Vísir - 28.12.1944, Blaðsíða 1

Vísir - 28.12.1944, Blaðsíða 1
 Stokkhólmsblaöið „Dag- ens Nyheter“ skýrir frá því, að bráðlega muni Norðmenn hafa sendi- herraskipti hér á landi. Segist blaðið hafa það eftir áreiðanlegum heim- ildum, að núverandi sendi- herra norsku stjórnarinn- ar í Stokkhólmi, Jens Bull, muni bráðlega fara þaðan, en í hans sfað muni koma August Esmarcli, sendi- herra Norðmanna hér á landi. Frekari fregnir af þessu eru ekki fyrir hendi. Hópar barna standa viö göturnar, þegar brezkir hermenn koma akandi í „jeep“ inn í Aþenu. Fánalitir bandamanna hafa verið málaðir á spjöld og eru borin um göturnar. Ný áiás á T©kf o. Risafiugvirkin amerísku hafa enn gert árás á Japan. Flogið var í'rá bækistöðv- um á Saipan og ráðizt á verk. smiðjur i höí'uðborginni Tokyo. 1 amerísluim blöðum-er lát - in uppi sú skoðun, að árásir þessar vinni mjög mikið tjón á hernaðarframleiðslu Jaj)- ana, þar sem ráðizt sé á þær greinir, sem sé veikastar i'yrir. Italia: Þféðverjai gera á 5. heiinsia í fyrradag kom til bardaga á vesturhluta vígstöðvanna á ftalíu. Hefir allt verið kyrrt þarna um nokkurra mánaða skeið, enda er landið illa fallið tii bardaga. En á annan dag jóia gerðn Þjóðverjar áhlaup í Galicanodalnum og neydd- ust framsveitir 5. hersins ])á til að hörfa nokkuð. Jólagjafakortasalan til Nor- egssöfnunarinnar virðist hafa gengið mjög vel, enda þótt ekki sé enn vitað til fullnustu hve mikið hefir selzt. Gera má þó ráð fyrir að upphæð sú, sem inn hefir komið í þessu skyni nemi 60—70 þús. kr. Mest seldist hjá L. H. Miiller kaupmanni, eða fyrir rúmlega 14000 krónur. Geypimiklar fatnaðargjaf- ir hafa horizt víðsvegar að til Noregssöfnunarinnar, og m. a. kornu 200 í'atakassar með „Esju“ frá Akureyri síðast. Þá l)árust fyrir jólin all- miklar peningagjafir, m. a. 6035 krónur frá verkamönn- unum við flugvöllinn, 3000 •kr. í'rá nemendum og kenn- urum við Reykjaskóla í Hrútafirði, 3000 kr. frá Rauðakrossdeild Akraness, 620 kr. frá starfsmönnum olíustöðvarinnar í Hvalfirði, 500 kr. f'rá Sigurborgu Krist- jánsdóttur í Hafnarfirði og auk þess margar smærri pen- ingagjafir. Frakkar og stjórnarnefndin í Lublin hafa skipzt á fulltrúum. Franski fulltrúinn á að sjá um heimflutning franskra þegna, sem kunna aö sleppa frá ÞjóS- verjum. Bardagar hafa aftur blossaö upp lijá Roer-ánni. Þar hafa amerískar hersveitir hreinsaS til í Inden, fyrir sunnan Dúren. síðustu dagsma, Herskip lap&ifsi reyna að ráiast á Wmá&m* Átta japönsk skip gerðu til. raun til að skjóta á stöðvar Bandaríkjamanna á Míndoro- evju í fyrirnótt. Amerísk hérskip og flug- vélar tóku á móti japönsku skipunúm og laúk viðureign- inni með því, að þrír tundur- spillar þéirra voru sendir á mararhotn, en orustuskip og heitiskip urðu auk þess fyrir skemmdum. Árásartilraun japönsku lierskipanna hafði engin á- lirif á gang viðureignarinnar á Mindoro og halda Banda- ríkjamenn áfram að lireinsa til á eynni. i 27 skipum sökkt. Flotamálaráðunylið í Wasbington tilkynnti i gær, að ameriskir kafhátar liefði að undanförnu sökkt 27 jap- önskum skipum á Kyrrahafi. Voru alls sex þeirra herskip, en flest lítil. Það stærsta var flugstöðvarskip og er ]>að fyrsta skij) sinnar teí'undar, sem amerískur kafbátur sekkui> ' j Ráðizt á Iwo-jima. Amerisk flotadeild liefir skotið á eyjuna Iwo-jima, sem er i Bonin-klasanum og er ein af mikilvægustu hæki- stöðvum Japana þar. Loft- árásir hafa livað eftir annað verið gerðar á evjuna síðustu vikurnar. Árásir á Manilla. Flugvclar Bandaríkja- manna liafa i þrjá daga liald- ið Uippi árásum á flugstöðvar Japana við Manilla. í þessum árásum liafa alls verið eyði- lagðar 124 flugvélar Japana. Ráðstefnunni í Aþenu hefir verið frestað og náðist aðeins samkomulag um stofnun em- bættis ríkisstjóra. Það var þegar ELAS-menn háru fram kröfur sínar í tíu liðinn, sem sumir andstæð- ingar þeirra gengu af fundi. Kváðust ELAS-meim ekki leggja niður vopn fyrr en þessum kröfum þeirra licfði verið fullnægt, en á það gátu hinir elcki fallizt. Meðal ann- ars krafðist ELAS þess, að allt lið stjórnarinnar yrði af- vopnað á undan liði ELAS. Churchill talar við blaðamenn. Clmrchill talaði við frétta- ritara í Aþenu í gær. Kvað hann hrezku stjórnina vera siaðráðna i því að koma á slikri stjórn i Grikklandi, sem halli á hvorugan og geti jafn- vel svo farið, ,að koma verði á einskonar alþjóða-eftirlits- stjórn í landinu. Iíann kvaðst mundu ræða Grikklandsmál- in á næsta fundi mcð Roose- velt og Stalin. Þá sagði Churchill, að Bret- ar hefðu holmagn til að hreinsa til í Aþenu og um- hverfi hennar og mundu þeir gera það, en þeir vonuðu að Grikkir mundu sjá, að þeini sé hagur i að starfa saman. En bandamesm haia @kki § ilgiS írnmkvæðið. Líldegt að Þjáðverfai: reyial að ná Liége. J|llar fregnir virðast benda til þess, að sókn Þjóð- verja sé stöðvuð í bili, en bandamenn buast við nýj- um áhlaupum þá og þegar. Virðist Rundstedt hafa misst frumkvæðið, en handa- menn hafa ekki náð því og veltur nú allt á því, hvor að- ili verður fyrr til að draga að sér lið og birgðir. Hinsvegar hefir flugher bandamanna liagnýtt sér liið góða veður undanfarná daga til að hindra sem mest framkvæmd hern- aðaráætlana Þjóðverja. í gær barst fregn, sem var staðfest í morgun, um að amerísk skriðdrekadeild hefði náð sambandi við setu- liðið i Bastogne, sem verið hafði í herkví í sex daga. Hafði það fengið hirgðir loft- leiðis þann tiina. Sóknin stöðvuð. Sókn Þjóðverja var rædd í belgiska þinginu í gær. Gengú sögur um það, að sóknin væri orðin með öllu óstöðvandi. Pierlot forsætisráðherra skýrði þingheimi frá þvi, að bandamönnum hefði tekizt að stöðva sóknina og hefði þeir hemil á öllum athurðum. f aðra átt. Lundúnahlaðið Daily Tele- grapli er þeirrar skoðunar, að Þjóðverjaí’ muni nú hefja sókn i áttina til Liege, þar sem sýnt sé, að bandamgnn sé mjög öflugir hæði fyrir vest- an þá og sunnan. Vitað er, að Þjóðverjar eru byrjaðir að kanna varnir bandamanna í þessari átt. Loftárásir. Flugvélar handamanna voru mjög athafnasamar í gær og fóru meðal ánnars mörg liundruð stórar sj)rehgjuflugvélar í árásir á járnhraularstöðvar í horgunl. um Rheydt, Fulda, Ender- naeli, Euskirchen og Hom- hurg. Voru 25 þýzkar orustu- vélar skotnar niður í loftbar- dögum. Lloyd George hefir tekiö á- kvörSun um þaö, samkvæmt læknisráöi, aö. l)jóöa sig ekki' framar til þings. Bandamenn segja, aö þýzka setuliðinu i Budapest hafi veriS skipaS aS verjast, meSan nokk- ur stendur uþpi. ÞjóSverjar segja enn, aS Rússar geri árásir á stöövar þeirra í Lettlandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.