um að Rúmenar og
Rússar hafi farið yfir landamæri
Ungverjalands, eins og Rúmen-
ar skýrðu frá í gærmorgun. En
í frásögnum frá Moskva í gær
var sagt, að harðir bardagar
væri háðir við suðausturlanda-
mæri Ungverjalands. Rússar
segja, að Þjóðverjar hafi flutt
lið frá Póllandi suður til Ung-
verjalandssléttunnar.
Flutningar Breta til Nijmegen
lágu niðri í 12 klukkustundir.
M. C. Dempsey,
yfirmaður 2.
hersins, hefir
getið sér góðan
orðstir í orust-
unum undan-
farið. — Telur
Montgomery
hann einn hezta
hershöfðingja,
sem Rretar
eiga.
60 amerískar bardaga-
herdeildir úti um heim
Bandaríkjamenn hafa nú um
60 bardagaherdeildir víða um
heim.
Auk þessa mannafla hefir
Randaríkjaherinn enn meira
lið, sem sér um alla aðdrætti,
og er talið, að það lið sé þrefalt
meira, sem aldrei er í bardaga.
I þessum mánuði sendu Banda-
rikin átta bardagaherdeildir úr
landi.
Margir bruggarar teknir
norður í Fljótum í
Skagafirði.
Talið er að bruggað sé á 11-12 bœjum þar
en 5 bruggarar hafa þegar verið bandLteKnir
Björn Blöndal löggæzlumað-
ur hefir ljóstað upp um stór-
fellda hruggun norður í Fljót-
um í Skagafirði. Hafa þar ver-
Burma:
Ný sókn banda-
manna í undir-
búningi.
Bandamenn húa sig undir
mikla sókn suður til Mandalay
í Burma.
1 fregnum hlaðamanna *segir,
að gera megi ráð fyrir því, að
sóknin geti hafizt mjög bráð-
lega eftir að styttir upp um
mánaðamótin. Hafa bandamenn
sótt jafnt og þétt suður frá
Maugaung síðustu vikur, þrátt
fyrir rigningarnar og eru komn-
ir 80 km. suðnr fyrir hæinn.
Krístján Xo 74 ára.
ið handteknir 5 bruggarar á 4
bæjum, en vitað er alls um 11
—12 bæi, sem bruggað hefir
verið á.
Hefir Björn skýrt svo frá, að
lengi hafi legið á grunur um á-
fengisbruggun í Skagafirði, sök-
um mikils drykkjuskapar þar á
skemmtunum og mannamótum.
Kom Björn þarna i sumar og
rannsakaði málið, en gat ekkert
aðhafst þá, sökum skorts á ýms-
um upplýsingum. Er liann hafði
aflað sér þessara upplýsinga,
lagði hann af stað norður í Fljót
ásamt aðstoðarmönnum sínum.
Komu þeir við hjá sýslumann-
inum að Sandárhóli og fengu
úrskurð um húsrannsókn á á-
kveðnum bæjum í Fljótum.
Föstudaginn 22. þ. m. fór svo
húsrannsókn fram á 4 bæjum
og voru handteknir samtals 5
bruggarar á þessum stöðum.
Fyrst var haldið að Keldum í
Fellhreppi ,en þar hýr Pétur
Björgvin Björnsson. . Játaði
hann þegar að hafa bruggað og
vísaði á bruggunartækin. Þá var
haldið að Hciði í sama hreppi,
en þar hýr Jón Guðnason. Gruir-
ur lék á, að Jóhann, sonur Jóns,
hefði stundað brugg, en hann
var ekki heima. Ýms merki um
að bruggað hefði verið þarna
fundust og kom einnig í ljós,
að bóndinn hafði verið viðrið-
inn hrugg sonar síns. Þá var
haldið að Hamri í Haganes-
hreppi. Bóndinn þar, Hermann
Jónsson, var ekki heima, en
kona hans vísaði á hruggunar-
fæki og hálf- og fullhruggað á-
fengi. Næst var farið að Hólmi
í Holtshreppi. Fundust þar tæki
til bruggunar og áfengi í gerj-
un hjá bóndanum, Víglundi
Arnljótssyni. Víglundur þessi
hefir áður verið dæmdur fyrir
hrugg.
Bruggarar þessir hafa selt
„landann“ á 50 kr. flöskuna. Af
5rmsum ástæðum var ekki hald-
ið víðar að þessu sinni, en tal-
ið er að til viðbótar sé hruggað
á 7—8 bæjum. Munu þeir verða
heimsóttir síðar.
Kristján Danakonungur X. er 74 ára í dag. Samkvæmt síðustu
fregnum, sem borizt hafa frá Danmörku, dvelur konungurinn
nú í höll sinni Amalienborg, ásamt fjölskyldu sinni.
Hjónaband.
Síðastliðinn laugardag voru gef-
in saman í hjónaband af síra Bjarna
Jónssyni, Dagrún (Dolly) Bjarna-
dóttir frá Siglufirði og Odd Hagen
frá Oslo.
Nú á að taka
. Calais.
Þjóðverjar segjast
hafa komið liði
sínu yfir Schelde.
|^anadiskar hersveitir hófu í
gær mikla sókn gegn
Calais og var sagt opinberlega
að það ætti að verða loka-
sóknin að borginni, nú 53tti
að taka hana.
Fyrst gerðu 300 brezkar flug-
vélar, mestmegnis Halifax-vél-
ai% árás á varnirnar við horg-
ina og vörpuðu þar niður um
1300 smálestum sprengja. Um
líkt leyti hófst mikil stórskota-
hríð á stöðvar Þjóðverja og
tóku fallbyssur á Dover-strönd
þátt í henni.
Næsti þáttur var að sérstak-
lega útbúnir skriðdrekar voru
sendir fram til að ryðja hraut-
ir í jarðsprengjusvæði Þjóð-
verja og gerðu þeir tvær braut-
ir, en í kjölfar þeirra komu
skriðdrekar með eldsprautum
og loks fótgönguliðið.
i
GEKK VEL.
Tveim stundum eftir að
sóknin hófst, var sagt, að hún
gengi vel og eftir liádegi var
tilkynnt, að Kanadamenn væri
aðeins 3 km. frá suðvestur-
hverfunum. 1 f morgun höfðu
ekki borizt fregnir um, hvað
sókninni liði.
FisKaflinn:
Rúml. 220 þús.
smál. í júlílok.
1 lok júlí-mánaðar nam allur
fiskafli á landinu 221,857 smá-
lestum:
Megnið af þessu var ísaður
fiskur, sem var samtals 125,082
smáléstir og fluttu veiðiskipin
sjálf út rúmlega 49,000 smá-
lestir af þeim, afla. Auk þess
höfðu rúmlega 50,000 smálestir
fiskjar verið ísaður, en í salt
liöfðu farið 2694 smálestir. Átta
liúndruð níutíu og átta smálest-
ir fóru til neyzlu innanlands.
Þá er ótalinn síldaraflinn, er
nam í júlílok 41,273 smálestum.
»TenÍDgfunam er
kastað«
Áttundi herinn brezki er nú
kominn að Rubicon-ánni á It-
alíu.
Þótt Þjóðverjar hafi verið
liraktir úr Gotnesku línunni,
verjast þeir enn af hinni mestu
hreysti. Ætlar leiðin til Ravenna
og Bologna að verða all-torsótt.
Fimmti lierinn liefir tekið
Futa-skarðið, sem er 3000 fet
yfir sjávarmál og hallar nú
undan fæti fyrir hana til Pó-
sléttunnar.
(Það var þegar Caesar fór
yfir Ruhicon árið 49 f. Kr., sem
hann á að hafa sagt: „Tening-
unum er kastað.“)
l>anir mótmæla
ofbeldi ft»ióð-
verfa.
Á sunnudag var Þjóðverjum
afhent harðort bréf frá dönsku
stjórnmálaflokkunum.
Bréfið var undirritað af for-
mönnum allra flokkanna og af-
hent sendiherra Þjóðverja í
Kaupmannahöfn. Er sagt þar,
að handtaka lögregluþjónanna
hafi vakið mikla gremju meðal
dönsku þjóðarinnar, og gerð
krafa til þess að lögregluþjón-
arnir verði settir í stöður sín-
ar á ný, en þeir fluttir þegar
þeim aftur, sem sehdir voru til
Þvzkalands.
Grikkir kref jast engra
landa.
Gríska stjórnin ætlar að láta
fara fram þjóðaratkvæða-
greiðslu um, hvort menn vilja
konungsdæmi e^a ekki, er stríð-
inu er lokið.
Talsmaður stjórnarinnar,
sem nú er flutt til Napoli, gaf
út yfirlýsingu á sunnudag um
stefnu stjómarinnar fyrst eftir
að landið verður orðið frjálst,
og eru kosningar um konung-
inn meðal helztu atriðanna.
Grikkir krefjast engra landa,
en vilja að öryggissvæði verði
meðfram suðurlandamærum
Búlgaríu. Þá hefir stjórnin og
í hyggju að semja við Albaníu
um réttingu landamæranna þar.
Kosningar verða látnar fara
fram eins fljótt og unnt verður.
Siíar banna
Þjóðvei'jum.
Þýzk skip mega ekki nota
hafnir á austur- og suðurströnd
Svíþjóðar frá deginum á morg-
un að telja.
Sænska stjórnin gaf út bann
við þessu fyrir helgina og nær
það einnig til siglinga um land-
lielgi Svíþjóðar fyrir sömu
ströndum. Þetta veldur því, að
Þjóðverjar munu nú aðeins geta
fengið járngrýti um Narvík, og
er það til mikils óhagræðis, svo
að ekki sé meira sagt.
Vestmannaeyjastúlkurnar halda
heim.
Vestmannaeyjastúlkurnar, sem
komu til Hafnarf jar'ðar til að leika
handknattleik við félögin þar, eru
nú farnar heim. Ráðgert hafði ver-
ið, að þær léku þrjá leiki,, en vegna
veðurs gátu leikarnir ekki orðið
nema tveir. Fyrri leikinn, sem þær
kepptu við Haþka, unnu Haukar með
5 : 3, en þann seinni léku þær á móti
Fimleikafélagi Hafnarf jarðar og
unnu hann með 3:1. Síðasta dag-
in, sem þær dvöldu í Hafnarfirði,
var þeim haldið kaf fisamsæti á Hót-
el Hafnarfjörður. Voru þar fluttar
margar ræður og félögin skiptust
á, gjöfum.
|
Leiðrétting'.
1 greininni „Fyrirmynd eining-
ar“, í Vísi s.l. föstudag hefir fallið
úr ein lína í tilvitnun í grein Ara
Arnalds- Þar á að standa: „Flokka-
hugsmunir og persónulegir hags-
munir voru fyrirlitnir og útilokaðir
frá athöfnum og hugsunum þessara
einbeittu þjóðhetja, þar til þeir
náðu takmarki sínu: Noregur al-
frjáls."
Þjóðverjar rufu
Eindhoven-Nij-
megen-veginn.
En horfur loftflutta
llðsins eru verri
en nokkuru sinni.
JJerstjórnartilkynning Eisen-
howers skýrði frá því í
gærkveldi, að Þjóðverjum
hefSi tekizt aS loka flutninga-
leið Breta frá Eindhoven til
Nijmegen.
Voru taldar allslæmar horfur
fyrir lið Breta, sem þarna var
fyrir norðan, því að Þjóðverjar
liöfðu veginn á valdi sínu á 8
km. kafla í hálfan sólarhring.
Höfðu SS-sveitir brotizt að hon-
um úr austurátt.
En rétt fyrir ellefu í gær-
kveldi bárust fregnir frá
blaðamönnum um, að Þjóð-
verjar hefði verið hraktir af
veginum á ný.
Þjóðverjar höfðu tvisvar áð-
ur, undanfarna átta daga, gert
tilraunir til að rjúfa þessa lífæð
brezku herjanna. Þeim. hafði að
vísu tekizt að komast á veginn
og ná nokkurum kafla hans, en
höfðu í bæði sldptin verið hrakt-
ir af honum þegar í stað.
Reynt að eyðileggja
brúna við Nijmegen.
bað var í fyrrinótt, sem Þjóð-
verjum hafði tekizt í skjóli næt-
Urinnar að komast á veginn, en
á sunnudag liöfðu þeir sent flug-
vélar til árásar á brúna yfir
Waal lijá Nijmegen. Árásin
misheppnaðist.
Loftflutta liðið.
Blaðamenn lýstu aðstöðu
loftflulta liðsins svo í gær, að
liún væri verri en nokkuru
sinni. Liðinu hefir ekki einungis
verið þjappað saman á minna
svæði, heldur leitast Þjóðverj-
ar við að hrjótast milli þess og
Lek-árinnar, til þess að ekki sé
hægt að ferja lið og birgðir til
þess að næturlagi. *
Skotið á Diiren
og Jiilich.
1. ameríski herinn herst enn
að mestu leyti í sömu sporum
og var aðeins sagt um hann í
morgun, að hann héldi uppi
skothríð á Duren og Julich úr
155 mm. fallbyssuip.
Frá Danmörku:
íslendingar eiga að
bera vegabréf.
1 fregn sem útvarpið birti fyr-
ir skemmstu frá fréttaritara sin-
um í Kaupmannahöfn, er skýrt
frá því, að Islendingum í Dan-
mörku hafi verið gert að skyldu
að bera vegabréf. Dönum hefir
einnig verið fyrirskipað að hafa
vegabréf, en Islendingar eru
einu útlendingarnir, sem einnig
er skipað að hafa þau.
Ríkisstjórnin hefir látið spyrj-
ast fyrir um liðan Islendinga í
Danniörku og fékk þau svör,
að þeim liði öllum vel.