Vísir - 29.11.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 29.11.1944, Blaðsíða 1
Rltstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur. Félagsprentsmiðjan (3. hæð) Ritst|6rar Blaðamenn Simit Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsia 34. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 29. nóvember 1944. 242. tbl. Byltingartiiraun í Belgíu kæfð í fæðingunni. Vopnað lið var stöðvað á leið til Briissel. Belgiska stjórnin telur sig hafa kæft byltingartilraun í fæðingunni í gærmorgun. Skýrði Spaak ráðherra frá því á þingfundi í gær, að þá um morguninn hefði stjórninni bor- izt njósn um að bílalest full vopnaðra manna væri að fara frá Mons til Briissel, og væri ætlunin að stofna til uppreistar gegn stjórninni. Lögregla var þegar send á helztu vegamót á leiðinni og tókst henni þegar að stöðva uppreistarseggina og af- vopna þá. Annars er opinberlega skýrt frá því í Brussel, að um 27,000 menn hafi afhent vopn sín, en um 22,000 eigi eftix^að gera það. Er gert ráð fyriijvþví, að þau verði seinheimt iijá sumum þeirra. Pierlot fær aukin völd. Þingið í Brússel samþykkti í gær að veita stjórninni mjög aukin völd og er það raunveru- lega traustsyfirlýsing. Var til- lagan um aukin völd stjórnar- innar samþykkt með 116 atkv. gegn 12, en sex þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Pierlot hefir farið mjög hörð- um orðum um þá, sem fylla flokk uppreistarsinna. Segir hann, að þeir vilji ekki að þjóð- in fái matvæli eða kol, eða njóti aukins öryggis, heldur vilji þeir borgarastyrjöld, til að geta skarað eld að sinni köku. IlÚKfcar ráðaNt á Rumcna I blöd- . UIIl MUIlllÞ / Rússar gera nú árásir á Rúm- ena í blöðum sínum og bera þeim margt misjafnt á brýn. Blaðið „Stríðið og verkatýð- urinn“ hefir birt langa grein um það, sem blaðið kallar svik Rúmena á loforðum þeim, sem þeir gáfu í vopnahléssátfmál- anum. Blaðið gegir, að þeir hafi ekki skilað stríðsí'öngum, svik- izt um að handtaka útlendinga, sem fjandmenn geti talizt og stjórnin hirði ekki um að halda uppi aga og reglu i landinu. Umferðarhömlur í Bergen. Þjóðverjar hafa sett á um- ferðarhömlur í Bergen að næt- urlagi. Stafar þetta af þvi, hversu mikil og náargvísleg skemmdar- verk norskir frelsisvinir hafa unnið upp á síðkastið. 1 Akers-skipasmíðastöðinni hefir mikið tjón verið unnið á fimm skipum, sem voru þar til viðgerðar. Eitt þessara skipa var þýzka skipið Schleswig, sem er 16,000 smálestir að stærð, en hin voru öll meira en 5000 smál. að stærð. , 1 gær var nýju 27,000 smá- lesta flugstöðvarskipi hleypt af stokkunum í Bandaríkjunum. Bretar hafa farið yfir Chind- win-ána í Burma á nýjum stað og sótt fram nærri 20 lun. Bandaríkfa* meon skjöta á Orniok. Herskip bandamanna hafa siglt upp í landsteina hjá Or- mok og skotið á höfnina. Unnið var mikið tjón á hafn- armannvirkjum og vöruskemm- um, en svarskothrið Japana var ónákvæm og lítil, svo að her- skipin komust öll ósködduð á brott. Gerðist þetta í fyrrakveld og stóð skothríðin í 90 mínútur. Morgunin eftir, þegar herskipin höfðu lokið starfi sínu, voru sprengjuvélar sendar í árás á Ormok,. og varð einnig tjón af heimsókn þeirra. Á landi hafa Bandarikjamenn unnið á á böltkum Leyte-ár- innar. Mótþrói í sex her- búðum í Kanada. Ólga, sem nálgast uppreist, er nú í sex herbúðum víðsveg- ar um Kanada. .Ástandið er verst í lierbúð- um einum í Britisli Columhia, vestur við Kyrrahaf, þar sem franskir hermenn liafa verið i uppreist í fjóra daga. Verður dregið af þeim kaup og birgða- flutningum til herhúða þeirra hætt, en ekki gert meira að svo stöddu. Eru hermennirnir var- aðir við að gera almennum borgurum mein eða vinna spjöll á mannvirkjum. Mennirnir í herbúðum þess- um hafa sent Mackenzie King forsætisráðherra bænarskjal og heðið um að verða sendir heim til Austur-Kanada. Bera þeir fram ýmiskonar umkvartanir, sem bera allar að sama brunni, að þeir vilja ekki láta senda sig úr landi. Japönsk sókn stöðvuð / Hersveitum Kínverja hefir tekizt að stöðva sókn Japana í Suður-Kína. Það voru hersveitir, sem sóttu suðaustur til Kanton frá Liu- chow, sem þarna voru stöðv- aðar, þegar þær áttu eftir um 55 km. leið til markanna milli Kwangsi- og Kwantung-fylkj- anna. Síðan voru Japanir neyddir til að hörfa litið eitt undan. / Rússar nálgast Duklaskarð. Rússar hafa haldið áfram / sókn sinni í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þeir hafa tekið borg, sem er aðeins um 15 km. frá Dukla- skarðinu yfir Karpatafjöllin. Allmiklu suðvestar hafa þeir farið vestur Tisza-fljót á nýj- um stað og nálgast þar járn- braut, sem liggur norður til Tékkóslóvakiu. Eisenhower og: Hontg:omery » mfkilvægri ráð§tefnn. Rektor og nokkrum nemenduín Mennta- skólans boðið ti! Akureyrar. Menntaskólinn á Akureyri hefir boðið rektor Menntaskól- ans í Reykjavík, ásamt nokkr- um nemendum, heim, til að kynnast skólalífinu nyrðra. ! Hyggst rektor að fara norð- ur ásamt nokkurum nemendum svo framarlega sem samgöngur s leyfa, og dvelja nokkra daga nyrðra. Er hér um eftirtektarvert ný- mæli að ræða og ættu fleiri i skólar að fara að dæmi Mennta- j skólans á Akureyri og bjóða til sín nemendum og kennurum úr 1 hliðstæðum skólum. Hljóta bæði nemendur og kennarar að geta lært ýmislegt, bæði að því er snertir starfsháttu við kennslu, félagslíf nemenda o. s. frv. Domar fyrir innbrot og þjéfnaði. 1 gær var kveðinn upp dóm- ur í máli tveggja manna, sem á síðastliðnu sumri höfðu framið mörg innbrot', alls 10—15. Innbrot þessi voru framin hjá Kron, Mjólkursamsölunni, Andrési Andréssyni klæðskera og fleirum. Reyndust innhrots- þjófarnir vera Albert Sigurðs- son og Magnús örnólfur Sig- urðsson. Var hvor þeirra dæmd- ur í 12 mánaða fangelsi og sviftir kosningarétti og kjör- ! gengi. Auk þess var þeim gert að greiða slcaðabætur svo þús- undum króna skipti. 1 morgun var kveðinn upp dómur yfir tveim mönnum, sem stolið liöfðu ýmsum hlutum úr bíl. Var livor þeirra dæmdur í 30 daga fangelsi skilorðsbund- ið, ennfremur sviftir kosninga- rétti og kjörgengi. Fyrir nokkru var ejnnig mað- ur nokkur dæmdur í þriggja mánaða fangselsi fyrir stuld á timbri. Var hann sömuleiðis sviptur kosningarétti og kjör- gengi. Maður þessi hafði áður hlotið dóm fyrir ávinningsbrot. Ársskýrsla Sambands íslenzkrai-afveitna hef- ir borizt blaðinu nýlega. Er ritinu skipt í tvo kafla, og fjallar hinn fyrri um félagsmál, fyrsta aðalfund félagsins o. fl. Hinn kaflinn er ýmsar skýrslur og önnur mál er fjalla um rafmagri. — Er ritið mjög fróðlegt, og vandað að öllum frágangi. sýnir franska gamanleikinn „H A N N" í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag. Venjulegt leikhúsverð. Bandamenn komnir að Roeránni. Þjóðverjar halda áfram árásum í átt til Saarebourg Þessi mynd sýnir hvernig byggingar hins heimsfræga fullvallar viS Paris voru útleiknar eftir loftárásir bandamanna, er þeir komu til Parisar. Verðlaunasamkeppni um íbúðaihús í sveit. 1. veiðlaun hlaut Agúst Stemgiímssðn byggingaiiæðingur. Þann 30. sept. s.l. var út~ runninn frestur til að skila teikningum í verðlaunasam- keppni um íbúðarhús í sveit, sem teiknistofa landbúnaSar- ins efndi til á síSasta vori. Alls bárust 18 tillögur og fengu 3 af þeim verðlaun, 1., 2. og 3. verðlaun. Fyrstu verð- laun (kr. 3000.00) hlaut upp- dráttur, sem merktur var „Hraun“, og reyndist hann vera eign Ágústar Steingrímssonar, hyggingafræðings, í Hafnar- firði. 2. verðlaun hlaut upp- dráttur Ingva Gestssonar, liúsa- smiðs, Flatey á Breiðafirði og 3. verðlaun hlaut uppdráttur Ágústar Pálssonar, húsameist- ara, Reykjavík. Lýsing með uppdrættinum, sem hlaut 1. verðlaun, er á þessa leið: Hús samkvæmt uppdrætti merktur „Hraun“ hugsast byggt úr steinsteypu, hvítmálað með rauðu þaki, en brúnmáluðu tré- verki utanhúss. Séð hefir verið fyrir hjörtum gangi, sömuleiðis hefir verið lögð áherzla á þægi- legt samband milli geymslu í kjallara, bakdyra og eldhúss. í votviðrpm er ætlast til að fólk noti einvörðungu bakdyrnar, og í því skyni er borðstofa, vos- klæðaherbergi með handlaug og aðgangi að vatnssalerni,, komið fyrir i sambandi við hakdyr. Ætlast er til, að loftið sé notað til geymslu á hlutum, sem ekki eru daglega í notkun og hefir því verið komið fyrir þægilegum stiga á loftið. Svöl- um til viðrunar o. fl. mætti sleppa, ef þurfa þætti, án þess að útlit hússins’ versnaði við það. Upphitun verður frá elda- vél eða katli j kjallara. Fundur Norömanna- félagsins. Síðastliðinn föstudag hélt Norðmannafélagið skemmti- fund að Hótel Borg. Komu þar saman um 300 manns: Norð- menn, Danir, Islendingar og Svíar. Hófst skemmtunin með því að formaður íelagsins, To- mas Haarde, bauð gesti og fé- lagsmenn velkomna, og minnt- ist á hina svívirðilegu fram- i komu Þjóðverja í Norður- Noregi. Lárus Pálsson leikari las upp 1 tvö kvæði eftir Tómas Guð- mundsson. Annað var innileg kveðja til Noregs. Var háðum kvæðunum tekið með áköfu lófataki. Að lokum flutti S. A. Friid blaðafulltrúi merkilegt erindi frá Noregi, bæði um bar- áttu Norðmanna og svo um Þjóðverja og hina dýrslegu framkomu þeirra, sérstaklega á undanhaldinu frá Norður-Nor- egi. Bátur strandar. Mannbjörg varö. Þann 27. þ. m. strandaði vél- báturinn „Hafaldan“, RE 71, við Skarðsvík á Snæfellsnesi. Mannhjörg hafði orðið, en að öðru leyti hafa Vísi ekki borizt greinilegar fregnir af þessu slysi. Hafaldan var aðeins 9 tonn að stærð og byggð 1912. Eig- andi bátsins er Sigurður Pét- ursson. / Fjalakötturinn sýnir revýuna „Allt í lagi, lagsi“ á morgun (fimmtudag) kl. 8. AðgöngumiSar seldir frá kl. 4—7 í dag í ISnó og eftir kl. 2 á morgun. |?isenhower og Montgomery sitja nú á ráðstefnu í höf- uðstöðvum * þess síÖarnefnda einhvers staðar í Belgíu. Fór Eisenhower í gær flug- leiðis frá aðalstöðvum sínum, en blaðamenn símuðu frá aðal- stöðvum Montgomerys, eftir að þeir hershöfðingjarnir höfðu hitzt, að þeir mundu taka á- kvarðanir, sem mnndu hafa mikil áhrif á gang liernaðar- aðgerða næstu vikurnar. Að svo stöddu verður ekki sagt meira frá þessari ráðstefnu. Við Roer-ána. Níundi herinn ameríski sótti i gær niður eftir dal þverár einnar, sem rennur í Roer (frb. rör) og tólcst undir kvöld að komast að ánni skammt suður af Júlich. Þeir hafa þai’na tek- ið þorp, sem heitir Bannen. Fyi’sti ameríski herinn liefir einnig nálgazt Roer, en eru ekki komnir að ánni. Gei’a má ráð fyi'ir miklum bardögum, áður en bandamenn komast austur fyrir Roer, því að áin er mesta vatnsfall áður en komið er austur að Rín. 5 km. frá Saarlautern. Her Pattons, 3. herinn, sótti enn á í gær suðaustur af Lux- emburg, og var urn kvöldið í 5 km. fjarlægð frá Saarlautern. Þjóðverjar 'gera tið og áköf áhlaup í áttina til Saarebourg, þar sem 3. og 7. herinn koma saman, en þessum áhlaupum hefir jafnóðum verið hrundið. Orustunni um Alsace senn lokið. Enskur blaðamaður símaði i gær, að líklega yrði orustunni um Alsace senn lokið. Gera mætti ráð fyrir því, að enn yrði harizt aí' kappi í nokkra daga, en úrslitin rnætti sjá fyrir, og mundu Þjóðverjar ekld geta rétt hlut sinn þarna úr þessu. Næturakstur annast AÖalstöÖin, sími 1383. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki. Næturlæknir er i Læknavarðstofunni, sími S030. Fjalakötturinn sýnir annað kvöld kl. 8 revýuna „Allt í lagi lagsi“, 1 Útvarpið í kvöld. I Kl. 18.30 Islenzkukensla, 2. fl. 1 19.00 Þýzkukennsla, 1 fl. 19.25 Þingfréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) GuÖmundur Gíslason IJagalín rit- höf.: Upplestur. b) 21.00 Einsöng- ur (frú Rósa Önundardóttir frá Raufarhöín). c) 21.15 Matthias Helgason bóndi, Kaldrananesi: Sel- veiði i Þorkelsskerjum, frásögu- þáttur (H. Hjörvar flytur). d) 21.35 Kvæði kvöldvökunnar. e) 21.40 Lúðrasveitin „Svanur“ leikur (Karl O. Runólfsson stjórnar). I i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.