Vísir - 08.11.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 08.11.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BIAÐAÚTGÁFAN VíSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Gnðlangsson Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félapsprentsmiðjunn Afirreiðsla Hverfisgötn 12 (gengið inn frá Ingólfs«træti) Simar: 1 66 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Verst eru eigin víti tjóðviljinn segir það og Al- * þýðublaðið segir það, segir stefnuleysið í Morgunblaðinu, og þá getur vitanlega ekki ver- ið um þjóðnýtingu að ræða í samningum stjórnarflokkanna. Þessi blöð — tvo sannleikans postula — leiðir Morgunblaðið sem vitni, — og hvort þarf þá frekar vitnanna við. Morgun- blaðið hefir aldrei orðið þess vart, að ofangreind vitni bæru fals á eiturtungu innan hun- angsvara, þegar þau gera gæl- ur við trúgirni þjóðarinnar. — Nei-nei, sussu nei og „svei att- an Vísi“. Morgunblaðið hefir milcið traust á núverandi forsætisráð- herra, svo sem vera ber. Skal hann leiddur í vitnastúkuna gegn Þjóðviljanum og Alþýðu- blaðinu, en þau ein orð hans tilfærð, sem hann lét sér um munn fara, er hann skýrði Al- þingi frá samningum stjórnar- flokkanna og prentuð voru í Morgunblaðinu sjálfu laugar- daginn 4. nóv. 1944. Ráðherr- ann segir: „Er það ætlað, að einstaklingar og félög, þarmeð talin bæjar- og sveitarfélög, kaupi þessi tækí, og gert ráð fyrir að ef þess gerist þörf, muni ríkisstjórnin hlutast til um stofnun félaga í því skyni. Jafnframt verður að gera ráð fyrir að ríkið sjálft geti orðið eigandi einhverra tækja“. Síðustu orð ráðherrans skýra sig sjálf. Hitt er vafasamara, hvern þátt ríkið á að eiga í „stofnun félaga“, sem ráðherr- ann talar um, — en auk þess hefir ráðherrann ekki gert ráð fyrir að svo gæti farið, að ein- staldingarnir kærðu sig ekki um að kaupa 300 milljónirnar og verja þeim í tæld, sem óhjá- kvæmilega yrðu rekin með halla. Bregðist einstaklingarnir, hver á þá að kaupa? Sé halla- rekstur auðsær í sjávarútvegin- um fyrirfram, hver vill þá taka að sér slíkan rekstur? Nú eru jafnvel tugir báta auglýstir til sölu í ríkisútvarpinu á hverju kvöldi. Bendir það í þá átt, að menn séu ginkeyptir fyrir slíkri útgerð? Nú má gera ráð fyrir að ríkisstjórnin sitji að völdum í fullum friði innbyrðis í 14— 15 mánuði í lengsta lagi. Hafi málefnasamningur hennar nokkurt gildi, hlýtur stjórnin að framkvæma hann og kaupa tækin á þessu tímabili, en mik- il má breytingin vera orðin frá valdatöku stjórnarinnar, ef hún getur troðið öllum þessum tækj- um upp á menn á svo skömm- um tíma, — en hitt er svo auka- atriði, hvort slík tæld, sem ráð er fyrir gert að lcaupa, verða fáanleg á erlendum markaði. Framkvæmi stjórnin málefna- samninginn, verður ríkið fyrir- sjáanlega að bera veg og vanda af framkvæmdinni, — ekki að- eins innkaupum tækjanna, held- ur væntanlega einnig rekstrin- um. Svo kemur rúsínan í pylsu- endanum, eins og Morgnnblað- ið og danskurinn orðar það. Ráðherrann segir, — og raunar stendur það sama í málefna- samningnum: „Komi til veru- legra útgjalda ríkisins í þessum Sýning byggingamálaráð- stefnunnar er hin eftir- tektarverðasta. Hún var opnuð fyrir almenning 1 gærdag. j^ýning byggingarmálaráðstefnunnar hófst kl. 1 e. h. í gær- dag í Hótel Heklu. Hefir verið innréttaður stór og smekklegur salur á neðstu hæð Hótelsms fynr þessa sýn- ingu (gengið inn frá Hafnarstræti). Trésmiðjan Rauðará hefir séð um innréttinguna, og hefir Pétur Ölafsson fram- kv.stj. haft á hendi umsjón verksins, en teikningu að inn- réttingunni gerði Stefán Jónsson teiknari. Framkvæmdar- stjóri sýningarinnar er Ölafur Guttormsson stud. jur. Strax og maður ep kominn inn fyrir dyr sýningarsalarins verður maður þess áskynja, að hér er um hina merkilegustu sýningu á sviði byggingarmála að ræða. Allflest byggingafyr- irtæki hér i bæ, og reyndar víð- ar, hafa lagt fram sinn skerf til þessarar sýningar. Yrði það allt of langt mál, að telja þau hér upp öll, en þó skal tekið fram, að áberandi smekklegast- ur og eftirtektarverðastur er sá hluti sýningarinnar, sem „Raf- all h.f.“ hefir þar, að öllum hin- um ólöstuðum. Nokkra athygli skoðarans vekur einnig stcinsteyptur gluggi, sem er vinstra megin við dyrnar, þegar komið er inn. Ragnar Bárðarson hefir smíðað þennan glugga og er þegar byrjað, að nota slíka glugga, og munu þeir, eftir því sem næst verður komizt, hafa reynzt all- vel. Eru t. d. slíkir gluggar í Fimleikahúsi Isafjarðar og víð- ar þar á staðnum. Á sýningu þessari er bókstaf- lega allt sýnt, sem notað er til húsbygginga o. þ. h. Þarna eru sýndar hinar ýmsu tegundir af sandi og möl, sem notað er í steypu, vikurtegundir, alls kon- ar viðartegundir, sem hér eru notaðar, kork og önnur ein- angrunarefni, steypurör, steypuhellur, raftæki alls kon- ar o. fl. Þá er þarna, fjöldi mynda af . byggingum og vélum, bækur um byggingamál, teikningar ! smáhýsa og stórhýsa, mörg „model“ húsa, uppdrættir af f yrirhuguðum bæ j arhverf um. Sérstaklega mætti nefna „mo- efnum, er ætlað að gera það mcð lántökum. Kemur þá til mála að skylda menn til að taka þátt í þeim lánum, eða jafnvel þátttöku í þeim fyrir- tækjum, sem ríkið stofnar til.“ Hér gerir ráðherr- ann ekki aðeins ráð fyr- ir skyldúsparnaði, sem get- ur verið cðlilegur, heldur einn- ig að fénu verði varið í fyrir- tæki, sem ríkið stofnar til, og þá vafalaust sum þeirra áhættu- söm. Yrði horfið að þessu ráði, er ekki annað sjáanlegt en að álcvæðin um friðhelgi eignar- réttarins, sem stjórnarskráin hefir inni að halda, verði bók- staflega gerð að engu. Hvað fé- Iagafrelsið varðar-má jafnframt geta þess, að menn hafa fullt frelsi til sjálfsákvörðunar í þeim efnum, samkvæmt stjórn- arskránni, og er þá hæpið að ríkið geti skyldað menn með einföldu lagaboði til þátttöku í félögum, sem ekki er unnt að segja að almenningsheill krefji, nema í þrengsta skilníngi, en látum það liggja á milli hluta. Allt er þetta góð latína hjá Morgunblaðinu, en furðuleg- asta fyrirlirigðið er það, að blaðið skuli beinlínis ómerkja orð ráðherrans með því að leiða tvö sannleikselskandi vitni gegn honum. Skollinn hlær og púk- inn fitnar á kirkjubitanum vegna mistaka Morgunblaðsins, ■ — og verst eru eigin víti. del“ og uppdrætti af fyrirliug- uðu skipulagi miðbæjarins, sem er mjög eftirtektarvert. Auk þess, sem að framan er talið, eru línurti yfir íbúða- fjölda á árunum 1929—43, yfir- lit yfir byggðar íbúðir í Reykja- yík á þcssum árum og yfirlit yfir nýbyggingar. Margt fleira gefur þarna að lita, sem of langt yrði liér upp að telja, og verður því látið staðar numið. Ekki er úr vegi að örfa fólk til þess að sjá þessa skemmtilegu og fróðlegu sýn- ingu, því hún á noklcurt erindx til allra íbúa Reykj^víkur, sem komnir eru til vils og ára. Eins og almennnigi er kunn- ugt, stendur byggingamálaráð- stefna yfir þessa dagana og í sambandi við hana er þessi sýn- ing höfð. Þess skal og getið hér, að daglega eru fluttir fyrirlestr- ar um byggingamál í útvarpið og ættu allir, sem tíma hafa til, að kynna sér þessi mál og hlusta á fyrirlesarana, sem all- ir eru kunnir menn hérlendis á sviði byggingamála. Foiseti Islands stað- íestir ný lög. Tilkynning frá ríkisritara. I siðustu viku staðfesti for- esti íslands á rískii-áðsfundi eft- irgreind lög: Lög um lækningaleyfi til handa dr. Karl Kroner. Lög um bæjarstjórn í Ólafsfirði. Lög um bvggingarmálefni Reykjavikur. Lög um tilraunastöð í jarðrækt á Reykhólum. Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja hálfa Skáldalækjareyju í Svarf- aðardal og eyðijörðina Hvarfs- dal í Skarðshreppi í Dalasýslu. Ennfremur skipaði forseti á sama fundi Daníel Á. Daniels- son héraðslækni í Svarfdæla- héraði, frá 1. nóv. 1944 að telja. Nfíízkn sklpasmíBa- stöð er nauðsyn. Eilt af þeim stórmálum þjóð- arinnar, sem aldrei hefir verið neinn gaumur gefinn, er að hér verður aS rísa upp ný- | tízku skipaviðgerðarstöð, með fullkomnum og nýtízku tækjum, sem fyrst og fremst verður að geta fullnægt þeim þörfum skipaviðgerða, sem fyrir liggur á hverjum tíma. Ef íslenzka þjóðin á að heita og vera sjálfstæð þjóð, þarf hún að koma sér upp öflugum skipa- stóli. Og það verður að halda þessum skipastóli við og endur- bæta hann eftir þörfum. En það verður ekki liægt sem skyldi, ef ekki eru fyrir hendi aðstæður, sem gera það mögulcgt. Hér verður að koma upp fullkom- inni skipasmiðastöð, sem fyrst og fremst getur annast viðgerð- ir og breytingar á skipum, og svo í framtíðinni smíðað skip bæði úr járni og tré, eftir því sem revnist bezt fyrir íslenzlca fiskimenn. Þáð er margra álit, að ef skipin væru byggð hér, myndu þau henta betur þeim skilyrðum, sem við höfum, en aijnars. Það er einnig víst, að hægt er að ná sama árangri hvað ufkösl snertir og náðzt hefir hjá öðrum þjóðum. Þar við bætisl gífurleg alvinnp- áukning fyrir fjölda iðnaðar- manna og vcrkamanna í heild, og um leið sparað stórfé í er- lendum gjaldeyri, Ekki þarf að efast um að íslenzkir monn, sem koma til með að vinna við slíka skipasmíðastöð, verði neitt af- kastaminni en erlendir menn, undir sömu kringumstæðum, þar með er átt við að þeir liafi þau tæki, sem nútíma skipa- smíðastöð þarfnast, og svo auð- vitað góða stjórn, Nú hefir verið stofnað hér í Reykjavík nýtt félag, sem heit- ir Skipanaust h.f., og ætlar að liefja undirbúning að slikurn framkvæmdum. Kom þar í Ijós við stofnun þessa félags, greini- lega hvað stofnendur voru sam- taka. Eg er í vafa um, hvort nokkurntíma hafi verið stofn- að hér fyrirtæki, og sízt svo stórt, þar sem allir voru sem einn maður um stofnunina, eftir að hafa kynnt sér verkefni þess. Þegar svo langt er komið sem hér, að hópur manna hefir tekið sig saman um að hrinda þessu mikla nauðsynjamáli í framlcvæmd, sem hér er um að ræða, er það von mín og þeirra manna, sem hér eiga hlut að málj, að þáð mæti jafn glæsileg- um móttökpm hjá ráðandi Akranesferðir. I vetur verður ferðum m.s. Víðis hagað þannig: Laugardaga og sunnudaga: Frá Reykjavík kl. 12 f. h. Frá Akranesi kl. 1 7. Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga: Frá Reykjavík kl. 7 f. h. og kl. 16. Frá Akranesi kl. 10 f. h. og kl. 21. Framvegis liggur báturinn við Ægisgarð. (Jtgerðin. r Bæjarbyggingar við Amarhól. Á fundi hafnarstjórnar þann 25. okt. síðastl. var m. a. sam- þykkt að láta Reykjavíkurbæ í té lóð hafnasjóðs við Arnar- hól undir væntanlegt skrif- stofuhús bæjarins. Samþvkkti hafnarstjórn að aflienda bæn- um lóð þessa fyrst um sinn til leigu. Á sama fundi var lagt fram bréf frá borgarstjóra, þar senr tilkynnt var. að bæjarráð' mæli með því, að fallið verði frá forkaupsrétti á eignum sænsk- islenzka frystihússfélagsins. Yar samþykkt að falla l>á kaupréttinum. Loks var samþykkt ao láta Slysayarnafélag íslands fá löð í hafnarkrikanum á Örfirisey undir bátaskýli og rennibraut, ennfrempr að veita 20 þús. kr. úr bafanrsjóði til þessara fram- kvæmda, og til að koma upp stigum á hafnargarða og bryggjur, til öryggis og hægð- arauka, Skeiðíos svirk jun ninni miðar vel áfram* 1 lok október var síðasti burð- arstólpi háspennuleiðslunnar frá Skeiðfossi til Siglufjarðar reistur. Við þetta tældfæri lcom f jöldi manns saman á staðnum og bæjarstjóri hélt þar ræðu, auk annara, sem töluðu. Er nú um það bil lokið við að strengja veituvírana á stólp- ana og mun stöðin væntanlega taka til starfa strax og vélun- um hefir verið komið fyrir, en að þvi er unnið núna. Steypu- vinnu allri er nú að mestu lokið. mönnum þessa bæjar, svo og hjá hafnarnefnd, sem einnig verður að leggja sitt til mál- anna. Sig. Sveinbjörnsson. ------------------- —"V-V Scrutator: Samtölin í útvarpinu. Vetrardagskrá útvarpsins er haf- in fyrir skemmstu, og er þegar far- ið að bóla á nokkurum nýjúngum, sem virðast ætla að falla hlustend- um vel í geð. Eg á þar einkum við samtölin, sem komin eru í dagskrár- liðínn „um daginn og veginn“. Hafa þau faríð fram tvisvar og verið milli þeirra Sígurðar Einarssonar, skríf- stofustjóra, og Vilhjálms Þ. Gísla- sonar skólastjóra. Eru þeír báðir gamlír og þekktir útvarpsræðumenn, j sem aflað hafa sér vinsælda meðal hlustenda. Þeir töluðu um sitt af hverju þessi tvö kvöld, mátaræði, ! fjölda skólabarna, stjórnina nýju og ! þar fram eftir götunum. Þeir komu víða við, og þannig á það að vera í þessum þáttum. En þótt þetta sé góðir menn, þá er þó ekki vert að láta þá vera alltof oft saman. Þeir ættu að „skipta liði", taka hina og ]i?ssa menn til „skrafs og ráðagerða“ hvor sitt kveldið, til þess að gera þátt- inn fjölskrúðugri. Annars fannst mér með köflum, heldur mikill lestr- arbragur á flutningi þáttarinns þessi tvö fyrstu skipti, en það ætti að fara af með tímanum. Þeir þurfa að láta fgra vel um sig, rabba sam- an eins og þeir sætu bara heima í hægingastólunum sínum (yfir glasi?).------Vel á minnzt, hæg- indastólar, hvernig væri að útvarps- ráð lcgði þeim til hægindastóla til að sitja í við flutning þáttarins, og borð, til þess að leggja fæturna upp á?! Getraunir og gamanþættir. .Nokkru fyrir prentaraverkfallið ætlaði eg að birta hér. nokkur bréf, sem eg hafði fengið um útvarpið, en úr því varð ekki þá, því að út- varpsráð tilkynnti þá um vetrardag- skrána og styrjaldarþátttöku sína, sem hefir þó ekki komizt til fram- kvæmda ennþá og mun það vera skýring þess, að Þjóðverjar hafa ekki verið að vellí lagðir og spá- dómur Jónasar rættist ekki um helg- ina. En það, sem fólk virðist einkum vilja að útvarpið leggi meiri áherzlu á, er meira af gamanþáttum — gam- ansögur, gamanvisur og þess háttar — og getraunir allskonar, sem eru mjög vinsælar í útvarpi annara þjóða. Eru þá tveir hópar, t. d. úr tveim atvinnugreinum, skólum eða opinberum stofnunum, sem leiða saman hesta sína, stig gefin fyrir rétt svör o. s. frv, Eru getraunirn- ar með margvislegum hætti, en eiga það allar sameiginlegt, að þær eru skemmtilegar, bæði fyrir þátttak- endur og hlustendur. Hvernig væri að útvarpið skæri upp herör í Landssímahúsinu, fengi .annan hópinn frá símanum, en legði hinn til sjálfur og léti þá spreyta sig fyrsta? Hvers á Sigurður.að gjalda? Ráðstefnur eru daglegt brauð um þessar mundir og fjalla um allt milli himins og jarðar, að minnsta kosti mun vera óhætt að segja það um flugmálaráðstefnuna, sem nú stend- ur yfjr í Chicago. Við höfum auð- vitað sent nienn þangað, enda þykir nú ekki hægt að gera neitt, nenia yíð séuiti hafðir méð í ráðum. En eg hefi heyrt það á mönnum, að ]oeir eru ekki allskostar ánægðir með þessa ráðstefnu. Víð bjóðum þarna út einvalaliði, höfum meira að segja eldheitan kommúnista í vinstra fylkingararmi, til þess að tryggja að allt fari vel, og svo vilja Rússar ekki vera með. Hvað hefir Sigurður Thoroddsen gert af sér, úr því að Rússar vilja ekki hitta hann? ULLAR-drengjaíataefni, kr. 34,60 met. E R L A, Laugavegi 12. 11 é! & * til sölu í saurnastofu minni, Óðinsgötu 4, II. hæð. Jóhanna Þóroardóttir. E.K Hefilbekknr. Hefilbekkur, ipýr eða notaður, óslcast tii kaups. Uppl. á Egils- götu 18, Stúlka óskast á gott heim öll þægíndi og herbe: með sérinngangi, Up í síma 1918, ClAPiS barnafæða í dósum. 14 tegundir. Klapparstíg 30. - Sími: 1884. Herbergi óskast fyrir einhleypan reglusaman mann. —- Mikil fyrirframgreiðsla. Uppl. hjá Félagsprent- smiðjunni. Sími 1640. S ö n g n r. Okkur vantar börn í rödd. Sími 2001, BARNAKÓRINN SÓLSKINSDEILDIN.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.