Vísir - 19.12.1944, Blaðsíða 4

Vísir - 19.12.1944, Blaðsíða 4
4 VlSIR Þrið.judaginn 19, <lcs. V I S I B DAGBLAÐ lítgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn PálSson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 Símar 1 6 6 0 (fimm línur). . Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f p R Á upphafi yfirstandandi heimsstyrjald- ar, liefir bókaútgáfa hér á landi verið iimfangsmeiri en nokkuru sinni fj'rr. Inn- flutningur bóka iiefir einnig verið töluverð- ur, og er þar einvörðungu um enskar bók- menntir að ræða. Vmsir gera það tvennt í senn, að hrvggjast og gleðjast yfir bókaflóð- inu, og einkum er um það rætt dagana fvrir jólin, enda kveður þá mest að bókaauglýs- ingum. Bókavalið er misjafnt. Sumt mætti betur vera óprentað, en í sannleika sagt er það iiverfandi lítið, miðað við heildina. Þær bækur, sem hafa verið gefnar út tvö síðustu árin, eru yfirleitt prýðilegar á marga lund og sumar á flesta. Stafar þetta einfaldlega af því, að nú er gérsafnlega tilgangslaust, að bjóða mönnum annað en það, sem.gott þyk- ir, vegna verðlags á bókum og útgáfukostn- aðar. Því miður Iiafa ýmsir útgefendur horfið að þyí ráði, að-taka Bessaleyfi ýms kunn verk til þýðingar, en þótt slíkt sé heimilt. af þeim" sökum einum, að við stöndum utan við lög og alþjóðarétt, er það á engan hátt æskilegt, og finnst kaupendum ósálfrátt eins og þeir laki slíkar bækur ófrjálsri hendi á sinn máta og þýðandinn. Bókaútgefendur ættu að leita samþykkis höfunda til slíkr- ar útgófu, og þeir myndu vafalaust fá Jiað fyrirhafnar og kostnaðarlítið. Það er ekki samboðið íslendingum, að gánga lengur á rétt annarra, — jafnvel ekki rithöfunda, þótt rétt- lir þeirra Iiafi ekki verið upp færður með of mörgum tölum til þessa. Hitt er aftur virðingarvert, að ísleniikir bókaútgefendur hafa margir hverjir gert vel við innlenda höfunda, enda jafnvel tryggt þeim sæmileg afkomuskilvrði. Ýmsir merk- ústu rithöfundar þjóðarinnar hafa gefið út bvert stórverkið á fælur öðru, og væri æski- legt að ril þeirra drukknuðu e.kki í öllu þýð-! ingaflóðinu, þótt það sé gott út af fyrir sig. Islenzkar bókmenntir eru vaxandi og batn- andi, og munu fyllilega standast allan sam- anburð við það sem bezl gérist og gengur með öðrum þjóðum. Eru beztu íslenzku höf- undarnir í senn frumlegir og sjálfstæðir í bugsun og franisetningu. Innbyrðis eru þeir ólíkir og ganga sínar eigin gölur. Þetta ber að meta, en ])að verður því aðeins gert að þjóðin veili þeim áheyrn og gléymi þeim ekki vegna erlenda bókaflóðsins. Ireyfiing í Viðskiptaráði. J; AÐ mun nú nokkurn veginn vist, að ráð- gerð sé brcyting,á Viðskiptaráði. Hafa kom- múnistar og jafnaðarmenn gert kröfu til að fá menn i ráðið. Ekki mun enn afráðið, bvort tveim mönnum vei'ður bætt við, svo að nefnd- armenn verði sjö, eða tveim mönnum rutí þurt og nýir teknir í staðinn. Þessi breyting á ráðinu verður að teljast mjög óheppileg. Ráðið nýtur nú, eins og ])að er skipað, almenns trausts og hefir á sér eng- an pólitískan lit. Síðan gjaldeyris- og inn- flutningsnefndin var lögð piður, hafa engar pólitískar deilur staðið um innflutninginn. Það væri illa farið, ef deilur færi nú að risa um þessi mál og tortryggni að skajiast um störf Viðskiplaráðsins, vegna óþarfra, óæski- legra pólitískra ráðstafana. Sýning Jóns Engilberts. Það er gott að koma utan úr gráum hráslaga þessara stuttu daga inn i vinnustofu Jóns Engilberts við Flóka- götu, þar sem litir og ljós horfins suniars skína frá öll- um veggjum. Og þó fæst okkar hafi séð landið í slík- um ljósbrigðum og litskrúði, er liér svo rnargt að skoða, að flestir hljóta að geta fundið eitthvað, sem þeir hafa áður séð og lifað, eitthvað, sem þeir geta glaðst við og notið. Og veruleika fegurðarinnar eiga allir að geta fundið í þessum myndum, nema þeir einir, sem haldnir eru þrálát- um fordómum gegn skapandi list og undarlegri sjóndepru á fagra hluti. Því miður eru þeir alltaf of margir. Þetta mun vera stærsla sýning vatnslilamynda, sem islenzkur málari hefir haldið hér, að minnsta kosti á síðari árum. Hitt er þó auðvitað meir um vert, hve góð sýning- in er, svo glæsileg, að með henni hefir Jón sest við hlið Ásgríms sem annar mesti listamaður okkar á þessu sviði. Myndirnar eru síðan i suraar leið og allflestar aust. an úr Fljótshlíð. En þó þetta séu landlagsmyndir má eng- inn halda að hér sé að ræða um neitt afturhvarf til nátt- úrustefnu og geðlausrar eft- irlíkingar fyrirmyndanna. Við finnum liér öll sömu ein- kcnnin og i olíumálverkum Jóns, sömu hugkvæmni í myndsköpun og festu og al- vöru í vinnubrögðum, livert viðfangsefni er. lilað skapgerð og tilfinningum listamanns. ins, háð vilja Ivans og mark- miði, ei'ns og vera ber. Viðfangsefnin eru hin margvislegustu og mjög sundurleit. nakin ijöll og fossar, garðar og hús, mikið i af trjám og blómum. En þi-ált fyrir fjölbreytni í efii- isvali og litstyrk er Iieildar- svipur sýningarinnar sterkur og myndirnar einkennilega jafn góðar, þólt nokkrar skeri ! sig úr, eins og alltaf. Persónu- lega finnst mér nr. 53 á sýn- ifigarskránni vera einna hezt og sérkennilegust. Það . er mynd úr garðinum i Múla- koti að kvöldlagi, á henni miðri stendur kona' í kaldri fjólublárri birtu, en i baksýn glóa litir laul's og bólms í grænu og rauðu, í djúpum dimmbláma og' heiðskæru gulu ljósi. Þessi mynd er golt dæmi þess, hve Jón liefir lit- ina á valdi sínu, mörg blæ- brigðin verða ekki skýr- greind, ekki heimfærð undir þessa eða hina tegund litar, en cru ])ersónuleg eign hans og afrek. Slik lilsköpun er eilt af höfuðeinkennum mik- illar málaralistar og er'sjald- gæf þegar um jafn slerka liti er^ið ræða og í þessari mynd og niörgum öðrum á sýning- unni. í því sambandi vil eg nefna mynd úr Fljótshlíð- inni, nr. 25, en í lilum hennar er fylling og dýpt, sem ei' af- ar fágæt i vatnslitamálverk- um. Kvöldkyrrð, nr. 63, er ])ó ef til vill fegurst allra mynd- anna, sþáldleg túlkun ljósa- skipta og friðar. Ilér er geng- ið beint að kjarna viðfangs- el'nisins og sköpuð slérk lieild tærra samræmdra lita og hrynjandi lína, en ekki er vist að öllum falli hún jafn vel i geð. Þeim sem .enn leggja mælistiku ljósmyndar á lista- Jón Egilberts við vinnu sina. verk finnst hún sjálfsagt hæði öeðlileg og óskil.janleg, en hinir ættu að hafa þess meira yndi og gagn af að virða hana fyrir sér. Pastelleikningarnar þrjár eru einnig mjög athygl- isverðar, en þó finnst mér Móðurást þeirra bezt. Með þessari sýningu hefir .Jón Engilberts enn einu sinni sýnt, svo að ekki verður um deilt, að hann er i fremstu röð islenzkra málara, fjölvís kunnáttumaður, hugkvæmur og djarfur. Eg vil hvetia hvern þann, sem ann góðri list, að láta ekki undir höfuð leggiast að skoða svninguna meðan tími er til. Það mun engan iðraþess að verja slund úr degi í þéssum bjartá heimi fagurra mýnda. Snorri Hjartarson. --O--- Jóni Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra Alþgðusam- bandsins hefir ná verið sagl upj) starfi sínu frá 1. aprí! Vd'ú). Ileíir Jón slarfað. hjá Al- þýðusambandinu um 11 ára skeið, fyrstu 7 árin se.n er- indreki sambandsius og sið- an sem framkvæmdasl.ióri þess. Á fundi í stjórn Ai þýðusambandsins s.l. föslu- dag var samþykkt með samhljóða atkvæðuin að víkja Jóni lrá störfum, og fekk liann svohljóðandi 11I- kynningu um þetta daginn eftir. „Með lillili til yfirlýsingar þeirrar, er Jón Sigurðsson gaf á 18. þingi Alþýðusam- bandsins um afstöðu sína til forystu sambandsins, þáiel- ur miðstjórnin að eigi sé hægt að trevsta honum til að vinna að framkvæmd stefnu- mála sambandsins og sam- þykkir að segja bonuin upp starfi hans hjá sambandinu frá og með 1. apríl 1945.“ Siöan í upphafi innrásarinnar hafa flug'herir handamanna flutt 12.000 smál. nauðsynja til nieginlandsins og 47.000 særöa hermenn heim til Bretlands. BERGláL Mér gafst ekki rúm tii þess á Góðar viðtökur. ^ugardaginn að tala lU við ykkur um breytingarnar, sem gerðar hafa verið á blaðinu, svo að eg er að hugsa um að bæta nokkurum línum við i dag. En áður vildi eg garnan þakka með nokkur- um orðum þær viðtökur, sem blaðið hefir feng- ið í hinum nýju klæðum. Þær ur'ðu eins góðar og betri en vænta mátti, því að oft vill margt fara aflaga í fyrsta sinn, þegar liafa verður hraðann á. Fjöldi manns hefir hringt til blaðs- ins eða starfsmanna þess og latið í tjós ánægju sína yfir breytingunum, sem þegar liafa orðið og væntanlegar .eru á næstunni. Okkur Visis-mönnum er ])að vissulega gleði- efni, að svo vel skuli hafa verið tekið á móli blaðinu. Viðtökur þessar gera það að verkum, að menn ganga til starfs með meiri áhuga og ánægju en áður, þegar þeir vita, að árangri vinnu þeirra er vel tekið og eru vinsælar meðat þeirra, sem njóta eiga. Þær sýna einnig, að fólk er fúst til að hafa nánari samvinnu við blöðin en almennt gerist, þegar það gerir sér ljóst, að þeirral' samvinnu er óskað og tekið verður tillit til óska þess, en tillögur þess verða ekki látnar eins og vindur um eyru þjóta. Upphaf þessarar samvinnu hefir verið ánægju- Ieg og vonum við, að hún haldi áfrani, báðum til hagræðis og ánægju, annars vegar fyrir þá, sem starfa við blaðið og hinsvegar fyrir þá, senj skipta við það. Við nninum ekki láta okkar eftir tiggja. Sunnudagsblaðið í framtíðinni. Eg kem þá að því, sem eg átti meðal annars ótatað um á laugardag, en það er sunnu- dagsblaðið. Vegna breytinganná á blaðinu verð- Lir það lagt niður i því foriiii, sem verið hefir, en þar sem ritstjórninni er það l.jóst, að Sunnu- dagsblaðtð hefir aflað sér mikilla virisælda, jafnvel mun rneiri en önnur slik blöð hér á landi, mun lesendum verða bætt það upp fljót- lega. Verður fyrirkonnilag |>ess þá liaft með öðrum hætti í framtiðinni og verður það von- andi ekki óvinsælla i hinni nýju mynd cn í þeirri, sem það hefir birz.t niönnum i áður. Þess verður ekki langt að bíða, að þessi bre.yt- ing komist í kring. Að, þessu .sinni.,lield .jjjg;s}ð;'.eg hafi ekki meira að segja um br.e.ytingárniir á blaðinu. en Jæt „verkin tala“, eins og sagt er. •’ r *• od hitpjsMlMUJn 1 1 ’•» , ,*' \ Ur herbúS-uni blaðanna ItCMM Bæjarbúar og menn livar sem er á tandinu hafa fytgzit vet með atburðum þeim, sem gerzt áafa í Grikklandi undanfarnar vikur. Það er einakr fróðlegt að sjá, hvað Þjóðviljinn, blað írúarbræðra skæruliðanna í Grikklandi. segir um þessa atburði. Þjóðviljinn 9. desember: „Það hefir lika haft óþægileg áhrif á þá, sem berjast á vígvöllunum gegn, fasistuin, að fusistuin þeim, sem fangelsaðir hafa ve.rið í Bretlandi frá striðsbyrjun, skuli nú liafa veriö deppt. Nú eru haldnir lasistafuridir i' Hyde Park í London og breZk lögregla verður að vernda fasistana gegn brezkum borgurum, sem finnst að þeir hafi ekki þolað þjáningar siðustu fimm ára, til þess að láta fasismann vaxa upp aftur.“ Þjóðviljinn hefir brgðizt illa trausti „lýðræð- issinnanna", sem á hann trúa, ef hann héfir haldið fregninni um fundahöldin lcyndri lengi. Það hefði mátt búast við því af honum, að hann setti hana á fyrstu síðu með fimm dálka fyrir- sögn. Ilann segir ennfremur sania dag: Verkamannaflokkur Bretlands mun að lik- indum kréfjast þess, að mynduð sé stjórn i Grikklandi af fulitrúum allra flolcka, sem gegn Þjóðverjum börðust, en sú sljórn Papandreous, sem nú hefir flekkað héndur sínai í blóði grískra frelsisvina, fari frá.“ Það var stjórn „allra flokka, sem gegm Þjóð- verjum börðust“, sem samþykkti, að skærulið- ar skyldu leggja niður vopn, en kommúnistar skárust úr leið á síðustu stundu (fengu nýjar línur?) og stefndu liði sínu til Aþenu og hugð- ust ná völdunum með liílum titkostnaði, þegar aðrir flokkar hefði lagt niður vopn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.