Vísir - 23.12.1944, Qupperneq 4

Vísir - 23.12.1944, Qupperneq 4
4 VISIR Föstndaginn 22. dcs. V í S I R DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 35 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f Sparnaðoz. Iaunalögin. nýju munu auka útgjöld rikis- sjóðs allverulega, en uppi eru raddir um ])að, að fækka starfsmönnum ríkisins eftir ])ví sem við verður komið, og draga þannig jiokkuð úr útgjöldunum. Ríkið á að launa starfsmönnumu sínum sómasamlega, eða að jninnsta kosti þannig, að þeir þurfi ekki bón- Ljargamenn að vera, en jafnframt verður að 'gera þær kröfur til opinberra starfsmanna, að þeir lielgi starfinu krafta sína að mestu íóskipta, en séu ekki að vasast í óskildum störfum, til þess eins að auka á tekjur sínar. Hefir kveðið úm of að slíku, og þessu þarf að breyta. 1 Iíanada er sá siður á lial'ður, að opinber- lim starfsmönnum er ekki leyft að gegna nema efnu starfi í þágu ríkisins, og verða inenn að láta af embætti, sem óvirðulegra er ’talið, sé þcim falið annað virðulegra. Þetta er góð regla, sem æskilegt væri að yrði upp 'tekin hér á landi, þannig að loku yrði skotið fyrir að menn gegndu fleiri cn einni trún- aðárstöðu. Yrði með þessu móti komið i veg fyrir margvíslega spillingu, sem ]jrifizt hefir fil þessa í skjóli þess, að engin takmörk hafa ,verið við því sett, hversu mörgum trúnaðar- stöðum mönnum er heimilt að gegna í senn. Það er óheilbrigt og óeðlilegt, að opinberir starfsmenn gegni nema einni stöðu í senn, enda opnar það leiðina fvrir margs kyns mis- fellum í meðferð mála, jafnvel þótt mennirn- ir séu samvizkusamir og vilji rækja störf sín ,vel. Undir öllum kringumstæðum er öryggiö fyrir þvi að opinberir starfsmenn ræki skyld- lir sínar svo sem vera bcr alls ekkcrt, en þessu þarf óhjákvæmilegá að kippa í lag, ef til vill ekki endilega vegna nútíðarinnar, en öllu frek- ar vegna framtíðarinnar. Réttast væri að ákveða ])að í stjórnskip- imarlögum, að opinberum starfsmönnum sé óheimilt að gegna fleiri en einu opinberu embætti í senn, en til þess að slíkt sé unnt yerður að launa slíka menn það vcl, að nauð- lir reki þá ekki til að vanrækja starf sitt til þess eins, að verða sér úti um aukagetur og bitlinga. Nú cr svo högum háttað, að ýmsir einstaklingar fá hærri laun fyrir aukastörf en aðalstarfið, og er svo um suma ])á menn, sem keyptir hafa verið til fylgis við ráðandi stjórnmálaflokka á hverjum tíma. Handahóf- ið í launagreiðslum opinberra starfsmanna er Óverjandi, enda frægt að átapparar í áfengis- yerzluninni höfðu hærri laun en prófessorar yið háskóla Islands, ])ótt ef til vill hafi ein- hver leiðrétting fengizt á slíku á seinni ár- jim. Opinberu fé á ekki að miðla til manna éftir geðþótta ríkjandi valdhafa hverju sinni. Skapa verður slíkum mönnum aðhald svo sem ímnt er, þannig að ítrasta sparnaðar sé gætt i meðferð oj)inbers fjár, enda bitnar allt óhóf ýá skattgreiðendunum, sem auðveldlega getur orðið um megn að standa undir ríkisbákninu. iYmsir eru þeir, sem vilja láta ríkið gleypa yfir öllu, — eiga allt og reka allt. Fram- kvæmdin sannar að slíkt er óhepjjilegt og öryggislaust. Ilitt er heppilegra,- að íni'stak- lingarnir hafi flestan rekstur með höndum, sem þeir geta risið undir, enda verður sparn- aðar í rekstrinum aldrei gætt með öðru móti. Athugasemdir við „Sex verur og ein þeirra". í 4. liefli Eimreiðarinnar okt.—-des. 1941, birtist grein eftir Lárus Sigurbjörnsson, sem liann nefnir: „Sex verur og ein þeirra“. Grein þessi fjallar að nokkru leyti um leiklist frk. Arndísar Björns- dóttur og ætla eg ekki að gera neina athugasemd við þann hlu'ta greinarinnar, sem um þetla efni fjallar; en i grein þessari er vikið nokkrum orðum að slarfsemi Leikfé- lags Reykjavíkur á fyrri ár- um og get eg ekki látið þau mnmæli fara fram hjá mér athugasemdalaust. Höfundurinn segir þar meðal annars, að nýir leik- endur hafi tekið við á árunum 1921—2 og hafi orðið stefnu- breyting með þessum nýju leikendum. „Fyrst af öllu var úti um gömlu „stjörnu“leik- ina, þar sem allt snérist um einn afburðaleikara, en minna var gætt að öðrum, sem hlutverk höfðu i leikn- um.“ Hvað kallar höf. ,,stjörnu“leikrit? Eg hef allt- af álitið, að þegar talað er um ,.stjörnu“leikri t, þá sé átt við þau leikrit, sem byggð eru í kringum eina persónu, en allir hinir eru aðeins til upj)- fyllingar og snúast um aðal- persónuna. Þessi leikrit liafa oftast lítið listgildi, en eru oft eftirsótt af leikendum, vegna tælcifæra þeirra, sem þau gefa höfuðleikandanum. í þau 18 ár, sem maðurinn minn stóð fyrir leikjum hér í bænum, man eg ekki eftir nenia tveim leikritum af þessari tegund, „Kamiliu- frúnni“ og Trilby. Þessi leik- rit heyrðu bæði þessum flokki til. eftir þeim skilningi, sem leikendur leggja i orðið „sljörnu“Ieikrit. En leikrit eins og t. d. Fjalla-Eyvind, Galdra-Loft, Heimilið, svo að aðeins fá séu nefnd, sem að vísu hvila á fárra manna herðum, get eg ómögulega sætt mig við að kalla stjörnu- leikrit, ])ótt þau gæfu aðal- persónunum mikil og góð tækifæri óg þó að leikendurn- ir upjjfylltu þær kröfur á- gætlega, eftir því sem við vár að búast. Hitt er aftur á móti rétt. að í seinni tíð hefur ver- ið lögð miklu meiri áherzla á samleik og það, að leikend- urnir „felldu sig inn í ramma leikritsins“, en áður var. En þess ber ])á einnig að gæta, að á fyrri árum voru þeir leikendur tiltölulega fáir, sem liægt var að treysta á og auka- leikendurnir komu og fóru á hverjum vetri og jafnvel í hverju léikriti, en þetta álti sér ýmsar orsakir, meðal annars launakjörin, þvi að menn nentu ekki að binda sig við starfsemi, sem ekkert gaf í aðra hönd. Sumum kann, ef lil vill, að þykja það orð- hengilsháttur af mér, að hanga í þessu orði „stjörnu“- leikrit. En mér finst mega gera ])á kröfu til þeirra, sem rithöfundar vilja kallast, að þeir skilji þau orð, sem þeir nota og viti, hvað þeir eru að segja. Önnur setning í grein þess. ari, sem mér finst stórum allnigaverð er þessi: „Eldri leikarakynslóð hafði verið 1() ár að átta sig á, hvort vogandi væri að sýna „Afturgöngur“ Ibsens hér á leiksviði.“ Hvað á maðurinn við með þessu ? Mér finst þetta talað alveg út í bláinn. Við livað miðar hann? Leikritið var gefið út árið 1881, en hér var það leikið 1904 eða 5. Það voru þá 23 ár, en ekki 16, sem aumingja leikarakynslóðin var að „átta sig“ á, hvort hún ætti að ráðast i þetta stór- virki. Því að stórvirki var það fyrir þá viðvaninga, sem fengust við leiklist framan at árum og allt fram yfir alda- mót. Því að hver var þessi svo nefnda leikarakynslóð ? Það voru skólapiltar, sem léku aðeins um jólin og fólk, sem bóaði sig saman á haust- in, sitt úr hverri áttinni, alll eintómir viðvaningar. Sumt af því voru sanit viðvaningar, sem sýndu ágæta hæfileika og urðu góðir og hæfir leikarar, þegar þeir voru búnir að fá næga æl'ingu. En skipulögð ieikstarfsemi liófst ekki fvr en L. R. tok til starfa 1897— 8. Það voru því ekki nema 6 ár, frá því að Leikfélag Reykja- vikur lók til starfa, þangað til það réðist í margumrætt stórvirki. Þá hefir það þótzt þess um komið, vegna leik- krafta þeirra, sem það liafði. á að skipa, að taka Aftm - göngur Ibsens til meðferðar. En annað er víst, að kyn- slóð sú, sem var á þroskaár- um um aldamót, hafði miklu meiri mætur á Ibsen og leik- ritum bans og skildi miklu betur viðfangsefni þau, seni þau fjölluðu um, eins og eðli- legt er um samtíðarmenn, en kynslóð sú, sem nú er búin að ná fullorðins aldri. Og þess vegna hefir þessari eldri kyn- slóð líka eflaust verið það Ijóst, að vandi fy-lgir vegsenid hverri og að það er ekki heigl- um hent, að ráðast í að leika leikrit eins og hin fyrnefndu, sem krefjast þroskaðra og æfði-a ieikenda. Og e'g lielcl þvi hiklaust fram, að það hafi ráðið mestu um, að þessi leikarakynslóð» „áttaði sig“ ekki fyrr en raun bar vitni. Hitt er svo allt annað mál, hvort hægt er að gera þá kröfu til nokkurs leikhúss, að það taki eitlhvert tiltekið leik- rit, livort sem um Afturgöng- ur Ibsens er að ræða, eða ein- hver önnur leikrit, þvi að þar ræður J)æði smekkur lcik- hússtjórnarinnar og smekkur ahneiinings, að minnsta kosti að einhverju teyti, einnig ótal margt fleira sem oflangt yrði upp að telja hér og þess má þá einnig gela, að félag eins og L. R. var þá, sem aðeins gat tekið fjögur—fimm leik- rit til flutnings á vetri, var auðvitað lika takmarkað af því og þá ekki hvað sízt, með- an það hafði að mestu við- vaningum á að skipa. Eg fæ ekki betur séð, en að þeir menn, sem lögðu grund- völlinn að núverandi leik- starfsemi okkar eigi þakkir skilið; og livað áttavillu þeirra snertir, þá býst eg við að L. S. sé stundum áttavillt- ari en þeir, eftir þvi seni ráðið verður af skrifum hans. Ekki get eg verið að eltasl við fleira af því, sem þessi höfundur hefir verið að reyna að finna leikendum fyrri tíma til foráttu, sérstaklega sum- um þeirra. Á því eru margir snöggir blettir, eins og eðli- legt er. ])ví að hann mun sjaldan bafa komið í leikhús á yngri árum og var áreiðan- lega ekki alinn upp við neinn áhuga eða bekkincu á þeim málum, enda finst mér van- þekkingin ráða mestu í nt- smíðum hans. Eufemia Waage. ’---— BERGmAL Hvít jól. Pegar talið berst að veðrinu fyrir jólin, er J)að ofl viðkvæðið að gam- an væri nú, ef maður fengi hvit jól. Sumuni finnst, að J)að sé raunverulega engin jól, nema snjór J)eki jörðina, svo að hvergi sjái á dökk- an díl, himininn sé alstirndur og norðurljósin leiftri á jólanóttina. Það væri gaman að geta gefið slíkum niönnum þá jólagjöf, að tryggja lrcim hvít jól, en þvi miður er J)að ekki hægt, — eins og allir vita. En það er alltaf hægt að óska sér þess, að jólin verði hvít og J)að er eg að hugsa um að gera. Eg hýsl heldur 'ekki við því, að eg verði einn uin að bera fram J)á ósk — bátt eða í hljóði. * Jólaannir. Það hringdi lil mín nierk húsfreyja í gær og var erindið að tala um annir sinar og annara húsmæðra fyrir jóliu. Það er rétt hjá henni, að hún og kynsystur hennar eiga áreiðanlega annrikara á þeim tíma en nokkur annar jafnstór hópur hér á landi, og þótl viðar væri leitað. Þær 'þurfa að sjá fyrir jólamatnum; þær Jnirfa að sjá um að flikur barnanna séu í lagi; þær ])urfa að útvega jólagjafir handa börnunum og þær þurfa að gera ótal margt fleira, sent enginn gelur nema þær. En húsfréyjan var ekki að hriugja lil min til að kvarta um annir sínar. Nei, hún sagði, að hún ætti að mörgu leyti skemmtilegri jól nú en fyrir nokkurum árum. En hana langaði til að koma því á framfæri, af hverju það staf- aði. Eg ætla nú að gera það, en tek það fram við karlmennina, sem það lcann að koma nið- ur á, að eg tek enga ábyrgð á ])vi, ef þeir fá ek'ki umflúið örlög eiginmanns þessarar marg- nefndu húsfreyju. Eg held, salt að segja, að margir þeirra mundu hafa gott af þvi að gera eins og hann. * Maðurinn setur Sagan byrjar fyrir þrem ár- á sig svuntu. um, rétt fyrir jólin. Húsfrcyj- an „mín“ var í miðjum jóla- ö.r-unmn, þegar hún varð lasin. Hún var að víí;u ekkí svo vm'Ic, að hún leldi sig ekki geta ...'ið * og imnið, en hún minnlist a ’það ’ marninn sim, þcgar hann kom heim f—í virrnnri. að bann ælti nú að sýna dugn- aO nins1 „stei'ka kyns“ og hlaupa undir bagga með sér. —- Maðurinn var til i það, setti upp svuntu .og vann af kappi alll, scm honum var sagt a'ð gera. Siðan hefir hann hjálpað kohu sinni um hver jól og það kemur Iíka fyrir á öðruni línium árs, að hann hleypur i cldhúsið, þegar mikið iiggur við. En þessi maður hefir það um- „skitkokkur". fram llcsla jíarimenn aðra, að hann var i síma- eoa vegavinnu hér fyrr á ár- um og J)á var hann „skítkokkur", eins og marg- ir góðir menn hafa verið fyrr og síðar. Þegar hann stóð vio kjötkatlana í l)á daga sór hann þess að vísu dýran eið, að aldrei skyldi hann taka eldliússtörf að sér framar, ef hann mætti ráða. Nú fékk hann að vísu ekki að ráða, en málið horfir allt öðru vísi við, þegar hann þarf ekki að elda ofan í „karlana" eða „strák- ana“ heldui' bara sig og sína. ög að lokum sagði húsfreyján við mig, að nú hel'ði maðurinn tilkynnt i fyrradag, að hann mundi að þessu sinni sjá ura allan matinn, sem fram yrði borinn á jóladitg. Sjálf ætti lnin að eiga frí, hún hefði unnið lil þess með vinnu sinni á undanförnum mánuðiini. Kann eg svo ekki þeSsa sögu lengfi, eins og þar stendur. * G'ieðileg jól! Nú er komið ao þvi, að eg hætli þessu slagli — fram á fjórða í jóluni. Þá kem eg aftur, hafi eg ekki boi;ðað yfir mig af jólakrásum eða annaö þvílkt slys lient mig. En eg vona, að það vcrði ekki og að við hiltumst c'jll heil eftir hátíðina. Vil eg svo óska ölum vinuni og vanclamönmtm — eins og það heitir á máli jölaskeytanna frá sjómönnunum okkar — Gleðilcgra jóla.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.