Vísir - 30.11.1944, Side 1
*
fcltstjórar:
Kristján Guðlaugsson
Hersteinn Pálsson
Skrifstofun
Félagsprentsmiðjan (3. hæð)
Ritst|6rar
Blaðamenn Slmii
Auglýsingar 1660
Gjaldkerl 5 llnur
Afgreiðsla
34. ár.
Reykjavík, fimmtudaginn 30. nóvember 1944.
243. tbl.
13 skipum Tapana
sökkt við Leyte.
Bandaríkjamönnum hefir
enn tekizt að sökkva.13 skipum
fyrir Japönum, er þau voru á
leið til Leyte.
Talið er að um 4000 manna
lið hafi verið á skipum þessum
og drukknuðu flestir hermann-
anna. Alls telja Bandaríkjamenn
að þeir liafi drekkt 21,000 Jap-
önum á leið til Leyte. Ilefir ver-
ið sökkt 23 flutningaskipum
fyrir þeim, auk 17 verndar-
skipa.
J\y Nokn Rús§a
í Ungfvei'jalaodi,
Rússar hafa fyrir nokkurum
dögum hafið nýja sókn í Suður-
Ungverjalandi.
Hafa hersveitir Rússa komizt
yfir Dóná á 145 km. hreiðu
svæði og sótt fram allt að 40
km. leið til horgarinnar Pecs
(frh. pets), sem er mikil flutn-
ingamiðstöð og kolanámaborg.
Þá hafa Rússar og tekið horgina
Mohacs (frh. móhats), sem er
skammt frá Pecs, og 330 bæi
aðra.
Nýjar flugmálatilögur
Bandarikjamanna.
Bandaríkjamenn hafa lagt
fram nýjar tillögur á flugmála-
ráðstefnunni í Chicago.
Tillögur þessar eru þannig, að
þar er ekki gert ráð fyrir nein-
um hömlum á flugsamgöngum
og samkeppni. Er eldd talið
sennilegt, að Bretar geti fallizt
á þessar tillögur, því að þeir eru
andvígir ótakmarkaðri sam-
keppni.
Noxðmenn granda
þýzkum skipum.
Norsk herskip hafa gert usla
í siglingum Þjóðverja við Nor-
egsstrendur.
í tilkynningu frá flotamála-
ráðuneytinu í gær segir, að
norsk skip hafi ráðizt á þýzka
skipalest undan Sognsæ og
sökkt í stuttri viðureign, tveim
flutningaskipum, ef til vill tveim
að auki og hæft stórt skip tund-
urskeyti.
13 flugmenn granda
15.000 flugmönnum.
Þýzka herstjórnin skýrir frá
því, að 13 þýzkír flugmenn hafi
alls grandað 15.000 flugmönn-
um bandamanna.
Sumir flugmanna þessara eru
fallnir og segir herstjórnin að
nokkrir hafi skotið niður yfir
300 flugvélar hver, en áhöfn
hinna stærstu er margir menn.
Fallhlífalið látið
svífa til jarðar í Suð-
ur-Þýzkalandi.
Allar líkur benda til þess, að
bandamenn hafi látið fallhlífa-
lið svífa til jarðar í S.-Þýzka-
landi.
Fregnir hafa borizt um það
til Schaffhausen í Sviss, sem er
skammt vestan við Boden-vatn
(Konstanz-vatn), að sent hafi
verið til borgarinnar Imending-
en, sem er beint norður af
Schaffhausen, mildð Gestapo-
lið, SS-menn og sveitir úr þjóð-
varnaliðinu þýzka. Á lið þetta
að hafa uppi á fallhlífasveitun-
um, sem látnar voru svífa til
jarðar hjá Imendingen með það
fyrir augum, að þær sprengdu
upp járnbrautarlínurnar um-
hverfis borgina. Hún er talsverð
samgöngumiðstöð, því að um
hana liggja þrjár brautir.
Það gerir Þjóðverjum erfið-
ara fyrir í leitinni að fallhlífa-
sveitunum, að sumir mannanna
eru í SS-búningum. Þjóðverj-
um hefir þó tekizt að handsama
um 100 menn.
200 norskir
flóltamenn
í Kiruna.
Ekkert lát er á flóttamanna-
straumnum yfir til Svíþjóðar
frá Noregi.
1 Kiruna í Norður-Svíþjóð eru
nú um 200 flóttamenn og eru
meðal þeirra margar konur og
börn.
Meðal flóttamanna, sem kom-
izt hafa til Svíþjóðar síðustu
vikur, er norskur piltur, sem
var að hlaða timbri á vörubíl
ásamt tveim bræðrum sínum,
þegar þýzkir hermenn og kvisl-
ingar komu á vettvang. Sló í
bardaga, því- að hermennirnir
og kvislingarnir skutu á bræð-
urna. Féllu tveir þeirra, er þeir
höfðu sjálfir fellt nolckra hinna,
en þriðji bróðirinn komst yfir
landamærin.
Manntjónið við spreng-
inguna í Burton-
on-Trent.
Daily Mail áætlar að um 220
manns hafi beðið bana í spreng-
ingunni miklu, sem varð í Bur-
ton við Trent á Englandi.
Eins og getið hefir verið í
fregnum var það sprengju-
geymsla flughersins, sem spraklt
þarna í loft upp og gizkar Daily
Mail á, að flugherinn hafi misst
þarna 220 menn. Enn hefir ekki
teldzt að ná nema nokkurum
hluta líkanna.
9. herinn Itefur nýja sókn.
Fræffnr flugmað-
ur horfinn.
Guy Gibson, einn frægasti
flugmaður Breta, er horfinn og
talinn af.
Það var Gibson, sem stjórnaði
árás brezku flugvélanna á Eder-
og Möhne-stíflurnar i Yestur-
Þýzkalandi og hlaut hann Vikt-
oríu-krossinn fyrir, því að hann
flaug í liálfan annan tíma fram
og aftur yfir skotmörkunum, til
þess aS draga aS sér athygli loft-
varnaskyttanna í grenndinni.
Gibson var aS hinu sama, er
hann hvarf. Hann var aS stjórna
árás á borgina Rheydt, skammt
frá Miinchen-Gladbach í Vestur-
Þýzkalandi og flaug miklu lægra
en al.lar flugvélar aSrar. Gibson
komst ekki heim úr árásinni.
Ilann var 26 ára aS aldri.
Suðumesjamenn
óánægðlr.
Mikillar óánægju gætir meðal
sjómanna á Suðurnesjum vegna
bannsvæðis þess út af Reykja-
nesi, sem tilkynnt hefir verið í
blöðunum.
Nær svæðið yfir öll helztu
fiskimið Suðurnesjamanna og
er útlit fyrir að ekki velði hægt
að stunda sjó þar á næstu ver-
tíð, ef ekld fæst breytt.
Frá Keflavík róa á þessi mið
40—45 bátar, en af öllum Suð-
urnesjum 125—130 bátar á ver-
tíð. —
Breftar byrja smíði far-
þegaflugvéla.
Bristol-flugvélasniiðjurnar
ensku eru um það bil að byrja
framleiðslu á farþegaflugvélum.
Flugvélarnar eru með tveim
hreyflum og lögð áherzla á, að
þær verði ódýrar í rekstri og
viðhaldi, sterkar og þægilega
búnar fyrir farþegana.
Það eru Bristol-smiðjurnar,
sem framleiða Beaufighter og
fleiri flugvélar, sem hafa reynzt
Bretum vel.
Breiðfirðingafélagið
heldur skemmtifund í Lista-
mannaskálanum kl. 8.30. Skemmti-
atriöi: Félagsvist og dans.
Chnrchill W ára.
Milli 40 og 50 bifreiðar
hætta akstri vegna
hj ólbarðaskorts.
Taxti leigubifreiða hækkar um miðjan desember
r|*axti á leigubifreiðum í Beykjavík hækkar um miðjan desem-
bermánuð næstkomandi, þannig að daggjaldið hækkar úr
15 krónum í 20 krónur á klukkustund.
Hér birtist mynd af framhliðinni af liúsi því, er hlaut 1. verð-
laun í samkeppni Teiknistofu landbúnaðarins um íbúðarhús í
sveit.
Næturgjaldið verður 25 krón-
ur, en var áður kr. 22.50. Helgi-
dagstaxti verður sami og næt-
urtaxti.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Vísir fékk hjá Bergsteini Guð-
jónssyni formanni Bifreiða-
stjórafélagsins Hreyfill, stafar
hækkun þessi að verulegu levti
af því að bifreiðarnar eru yfir-
leitt orðnar stærri nú en þær
voru áður. Taka þær flestar 5
farþega í stað 4 áður. Ennfrem-
ur hefir kaup bifreiðastjóra
hækkað nokkuð.
Þá minntist Bergsteinn einnig
á erfiðleikana sem stafa af lijól-
barðaleysinu. Nú þegar hafa
milli 40 og 50 bílar orðið að
hætta akstri á bifreiðastöðvum
vegna hjólbarðaskorts, og helt-
ast æ fleiri úr lestinni með degi
hverjum. Ef ekki lætist úr á
næstunni er ekki annað fyrir-
sjáanlegt en að flestar leigu-
bifreiðar verði hættar akstri fyr-
ir jól. Nú er liinsvegar von á
hjólbörðum á næstunni, og þess
þá fyllilega að vænta að leigu-
hifreiðarnar beri ekki skarðan
lilut frá horði.
Undanfarið hafa einstöku hif-
reiðastjórar bjargað sér á því
að kaupa hjólbarða á svörtum
markaði, en þá liafa þeir verið
seldir á allt að 1300 krónur hver,
í stað 170 krónur eins og þeir
hafa kostað áður.
Böjrgunaræíingar Sjó-
mannaskólanemenda.
Að tilhlutun Slysavarnafé-
tagsins æfir Jón Bergsveinsson
nemendur Sjómannaskólans í
allskonar björgunarstarfi, svo
sem að skjóta fluglínu o. s. frv.
Eru það um 70 nemendur,
sem taka þátt í þessum æfing-
um og fara þær fram alltaf
öðru hvoru. Jón lætur vel af
þessum ungu mönnum og segir
að það megi mikils af þeim
vænta í framtíðínni.
Winston Churcliill er 70 ára í
dag. Forsætisráðherra Bret-
lands varð liann 10. maí 1940 og
hefir verið það síðan. Þegar
hann tók við völdum gat liann
ekki lofað þjóð sinni öðru en
„blóði og tárum“, en hann var
samt slaðráðinn í því að leiða
hana til sigurs í styrjöldinni.
Síðan hefir margt breyzt, og þó
að styrjöldin sé ekki ennþá til
lykta leidd, vonar brezka þjóðin
að hún fái notið forustu hins
aldna foringja síns unz sigur er
unninn.
Geymdi 450 krónur
í tánni á skónum
sínum.
I morgun kvað sakadómari
upp dóm yfir 18 ára gömlum
manni, sem hafði stolið spari-
sjóðshók með 800 krónum og
falsað úttektarseðla úr henni.
Maðurinn var dæmdur í 3 mán-
aða fangclsi skilorðsbundið.
I gær kvað sakadómari upp
annan dóm yfir manni, sem
hafði stolið 1500 krónum frá
vinkonu sinni. Hlaut liann 3ja
mánaða fangelsi sldlorðsbund-
ið. Dómurinn var bundinn því
skilyrði, að maðurinn endur-
greiddi stúlkunni alla þá pen-
inga, sem liann liafði tekið. Er
hann var tekinn fastur, hafði
hann eytt öllum peningunum,
nema 450 krónum, sem hann
geymdi 1 tánni á öðrum skón-
um sínum.
Trúlofun.
í gær opinberuðu trúlofun sína
ungfrú Kristín Jónasdóttir, Vatns-
stig 9, og Snorri Guðmundsson,
Lindargötu 12.
Herir Bandaríkjamaima mæftast.
3. herinn nálgast
þrjár mikilvægar
borgir.
Fólksflutningap
hafnap frá Baden
j^íundi ameríski herinn hóf
sókn í gær norðaustan
við Geilenkirchen og tókst að
sækja fram rúmlega kíló-
metra á breiðu svæði.
Svo er að sjá af þessari fregn,
sem nokkur hreyting liafi verið
gerð á því, hvernig herjum
bandamanna er fylkt á þessum
slóðum, því að fram til þessa
barðist 2. her Breta fyrir austan
Geilenkirchen.
Það kom alveg á óvart Þjóð-
verjum, er 9. lierinn byrjaði á-
lilaup sín, því að kyrrð hafði
verið á þessum liluta vígstöðv-
anna um tíma. Hefir herinn
komizt að Roer-ánni á lengra
svæði en áður með þessum á-
hlaupum.
Undanfarnar tvær vikur hefi
9. herinn tekið 52 borgir og þorp
í sókn sinni.
Allt á floti.
Þjóðverjar hafa opnað flóð-
gáttir víða í Roer-dalnum, svo
að allt má heita á floti og gerir
það aðstöðu bandamanna alla
mun erfiðari. Víða þurfa þeir að
aka um vegi, sem eru á kafi í
vatni, en áin er sumsstaðar allt
að tveir kílómetrar á breidd, þar
sem hún rénnur um flatlendi.
I
í
Þrjár borgir
í hættu.
Þriðji ameríski herinn heldur
áfram áhlaupum sínum inn í
Saar-héraðið og í áttina til þess.
Hann ógnar nú þrem borgum,
Saarbrucken, Saarlouis og Saar-
lautern og iiefir þegar tekið
nokkrar kolanámur.
fbúar rétt sunnan landamær-
anna tala þýzku, en blaðamenn
segja, að þeir sé tryggir Frökk-
um og bandamönnum yfirleitt.
Baden hernaðarsvæði.
Svissneskar fregnir herma, að
Þjóðverjar liafi lýst allt Baden-
ríki hernaðarsvæði. Er byrjað
að flytja • óbreytta horgara á
brott úr stærstu borgunum þar.
Baden liggur meðfram Rín
fí’á Sviss og norðaustur fyrir
Mannheim. Auk þeirra borga
eru þar t. d. Karlsruhe, Frei-
burg og Heidelberg.
Mynd þessi var tekin þegar hersvetir úr 7. og 3. ameríska hern-
um mættust í Autun í Frakklandi í haust.
Nýr bátur til
Keílavíkur.
Til Keflavíkur kom í gær-
kveldi nýr bátur. Er eigandi
hans Albert Bjarnason útgerð-
armaður.
Nafn bátsins er „Bjarni Öl-
afsson“. Hann er 35 smálestir
að stærð, smíðaður á Isafirði,
Báturinn er húinn 120 hestafla
vél og útbúinn bæði fyrir toe
og línuveiðar.
Vinna við hafnargarðinn i
Keflavík heldur áfram, alltaí
þegar veður leyfir. Við þa£
verk vinna um 15 manns.