Vísir - 08.11.1944, Blaðsíða 4

Vísir - 08.11.1944, Blaðsíða 4
Miðvikudagmn 8. nóvbr. 1944. VlSIR greiði 1.6 millj. kr. Á næsta ári má búast við að viðhaldskostn- aður verði ekki minni en nú, en liins vegar verður engu spáð um það, hver þátttaka setuliðs- ins verður um viðgerð veg- anna. Framkvæmdum ríkisins um nýbyggingar og viðhald þjóð- vega er að sjálí’sögðu takmörk sett af í'járhagslegum ástæðum ríkissjóðs hverju sinni. Af áætl- uðum heildarreksturstekjinn samkvæmt frumvarpinu 86.8 millj. er gert ráð íyrir að 9.750 þús. fari til nýbyggingar og viðhalds vega, eða 11.23%. Ef geröur er samanburður á tveim- ur síðustu fjárlögum kemur þetta út: 1944 er varið 11.47% af heild- ar reksturstekjum, en 1943 er varið 11.50%. af heildar rekst- urstekjum. Verður því ekki með sann- girni sagt, að hinum verklegu íramkvæmdum í þessu efni sé skorinn þrengri stakkur í sam- anburði við afkomu rikissjóðs en Alþingi hefir sjálft gert und- anfarin tvo ár. - Til brúargerða er áætlað 1.5 millj. kr. og er það 300 þús. kr. hærra en á gildandi fjárlögum. Af þessu er ein millj. ætlað til byggingar ölvesárbrúar. Áætl- að er að brúin muni kosta 2 millj. kr., og verður ekki lijá þvi komizt að byggja hana á næsta suihri. En þrátt fyrir það taldi eg rétt, að byggingarkosln- aðinmn yrði skipt á tvö ár og hefi því tekið helming kostnað- arins i frv., en geri ráð fyrir að hinn hehningurinn verði tek- inn í fjárlögum fyrir árið 1946. Eg tel ekki liklegt að ríkissjóð- ur þurfi að stofna skuld vegna byggingarinnar þótt kostnaðin- um verði skipt á tvö ár. Til strandferða ríkissjóðs er áætlað kr. 2.730.000,00, sem er rúmlega -millj. kr. hærra en nú er í fjárlögum. Þetta stafar af því, að í ljós hefir komið, að áætlun giidandi fjárlaga er allt of lág og verður ekki hjá þvi komizt að taka til greina liið raunverulega tap á strandl'erð- unum og ætla fyrir þvi á fjár- lögum. Undirbúning þyrfti að hefja nú þegar um gerbreyting á slrandferðúm ríkisins eftir strið. Eg tel lítinn vafa á því að reka mætti þær liagkvæmar' fyrir ríkissjóð og til meira hagræðis fyrir landsménn ef önnur skip- un væri á þeim gerð. Nauðsyn- legt er að fá ný og heppileg skip.. Það sýnir sig nú að rekst- ur þess eina skips, sem nýtt er og hentugt til þess hlutverks sem því er ætlað, sýnir lang- Iiagkvæmasta útkomu. Eg get ekki skilizt svo við þessa grein frumvarpsins, að eg minnist ekki á frarnlag til liafnarmannvirkja. Er það áætlað 2 millj. kr. eða rúmlega 200 þús. kr. lægra en nú er í fjárlögum. Þessi liður er ósund- urliðaður, enda er venja að,Al- þingi sjálft ákveði livernig fénu skuli skipt. 1 hinni áætluðu fjárhæð er innifalið tillag til hafnarbótasjóðs, 300 þús. kr. Þessi sjóður er nú 3 millj. kr. og er ætlað hlutverk eins og nafn lians bendir til. Þessi fjár- hæð hefir nú verið tekin út úr ríkissjóði og lögð í sérstakan réikning í Landsbankanum og verður væntanlega geymd þar þangað til sjóðurinn tekur til starfa. 14. gr. Kirkju- og kennslumál. Breytingar til hækkunar eru um 1 millj. kr. Til byggingar gagnfræðaskóla er veitt 550 þús. og er það hækkun um 220 þús. kr. með tilliti til þess að lokið verði byggingu gagnfræða- skólahússins í Reykjavík og á Akureyri. Til húsabóta á prestsetrum er veitt 500 þús. kr. Er það 400 þús. kr. hærra en nú er i fjár- lögum. Þörfin á þessum húsa- bótum er nú talin svo brýn, að ekki verður hjá því komizt að hefjast lianda í þessu efni. Stundakennslukaup við æðri skóla hefir vcrið hækltað um 50% sökum þess að talið er að kennslukaup það sem verið hef- ir sé óviðunandi og ekki, sam- bærilegt við kaup sem greitt er föstum kennurum fyrir sama verk. Nokkur hækkun er á Iaunagreiðslum vegna almennr- ar barnafræðslu, sem stafar af því að nokkur fjölgun liefir hefir orðið á kennaraliði í barnaskólum. 16. gr. Til atvinnumála. Nokkur liækkun hefir orðið á reksturskostnaði Búnaðarlel. fsiands og FLskifélags íslands. Nýr liður er tekinn inn í þessa greiiþ sem áður hefir verið á heimildargrein, það ér 300 þús. kr. byggingarstyrkur til nýrrar mjólkurstöðvar í Reykjavik. Ennfremur er áætlað 2 millj. kr. til áburðarverkshiiðju og hefir þá samtals verið ætlað 4 inillj. kr. til þeirrar fram- lcyæmdar. Nokkuð hefir verið dregið úr kostnaði vegna sauð^ fjársjúkdóma. Kann sumum að finnast of lítið fram lagt. Þessi útgjöld liafa nú staðið frá ári til árs um langan tíma* og lík- legt er að erfitt verði að halda uppi þessum framlögum þegar aftur þrengist í búi. Væri nauð- synlegt að taka allt þetta mál til gagngerðrar athugunar því vera mætti að ný sjónarmið kæmi fram við gaumgæfilega endurskoðun. 17. gr. Sjúkratryggingar. Samkvæmt bráðabirgða- ákvæði i lögum frá 30. cfes. 1943 átti að fara fram á þessu ári atkvæðagreíðsla um stofnun .sjúkrasamlaga um land allt, þar sem sjúkrasamlög eru ekki þegar komin á fót. Félagatala samlaganna var 43 þús. á síðasla ári, en á öllu landinu er tala tryggingarskylds fólks um 77 þús., auk um 8000 gámalmenna, sem rétt hafa lil trygginga. Virðist þvi líklegt að með nýj- um samlögum geli fjölgun meðlima orðið 35—40 þús. Samþykkt hefir verið þegar að stofna ný sjúkrasamlög i 50 hreppum. Aætlað er að lillög hinna nýju samlaga verði til jafnaðar um 4,kr. á mánuði eða 48 kr. á ári. Yrði þá framlag ríkissjóðs 33% % eða kr. 16.00 á meðlim, samtals 560—640 þús. kr. Tryggingarstofnunin vill telja að ekki sé varlegt að áætla framlag ríkissjóðs undir hámarki, eða 610 þús., kr. Ríkissjóður greiddi áður 25% af greiddum iðgjöldum til samlaganna. En samkvæmt lög- um frá 30. des. 1943 var frani- Íag ríkissjóðs hækkað upp i 33%%. Kostnaður vegna þess- ara breytinga er áætlaður 105 þús. kr. Samtals er áætlað að fram- lag til sjúkratiygginga hækki um 970 þús. kr. á næsta ári frá því sem fjárlög 1944 áætla. Ellilaun og örorkubætur. Með lögum frá 30. des. 1913 var ákveðið að ríkissjóður legði fram (auk 200 þús. kr. frainlags) það sem á skortir að framlag Lífeyrissjóðs Islands nægi til að greiða 50% af heild- arupphæð ellilauna og örorku- bóla, en áður var framlag rík- issjóðs og Tryggingarstofnun- arinnar 50% til I. flokks, en 30% til II. fl. Flökkaskiptingin fellur niður, en lágmark upp- hæða sem lagt er á móti var á- kveðið 120 kr., auk verðlags- upplxítar. Ellilauna og örorkubóta njóta nú yfir 6000 manna og er heild- argreiðslan 4V2 millj. kr. Af því greiðir nú ríkissjóður og Tryggingarstofnunin 1.4 millj. kr. En af breytingu þeirri er eg nú nefndi er talið að leiði það, að framlagið sem ríkissjóður þarf að greiða hækkar rúmlega 100% frá gildandi fjárlögum eða úr 1180 þús. upp í 2550 þús. .kr. Samlals nemur þá hækkun lil alþýðutrygginga kr. 2.465.000 sem að mestu stafar frá laga- setningu frá siðasta ári. 18. gr. (eftirlaun) hækkar um 750 þús. kr. vegna frandags ríkissjóðs til liffeyrissjóðs, samkvæmt lög- uní frá 1943. Er þetta í fyrsta skipti sem þessi útgjaldaliður ei' tekinn i fjárlög. Eg liefi þá getið flestra þeirra hækkana og breytinga sem máli skipta í útgjaldabálki frumvarpsins. Vísitala ‘ • frumvarpsins. Öll gjöld frumvarpsins til dýrtíðaruppbóta eru byggð á vísilölu 250. Er það sami grund- völlur og hafður var við samn- ' ing núgildandi fjárlaga. Þetla er að vísu lægri vísitala en nú er gildandi. En þegar þelta frumvarp var samið, var óger- legt að spá nokkuru um það, hvaða stefnu dýrtíðarmáhn mundu talca, livort dýrtiðin lækkaði eða verðbólgan mundi vaxa öllu atvinnulifi lands- manna yfir liöfuð. Útgjöld frumvarpsins. þau er dýrtiðar- uppbót taka, voru því meðan svo stóð, engu nær sanni þótt til grundvallar væri lögð visi- talan 272. Hinsvegar er auðvelt ' að áælla hækkun eða lækkun í þessu efni, eftir því sem útlit er fyrir að slefni í dýrtíðarmál- ununt, þegar þingið leggur síð- ustu hönd á íjáriögin. Áætlað er að livert stig til hækkunar eða lækkunar gildi ríkissjóð 150—160 þús, kr. Meðalvisitala siðasta árs var 256. Áætlun um tekjuskattinn er byggð á af- komu síðasta árs. Ef meðalvísi- tala þessa árs sýnist ætla að verða hærri, mundi það orsaka nokkuru hærri tekjupkatt á móti. Eg geri ráð fyrir að á það muni verða bent, að frv. sé með þessu möti ekki látið sýna hina raunverulegu útgjaldaf járliæð. Eg býst ennfremur við að ein- hverjir muni telja það sérslaka goðgá, að frumvarpið var ekki lagt fyrir þingið strax og það kom saman í byrjun september. Þvi er til að svara, að. hina raunverulegu útgjaldafjárhæð er fyrst hægt að ákveða þegar þingið hefir komið dýrlíðar- málunum á fastan grundvöll. í öðr.u lagi vil eg kalla frum- varpið ofsnemma en ekkiofseint fram komið. Ástæðan til þess að fjárlagafrumvarpið var ekki afgreitl á vetrarþingi, eins og lög standa til, var sú, að enginn treystist til að áætla afkomu ársins 1915 svo löngu fyrirfram. Dýrtíðarmálin voru óleyst og ráðgátan um gang / styrjaldar- innar sömuleiðis. Ennþá eru dýrtíðarmálin óleyst og því nær í fullri óvissu. Meðan svo stend- ur er hvert fjárlagafrumvarp sem fram er lagt, byggt á sandi, hversu vandlega og samvizku- samlega sem það er undirbúið. Býrtíðar- ráðstafanirnar. Frumvarpið gerir ekki ráð fyrir neihum framlögum til dýrtíðarráðstafana, af þeirri einföklu ástæðu, að rikisstjórn- in er þeirrar skoðunar, að slík fjárframlög frá ríkissjóði verði að falla niður frá næstu ára- mótum. Afkoma rikissjóðs samkvæmt frumvarpinu ber það með sér, að ekki er lengur liægt að standa undir slíkum greiðslum svo tugmilljónum kr. skiptir, nema að nýjum stór- felldum tekjuskatti væri bætt á þjóðina. Stjórnin taldi ekki fært að bera fram slikar tillögur eins og nú standa sakir. Hún á- lítur að verðlagið og lcaup- gjaldið verði að lækka frá næstu áramótum, án þess að uppbæt- ur úr ríkissjóði komi til. Vegna þeirrar sannfæringar bar hún fram frumvarp sitt til dýrlíðar- ráðstafana, sem nú liggur fyrir þinginu, frumvarp sem þing- flokkarnir og blöð þeirra hafa talið óalandi og óferjandi. Tím- inn á eftir að leiða í ljós að slefna stjórnarinnar er rétt í þessu efni og líklega sú eina sem framkvæmanleg er.t Tollalækkun og' vísitala. í sambandi við baráttuna við dýrtíðina liefir því verið lialdið fram af sumum, að ódýrast væri að lækka hana með af- námi lolla, og talið að gera mætti þetta með liehningi lægra framlagi en nú er gert. Nú er á- ætlað að kosti ríkissjóð um 900 þús. kr. á ári að greiða niður livert vísitölustig. Gerð liefir verið áætlun í viðskiptamála- ráðuneytinu um hvað kosti rík- issjóð hvert vísitölustig með af- námi tolla á þeim vörum er- lendum sem ganga inn i vísi- töluna. Niðurstaðan af þeirri athugun er sú, að bein áhrif af afnámi tollanna mundi vera ,10—12 stig og að hvert stig mundi kosta um 1.3 millj. kr. Slík athugun sem þessi er mikl- um vandkvæðum bundin og verður því að taka niðurstöð- urnar með nokkurri varúð. En eg hygg að þessar tölur fari nokkuð nærri sanni. Bendir þá þessi athugun til þess að það kosti ríkissjóð talsvert meira að lækka vísitöluna með afnámi tolla en með beinu fjárfram- lagi. | Tekjur og gjöld ríkissjóðs á þessu ári. Ef athuguð er afkoma ríkis- sjóðs það sem af er þessu ári, er ástæða lil að búast við að tekjurnar geti orðið um eða yfir 100 milljónir króna. Sam- kvæmt fjárlögum eru raun- veruleg útgjöld um 89 millj. kr. Við það bætist framlgg til dýr- líðarráðstafana vegna verð- lækkunar, sem ekki stendur á fjárlögum, og er að líkindum 11—12 millj. kr. ef framlagið hækkar ekki frá því sem verið ' hefir. Vitanlegt er að einhverj- ir liðir fara fram úr áætlun, svo sem landhelgisgæzla. Með talsverði bjarlýni mætti hugsa sér að tekjur og gjöld ríkisins komi til að standa i járnum á þessu ári. En það er ennþá of of snemmt að mynda sér skoð- un í þessu efni, sém örugg mætti teljast. I , Lántaka. Á þessu ári hefir verið tekið tán að fjárhæð 10 millj. sam- kvænit lieimild i lögum frá 30. desember 1943. Lánið greiðist á mislöngum tíma, eins og hér segir: 4 millj. kr. til 7 ára 3 —-----------10 — , 3 —-----------20 — Vextir af láninu eru 3%% og eru það lægstu vextir sem rík- issjóður hefir greitt til þessa. Nokkuð af láninu var boðið út opinberlega af Landsbanka ís- lands, en hitt var selt Trygging- arstofnun ríkisins og Lands- Lankanum og verða bréfin af- hent fyrir áramótin.. Á þessu ári hefir verið greitt brezkt lán frá 1921, að fjárhæð kr. 6.187.668.00. Þar af var hluti ríkissjóðs kr. 3.511.917.00. Annað. brezkt lán, frá 1935 er gert ráð fyrir að greiða á næsta ári. Hluti ríkissjóðs í því láni nemur kr. 8.282.819.00. Þegar það er greitt skuldar ríkisjóður erlendis aðeins í Danmörku og nemur sú skuld nú lcr. 11.400.000.00. Af því er þegar fallið í gjalddaga um 4 rhillj. króna. Innanlands skuldar ríkissjóð- ur nú í handhafaskuldabréfum kr. 21.409.000.00. Framlag- vegna alþjóðasamvinnu. Með skömmu millibih liefir íslandi verið boðin þátttaka i tveimur mikilvægum ráðstefn- um um alþjóðasamvinnu eftir striðið. Fyrri ráðstefnan fjall- aði um lijálparstarfsemi og end- urreisnar liinna sameinuðu þjóða, sem íslendingar hafa gerzt þáttakendur að, og nem- ur tillagið 1% af áætluðum þjóðartekjum. Á 22. gr. gildandi fjárlaga er ríkisstjórninni heim- ilað að greiða þáttlökugjald Is- lands í samræmi við aðra þátt- takendur. F j ármálaráðuney tið Iiefir nú lagt til hliðar í sérstak- an reikning 3 millj. kr. í þessu skyni, því að búast má við að hl útborgunar komi mjög bráðlega. Hin ráðstefnan fjallaði um fjárhags- og viðskiptamál, hin svokailaða Bretton Woods ráð- slei'na. Þar var ákveðið að stofna Alþjóðaþanka og Gjald- eyrissjóð, með þeim fyrirvara að það næði samþykki hjá þingi og stjórn hvers lands. Til- íag til þessara stofnana er greitt á tvenpan liált, með greiðslu i gulli eða frjálsum gjatdeyri og með greiðslu eða tryggingu í innlendum gjaldeyri í banka hér. rramlag íslands til Alþjóða- bankans er áætlað 1 millj. doll- ara og sama fjárhæð til Gjald- eyrissjóðsins. Af þessu á að greiða til sjóðsins 250 þús. doll- ara í gulli eða gullgildiim gjald- eyri og til bankans 20 þús. doll- ara. Afganginn á að greiða í ís- lenzkum krónum með því að færa þær fjárliæðir þessurn slofnunum til tekna í þjóðbank- anum, við inngöngu eða þegar kallað er eftir. Vegna þess að marg'ir álíta að hér sé um að ræða 13 millj. króna bein útgjöld fyrir ríkis- sjóð, vil eg laka fram að svo er ekki. Þótt framlag það, sem eg nú hefi nefnt, geti ekki talizt með öllu áliættulaust, er engin ástæða til að ætla annað en að liöfuðstóllinn sé vel tryggður. Eg hefi því hugsað mér að hægt sé að fullnægja væntanlegum skuldbindingum í þessu efni án nokkurra beinna fjárframlaga frá ríkissjóði, lieldur með sam- vinnu við þjóðbankann og hina bankana, með notlcun þess gulls, sem hér liggur nú vaxta- laust, og með tryggingum. Kostnaðuv af þessu ætti helzt enginn að vera fyrir rikissjóð. Nauðsynlegt kann að vera að skipa þessu með lögum í sam- bandi við væntanlegt samþykki Alþingis um að ísland gerist þátttakandi í áður nefndum stofnunum. Með þetta fyrir augum hefi eg lalið rétt að taka ekki upp í fjárlágafrumvarpið greiðslu vegna vaxtataps vegna gjald- eyrisvarasjóðs, samkvæmt lög- um nr. 50 27. júní 1941, en það er kr. 150.000.00 á fjárlögum þessa árs. Þessum lögum verð- ur að breyla, eins' og nú er komið. Þau hlunnindi sem áður greindar stofnanir veita bein- línis, er innhlaup hjá sjóðnum lil gjaldeyriskaupa fyrir ís- lenzka mjmt er nemur 13 millj- ónum króna og lánsmöguleikar hjá bankanum ef nauðsyn lcref- ur. En eg tel þó hin óbeinu hlunnindi mikilvægari- fyrir viðskipli þjóðarinnar út á við. Endurskoðun á rekstri ríkisins. Eins og þetta fjárlagafrum- varp ber með sér, er rekstur ríkisbúsins orðinn mikið bákn. Af rekstrarútgjöldunum, sem lalin eru 81.6 millj. kr. er ná- lega % hlular föst útgjöld, sem bundin eru með lögum eða ó- liagganleg á annan liátt. Það eru útgjaldaliðir sem flestir eru ó- missandi þættir í rekstri þjóð- félags nútimans. En þótt þessir þættir séu ómissandi er ekki þar með sagt að þeir séu starfræktir á þann bátt er hag- anlegastan mætti kalla. 1 litlu þjóðfélagi, sem vill lifa menn- ingarlifi, getur oft orðið erfitt að láta endana ná saman, nema gætt sé hinnar ítrustu hagsýni og gaumgæfni i opinberum rekstri. Því færri sem bökin eru sem byrðarnar bera, því meiri nauðsyn er að hafa vakandi auga á því að þeim séu eldci bundnir of þungir baggar. Þann stutta tíma sem eg hefi haft tækifæri til að fylgjast með ýmsum rekstri ríkisins, hefi eg oft séð að margt mætti betur fara og margt mætti reka á. hagkvæmari hátl en nú er. En þótt einhverju sé kippt i lag á stöku stað, skiptir það litlu máli fyrir reksturinn i heild. Til þess að ná árangri sem um munar þarf að endurskoða allan rekstur j’íkisins í heild, með það fyrir augum, að fella niður það sem óþarft er, breyta því sem aflaga fer, færa saman þar sem ofaukið er og skera burt það sem rotið er. Slík endurskoðun er mjög nauðsynleg, einmitt nú, eftir hina miklu þenslu ófriðaráslandsins. Til hennar þarf að stofna strax og til lienn- ar þarf að vanda, svo að hún geri það gagn sem að væri stefnt. Ástand og horfur. Fáum getur duíizt, að ríkis- sjóður á liarða varnarbaráttu fyrir höndum, meðan atvinnu- líf landsins er að ná jafnvægi eftir röskun slyrjaldarinnar. Ef ekki fer flest belur en á horfist, er hklegt að tekjustofnarnir bresti áður en gjaldaliðirnir sýni nokkur veruleg merki til lækkunar. Eina vonin til þess að hægt verði að forðast þung áföll, er sú, að atvinnuvegirnir og þá sérstaklega útflutnings- framleiðslan, geti starfað af fullum lcrafti og án hindrunar. Ef vinnustöðvanir verða, af ein- hverjum ástæðum, sem rýra atvinnutekjur landsmanna að verulegum mun, getur svo farið að afkomu ríkissjóðs verði mikil hætta búin. Það seip nú þarf að forðast umfram allt, er að ríkissjóður safni skuldum vegna rekstursins. Öll þjóðin og um leið ríkis- sjóður á mikið í húfi livernig tekst með að færa framleiðslu- kostnaðinn til samræmis við söluverð afurðanna á hverjum tíma. Ef framleiðslan er rekin á lieilbrigðan hált, án relcsturs- halla, og án innbyrðis baráttu, þá mun ekki á skorta að inn- eignir landsmanna erlendis verði notaðar til kaupa á nýjum atvinnutækjum. En ef deilur smiða lilekki um liönd fram- leiðslunnar og hallarekstur nag- ar rætur liennar, missa menn trú á henni og þá er hætt við að hún verði yfirgefin eins og skip sem orðið er lekt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.