Vísir - 06.12.1944, Side 1

Vísir - 06.12.1944, Side 1
I Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson Hersteinn Pálsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3, hæð) Ritstjórar Bladamenn Slmti Auglýsingar 1660 Gjaldkerl 5 llnur Afgreiðsla 34. ár. Reykjavík, miðvikudaginn 6. desember 1944. 247. tbl. Breíar ætla að láta fram fara frjálsar kosningar í Grikklandi Batdagax halda álraxn í Aþenuborg, Fregnir eru bæði af skornum skammti og mjög óljósar frá Grikklandi um þessar mundir. Þó þykir mega ráða af því, sem frá landinu berst, að við- sjár fari mjög vaxandi og megi gera ráð fyrir því, að allt verði komið í bál um allt landið áður en varir. Ennþá hefir aðeins verið barizt í Aþenu og Pireus, en lítil von er um að óeirðir breiðist ekki út. Bretar ' skerast í leikinn. Sveitir úr ELAS-hernum réð- ust víða í gær á sveitir Servas ofursta, en liann stjórnar hinum svonefnda EDES-her, sem er á öndvgrðum meiði við ELAS. I Ein árásanna var gerð á fanga- j liús í Aþenu, sem kommúnistar héldu að kvislingar væri hafðir í haldi. Þar skárust Bretar í leikinn og hindruðu fyrirætlan- ir kommúnista. Tortryggni á báða bóga. Enskur blaðamaður símar frá Grikldandi, að það sé torlryggni á báða bóga, sem valdi því, að upp úr bafi soðið í landinu.^Hvor aðili um sig heldur, að hinn ætli að svikja loforðið um frjálsar kosningar og hafi í hyggju að ná völdunum með svikum. Það sé því rétt af Scobie hers- höfðingja að reyna að halda við friði í landinu, meðan þjóðin sjálf ákveður, um hvern hún fylki sér. Þegar kosningarnar sé um garð gengnar, muni brezki herinn fá réttum aðila völdin i hendur. Yfirlýsing Churchills. Churchill gaf í gær á þingi yfirlýsingu um stefnu Breta og hún er í því fólgin, að halda uppi reglu i landinu, hver svo sem fari með stjórn. Þeir mundu standa við það loforð sitt, að frjálsar kosningar skyldu fram fara í landinu. fen ef reynt væri að koma á komm- únistisku einræði án þess að þjóðin væri spurð og beita ætti til þess vopnum, sem Bretar hefði látið Grilcki fá til baráttu gegn Þjóðverjum, þá gæti Bret- ar eklci' setið auðum höndum. Brezku blöðin eru á einu máli um það, að Bretar sé ekki öf- undsverðir af hlutverki sínu í Grikklandi, en þau eru líka sammála um það, að sýna verði festu til að koma á reglu í land- | inu. Tvö Mjónarmið um Kaliu. Bretar og Bandaríkjamenn eru ekki alveg einhuga í afstöðu sinni til Ítalíu. Utanrikisráðuneytið í Was- hington gaf í gær út lilkynningu um afstöðu sína i þessu máli og var komizt svo að orði, að Bandaríkin hefðu alltaf litið svo á, að það væri einkmál ítala, hvernig stjórn þeirra væri skip- uð, meðan það færi ekki i bága við hernaðarmál. Bandarílcja- menn hefði aldrei tilkynnt Itöl- um, að þeir gæti ekki fallizt á að Sforza greifa yrði utanríkis- málaráðherra. Chicago-ráðstefnunni að verða lokið. Allar nefndir á flugmálaráð- stefnunni í Chicago hafa nú lok- iö störfum. Brezku fulltrúarnir gáfu yf- irlýsingu þar að lútandi, að þeim hefði verið falið að und- irrita samkomulag um að flug- vélar hverrar þjóðar megi fljúga yfir hvaða land sem er, þegar þær eru í friðsamlegum erinda- gerðum, svo og samkoipulag um það, að flugvélar megi lenda hvar sem er, þegar þær sé til- neyddar. Pierlot fær stuðning félaga gamalla hermanna. Kommúnistar reyna að stofna til verkfalla á eigin spýtur. Aðstaða Pierlots hefir styrkzt við það, að hann hefir fengið öflug félagssamtök í lið með sér. Uppgjafahermcnn, sem voru í hvíta hernum, það er her föð- urlandsvina, hafa lýst yfir því, að þeir muni styrkja hina lög- legu stjórn landsins, og ekki þola neinum að leggja stein í leið hennar, þegar hún berst fyrir viðreisn atvinnulífsins. Ritari verkamannasambands- ins belgiska hefir einnig tekið afstöðu með Pierlot og stjórn hans. Hefir hann sakað komm- únista um einræðisbrask í þeim verklýðsfélögum, sem þeir hafa einhver ráð, og að þeir hafi hvatt til verlcfalls, án þess að ræða fyrst um það við stjórn verkamannasambandsins. Er þess beðið með óþreyjfci, hvern- ig Rauði fáninn snýst í máli þessu, er það hefir nú tekið þessa stefnu. Hefir blaðið að- eins um tvennt að velja, draga saman seglin í byltingaráróðri sínum eða halda honum áfram, en þá má það eiga von á því, að ríkissjórnin banni útgáfu þess. Nýir örðugleikar. Þótt allt sé nú með kyrrum kjörum í Briissel, eru nýir erf- iðleikar að nálgast, því að stjórnin hefir fengið eindregin tilmæli frá hersijórn banda- manna, sem illt er að neita. Bandamenn hafa óskað eftir því við Pierlot, að stjórnin taki að nokkuru leyti að sér flutninga á matvælum þeim, sem nú eru á leið til helztu borga lands- ins. Af þessu leiðir, að stjórnin verður að taka þann vörubíla- kost, er hún hefir yfir að ráða, frá þeim störfum, sem þeim höfðu þegar verið fengin. Megn- ið af bílum þessum voru við ýmsa flutninga í sambandi við endurreisnina í landinu. 3. herinn hefir nú sex brúarstæði á Saar-ánni. Sókn Japana í S. Kíiia verður æ hættulegri. Nálgast Kuning- Chungking-veginn. Aðstaða Kínverja gagnvart Japönum hefir aldrei verið verri en um þessar mundir. Japanskar hersveitir eru að- eins rúma 25 km. frá borginni Kweiyang, höfuðborg Kwei- chow-fylkis. Um þessa borg liggur aSalvegurinn milli Chung- king, höfuSborgar Kínaveldis og Kunming, sem til þessa hef- ir verið aðalbækistöð ameríska flughersins í Kína. AS visu eru tveir aðrir vegir milli þessara borga, en þeir eru bæði lengri og verri. Þjóðverjar lierð-i útvarpseftirlit í Danmörku. Smjöruppboð í Garði: Smjörið fór yfir hámarksverði. Fólk sótti uppboðid alla leid héöan úr bænum. JJppboS var haldiS í gær í GerSum á nýju smjöri, sem fund- izt hafði á floti hér á flóanum. Kom þangað fjöldi manns, ekki aðeins frá nærliggjandi bæjum, heldur og frá Reykja- vík, Hafnarfirði, Keflavík og fleiri stöðum. Var mikið kapp í mönnum að ná í smjör og seldist það háu verði, enda þótt yfirvöldin seldu það sem skemmda vöru og gerðu það sem í þeirra valdi stóð til að halda verðinu niðri. — En menn vildu ólmir kaupa, því að smjörleysið er að vonum farið að sverta að og var boðið af kappi og f jöri. Hver smjörkassi, sem vegur um 25 kg., seldist fyrir 550 —580 krónur, en við þetta bætist svo innheimtukostnaður, sem nemur 3%. Hefir smjörið því farið fyrir aðeins hærra verð en hámarksverð, en það er kr. 21,50 pr. kg. Hefir þessi smjörfundur í Garðsjó farið fyrir 11—12 þús- und krónur, og má segja, að margur hafi veitt minna í ein- um róðri. Þjóðverjar ætla nú að hafa strangara eftirlit með sending- um útvarpsstöðva Dana. I fregn frá sendiherra Dana hér, er frá því skýrt, að SS- manni einum hafi verið falið eftirliliS, en hann hefir hingaS til haft umsjá meS útgáfu Radioavisen. MaSur þessi á einn- ig aS hafa eftirlit meS blöSun- um í Danmörku. Þessar ráSstafanir sýna,, aS Himmler er aS fara æ meira inn á sviS Göbbels og reyna aS ná tökum á útbreiSslutækjunum. Kveikt í skipum við Noreg. Brezkar flugvélar réðust í gær á þýzk skip á siglingu við Noreg. Þarna voru að minnsta kosti fimm skip á ferð og stóðu þau öll í björtu báli, þegar flugvél- arnar snéru heimleiðis á ný. Tvær af brezku flugvélunum komu ekki aftur úr þessum leiðangri. I R A safnar \ vopnum í Eire. í Eire hefir komizt upp um tilraunir, sem verið er • að gera til þess að endurreisa lýðveldisherinn írska (IRA), en hann hefir verið útlægur um Iangt árabil. Talið er, að DeValera muni ganga hart fram í þvl, að upp. ræta herinn, því að leiðtogar hans hafa oft gert honum skráveifur. IRA mun hafa talsverðar vopnabirgðir, sem dreift er um landið. Margir leiðtogar IRA sitja í fangelsum í Bretlandi og Ir- landi. Tveir þriðju hhilar Ungverjalands á valdl ! Rússa. Það lætur nærri, að Rússar hafi náð undir sig tveim þriðju hlutum Ungverjalands. Framsveitir Rússa munu nú vera um það bil 100 km. frá landamærum Austurríki/, þar sem leiðin er stytzt. Þær eru komnar að Balaton-vatni og liafa teldð að minsta kosti þrjú 1 þorp, sem standa £ ströndum vatnsins. Þjóðverjar búast að öllum líkindum til varnar við báSa enda vatnsins. Fyrir norðan Budapest hafa Rússar einnig unniS á og þeir hafa farið yfir Dóná rétt hjá þeim stað, þar sem Drava renn- ur í hana. Samkomuhús vígt á Grímsstaðaholti. . Ungmennafélag GrímsstaSa. holts vígði nýtt samkomuhús s. 1. laugardag. Er samkomuhús þetta byggt upp úr hermannaskála og er gólfflöturinn 72 fermetrar. Fé- lagsmenn hafa byggt húsið í sjálfboðaliðavinnu og var haf- izt handa um verltið á s. 1. sumri. Formaður félagsins er Gunnar Jónsson verzlunarmaður, og flutti hann vígsluræðuna, en Þorsteinn Halldórsson flulti fé- laginu frumort kvæði, sem framvegis verður söngur félags- ins. Alls voru saman komnir um 150 manns á vígsluhátíðinni og fór hún í alla staði hið bezta fram. Þýzka útvarpið segir, að amerískt Beitiskip hafi sokkið eflir áreksur við orustnskip í Peaid Harbor. Jón Engilcerts opnar málveikasýningu. Jón Engilberts listmálari opn- ar málverkasýningu í húsi sínu, Flókagötu 17, á morgun. j Er þetta sölusýning og verð- ur opin daglega kl. 1—10. — Á sýningunni eru 86 vatnslita- málverk og 3 teikningar. Vetrarhjálpin. | Vetrarhjálpin tekur til starfa í dag, og hafa skátar heitið stuðningi sínum, eins og að undanförnu, þannig að hver deild innan skátafélaganna fær 1 sitt liverfi i bænum og er heií- ið á bæjarbúa að taka vel á móti skátunum að þessu sinni, eins og á undanförnum árum. Skrifstofa yetrarhjálparinnar verður í Bankastræti 7 (Ráðn- ingarstofa Reykjavíkurbæjar), sími 4906. Hefir þegar borizt fyrsta gjöfin, frá manni, sem eigi vili láta nafns síns getiðr 1000 kr. Stíflun veldur truflun á hitaveitunni. S.l. nótt tóku starfsmenn hitaveitunnar á öskjuhlíð eft- ir því, að einn geymanna lak, svo að taka varð hann úr sam- bandi. Var í fyrstu búizt við, að um skemmdir á geyminum sjálfum væri að ræða, en við nánari athugun reyndist það ekki vera. Var hér aðeins um stíflun að ræða í 10 þumlunga röri, sem er í sambandi við bæjarleiðsl- urnar. Verður ekki gert ,við þessa stíflun nema með því að fara inn í geyminn, og verður það gert í kvöld eða nótt„ þeg- ar allt vatn hefir runnið úr honum. Á meðan á viðgerð stcndur verða því aðeins þrír geymar í sambandi, svo að ástæða er til að hvetja fólk til að spara heita vatnið. Annarsstaðar á vesturvígstöðv- unum er tíð- indalítið. Mestmegnis um stór- skotaliðs viðureignir að ræða. gvo er nú komið á Saar-víg- stöðvunum, að 3. amer- íski herinn hefir á valdi sínu sex brúarstæði á Saar-ánni, öll í greniid við Saarlautern. Eins og getið var í fréttum í fyrradag, náðu hersveitir Patt- ons brú, sem var yí'ir ána í sjálfri borginni Saarlautern, en í gær fréttist svo um annað brú- arstæði, sem herinn hefir kom- ið sér upp milli Saarlautern og Saarbrucken. I morgun bárust svo fregnir um, að tekizt hefði að koma brúm á ána á fjórum nýjum stöðum í gær. Segja blaðamenn, að bandamenn sé raunverulega búnir að sigra í orustunni um Saar með þessu. Tíðindalaust annarsstaðar. Kyrrstaða er víðast annars staðar á vígstöðvunum og nota Lundúnablöðin í því tilefni bók- artitilinn „Tíðindalaust á vest- urvígstöðvunum“ fyrir fyrir- sögn. Þó er allvíða um stór- skotaliðsviðureignir að ræða, svo sem á Sa'arvígstöðvunum, þar sem haldið er uppi sífelldri skothríð á Saarbrucken. Stend- ur sú borg í björtu báli. Loftárásum var víða haldið uppi í gær og beint gegn sam- göngum Þjóðverja eins og endranær. Virðist það ætlan bandamanna að eyðileggja þær miðstöðvar, sem flutningar verða að fara um, til þess að þurfa síður að ráðast á stöðvar á sjálfum vígstöðvunum. Loftleiðir h.f flugu 11.080 km í nóvember. Flugfélagið Loftleiðir hf. hef- ir í nóvembermánuði haldið uppi flugferðum til Vestfjarða eins og að undanförnu. Flogið var til Isafjarðar, Patreksfjarð- ar, Grundarfjarðdr, Flateyrar, Djúpuvíkur, Hólmavíkur og fleiri staða. Alls var flogið 11080 km. í þessum mánuði. Flugferðir í nóvember voru alls 58 talsins, en flugstundir voru 53. Eitt hundrað níútíu og sex þarþegar voru fluttir í þess- um ferðum, en 540 kg. af pósti. Sjúkraflug voru 3, en flugdagar 13. — jr Ohófseyðsla á Vctni. Borið hefir undanfarna daga á því, að fólk er farið að láta renna í vatnsleiðslupípum hjá sér að staðaldri á næturnar, af ótta við frost. Þrátt fyrir það hefir vatn vei’ið með meira móti í Gvendarbrunnum í haust og það, sem af er vetri, a. m. k. miðað við hina geypi- legu vhtnsnotkun í bænum. — Fólk er samt áminnt um að eyða ekki vatni að óþörfu og að láta ekki renna að staðaldri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.