Vísir - 29.11.1944, Blaðsíða 3

Vísir - 29.11.1944, Blaðsíða 3
VISIR Húsaleigulögin og gamla einokunin. Fyrir nokkuru birtist grein í Morgunblaðinu eftir H. G. Var þar gerð rækileg athugasemd við húsaleigulögin og sýnt fram á áhrif þeirra og afleiðingar og hent á betri leiðir. En síðan hef- ir ekki lieyrzt meira um það mál. Húsaleigulögin áttu að verða til þess að halda dýrtíðinni niðri, en einmitt með þeim hefir hið gagnstæða orðið ofan á, þvi að aldrei fyrr en þau gengu í gildi og komu til framkvæmda hafði þvílíkt húsaleiguokur átt sér stað á þessu landi, sérstak- lega í nýbyggðum húsum, og einnig í eldri húsum, þar sem eigendur hafa getað losað sig við leigjendiu1, með illu eða góðu, ol't með aðstoð þessara illræmdu laga. Svo eru aðrir liúseigendur eldri húsanna, scm hafa látið það hlutlaust, þótt húsaleigulögin kúguðu þá. Er þar um mikinn fjölda húseig- enda að ræða. Þeir eru undir- okaðir af laganna hálfu annars vegar og Ieigjendanna hins veg- ar, án þess að fá um þokað á nokkurn hátt. Það er tekinn af þeim umráðaréttur og að kalla má eignarréttur húsanna, en þeir krafðir um síhækkandi skatta. Þess í stað er tekin af húeigendum hálf leiga eða meira samanhorið við grunn- leigu. Leigjandi, sem hefir sín- ar föstu grunnkaupstekjur, að viðbættri 45—50% hækkun og viðhót samkvæmt vísitölu, en silur í gamalli lnisaleigu, senl er hvorki með grunnleiguhækkun né vísitöluhækkun, — aðeins smánarlegri húsaleiguvísitölu, sem er aðeins 30—33 stig — nýtur því alveg sérstakra lilunn- inda, með því að hann fær húsa- leiguna niðúrsetta um helming, miðað við grqunleigu og rétta vísitöluhækkun. Þannig er hús- eigandinn með húsaleigulögun- um skikkaður til.að gefa leigj- andanum eftir hálfa húsaleigu. Eru þetta því hreinar aukatekj- ur fyrir leigjandann, sem livergi koma dýrtíðinni við og munu ekki koma fram á leigjandan- um i auknum skatti — eru þvi skattfrjálsar tekjur. En það eru ekki allir leigj- endur, sem verða fyrir þessu dekri, því að f jöldi leigjenda hér í bæ verða að borga okur-húsa- leigu i nýjum húsum, og jafn- vel í gömlum liúsum, þar sem tekizt hefir að koma því við, oft og tíðum með hrekkjum og klækjum, sem liúsaleigulögin hafa skapað og vernda. Það er ekki nóg með það, sem hér að ofan er sagt, heldur er misréttið svo mikið út af húsa- leigulögunum, sem menn verða að þola 1 þessum bæ og víðar, að margt það fólk, sem á húsin og hefir í 'marga tugi ára brot- izt i að koma upp kofa yfir höf- uðið á sér, er orðið aldrað og margt heilsubilað, og getur enga atvinnu stundað, en hefir haft á seinni árum lifeyri af tekjum húss síns, fram yfir það, sem gjöld heimta, er nú svift þeim möguleikum að geta lifað hjálp- arlaust án þess að svelta, um leið og leigjendur þessa lolks vaða í peningum og allskonar „luxus“. Ekki nóg með það, heldur er það einnig orðið í þessum hæ, að húseigendur verða jafnvcl fyrir misþyrmingum af leigj- endum sínum, en fá við ekkert ráðið og verða að sitja með leigjendurna eftir sem áður í laganna nafni. Mun húsaleigu- nefnd vera þetta vel kunnugt, og að Iiér cr ekki farið með fleipur. Svo er eitt enn. Sagt er að forseti Islands hafi í samsæti bæjarstjórnar að Hótel Borg, eftir ferðalag hans lun landið, látið þau orð falla i ræðu sinni, að Reykjavikurbær stæði að baki ýmsum öðrum smærri bæj- um landsins um hreinlæti og útlit. Er þetta ekki skemmtileg saga? — En hverjum er að lcenna ? Sannleikurinn er sá, að mikill fjöldi þessa fólks, sem telst hús- eigendur hér i hænum, á þess engan kost að halda húsunum, við, hvorki að utan né innan, vegna þess að öll vinna og efni, er með þarf, er í svo háu verði, að húsaleigan her ekki viðhalds- kostnaðinn auk óhjákvæmilegra gjalda. Viðhald húsánna að inn- an gengur úr sér, og að utan vc|’ða þau með hverju ári sem liður óásjálegri, vegna viðhalds- leysis. Og þettg er eitt af mörgu því illa, sem húsaleigulögin hafa i för með sér. Auk þessa má fullyrða, að all- ur sá glundroði, sem ríkir hér i þessum hæ um íbúðarvandræði, er að meira eða minna leyti húsaleigulögunum að kenna. Og öll sú úlfúð, sem á sér stað milli leigirsala og leiguþega, er bein- linis sprottin af þeim. Það hæt- ir sízt úr skák, að ýmsir, sem hafa getað losað leiguíbúðir, hafa annaðhvort tekið þær lianda sjálfum sér undir ein- hverju yfirskini, eða ekki viljað leigja þær aftur með sömu kjörum. Yms fleiri atriði mætti nefna. Húseigenda er t. d. meinað að komast inn í sitt eigið hús, þótt hann sé á götunni með sig og sína. Fólk fer borið út á götu — jafnvel með börn — þótt það liafi staðið í fullum skilum, og' klækjum beitt í nafni laganna, eins og t. d. því, að hafna að hirða póstlagða húsaleigu á i’étt- um tíma — eða þegar bág- stöddu fjölskyldufólki er hrúg- að í eitt herbergi — allt í nafni laganna og réttarins. En þetta íolk kýs auðvitað að búa sem lengst á sama stað og það hefir verið, af því að það getur ekki borgað þá okurleigu, sem er á nýju húsunum, sem húsaleigu- lögin einnig vernda, — jafnvel fleiri ára fyrirframgreiðslu, og að því er sagt er aukaborgun svo þúsundum eða tugþúsund- um skiptir, til þess að fá að komast inn, án þess að það megi ganga upp í hina umsömdu húsaleigu. — Þessir okrarar fá að leika lausum hala. En fari húseigandi eldri liús- anna fram á það við leigjanda, sem nýtur lágu leígukjaranna, að greiða sér nú eitthvað hærra en áður, m. a. til þess að geta haldið íbúðinni og liúsinu þol- anlega við, getur leigjandinn lcært hann, og húseigandinn er sektaður um stórfé, ef það kemst upp, að liann taki á móti þessari greiðslu, þótt í hróðerni sé um samin. * Vilja nú höfundar liúsaleigu- laganna hugsa ögn um sínar gerðir og atliuga hverju þeir hafa komið af stað í þessum bæ? Geta þeir hlygðunarlaust horft á leikinn? Hvað ætla bæj- arvöldin lengi að láta þetta ó- fremdarástand haldast við? — Okur, rangsleitni og allskonar óheill í nafni húsaleigulaganna? Eg spyr. I útvarpi, ræðum og ritum hefir verið básúnað, eftir að vér fengum sjálfstæðið, hvílkt höl gamla einokunin hafi verið fyr- ir landsmenn, — og elcki að á- stæðulausu. En er þetta ástand í húsa- leigumálunum ekki - jafnvel verra en gamla erlenda kúgun- ar- og einokunarfarganið? Hvað segir Alþingi það, er nú situr? Ólafur J. Hvanndal. BEZT AÐ AUGLYSA I VISI IQOOQOQOOOaoOQCQÍ!CDWaaOOQ< Sífdarafurððr seldar fyrir tspar 35 millj. kr. fyrstu 10 mánuði þessa árs. Saian í fiyíia nam á sama tíma tæplega 21 milpn kréna. pyrstu 10 mánuði þessa árs seldu Islendingar síldar- afurSir fyrir tæpar 35 millj- ómr króna og fékkst mest fyrir síldarolíu. , I skýrslu hagstofunnar um útfluttar afurðir í október sést, að fluttar voru út rúmlegá 10,7 þúsundir smálesta af sildarolíu og nam andvirði þess magns rúmlega 10,5 milljónum króna. Þá liafa vcrið fluttar út á þessu ári tæplega 21,8 þúsundir smálesta og helir andvirði alls þess útflutnings numið tæplega hálfri tuttugustu og aunari milljón króna. I fyrra nam síldarolíuútflutn- ingurinn tæplega 15,5 þús. smál. og fengust fyrir það tæplega 14 milljónir króna. Síldarmjölið. Október-útflutningur á síld- armjöli nam 5,3 þús. smál., sem voru að verðmæti sem næst 2,6 millj. kr. Höfðu þá alls verið fluttar út til októherloka rúml. 21,1 þús. smál. síldarmjöls, fyrir rúmlega 10,2 milljónir kr. I fyrra nam þessi útflutningur á sama tímabili — frá ársbyrj- un til októberloka — 8,5 þús. smál., en verðið var þá 4,1 millj. kr. Tæplega 35 milljónir fyrir síldarafurðir. Fyrir 50 smál. af freðsíld fengust 35,000 krónur og fyrir 18,535 tunnur af saltsíld feng- ust rúmlega 3,2 milljónir kr. Sé meðtalið það, sem fengizt i hefir fyrir saltaða síld og freð- síld, sem flutt hefir verið út á ’þessu ári, þá kemur i ljós, að útfluttar síldarafurðir liafa gef- ið af sér sem næst 35 milljónir króna fyrstu 10 mánuði ársins. Vantar rúml. hálft annað þús. upp á fullar 35 milljónir fyrir þessar vörur. Fyrir síldarafurðir, sem flutt- ar voru út fyrstu 10 mánuði ársins i fyrra fengust 20,875,900 krónur. Bókasýning bg bók- menntafræðsla kvenna. Fyrri hluta desembennánað- ar efnir Kvenfélag Alþýðu- flokksins til sýningar á hókum íslenzkra kvenna frá upphafi, en kvenrithöfundar, sem gefið liafa út hækur, munu vera um ,130 talsins. Hefir 'Landsbóka- safnið góðfúslega lofað að lána þær bækur, sem á þarf að halda, á sýninguna. I sambandi við sýninguna efnir félagið einnig til bók- menntafræðslu, þar sefn ein- vörðungu verða teknar til með- ferðar bókmenntir kvenna. Munu þeir Sveinbjörn Sigur- jónsson magister, Sigurður Ein- arsson skrifstofustjóri og Guð- mundur Hagalín rithöfundur flytja erindi um þessa grein bókmennta í sambandi við sýn- inguna. Sýningin stendur yfir dagana 4.—6. næsta mánaðar og verða aðgöngumiðar bæði að lienni og fyrirlestrunum seldir i Bóka- verzlun Isafoldar og Bókaverzl- un Braga Brynjólfssonar. Krlstján Guðlaugsson HKstaréttarlögmaðnr. Skrifstofutími 10—12 og 1—8. Hafnarhúsið. Simi S40*. KAHLMANMSK0R. verð firá kr. 28.75. Bankastræti 14. Slárt húsnæði áskast á géðum stað. fiyrir iðnfiyrirtæki. — Kjallarapláss getur komið til greina. Upplýsingar í síma 3028. Mardekk með íelgu afi Intemational bíl hefiir tapazt. Skil- v ist til Mjélkurfélags Reykjavíkur. gegn fundarlaunum. Nýjar nótnaútgáíur efitir Hallgrím Helgason. Tuttugu og fimnt íslenzk þjóðlög Sex lítil lög (fyrir hlandaðan kór) Tuttugu og tvö íslenzk þjóðlög Heilög vé (hátiðarkantata Jóns Magnússonar) Þrjátíu srnálög (fyrir píanó eða harmóníum) Islands Hrafnistumenn (fyrir píanó, æinsöng, karlakór) Fjögur sönglög (fyrir eina rödd og- undirleik) Fjögur íslenzk þjóðlög (fyrir einsöng með undirleik) Sónata fyrir píanó nr. 1 Alrnenn tónfræði, 1. hefti -f Undirrit óskar að fá sent af nótna- Vegna takmarkaðs upplags útgáfu eftir HallgTÍm Helgason verða þessi verk eingöngu ætl- uð áskrifendum. nr Eru þeir beðnir að útfylla Nafn: meðfylgjandi miða og senda í: Pósihólf 121, Heimili: Reykjavík. 1 Ethel Vance: 147 Á flotta og lagði hendurnar undir hnakka 'sinn. Hún lét augun renna yfir það, sem i herberg- inu var, og svo fór hún að horfa á konuna, sem hún hafði ekki séð fyrr en í dag og vissi ekki hvað liét. Fyrir einurn sólanhring hafði hún verið i fangelsi og læknir- inn hafði hvíslað að hennk „Hvað sem gerist — reynið að sofa — allt fer vel!“ Hann hlaut að hafa hjálpað henni, vitandi það, að hann var að hætta til lífi sínu. Og nú var þessi kona, að þvi er virt- ist, reiðubúin til að gera shkt liið sama. Þetta breytti viðhorfinu til lífsins og mannanna. „Þeir, sem lcoma aftur til lífs- ins frá dauðrarikinu, verða að byrja frá rótum, skilst mér. Það var aldrei neitt haft eftir Laz- arusi — hann sagði vist ekkert.“ ,;Eruð þér líkt skapi farnar og þér lialdið að hann hafí ver- ið?“ spurði greifynjan hrosandi. „Mér finnst, að eg sé fyrst nú alsjáandi. Eg verði að læra allt frá rótum af nýju. Eg verð að læra að hafa samskipti við fólk, sem er velviljaðra og hug- rakkaðra en eg hefi nokkurn tíma verið. Það er ekki nóg að þakka því.“ „Þér getið verið sannfærðar um, að mér er það mikil ánægja að hafa yður hér“, sagði greif- ynjan og skipti litum. Hún var allniðurlút. Hljómur klukkusláttar litlu ldukkunnar barst til þeirra. „Hún er þá orðin fimm“, sagði greifynjan. „Þetta er dásamleg klukka“, sagði Emmy. „Eg hefi lilustað á klukkuslátt hennar mér til á- nægju i allan dag.“ „Já, mér þykir vænt um hana“, sagði greifynjan. „Hún minnir mig á það, sem eg á ógert, og sumt að vísu, sem mér er ekki geðfellt. Nú verð eg að fara til tedrykkju með stúlkunum mínum. Þegar þær eru allar háttaðar, kem eg aft- ur og reyni að færa yður volg- an mat. Eg vona, að yður liði vel á meðan.“ Þegar hún var komin út' að dyrunum, mundi hún eftir því, að liún hafði ekki sagt Emmy það, sem liún sennilega var að bíða eftir, öð hún segði. „Já“, sagði hún, „sonur yðar er hérna í þorpinu, cn mér fannst óhyggilegt, að liann kæmi hingað.“ „0-já“, sagði Emmy og var eins og birti yfir henni. „Þakka yður fyrir.“ Greifynjan fór og læsti dyr- unum á eftir sér. Hún setti lyk- iliim í skúffu í skrifborði sínu. Þegar hún kom inn í lesstof- una, sá hún að hershöfðinginn var kominn. Henni féll það illa, að sjá hann þarna. Hann stóð í miðjum liópi stúlknanna og lét dæluna ganga. Hann var klæddur skíðafötum, enda var hann á leið til gistihúss síns. „Hcfirðu verið hér lengi?“ „Fimm mínútur eða svo,“ svaraði hann. „Juli sagði mér ekki frá því.“ „Eg sagði henni að vera ekld að hafa fyrir því að kynna komu mína. Eg vissi, að þú mundir koma niður þá og þegar.“ Hverpig sem á því stóð, var henni ekki um, að hann skyldi vera kominn. Hún var allskjálf- liend, er hún tók tekönnuna og liellti tevatni í bolla. Hann virtist ekki talca eftir því. Hann sat við hlið hennar og sagði henni og stúlkunum hennar frá live dásamlegt hefði véfið inni i liliðunum, ágætur skíðasnjór, en erfitt uppgöngu. „Á morgun fer eg uppeftir á rennibrautinni. Þú ættir að koma með mér, Rubi? Þú færð ekki annað tækifæri um langt skeið.“ „Ef til vill," sagði hún við- utan. Þegar liún liellti í bolla sinn var hún að hugsa um hvernig hún ætti að segja hon- um, án þess að vekja nokkra grunsemd, að hann mætti ekki koma í kvöld. Hún vildi forð- ast, að til deilu kæmi milli þeirra. Og þó var það ekki af því, að hún óttaðist hann. Það lá við, að hún óskaði þess, að bliku drægi á loft og stormur kæmi, sem af leiddi, að hann færi og kæmi ekki aftur. Og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.