Vísir - 29.11.1944, Blaðsíða 2

Vísir - 29.11.1944, Blaðsíða 2
VISIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni Afgreiðsla Hverfisgötu .12 (géngið inn frá Ingólfsstræti). Símar: 166 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. I deiglnnnL IWfargir undrast átökin á Al- þýðusambandsþinginu og úrslit málanna þar, einlcum þar eð Alþýðuflokkurinn og komm- únistar hafa nýlega tekið upp náið samstarf á Alþingi og í ríkisstjórn. Telja sumir líklegt að ágreiningurinn kunni að hafa nokkur áhrif á stjórnar- samstarfið og þá einnig á sam- vinnu flokkanna innan Alþing- is. Verður þó að telja það ó- sennilegt, enda ekki nema tvennt til í því efni, að annað- hvort slitnar algerlega upp úr stjórnarsamvinnu flokkanna, eða að henni verður haldið á- fram um nokkurt skeið, og er það líklegra. Þó er sá mögu- leiki fyrir hendi, að flokkarnir, annaðhvor eða háðir, telji svo óvænlegar horfur í atvinnu- og fjárhagsmálum, að þeir kjósi að draga sig út úr samvinn- unni i tima og áður en bein óhöpp hafa skeð. Meðan ekki liggur annað né meira fyrir um breytingar á sambúð ofangreindra flokka en ágreiningurinn á Alþýðusam- bandsþinginu, er ekki gerandi ráð fyrir samvinnuslitum, er nái verulega út fyrir verkalýðs- samtökin. Þar verður vafalaust blásið að glóðunum áfram, enda fyllilega eðlilegt, að Alþýðu- flokkurinn uni ekki slíkri kúg- un, sem beitt var á Alþýðusam- bandsþinginu 'og vafalaust er einnig beitt innan verkalýðsfé- laganna um land allt, þar sem kommúnistar eru þess um- komnir og höfðingi þeirra lief- ir ekki gefið þeim ný fyrirmæli um breytta hegðun frá því, sem greint var í bréfi hans, er les- ið var upp á Alþýðusambands- þinginu. Eina lausnin á þessum deilumálum er sú, að hlutfalls- kosningar verði uppteknar inn- an verkalýðsfélaganna, sam- kvæmt eðlilegum lýðræðisregl- um, þótt æskilegast væri að þar gætti ekki lióflausrar flokka- baráttu. Ágreiningurinn á Alþýðusam- bandsþinginu er eðlilegur, en að honum rak vonum fyrr. Hann er einn þáttur í pólitískri þró- un, — þeirri, hvort gera skuli gælur við kommúnistana, eða standa í beinni andstöðu við þá, er þess gerist þörf, og afstýra þjóðhættuleguin áformum þeirra í ýmsuin myndum. Al- þýðuflokkurinn hefir sýnt ó- venjulegan manndóm í átökun- um á Alþýðusambandsþinginu, og spáir það góðu um framtíð hans að öðru leyti, falli hann ekki fyrir þeirri freistni, að slá af stefnumálunum fyrir stund- arhagsmuni. Flokkaskipunin í heild er í deiglunni, og vel get- ur farið svo, að hitastigið verði víðar það sama og það reynd- ist hjá vinstri flokkunum að þessu sinni, áður en eðlileg skipan er komin á í landinu, — en þróunin gengur sinn gang. Cordell Hull. ta nrí kisráðherra Bandaríkj- anna, Cordell HulJ, hefir sagt af sér störfum, sökum heilsubrests, enda er hann há- aldraður maður og hefir haft umsvifameiri og vandasamari Sænsk verðlaunasaga væntanleg á bóka- markaðinn á næstunni. Merkt norskt skáldrít Bókaútgáfan Norðri mun vera það forlag hér á landi, sem mest gerir að því að kynna Is- lendingum bókmenntir Norður- landa. I 1 fyrra réðst Norðri í að gefa út þrjú bindi af sögunni um ^ Bjarnardalsmenn og nú er hafin útgáfa á öðru norsku skáld- J verki sem einnig verðiy í þrem bindum og væntanleg er bráð- lega sænsk skáldsaga, sem hlaut bókmenntaverðlaun á síðast- liðnu ári. Vísir hefir leitað sér upplýs- inga um störf forlagsins. Stórviði nefnist fyrsta bindi skáldverks þess, sem að ofan getur. Er það sagnabálkur all- mikill um þá Breiðabólsfeðga. Sagan gerist í hinum skuggsælu skógarhéruðnm Noregs, og er dýrðaróður óðalsástar og heimahaga og lýsir hinni römmu taug, er tengir synina Við feðraóðul sín. Þetta er mjög eftirtektarverð liók fyrir oss Is- lendinga. Annað bindi þessa skáldverks heitir Garðurinn og grenndin, en hið þriðja heitir Grænadals- skógurinn. Höfundurinn er Sven Moren, einn fremsti rithöfundur á ný- norsku. Þá er innan skamms von á tveim nýjum bókum frá Norðra, þrátt fyrir hindranir þær, sem prentaraverkfallið olli, og gerði Norðra, sem og öðrum útg. ókleift að koma öll- um þeim bókum út, sem ákveð- ið hafði verið. önnur hinna væntanlegu bóka frá Norðra nefnist Glitra dagg- ir, grær fold, örlagaþrungin sveitasaga frá Helsingjalandi, eftir slcáldkonuna Margit Söd- erholm. Saga þessi lilaut hæstu bókmenntaverðlaun Svíaríkis 1943. Bókin er í stóru broti og 528 bls. að stærð. Hefir liún lilotið óhemju vinsældir í Sví- þjóð og víðar, enda talin mesti liókmenntaviðburður Svía það ár. — Þýðingu bókarinnar hefir Konráð Vilhjálmsson annazt; störfum að gegna um langt skeið en nokkur annar fyrir- rennari lians i þessu virðulega embætti. Mun vera óvenjulegt, að islenzk blöð láti sig slíka at- liurði nokkru skipta, en að þessu sinni er full ástæða til slíks, með því að sem utanrík- isráðiierra Bandaríkjanna hefir herra Cordell Hull haft bein af- skipti af íslenzkum málum og það á þann veg, að hans mun verða lengi minnzt í sögu Is- lands, ásamt Roosevelt forseta. Þessir menn lögðu lóð sitt á metaskálarnar, er þess þurfti mest við, og við Islqndingar getum þakkað þeim öðrum fremur að við njótum í dag ó- skerts sjálfstæðis að alþjóða- lögum. Á langvarandi skeiði þjáningar og neyðar og í sjö alda látlausri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, hafa Islendingar lært að meta það, sem vel er gert i þeirra garð. Margir ör- væntu um afdrif sjálfstæðis- málsins, en hinir, sem trúðu á sigur réttlætis og siðgæðis, urðu ekki fyrir vonbrigðum i því efni, vegna þess að góðir menn, víðsýnir og réttlátir fjöll- uðu um málið utan þessara landsteina. I þeirra hópi verð- ur ávallt minnzt utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Cordell Iiulls, og er á engan hátt óeðli- legt að íslenzka þjóðin votti honum þakklæti sitt og sendi honum hlýjar árnaðaróskir, er hann nú sökum aldurs og sjúk- leika lætur af störfum. byrjað að koma út. er hann áður kunnur þýðandi, m. a. af sögunum um þá Bjarn- ardalsmenn, er Norðri gaf út s.l. ár. Hin bókin, sem væntanleg er frá Norðra, heitir Bandaríkin. Hún er eftir hinn fræga rithöf- und Stephen Vincent Benet, sem látinn er fyrir nokkuru. Er liann þekktur hér á landi fyrir ýmsar smásögur sínar. Bókin f jallar um þróun Bandarílija N,- Ameríku frá dögum ensku ný- lendnanna í byrjun 17. aldar til vorra daga, er Bandaríkjamenn berjast fyrir þeim hugsjónum, sem þjóðin hefir harizt og látið lífið fyrir frá öndverðu, hug- sjónum mannréttinda og frelsis. Hersteinn Pálsson hefir ís- lenzkað þessa bók. Aðrar bækúr Norðra á þessu ári voru: Jón Sigurðsson í ræðu og riti. Kom hún út fyrir lýðveldishá- tíðina 17. júní. Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri annaðist útgáfu bókarinnar. Er hún að allra dómi merk og fróðleg bók, og nauðsynleg öllum, er kynn- ast vilja merkasta foringja þjóðarinnar. Friður á jörðu, eftir Björg- vin tónskáld Guðmundsson, nefnist fyrsta óratóríó, sem út hefir verið gefið á Islandi, og er talið einn merkasti viðburð- ur í tónmenntum þjóðarinnar. Frétzt hefir að Tónlistarfélagið liafi hug á að uppfæra þetta mikla tónverk í vetur. Þér eruð ljós heimsins, eftir hinn kunna fræðimann séra Björn Magnússon á Borg, sem er mjög eftirtektarverð bók, er öllum hugsandi mönnum væri hollt að kynnast. Greifinn af Monte Christo. Eins og kunnugt er, er saga þessi heimskunn skemmtisaga, sem um heila öld hefir verið í miklu dálæti hjá flestum þjóð- um heims. Þýðingin er eftir Ól- af Þ. Kristjánsson kennara í Hafnarfirði. Er hér um stytta útgáfu að ræða. Þá hefir Norðri gefið út tvær barna- og unglingasögur, sem báðar hafa orðið mjög vinsælar: Blómakarfan og Beverly Gray, I. Nýliði. Þá hefir Norðri mörg stór og merkileg ritverk í undirbúningi. Sum þeirra munu koma út snemma á næsta ári, en önnur síðar á árinu. Fiá Alþingi. • Geðveikramál. Mikil vöntun er nú á húsnæði til hjúkrunar fyrir geðveikt fólk. Sjúkrahúsið að Kleppi er löngu orðið of lítið og ófull- nægjandi til þeirra hluta. Vant- ar mikið á að unnt sé að veita öllum þeim sjúklingum hælis- vist, sem þess þyrftu þó nauð- synlega með, að dómi lækna. Alþingi hefir fjallað um þessi mál að undanförnu. Jóhann Þ. Jósefsson flytur tillögu til þingsályktunar um að skora á ríkisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til þess að auka við húsnæði fyrir geðveikt fólk. Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er heimild til að auka hús- rými fyrir geðveikissjúklinga, er samþykkt var af síðasta Al- þingi. Var gert ráð fyrir í sam- bandi við þá fjárveitingu að byggja viðbótarbyggingu á Kleppi, en það hefir ekki þótt tiltækilegt. Það hefir verið rætt allmikið um þetta mál og menn ekki á eitt sáttir um úrlausn þess. Jón- as Jónsson hefir komið fram með þá tillögu, að taka til við- gerðar og afnota kjallarann undir þeirri álmu sjómanna- skólans, sem ekki verður notuð undir kennslu fyrst um sinn. Einnig að byggja í samráði við heilbrigðiss tj órnina geðveikra- hús á Akureyri fyrir 50 sjúk- linga næsta vor. Hver sem niðurstaðan verður um þessi mál, virðist öllum ljóst að við svo búið megi ekki leng- ur una og er þess að vænta, að Alþingi finni á þessu einhverja hæfilega lausn. Hálf milljón atvinnu- laus í Frakklandi. Um þessar mundir er rúm- lega hálf milljón atvinnuleys- ingja í Frakklandi, samkvæmt opinberum heimildum. Þessir menn eru þó smám saman teknir í vinnu við við- reisnarstörf, og innan skamms er hætt við að skortur verði á mönnum til slíkrar vinnu, þar sem um þrjár milljónir striðs- fanga eru enn i Þýzlcalandi og mikil þörf á kröftum þeirra. Hinum stærri fyrirtækjum er nú flestum stjórnað af nefnd- um eigenda og starfsmanna, líkt og tíðkazt hefir í Bretlandi síðustu árin. Bertar hafa afhent Norð- mönnum tundurspilli, sem nefndur hefir verið Arendal og verður áhöfn hans alnorsk. Tekjur bæjarins námu tæpri 31.5 millj. króna síðastliðið ár. Nærri 858 þús. kr. varið til jarðhitarannsókna 1933--43. Rekstursreikningur Reykja- víkurbæjar fyrir árið 1943 liefir verið birtur i reikningum bæj- arins fyrir árið 1943. Samkv. þeim hafa tekjur bæjarins á ár- inu numið kr. 31.410.701.30 (þrjátíu og einni milljón, fjög- ur hundruð og tiu þúsundum, sjö hundruð og einni krónu og þrjátíu aurum). Helztu tekju- liðir á árinu voru fasteigna- gjöld kr. 1.485.586.46, tekjur af ýmiskonar starfrækslu kr. 1.941.832.29, sérstakir skattar kr. 4.645.620.29, útsvör kr. 20.612.308.25. Á árinu námu gjöld samtals kr. 26.742.906.49 (tuttugu og sex milljónum, sjö hundruð fjörutíu og tveim þúsundum, níu liundruð og sex krónum, f jörutíu og níu aurum). Hreinar tekjur bæjarins námu þvi á ár- inu kr. 4.667.794.81. Hæstu gjaldaliðir eru stjórn kaupstaðarins kr. 1.465.936.70, löggæzla kr. 1.755.168.33, lieil- brigðisráðstafanir kr. 1.469,- 528.07, ýmiskonar starfræksla kr. 1.566.345.52, lil framfærslu- mála kr. 2.254.333.86, gjöld samkv. ákvæðum alþýðuli'ygg- ingarlaga kr. 2.925.058.72, til gatna kr. 3.795.925.33, til barnaskólanna 1.968.646.22, til- lög til sjóða 3.441.459.50, 'fyrn- ingarafskriftir 1.249.577. 51. I reikningum Reykjavíkur- kaupstaðar fyrir árið 1943 er yfirlit yfir fjárupphæðir þær, sem varið hefir verið til jarð- hitarannsókna á Reykjum, en rannsóknir þessar voru sem kunnúgt er undanfari liitaveit- unnar og gerðar í því skyni að afla nægilegs vatnsmagns fyrir bæinn. Samkv. reikningum hefir bærinn varið samtals kr. 857.999.90 xtil þessara rann- sókna, en þau 10 ár, sem rann- sóknunum hefir verið lialdið Otlend sulta Klapparstíg 30. - Sími: 1884. £ T Scrutator: c* V. abwwwús Barnatímarnir. Barnatímarnir eru nú byrjaðir í útvarpinu á sunnudögum fyrir nokk uru, og heíi eg fengið nokkur bréf um þá. Flest eru þau um það, að gott sé að börnin, fái sem mest af skemmtilegum leikritum við sitt hæfi, því að þau muni hafa einna mest gaman af að hlusta á jafnaldra sína í útvarpinu. Eg er ekki frá því, að þetta sé rétt athugað og nú mun vera í undirbúningi nýtt barna- leikrit. / En „G. S.“ vill að sögurnar, sem lesnar eru fyrir börnin, verði athug- aðar gaumgæfilega, áður en þær eru teknar til meðferðar. Sá kaflinn úr bréfi hennar — eg býst við því, að hér sé um konu að ræða, ef dæma má af rithöndinni — sem um þetta fjallar, hljóðar svona: „Eg hlustaði á barnatímann síð- astliðinn sunnudag og líkaði allt mæta vel, sem þar var á borð bor- Íð, en þó kunni eg ekki allskostar við orðbragðið sums staðar" í sög- unni, sem þulur las. Eg held, að það hafi ekki verið við barna hæfi sums staðar, t. d. þegar litli dreng- urinn, sem sagan er um, er kallað- ur „argasta úrþvætti" eða „argvít- ugur“ og honum hótað með húð- strýkingu, þangað til blóðið lagi úr honum. Eg þykist vita, að hægt sé finna sögur, sem sneyða hjá slíku og þá ætti að gera það.“ Þingin. Það hefir verið mikið um að vera i henni Reykjavík upp á síðkastið. Hér hefir verið haldið Alþýðusam- bandsþing, Alþýðuflokksþing, kom- múnistaþíng og hver veit hvað •—- að ógleymdu sjálfu Alþingi, sem enginn man nú eftir, þegar öll hin þingin sitja á rökstólum. Já, það er að minnsta kosti sagt svo, að þau hafi setið á rökstólun- um, þótt Iitlu hafi munað, að fót- unum yrði kippt undan þeim ágætu stólum og brugðið á loft, eins og forðum í Góðtemplarahúsinu, þeg- ar Héðinn stóð ekkreinn. Svo hafa verið haldin mörg þing áður í haust og sumar, og mun enginn kunna nöfn á þeim öllum. Hér var haldið \ þing bandalags starfsmanna ríkis og bæja, þing farmanna- og fiski- mannasambandsins og víst einhver fleiri, en Góðtemplarar héldu sitt þing á Akureyri, til þess að verða ekki fyrir „áhrifum" af öllum hin- um þingunum. Já, það þýðir ekki 'að deyja ráðalaus. Nú, og þá má líklega ekki gleyma þingi íþróttamanna. Segja fróðir menn, að átökin hafi verið einna mest þar, hörð keppni og drengileg, en þó ekki keppt í reipdrætti. Þingaþing. En þetta skraf hér að framan er aðeins formáli að bréfi, sem eg fékk í gær frá einum af háðfuglum þessa bæjar. Hann er orðinn leiður á öll- um þessum þingum, líklega af því að hann hefir ekki enn verið kosinn á neitt þeirra, svo að hann kemur með tillögu um nýtt þing, sem hann vill láta heita „Þingaþing" og þyk- ist viss um að ná kosningu þar, eins og um hnútana á að vera búið. Bréfið er svo hljóðandi: „Hið nýja þing skal halda á hverju ári, þá er ekkert annað þing er haldið. (Hvenœr œtli það vcrði? Fyrirspnrn vor og lcturbrcyting'). Á þing þetta skulu eingöngu kosnir menn, sem fallið hafa við kosning- ar á önnur þing, eða verlð gerðir rækir af þeim. Komist hinsvegar upp, að einhver þingmanna hafi aldrei fallið við kosningar eða ver- ið gerður þingrækur, skal hann taf- arlaust þingrækur ger, og er honum þá heimilt að taka sæti á þinginu. Þingið skal vera til húsa í kjall- ara Stýrimannaskólans, sem J. J. vill að verði ætlaður geðveiku fólki. Skal þingið koma saman á óákveðn- um tímum og helzt slitið, áður en það hefir tekið til starfa. Að öðru leyti setur það sér sjálft starfs- reglur.“ uppi hefir framlag bæjarins livert einstakt ár numið sem ■hér segir: Ár. Kr. 1933 ................. 9.424.50 1934 ................ 37.008.38 1935 ................ 38.982.90 1936 ................ 36.642.59 1937 ................ 69.880.19 1938 ................ 98.693.76 1939 ................ 94.594.12 1940 ............... 101.329.39 1941 ............... 108.859.79 1942 ................ 95.238.30 1943 .....!....... 167.345.98 Samt. kr. . . 857.999.00 Þess má geta, að árið 1943 stóð bærinn einnig fyrir jarð- hitarannsóknum við Rauðará og kostnaðurnn við þær reikn- aður með i tölunni fyrir það ár. Stúlka vön jakkasaum, óskast; einnig stúlka, sem getur saumað vesti lieima. —■ HREIÐAR og SVAVAR Garðastræti 2. STORVIÐI eftii SVEN M0REN. STÓRVIÐI er dýrðaróður óð- alsástar og heimahaga, — þeirrar tegundar ættjarð- arástar, sem vér Islending- ar þelckjum of lítið til. STÓRVIÐI lýsir hinni örlaga- þrungnu rás viðburðanna í fjölbreyttu lifi fásinnisins, þar sem skógurinn mikli er líf mannanna og lán — æskuást þeirra og bani. STÓRVIÐI er bók um æsku- lýðinn og upphaflega rituð handa lionum. Hefir norsk- ur æskulýður einna mest dálæti á henni af öllum sögum Sven Moren. Var hún um langt skeið notuð sem lesbók í allflestum ungmennaskólum í Noregi, og einnig sem kennslubók i norsku í ýmsum háskól- um erlendis. STÓRVIÐI fæst hjá öllum bóksölum. ALLSKONAÍÍ auglýsinga rEIKNINGAK VÖRUUMBLHIR VÖRUMIÐA BÓKAKÁPUR BRÉFHAUSA VÖRUMERKI VERZLUNAR- MERKI, SIGLl. EK AUSTURSTRÆTt IZ ULLAR-drengjafataefni, kr. 34,60 met. E R L A, Laugavegi 12. Módelleir í kössum. /F ilkiiD. Sími 5781.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.