Vísir


Vísir - 07.12.1944, Qupperneq 2

Vísir - 07.12.1944, Qupperneq 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Ritstjórar: Kristján Gnðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjnnni Afgreiðsla Hverfisgötn 12 (gengið inn frá Ingólfsstrœti). Símar: 166 0 (fimm línur). Verð kr. 4,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. ' Félagsprentsmiðjan hi. Eldhússdagurinn. Ureingerningin á Alþingi er “ um garð gengin. Eldhúss- dagsumræður hafa staðið yfir í tvö kvöld og verið allt að því tveimur kvöldum of lang- ar, sé miðað við málflutning og málefnagrundvöll. Enginn þing- flokkanna hefir hreinan skjöld. Allir hafa þeir gert sitt til að skapa erfiðleikana og auka á þá. Nokkrir ræðumenn reyndu að áfellast fyrrverandi stjórn fyr- ir það aðallega, að hún hefði ekki leitað eftir samvinnu við þingið, — en það var einmitt það, sem stjórnin gerði, allan þann tíma, sem hún sat að völd- um. Hitt var annað mál,/ að þingflokkarnir möttu ímyndað- an hag sinn meir en hag lieild- arinnar og því tókst samvinn- an ekki, enda reyndist af- greiðsla sumra þýðingarmestu mála eftir því. Kommúnistar ræða um fram- kvæmdir fyrrver’andi stjórnar í blaði sínu í gær og telja víti hennar til varnaðar. Núverandi stjórn hafi tekið við arfi henn- ar „og að hún sé ákveðin í að gera allt, sem í hennar valdi stendur til að viðhalda þeim lífskjörum, sem almenningur býr nú við“. Arfurinn virðist ekki hafa verið svo liábölvaður, ef takmark núverandi stjórnar er það eitt, að reyna að við- halda þvi ástandi, sem er — þvi ástandi, sem skapaðist á árun- um 1941—42 og fyrrverandi stjórn gat haldið að mestu ó- breyttu. Oft ratast kjöftugum satt á munn, og ásakanir Þjóð- viljans gegn fyrrverandi stjórn snerust óvart upp í hið mesta lof, sem vel má við una af þeim, sem ásakanirnar áttu að bein- ast gegn. Jafnframt þessu ræðst Þjóð- viljinn af harðneskju á einn fyrrverandi ráðherra fyrir ný- sköpun, sem hann hefir átt þátt í, — nýsköpun, sem er lítill hluti af öllum þeim fram- kvæmdum og umbótum, sem hann beitti sér fyrir eða studdi meðan hans naut við í ráð- herradómi. öll nýsköpun, sem eykur atvinnu og á engan hátt getur talizt skaðleg, er til bóta, enda hafa kommúnistar viður- kennt það, með því að hampa nýskipan sinni framan í þjóð- / ina eins og kröfuspjaldi í hung- urgöngunni 1. maí, þegar kröf- umar hafa verið sem háværast- ar. Ekki er unnt að lofa það hjá sjálfum sér, sem lastað er hjá öðrum, án þess að óeðlilegs tvískinnungs gæti, jafnframt eðlilegri tortryggni hjá þeim, sem á hlýða. Hitt er svo enn annað mál, að hlutaðeigandi ráðherra hefir t. d. aldrei orðið fálkaður í útgerð sinni, eins og kommúnistar, en enginn mun virða honum það á verra veg. Af stjórnarandstæðingum var ekki mikils að vænta, vegna for- sögu þeirra, sem er þess eðlis, að áheyrendur munu ekki geta hugsað sér þá sem umvandara eða siðabótamenn, einkum þar ^ sem þessir menn hafa jafnframt sjálfir sýnt fulla viðleitni til samneytis við þá floltka, sem þeir vógu harðast að nú. Að þvi leyti áttu menn þessir einnig J óhæga aðstöðu, að stjórnin hef- Allsherjar íþrdtta- dagur um land allt. Tillaga Benedikts Jakobssonar íþróttaráðunauts Reykjavíkur. Benedikt Jakobsson íþróttaráðunautur Reykjavíkur hefir komið fram með þá eftirtektarverðu hugmynd, að stofna til eins allsherjar íþróttadags um land allt, þar sem keppt yrði í fjóruni íþróttagreinum. Hefir Benedikt hugsað sér að koma þessari hugmynd á fram- færi við Iþróttasamband Islands, og að fá þa.) til að taka þetta mál á stefnuskrá sína og bera það fram til sigurs, helzt strax á næsta sumri. Hugmyndin er sú, að keppt yrði 1 einni kastgrein, einu stökki, einu spretthlaupi og einu þollilaupi. Það, sem fyrst og fremst vakir fyrir tillögu- manni er það, að svejtirnar og dreifbýlið fái að njóta sín í þessari keppni. Ilugsar hann sér að hvert íþróttahérað gang- ist fyrir keppni í þessum grein- um, hvert hjá sér, og öll á ein- um og sama degi. Síðan yrði meðaltalsárangurinn borinn saman í öllum íþróttahéruðun- um til að fá rétta mynd af íþróttagetu og þátttöku hvers einstaks héraðs. Nú ber þess hinsvegar að geta, að bæði er aðstaða til íþróttaiðkana og eins fólksfjöldi mjög misjafn í íþróttahéruðun- um og við það verður nokkuð að miða úthlutun verðlaunanna. Mætti hugsa sér að annars veg- ar yrðu verðlaun veitt fyrir bezt afrek, miðað við stigatölu, en hins vegar verðlaun fyrir bezta þátttöku, í hlutfalli við fólks- fjölda. Áþekkt fyrirkomulag hefir verið tekið upp í Svíþjóð fyrir allmörgum árum og hefir gefizt forkunnar vel. Hefir þetta orð- ið mjög til þess að auka og efla íþróttaþáttöku og áhuga fyrir íþróttum í heild. Árangurinn hefir í stuttu máli orðið sá, að þúsundir manna hafa tekið að iðka íþróttir, sern annars hefðu látið sig þær engu skipta, og hafa margir þeirra síðar orðið afburða íþróttamenn. Hitt skipt- ir þó miklu meira rnáli, að á- huginn hefir orðið almennari fyrir íþróttastarfsemi í landinu og fyrir líkamsmennt almennt. Þetta sýnir sig m. a. í því, að nú teljast Svíar meðal mestu og beztu íþróttaþjóða heimsins, ef ekki sú langbezta, miðað við fólksfjölda. Kostir þessa fyrirkomulags eru fyrst og fremst fólgnir i því að skapa dreifbýlinu og fá- mennari bæjum jafna aðstöðu • ir í rauninni ekkert gert enn til ills eða góðs, enda hefir jafn- vel lieyrzt, að hún hugsi sér að hefja umbótastarf sitt rétt fyrir næstu kosningar, eða jafn- vel í kosningunum sjálfum, og fer vel á því að framkvæmd- in dragist til heppilegs tíma. Ef til vill yerður engin ástæða til að ásaka ríkisstjórnina fyrsta kastið, enda boðuðu kommún- istar að nýskipuparplan þeirra yrði ekki framkvæmt á skemmri tíma en tveim kjör- tímabilum, — og ætla því að eiga, lengi sqeti í stjórninni. Meðan orðin ein liggja fyrir er ekki heppilegt að dæma um væntanlegar gerðir stjórnarinn- ar. Ríkisstjórnin segir, að af- rekin verði mikil og enginn get- ur betur um það dæmt en hún sjálf, til hvers hún geti verið líldeg. Þá fyrst reynir á kapp- ann, er á hólminn kemur. Eld- hússdagsumræðurnar hafa eng- ar vonir vakið, aðrar en þær, sem kunna að hafa verið fyrir hjá einhverjum einstaklingum, og þær hafa heldur ekki dreg- ið úr þeim vonum. Umræðurn- ar voru leiðigjarnar, — minntu um of á niðurlægingarskeið Al- þingis, enda áttu sömu menn þátt í hvorttveggja. til viðurkenningar fyrir íþíótta- starfsemi sína. Annars- staðar er það jafnan .svo, að stsérstu borgirnar, sem bæði hafa bezt- um skilyrðum og mestum mannafla á að skipa, hafa bor- ið sigur úr býtum í öllum íþróttakeppnum, og það hefir oftast dregið úr áhuga minni bæjanna, sem enga möguleika hafa til að sigra. Nú taka árlega fleiri þúsund manns þátt í þessum allsherjar íþróttadögum Svía, og þess má vafalaust' vænta, að ef þessu fyrirkomulagi yrði komið á hér- lendis, myndi áhugi almennings vaxa til mikilla muna um land allt. Þess vegna þarf að vinda bráðan bug að því að koma þessu máli í framkvæmd. Iðnskólinn íær tvær nýjar kennslustofur. Iðnskólinn hefir átt við mikla húsnæðisörðugleika að stríða í vetur, eins og undanfarna vet-’ ur. Skólinn er nú starfræktur á fimm stöðum í bænum, og veldur það ýmsum erfiðleikum, eins og að líkum lætur. I haust var hafizt handa við að liyggja bráðabirgðabyggingu við hús skólans í Vonarstræti, og bætast þar tvær nýjar kennslustofur við. Viðbótar- bygging þessi átti að verða til- búin 1. desember s.l., en fram- kvæmdum hefir nú seinkað svo, að hún verður ekki tilbúin fyrr en um eða eftir áramót. Happdrættis-vinningar, sem upp komu á hlutaveltu Kvennadeildar Slysavarnafélagsins sunnudaginn 3. des.: 19781 Flug- ferfi til Akureyrar, 21878 Flug- ferÖ til ísafjarðar, 28022 Ferð meÖ Esju til Akureyrar á 1. farrými, 29687 Tonn af kolum, 1404 toonn af kolum, 4855 tonn af kolum, 16666 tonn af kolum, 24098 hálft tonn- af kolum, 1016 Flerra-frakkaefni, 25233 Karlmanna-fataefni, 18379 Permanent, 24846 Permanent, 10875 Hveitipoki '50 kg., 10544 Islenzkir sjómenn sæmdir brezku heiðursmerki. Björguðu skipbrots- mönnum í fárviðri. Á laugardag afhenti brezki sendiherrann, herra Gerald Shephard, þremur Islendingum „British Empire“ orðuna, fyrir björgun brezkra sjómanna úr sjávarháska. Orðuna hlutu þeir Einar Jónsson hafnsögumaður, Björn Guðmundsson skipstjóri og Jón Axel Pétursson hafn- sögumaður. I ræðu, er senidherrann hélt við þetta tækifæri, skýrði hann svo frá atvikum, að s.l vetur strandaði herskip við Lundey i myrkri og versta veðri. Gerði brezkur dráttarbátur nokkrar tilraunir til að koma skipverj- um til hjálpar, en varð jafnan að snúa aftur, því að veðurofs- inn var afskaplegur, vindhraði 128 km. á klukkustund. Skömmu síðar létti ofurlítið og fór þá dráttarbáturinn á vettvang aftur og sást þá skips- böfnin af hinu strandaða skipi i Lundey. Er þetta var tilkynnt, fór íslenzki dráttarbáturinn Magni á vettvang, en þá var ekki viðlit að komast upp í eyna til Iilés við liana. Var ákveðið að varpa akkerum áveðurs við skipsflakið, nálæ^t rifinu, og senda bát á land áftur aLMagna í skjóli hans. Voru tvær ferðir l arnar og öllum mönnum bjárg- að. — Einar Jónsson hafnsögumað- ur stjórnaði bátnum, sem bjarg- aði mönnunum í 80 km. vind- hraða; var það algerlega hug- rekki hans og leikni að þakka. Skipstjórinn á Magn, Björn Guðmundsson, sýndi mikið hugrekki við stjórn á skipi sínu. Sker voru þarna 90 metra frá skut og 45 metra frá stefni, og lagði hann því i mikla hættu með því að leggja svo nærri, að hægt væri að koma taug frá björgunarbátnum í land. Jón Axel Péytursson hafn- sögumaður sýndi einnig mikið hugrekki við skyldustörf sín. Dömukápa, 4269 Dömukápa, 1226 Dömu-gullúr, 13322 Herra-stálár, 4256 Dömu-dragt, 24011 Dömu- veski, 12461 Dömuveski, 24628 Dömuveski, 10461 TeborÖ, 7608 Sólgler, 11312 Rafmagnsmótor, 6120 Standgrammófónn með plöt- um, 20614 100 lítrar af benzíni. — Vinninganna skal vitjað á skrif- stofu félagsins. r o4 kiíif&Mwum. Úr herbúðum blaðanna Alþýðublaðið, 2. des. (Ályktanir Alþýöufliokksþings) : „2. AS hin stórvirkustu at- vinnutæki verði starfrækt nfeð hagsmuni þjóðarheildarinnar fyrir augum og þá sérstaklega á sviði sjávarútvegs og vinnslu sjávaraf- uröa, og gætu þar komiö til mála eftirfarandi rekstrarform, eftir þvi hvað bezt þætti eiga við og fram- kvæmanlegast væri: a. Ríkisrekstur. b. Atvinnurekstur bæja, sveita eða sýslufélaga. c. Rekstur á sama grundvelli og starfsemi Síldarverksmiðja ríkisins. d. Samvinnufélög er störfuöu samkvæmt löggjöf, er sett yrði um samvinnufélög til útgerðar eÖa iðn- aðar. e. Samvinnufélög ríkis-, bæja-, sveita-, sýslufélags og einstakra manna eða félaga.“ (Þetta virðist vera stefna Al- þýðuflokksins í útvegámálum. At- vinnurekstur einstaklinga á að úti- loka en þeir eiga að fá leyfi til að leggja fé i sameignaHélög ríkis og bæja. Þetta er endurbætt útgáfa á stefnu stjórnarinnai; og þá líklega það sem Alþýðufl. ætlar að setja sem skilyrði fyrir áframhaldandi samvinnu). ★ Dagur, 30. nóv. (Hækkun mjólkurverðs) : „Eyfirzkir bændur höfðu vænzt þess, eftir að Búnaðarþing háfði gert sína mikilvægu samþykkt, að stéttir þjóðfélagsins tækju hönd- um saman um lækkun dýrtíðarinn- ar í landinu, en þetta fór því miður á annan veg. Framlag bænda til lækkunar á hinni síauknu dýrtíð hefir verið einskis virt, þar sem nýjar kauphækkanir við ýmsar at- vinnugreinir í landinu halda áfram eftir sem áður. Eyfirzkum bændum hefir nú síðasta mánuðinn orðið það ljós- ara en áður, að viðleitni þeirra til þess að draga úr hinni vaxandi dýrtíð hefir ekki mætt þeim skiln- ingi iog samúð, sem' þeir gerðu sér vonir unr hjá öðrum stéttum þjóð- íélagsins, þess vegna sjá þeir ekki ástæðu til að halda áfram að selja mjólk sína lægra verði hér á Akur- eyri en gert er í öðrum bæjum landsins." (Þetta mundi líklega eiga frekar að kallast „samræming“ en verð- hækkun!) Dömublússur frá 27 kr. Erla, Laugaveg 12. Brandur Brynjólfsson lögfræðingur Bankastræti 7 Sírni 5743 r Scrutator: TlcucLdih oÉmjmnwtyS Smjöreklan og rekasmjörið. Fregnin, sem Vísir birti i gær um uppboðið á rekasmjörinu, sem fannst hér úti á flóanum um helg- ina, vakti að vonum mikla athygli og merk húsmóðir hér í bænum hringdi til mín seinna um daginn til þess að koma á framfæri skoð- un sinni í þessu máli. Hún er alveg á móti því, að glík aðferð og þarna átti sér stað sé við höfð við sölu á þessari vöru, þegar skortur er svona mikill á henni og þeir einir geta brugðið sér á uppboðið, sem hafa bíla til umráða og nægan tíma. Hún vill að hið opinbera haldi ekki uppboð á slíkum reka, heldur greiði sann- ! virði fyrir hann og taki upp skömmt- j un á honum. | Mörguin mun hafa brugðið í : brún við það, að smjörið skykli vera seít á uppboðinu við meira ! verði en hámarksverði, en úr því að það var á annað borð boðið | upp, þá var náttúrlega ekki gott, , til gerðar fyrir uppboðshaldarann að segja hingað og ekki lengra, þeg- ar komið var upp í hámarksverðið og margir kepptust um að bjóða í. Skömmtunin. Um hitt atriðið, skömmtunina, skiptir allt öðru máli, því að hún er svo sjálfsögð, að hún hefði átt að vera komin á fyrir löngu. Und- anfarna daga hafa blöðin farið lof- samlegum orðum um skömmtun þá, sem tekin hefir verið upp á smjöri norður á Akureyri og er það að vonum. Þar var komið sama öng- þveitið og hér í bæ og það ráð því tekið, að reyna að koma lagi á hlutina í stað þess að láta allt reka á reiðanum. Það er lítill vafi á því, að hægt er að framkvæma skömmtun hér, ef viljinn er fyrir hendi. Á honum hefir bara ekki bólað hingað til, en nú má ekki lengur svo til ganga. Eggjaskortur. En það er skortur á ýmsu fleira en smjöri og rjóma, því að eggja- skortur hefir slegizt í hópinn við skort annarra lífsnauðsynja. Það má heita hreinasta tilviljun,,ef hægt er að fá egg í verzlunum, því að það litla, sem þangað berst, er rif- ið út á svipstundu og sv,o ér sami skorturinn eftir sem áður. 1 bréfi, sem eg hefi fengið frá „II. S.“, er borin fram uppástunga um það, að gerð verði gangskör að því að uppræta „svarta markaðinn“ á eggjasölunni með því t. d„ að ekki verði selt hænsnafóður til ann- arra en þeirra, sem selja framleiðslu sína að öllu leyti á opnum markaði. Með því einu móti muni verða hægt að uppfæta þessa .plágu. Hernaðarvísindi. Tveir hinna þekktari hernaðar- sérfræðinga í hópi Reykvíkinga hittust á förnum vegi á dögunum og fóru þegar að tala um striðið. Þeir voru ekki sammála, fremur en venjulega. A héltþví fram, að Þjóð- verjar teldu sér liag í því að draga stríðið á langinn, en B. hélt því frain, að það væri þeim mjög á móti skapi. „Hvers vegna heldur þú það?“ spyr A. „Það er ofur einfalt málj“ segir B„ „því að hver dagur, sem stríð- ið dregst á langinn, tefur fyrir því, að þeir geti byrjað það næsta.“ Ársþing Í.R.R.: Gunnar Steindórsson kosinn formaður. Ársþingi Iþróttaráðs Reykja- víkur lauk á mánudagskvöld. Nefnd sú, er kjörin var til að atlmga tillögur ráðsins að nýj- um starfsreglum, skilaði áliti, og var það samþykkt með litl- um breytingum. Næst fór t fram kjör for- mannsefna. F'Iest atkvæði hlaut Gunnar Steindórsson, og verð- ur hann væntanlega skipaður formaður ráðsins af stjórn I.S.I. — en formaður er fulltrúi I.S.l. i ráðinu, þótt ársþing I.R.R. til- nefni hann. Næst voru umræður um ýms mál. M. a. skilaði nefnd áliti um prófraunir á dómaranámskeið- um, sem hún lagði til að vísað yrði til I.S.I., þar sem sam- handið ætti að láta semja slík- ar prófraunir. Fulltrúar félaganna í ráðinu næsta ár verða þessir: Jóhann Bernhard (K.R.), Guðmundur Sigurjónsson (Ármann), Sigur- páll Jónsson (I.R.) og Helgi Sæ- mundsson (Umf. Reykjavíkur). Erlendur Pétursson var for- seti þingsins og fórst honum þpð skörulega úr hendi, svo sem vænta mátti. Ungbarnavernd Líknar Templarasundi 3, er opin þriðju- daga, fimmtudaga og föstudaga kl. 3.15—4 e. h. Fyrir barnshafandi konur mánudaga og miSvikudaga kl. 1—2 e. h. Börn eru bólusett gegn barnaveiki á föstudögum kl. 5—5.30 e. h. Hringið fyrst í síma 5967 kl. 9—10 f. h. samadag. Vetrarfrakkar, Klýir og vandaðir. Vigfús Guðbrandsson &Co. Austurstræti 10. GÆFAN FYLGIR HRINGUNUM FRÁ SIGURÞÓR Hafnai'stræti 4. Bridgebókin eftir tty (ÍUjuZkuCfá&jU fæst í næstu bókabúð. Lærið að spila Bridge. 5 herbergi fyrir einstaklinga, þar af tvær stórar stofur samliggj- andi, til leigu nú þegar. — Fimm ára leiga og talsverð fyrirframgreiðsla. Lysthaf- endur leggi nöfn sín í lokuðu umslagi á afgreiðslu Visis lyrir fimmtudagskveld, merkt: „5 herbergi.“ Sandcrépe svart, hvítt og blátt.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.