Vísir - 08.11.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 08.11.1944, Blaðsíða 3
VÍSIR Miðvikudaginn 8, n0T.br. 1W4. FJárlasaræðan Fjárreiðnr ríki§in§ á næ§ta ári. Gpeinargerð fjármálaráölierra., Bjérns Ólafssonar, við 1. umiæðu fjárlaga— irumvarpsins fyrip 1945. Otvarpsumræður fóru fram 4. október s.l. um frv. til fjárlaga 1945. Framsöguræðu fjármálaráðherra, Björns Ölafssonar, hefir ekki verið hægt að birta fyrr vegna verkfallsins, en nú birtist hún hér í heilu lagi. Undanfarin tvö ár hafa um- ræður fjárlaga farið fram með nokkuð öðrum hætti en venja hefir verið. Hefir hinni árlegu greinargerð um rekstur og fjár- hagsliorfur ríkisins verið sldpt í tvennt, með þvi að gera grein fyrir afkomu síðasta árs á vetr- arþingi, en leggja fram fjárlög fyrir haustþing með þeirri greinargerð, sem þeim verður að fylgja. Hefir þetta orsakazt af ástæðum, sem öllum eru ljós- ar. — Hinn 3. marz i vetur gerði eg grein fyrir afkomu ríkissjóðs á árinu 1943 og mun eg þvi ekki víkja að því efni nú. Eg mun hinsvegar ræða um fjárlaga- frumvarpið fyrir 1945, sem nú liggur fyrir og í þvi sambandi drepa á nokkur atriði i afkomu yfirstandandi árs. Breyting í vændum. Aðeins þrír mánuðir eru nú eftir af því ári, sem nú er að líða. Margir húast nú við að áður en það er á end», muni styrjöldinni lokið í Norðurálfu og miklar breytingar hefjast í verðlagi og viðskiptum. Vegna útlits um skjót úrslit styrjald- arinnar eru margar þjóðir þeg- ar farnar að hefja undirbúning fi’iðsamlegra starfa. Engum get- ur dulizt, að straumbreyting er þegar byrjuð hér á landi, þótt þess gæti ekki mikið ennþá, vegna hins mikla fjár, sem emi er í umferð og stafar af hinum miklu fjárráðmn almennings í landinu. Tekjur þjóðarinnar af ófriðarástandinu hér innan- lands eru óðiim að fjara út og álirif styrjaldarinnar til bættrar afkomu fyrir atvinnuvegina eru þverrandi og geta horfið fyrr en varir. Fjárlagafrumvarpið, sem liér liggur fyrir, er talandi voltur um þá breytingu, sem er að ger- ast og i vændum er. Það er í rauninni fyrsta aðvörunarmerk- ið um það, að aldan hafi risið til fulls og sé nú byrjuð að hníga aftur. Þessi mei’ki koma fram í því, að aðaltekjurnar rýrna jafnhliða því, sem gjöld- in yfirleitt halda áfram að vaxa. Tveir stærstu tekjulið- irnir, skattar og tollar, eru eins og loftvog, sem fer eftir veðra- brigðum atvinnulifsins í land- inu. Þeir sýna betur en flest annað liið raunverulega árferði og í hvaða átt hin almenna af- koma stefnir. Tekjurnar. Eg skal nú gera grein fyrir tekjubálki frumvarpsins. Tekju- og eignarskattur er á- ætlaður 21 millj. króna og hluti ríkissjóðs af stríðsgróðaskatti 4 millj. kr., eða skattar samtals' 25 milljónir kr. Samkvæmt upp- lýsingum, sem nú liggja fyrir, nemur álagður tekju- og eignar- skattur á þessu ári kr. 24.254,- 781.—- og stríðsgróðaskattur samtals kr. 9.520.042.—, eða hluti ríkissjóðs kr. 4.760.021.—. Samtals er þá talið að tekjur ríkissjóðs af þessum sköttum nemi kr. 29.014.802.—. En sam- kvæmt venju lækka skattarnir nokkuð í meðferð æðri skatta- nefnda og má væntanlega áætla að tekjur af þessum sköttum á árinu nemi um 28 millj. kr., móti áætluðum þessum tekjum næsta ár 25 millj. kr. Eg hefi gert ráð fyrir því, að afkoma landsmanna á þessu ári yrði ekki öllu lakari en hún var 1943 og þess vegna hættu- laust að áætla að álagning þess- ara skatta nemi 1945 líkt og er á þessu ári. En það væri ó- verjandi, að gera ráð fyrir að öll sú fjárhæð fáist greidd á næsta ári, sem álagningin nem- ur, og er til þess ,mjög veiga- mikil ástæða. — Ef ófriðurinn hættir bráðlega og verðbólgan minnkar mjög verulega á næsta ári, er sýnilegt, að allir skatt- þegnar í landinu munu fá laun sín greidd með miklu færri krónum en nú er. Á sama hátt mundi hagnaður fyrirtækja rýrna að krónutölu. Hinsvegar væri skattar álagðir í samræmi við hina háu lcrónutölu tekna á þessu ári. Þegar svo stendur á, er hætt við að margir, sem litið eða ekkert hafa lagt fyrir af tekjum sínum á þessu ári, mundu eiga erfitt með að standa i skilum með slcattgreiðslur og því mætti búast við talsverðum vanhöldum, þegar laun verða aftur greidd með færri krónum, vegna minnkandi verðbólgu. Stríðsgróðaskattur var áætl- aður á þessu ári samtals 12 millj. kr., en verður eins og áð- ur er sagt rúmar 9 millj. kr., eða um 3 millj. kr. lægri en á- ætlað var. Af skattinum kemur helmingur i hlut ríkissjóðs. Síð- ustu árin hefir stríðsgróðaskatt- urinn numið svo sem hér segir: 1941 2.887 þús. kr. 1942 12.772 — — 1943 13.504 — — 1944 9.520 — - (álagt) Af þessu sést, að stríðsgróða- tekjur hafa náð hámarki á árinu 1942 (skatturinn er lagður á ári eftir að teknanna er aflað). Stærsti tekjuliðurinn er nú eins og undanfarið beinu toll- ariiir. Yörumagnstollurinn er áætl- aður eins og í fjárlögum yfir- standandi árs, með 8 millj. lcr. Fyrstu sex mánuði þessa árs hefir tollurinn reynzt 5.266 þús. kr. og mætti því búast við, með sama áframhaldi, að hann næmi á þessu ári um 10 millj. kr. Verðtollurinn er í gildandi fjárlögum áætlaður 30 millj. kr. Hann hefir orðið fyrstu sex mánuði ársins 15.579 þús. og mætti því búast við að hann gæti numið fyrir allt árið um 30—31 mlllj., ef engin stór’- breyting verður á innflutning- um. Fyrri hluta ársins leit út fyrir að verðtollstekjurnar mundu reynast talsvert lægri en áætlað hafði verið og margt benti til þess, að innflutningur- inn mundi dragast saman. En með þessum ráðstöfunum um útvegun vara, sem erfiðleikar hafa verið að kaupa, hefir tek- izt að halda innflutningnum í horfinu. Má þe(ta þakka góðu starfi Viðskiptaráðs, íslenzkra embættismanna í Bandarikjun- um og dugnaði innflytjenda. — Þótt þetta hafi farizt betur en á horfðist á þessu ári, hefi eg ekki tahð verjandi að áætla tekjur af verðtolh næsta ár hærri en 25 millj. kr. Innflutn- ingur stríðsáranna hefir verið sem hér segir: Innfl. Verðtoliur 1940 74.210 þ. 6.422 þ. 1941 131.129— 16.699 — 1942 247.747— 39.384 — 1943 251.301— 33.933 — 1944( áætl.230.000 — 31.000 — Af þessu má sjá, að liámarki innflutningsins var raunveru- lega náð 1942. Hækkunin á inn- flutningi 1943 stafar eingöngu af hækkuðum flutningsgjöldum en ekki auknu vörumagni. Flutningsgjöldin voru lækkuð í byrjun þessa árs eins og kunn- ugt er. Verðtollur var ekki inn- heimtur af hinum hækkuðu farmgjöldum á árinu 1943. Þeg- ar stríðinu er lokið lilýtur verð- mæti innflutningsins eim að minnka. Þótt búast megi við að talsverð viðskipti hefjist við ýms lönd strax og leiðir opn- ast og margt þurfi að káupa sem á skortir, verður að gera ráð fyrir að farmgjöld lækki mikið og einnig verð á ýmsum vörum. Slíkt mundi hafa mikil áhrif á umræddan tekjustofn, verðtollinn, og mæla því engin skynsamleg rök með því, að á- ætla þessar tekjur eins og útlit er fyrir að þær reynist á þessu ári. Munurinn á áætlun frum- varpsins og núgildandi fjárlaga um beina skatta og tolla, er sá, að frumvarpið áætlar tekjurnar af sköttum 1 millj. kr. lægri og af tollum kr. 4.900.000.— lægri. Alls er þá um lækkun að ræða af þessum tekjum er nem- ur 5.900 þús. kr. Til þess að varast misskilning skal eg geta þess, að í gildandi fjárlögum er allur stríðsgróðaskattur tal- inn með tekjum, einnig sá, er gengur til bæja- og sveitarfé- laga. En í frumvarpinu er að- eins tilfærður hluti ríkissjóðs. Framangreindar tölur eru að sjálf*sögðu tekjur ríkissjóðs ein- göngu. Breytingar á öðrum tekjum- liðum í 2 .gr. frumvarpsins eru mjög litlar og samtals er áætl- unin mjög svipuð því, sem er í gildandi fjárlögum. Er áætlun- in gerð í samræmi við þá rcynslu, sem fengizt hefir af innheimtu þessara tekjuliða á líðandi ári. Tekjur af ríkisstofnunum eru áætlaðar á næsta ári kr. 20.668.- 076.— og er það kr. 4.101.002.— hærra en á þessu ári. Hækkunin stafar af því, að tekjur af áfeng- isverzluninni og tóbakseinkasöl- unni hafa á þessu ári orðið hæri’i en gert var ráð fyrir, vegna þeirrar verðhækkunar á víni og tóbaki, sem ríkisstjórn- in ákvað síðastliðið liaust. Gera má ráð fyrir, ef framleiðsla I þjóðarinnar helst í horfinu, að þessar tekjur lialdist að veru- legu leyti fram eftir næsta ári. Hagnaður af áfengisverzlun- inni er áætlaður 13 millj. 346 þús. kr. Það er að vísu talsvert lægra en útlit er fyrir að hagn- aðurinn nemi á þessu ári, því eins og nú horfir, má búast við að hánn verði yfir 20 millj. kr. Þessi mikli hagnaður byggist á geypilega háu verði á flestum víntegundum og miklum pen- ingaráðum almennings. En þess er að gæta, að þessi tekjustofn verður að teljast mjög ótrygg- ur í þeim mæli, sem nú er. Um leið og peningaflóðið fjarar út að verulegu leyti, verður ekki hægt að selja vínin með því verði sem nú er, og tekjustofn- inn hrynur. Líklegt er, að á síð- ari helmingi næsta árs verði miklar breytingar til lækkun- ar á tekjum áfengisverzlunar- innar frá bví sem nú er. Þessi tekjustofn hefir gert kleift að halda uppi þetta ár fjárfram- lögum. úr ríkissjóði til lækk- unar á verðlági innanlands. Hinar miklu tekjur á þessum lið eru eitt af fyrirbrigðum ó- friðarástandsins. Þótt þessar tekjur hafi komið 1 góðar þarf- ir eins og á stendur, er nauð- synlegt að gera sér ljóst, að það er hvorki æskilegt né heilla- drjúgt til lengdar, að láta Á- fengissölu ríkisins vera aðal uppistöðuna í fjáröflun til opin- berra þarfa. Reksturshagnaður Tóbaks- einkasölunnar er áætlaður 885 þús. kr. hærri en í gildandi fjár- lögum,- eða samtals lcr. 6.585.-. 901.— og er ástæða til að ætla, effir afkomu þessa árs að dæma, að sú áætlun fái staðist. Hagnaður af rekstri Lands- símans er áætlaður kr. 616.900.- 00, sem er lítið eitt hærra en i gildandi fjárlögum. Tap á rekstri póstsins er 346 þús. kr. og er það svipað því sem áður hefir tíðkazt. Gert er ráð fyrir eignaaukningu Landssímans er nemur 1700 þús. kr. Framlag rikissjóðs til pósts og. sima verður því samkvæmt frum- varpinu um hálf önnur milljón króna á næsta ári. Aðrar ríkisstofnanir, svo sem Otvarpið og Rikisprentsmiðjan, hafa að vísu nokkurn tekjuaf- gang, en liann rennur allur t!il viðhalds og endurbyggingar þessara stofnana. Heildarrekstrartekj ur ríkis- ’ sjóðs næsta ár eru áætlaðar 86,- 810 þús. kr. Til samanburðar má geta þess, að í fjárlögum þessa árs eru tekjurnar 88.306 þús. kr., þegar frá er dreginn liluti sveitarfélaga af stríðs- gróðaskatti. Tekjur þessa árs fara væntanlega mikið fram úr áætlun. En þess er engin von, að svo verði um tekjur næsta árs, þótt allt gangi skáplega. GJÖLDIN. Gjöldin eru áætluð samtals kr. 88.868.996,00 og eru þá meðtalin gjöld á sjóðsyfirliti. Heildarútgjöld gildandi fjár- laga eru 95.950.548.00, en að- gætandi er, að í þeim er talið til gjalda hluti sveitarfélaga af stríðsgróðaskatti 6 millj. kr., sambærileg tala væri því 89.- 950..548,00. En þótt heildarút- gjaldatalan sé lítið eitt lægri í frumvarpinu, orsakast það eklci af þvi, að reksturskostnaður ríkisins hafi lækkað. Þvert á móti. Hann hefir liæklcað mjög verulega. Og það er eitt af þeim hættumerkjum, sem gefa verð- ur gaum mi, þegar útfallið fer að hefjast í tekjum ríkissjóðs. Það er eins með ríldssjóðinn og einstaklinginn. Hann má lielzt ekki eyða meiru en hann aflar, ef vel á að fara, og því eru tak- mörk sett, hversu lengi hann getur lialdið uppi liallarekstri. En slíkur rekstur er að líkind- um skammt framundan og má búast við að hann standi meðan atvinnulíf landsmanna leitar jafnvægis eftir styrjaldará- standið, nema betur takist um samræmingu framleiðslukos tn- aðar og afurðaverðs en nú horfir. Á 16. gr. gildandi fjárlaga er ætlað 10 millj. kr. til verðbóta á útfluttar landbúnaðarafurð- ir. Þessi liður er felldur burtu úr frv., fyrst og fremst vegna þess, að áætlun tekna leyfði ekki að slík fjárhæð væri tek- in með, og ennfremur vegna þess, að það verður að teljast hlutverk Alþingis að ákveða um shk útgjöld. Ef þessi ljárhæð er dregin frá fjárlögunum og síðan gerður samanburður á þeim og frv., kemur í ljós að samtals hækkun á útgjöldunum nemur um 9 millj. kr. Hækkun er í því nær öllum greinum og þrátt fyrir mjög nákvæma at- hugun fjármálaráðuneytisins á hinum hækkuðu liðum, hefir ekki reynzt mögulegt að standa á móti þeim hækkunaráætlun- um, sem gerðar hafa verið, nema að litlu leyti, ef forðast ætti að blekkja sjálfan sig. Þótt illt sé að þurfa að láta gjöldin hækka, eru það þó lítil hygg- indi að setja þau lægra en lik- legt er að þau verði. Slíkt hefnir sin siðar og er jafnan skanim- góður vermir. Eg skal þá gera grein fyrir þeim útgjaldaaukningum, er máli skipta. Alþingiskostnaður hækkar um 660 þús. kr. Er farið eftir tillögum frá skrifstofu Alþingis, sem telur rétt að áætla þing- kostnaðinn eins og í frv. grein- ir, með tilliti til þess, hvernig háttað hefir verið þingsetu und- anfarið. Framlag til ríkisstjórnarinn- ar (10. gr.) liækkar um 400 þús. kr. Af því er hækkun á ýmsum kostnaði ráðuneytanna 85 þús., sem áætlaður er sam- kv. reynslu ársins 1943, og aúknar kaupgreiðslur ráðuneyt- anna, er nemur 107 þús. kr. Og er um helmingur þess vegna aukningar á starfsliði endur- skoðunardeildar fj ármálaráðu- ráðuneytisins, sem skorti mjög starfskrafta og endurskoðunin þess vegna mjög seinvirk. Þessu er nú verið að ldppa i lag. — Kostnaður við utanríkisþjón- ustu hefir hækkað um 173 þús. kr. og stafar það aðallega af stofnun sendiráðs í Moslcva á þessu ári. Dómgæzla og lögreglustjórn (11. gi’.) hækkar um 1.7 miUj- ónir króna. Kostnaður við landhelgis- gæzlu er áætlaður 750 þús. kr. hæri'i vegna þess, að reynsla þessá árs sýnir, að þessi kostn- aður hefir verið allt of lágt á- ætlaður í fjárlögum. Um það verður ckld sagt, hvort 2 millj. kr. fjárveiting nægir. Það verð- ur að sjálfsögðu mikið undir þvi komið, hvernig liagað verð- ur rekstri landhelgisgæzlunnar. Nokkur hækkuii hefir orðið hjá þeim embættum, sem fara með dómgæzlu og lögreglustjórn. Lögniannsemhættinu hefir ver- ið skipt í tvö ný embætti og hefir það að sjálfsögðu nokk- urn kostnað í för með sér. Af þessum embættum er kostnaður orðinn mestur við sakadómara- embættið og hælckar hann nú urn 60 þús. kr. Kostnaður við lögreglu hækkar um 180 þús. kr. Kostnaður vegna innheimtu tolla hækkar um 366 þús. kr. Otgjöld vegna skattanefnda og skattstofu Reykjavíkur vaxa um 150 þús. kr. Á þessu ári voru stofnuð þrjú skattstjóra- embætti og laun skattanefnda voru liækkuð nokkuð, enda voru þau talin lítt viðunandi vegna ört vaxandi dýrtíðar. öll þessi útgjöld eru af greindum embættum og stofnunum talin óumflýjanleg. Erfitt er að bera brigður á slíkt án rannsóknar á öllurn rekstri þeirra. En timi virðist nú koniinn til að gera heildar-athugun á embættum og stofnunum ríkisins, og kem eg að því síðar. Rekstur sjúkrahúsa. Rekstur sjúkraliúsa er enn liækkandi. Á þessu ári er ætlað til ríkisspítala samtals kr. 2- 138.203,00. Þessi liður er því á- ætlaður 210 þús. kr. hærri en á þessu ári. Hækkun er aðal- lega á rekstri geðveikrahælisins og heilsuhælanna tveggja, Vif- ilssta^a og Kristneshælis. Kostn- aðurinn er áætlaður eins og hann hefir reynzt undanfarið. Reikningshald og yfirlit um reksturinn sýnist vera í bezta lagi, en að sjálfsögðu er það að mestu undir forstöðumönnum stofnananna komið, hversu hagkvæmur relisturinn er. Venjuleg endurskoðun getur litilli gagin*ýni beitt í þ\T efni. Styrkur til að reisa læknis- bústaði og sjúkraskýli hefir verið hækkaður uni hálfa millj- ón kr. upp í 750 þús. Þörfin er mikil í þessu efni viða um land og þvi miður er ekki hægt að bæta úr henni eins og skyldi. Til viðbótarhúsnæðis við rik- isspítalana er áætluð ein millj. kr. á 22. gr. og er það 200 þús. kr. hærra en í gildandi fjár- lögum. 13. gr. Samgöngumálin. Samgöngumálin eru að líldnd- um viðkvæmasti kafli fjárlag- anna. Þenna kafla nefna marg- ir öðru nafni verklegar fram- kvæmdir og hygg eg að sjald- an sé svo lagt fram fjárlagafrv., að flestum þyki ekki of lítið lagt til hinna verklegu fram- kvæmda. Eg hefi þegar fengið að heyra, að í frv. sé gerður stórfelldur niðurskurður á þess- um framkvæmdum og er það sagt á þann hátt eins og allt atvinnulíf landsins sé í veði. Mér kemur ekki til hugar að neita þvi, að þeir þrir áðalkafl- ar, vegamál, samgöngur á sjó, vitamál og hafnargerðir, sem koma undir þessa grein f járlag- anna, séu afar mildls varðandi og mikið undir þvi komið, að þeir skipi þann sess i fjárlög- unum sem nauðsyn krefur og efnin leyfa. En eg tel með öllu ástæðulaust að æðrast i þessu efni, þótt nýbyggingar vega og hafnarmannvirkja sé ekki á toppi eins og sakir standa með- an lítið fæst fyrir hverja krónu og nægileg atvinna er i landinu. I frumvarpinu er gert ráð fyrir heildarfjárveitingu til vcgamála, er nemur kr. 13.972,- 947.00 á móti kr. 14.213.120,00 á þessu ári, eða lækkun sem nemur aðeins 1—1 y2 %. Nokk- ur hækkun er á fjárveitingu til stjórnar og undirbúnings vega- gerða, til þess að hægt sé að fjölga verkfræðingum til að- stoðar vegamálastjóra. Tæknis- leg aðstoð hefir undanfarið ver- ið af mjög skornum skammti við mjög víðtækar mælingar, atliuganir og útreikninga, sem vegamálaskrifstofan jafnan hef- ir með höndum. Væntanlega verður nú úr því bætt. Fjárveiting til nýrra akvega hefir verið lækkuð um 2.893 þús. kr., en viðhald og endur- bætur þjóðvega hefir verið hækkað um 2.500 þús. kr. upp i 7 millj. kr. Á siðasta ári var varið til vegaviðhalds yfir 10 millj. kr., en af því var um helmingur greiddur af setulið- inu fyrir það slit, sem orsakast af ökutækjum hersins. Á þessu ári er gert ráð fyrir að við- lialdið verði um 7.5 millj, lir. og af því er áætlað að setuliðið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.