Vísir - 13.01.1945, Blaðsíða 4
'4
VISIR
Laugardaginn 13. janúar 1945
V í S I R
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR II/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
Símar 1 6 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f
Sjálfstraust og oftrausi
Miklir menn erum við, Hrólfur minn. Við
þann tóninn kveða lcommúnistarnir þessa
dagana. Þó komast þeir að þeirJri niðurstöðu,
að „án þess að þjóðin treysti forystunni og
trúi á framfaramöguleikana, verði erfitt og
raunar ókleift að efla atvinnulífið, sem með
]jarf“. Jafnframt getur svo Þjóðviljinn þcss,
að traust þjóðarinnar á stjórninni fari vax-
andi. Er það út af fyrir sig dálítið einkenni-
leg yfirlýsing, með því að ekki varð annað séð
á, skrifum Þjóðviljans, er núverandi ríkis-
stjórn settist að völdum, en að vinsældir henn-
ar og traust væri svo mikið, að vart yrði þar
á hætt né aukið. Virðist svo sem vinsældirnar
Jiafi í uppliafi verið eitthvað orðum auknar,
en um það verður hlaðið að eiga við sjálft sig.
Svo er sagt, að enginn verði mcð orðum
yeginn, og sennilega engin iiýsköpun mynduð
'án athafna. Ekki sést enn sem komið er nokk-
lir vottur þcss, að menn horl'i bjartari augum
. til framtíðarinnar, en þeir gerðu áður en nú-
yerandi ríldsstjórn settist að völdum. Ein-
'Staklingar og félög hafa á engan hátt aukið
rekstur sinn, enda eru skilyrði til þess ckki
fvrir hendi, og hið opinhera hefir gert það
eitt, að skipa svokallað nýhyggingarráð, sem
ekkert le hcfir handa á milli, og hlutast til
um arðjöfnun og verðjöfnun á fiski seldum
hér og á erlendum markaði. Smábátaútvegin-
um hefir sennilega verið bjargað í svip, en
þó skal ])að ósagt látið, með því að vitað er
að verðlag á benzíni og olíum mun stórhækka,
þannig að sá útgjaldaliður einn mun nema
rnörgum þúsundum króna hærri upphæð á
yertíðinni fyrir hvern bát, en gekk og gerðist
a síðasta ári. Jafnframt verður svo einnig að
trvggja flotanum veiðarfæri, en þau eru nú
mjög af skornum skammti og allsendis ófull-
nægjandi. Hið sífellda hjal stjórnarblaðanna
um unnin afrek stjórnárinnar er sízt til þess
lagað að vckja sérstakt traust á henni. Of
lofið er háð, svo sem var á dögum Snorra.
Hinsvegar óska ]>ess allir ]>jóðræknir inenn,
að stjórninni farizt starfinn vel úr liendi, eða
að minnsta kosti þannig, að hún valdi ekki til-
finnanlegu tjóni.
Heyrzt hefir að atvinnumálaráðhérra leggi
á það mikið kapp, að verðjöfnunarsvæðin
.verði sem flest, eða réttara sagt að hver
yerstöð verði verðjöfnunarsvæði út af fyrir
sig. Nái slíkt fram að ganga vrði afleiðingin
sii, að minnstu verstöðvarnar, t. d. Reykjavík
og Hafnarfjörður, sem ekki hafa möguleika á
að fá flutningaskip fyrir sína háta, myndu
aldrei koma til greina er uppbótin yrði greidd.
Sé þetta rétt, cr síður en svo að útgcrðin sé
trvggð í Jjessum tveimur verstöðvum, cn vcrð-
ur fyrirsjáanlega rekin með halla og honurn
Verulegum.
Þannig mætti lengi rckja ýmsa annmarka
'á framkvæmdum og ráðstöfunum núverandi
ríkisstjórnar. Þess eins er að vænta, að liún
geri sig ekki seka um þá Jiröifgsýni, að leið-
rétta ekki allt ]>að, sem aflega fer í fram-
kvæmdinni. Bráðabirgðaúrlausn hefir að vísu
-fengizt á fisksölunni, en húri mun ekki reyn-
ast varanleg og því síður réttlát, eins og nú'er
í pottinn húið. Ekki er vert að vera með hrak-
spár og því vcrður að híða átekta, en Þjóð-
■yiljinn geturækki stært sig af iniklum afrek-
um stjórnar sinnar það sem af er.
„Á biotnandi báram".
Gísli Ólafsson frá Eiríks-
stöðum: Á BROTNANDI
BÁRUM. Ljóð. Utgef-
andi: Eyþór Hallsson. —
Reykjavík — 1944.
Gísli Ólafsson er víða kunn-
ur af kveðskap sínum, ckki
sízt norðanlands. Hann er
Húnvetningur að ætt og upp-
runa, fæddur á Eiríksstöðum
í Svartárdal 2. jan. 1885,
og varð þvi sextugur nú um'
áramótin. Hann ólst upp á
Eiriksstöðum og hefir dvalizt
þar hálfa ævina eða lengur.
Hann fór mjög á mis við
skólamenntiín í æsku, en mun
hafa aflað sér talsverðrar
þekkingar um ýmsa hluti í
skóla lifsins. En sá skóli hcfir
reynzt honum örðugur með
ýmsu mó.ti og lnigurinn löng-
um staðið til annars en þess,
að þurfa að vinna hörðum
Iiöndum ár og síð. Gísli fór
snemma að setja saman vís-
ur. Re}rn<Iist hann brátt
prýðilega hagmæltur og fljót- j
ur að yrkja. En framan af i
ævi réðst hann ekki i stór-
vægileg yrkiscfni og má
raunar með sanni um hann
segja, að hann liafi aldrei
leitað mjög á brattann. Hefir
hann og sjaldnast haft tíina
eða tækifæri til að söklcva
sér niður í skáldlegar hug-
leiðingar, og hefir það að
vísu orðið hlutskipti flestra
alþýðuskálda vorra fyrr og
síðar. En Gisli hefir verið í
tilhugalífi við skáldgyðjuna
mestan hluta ævinnar og hef-
ir ol't farið vel á með þeim,
ekki sizt nú á síðari árum. Eg
licld að Gísla hafi alltaf ver-
ið að fara fram í kveðskapn-
um og yrki mun betur sex-
tugur en fimmtugur og
fimmtugur hetur en l'ertugur.
Kvæðaliridin lians liefir ekki
sigið sáman og lokast að
mestu á miðjum aldri, og er
gott til þess að vita.
Á brotnandi bárum er all-
mikil hók, rúmar 15 arkir.
Áður hafa, sem kunnugt er,
komið út þrjú ljóðakver eft-
ir Gísla, hið fyrsta 1917, ann-
að 1928 og líið þriðja 1932.
Gisli Ólafsson er gláður
maður og góðviljaður. Hann
hefir löngum átt við fálækt
að stríða, en ekki látið það á
sig fá til muiia, að ]>ví er
ráðið verður af kvæðum hans
og stökum. Hann fyllist ekki
öfund eða hatri til þeirira,
sem hetur vegnar en honum
á horgaralega vísu. Hann veit
sem er, aö allt jafnast að
síðustu og að hinn ríki „flyt-
ur á einum“ að lokum, alveg
eins og hann sjálfur. Gísli
gerir að vísu gys að ýmsu,
stundum af dálitlum þunga,
en hann hefir engan hug á
því að meiða og mann-
skemma. Góðvildin er svo
mikil, að gamhnið verður
sjaldan grátt, svo að neinu
nemi.
G. Ö. ávarpar væntanlega
lesendur hókarinnar með
þessu erindi:
I brotnandi hárum á umliðn-
um árum
eg orti mín ljóð og stökur.
Það vakti mér yndi og örvaði
lyndi,
þótt oft væru langar vÖkur.
Eg lifi að kvekli við yl frá
þeim cldi,
sem enginn frá mér tók.
Heiðruðu landar, til liafs og
stránda,
eg heilsa’ ykkur ennþá með
þessari hók.
Bókinni lýkur með þess-
ari stöku:
Hér um stund eg staðar nem,
stari, spvr og svara.
Eg veit ekki hvaðan eg kem
né hvert eg er að fara.
Gísli Ólafsson hefir ort
mikinn fjölda lausavisna og
farið vel úr hendi. Eru marg-
ar þessara vísna afhragðs vel
gerðar. Hann hefir ort all-
mörg kvæði, sum nokkuð
löng, en mér fyrir mitt leyti
þykir homim takast yfirleití
betur með stökurnar. Suni
kvæði lians hin meiri vilja
verða heldur í lengra lagi, en
í stökum er hann oft hittinn
og huyttinn, segir það sem
segja þarf og ekki meira.
Ein al' stökum lians, hin-
um kuldalegri, nefnist
„Maurapúkinn". Hún er
svona:
Einn að vanti eyririnn
ekki er von þér iíki,
ef þú flytur auðinn þinn
inn i himnaríki.
Minning:
Kaldur síðast kvaddi eg þig
og kannaði reynsluganginn.
en allt af finnst niér elta m-ig
armurinn þinn og vanginn.
Sit eg einn og segi fátt,
sviptur návist þinni.
Ileyri samt þinn hjartaslátt
Jieim úr fjarlægðinni.
Gísla var synjað um lítil-
fjörlegan styrk á Alþingi
(1934). Þá kvað hann þessa
stöku:
Lítilsvirði ljóð mitt er,
lifir liinna fremdin,
enda fór hún fram hjá mér
fjárveitinganefndin.
Skammavísu kallar höf-
undurinn sléttubandavísu þá,
sem hér fer á eftir, — og
verður víst að teljast rétt-
néfni:
Spillir, kælir, virðir völd,
villir, þvælir, smýgur.
Trylíir, mælir, gyrðir gjöld,
gyílir, stælir, lýgur.
Einhver merkilegasta staka
G. Ó. lieitir Góðar hættur:
Lífið fátt mér ljær í hag,
lúinn þrátt eg glími.
Koma máttu um miðjan dag,
mikli háttatími.
Gisli Ölafsson lætur í veðri
vaka áð nú sé hann „liættur
að yrkja“. Hann segir:
Fúna Strengir, fækka ár,
fæðist engin haga. ■
Var eg lengi launasmár
léttadrengur Braga.
Lífsins arðimi sé eg senn,
sóknin liarða að lina.
Kóma í skarðið meiri menu,
má þá jarða hina.
Gísli Ólafsson stendur nú á
sextugu. Hann hefir eflaust
margan manninn glatt með
kveðskap sínum, en launin
verið litil eða engin. Getur
naumast hjá því farið, að
ýmsir ljóðavinir óski þess nú
og vænti, að honum verði
einhvér sómi sýndur af opin-
bcrri hálfu. J.
Sjöundi ameríski herinn hef-
ir tekið 86.000 fanga og i.
franski heriuu 45.000 fanga
siðan innrásin i S.-Frakkland
hófst.
BERGIHAL
Áfengismálin. Pétur Sigurðsson érindreki stór-
stúkunnar ritar bréf til rikis-
stjórnar og Alþingis í Alþbl. í gær. Bréfið fjallar
um áfengisbölið, eins og flest af því, sein hann
skrifar. Hann bendir á það, hver voði er fyrir
dyruni af völdum hins liraðvaxandi drykkju-
skapar fslendinga og einnig vegna þess, hversu
mikið rikið á nú i húfi af þeim sökum, að drjúgur
hlu't-i teknanna slafar frá áfengissölunni.
Þeir munu æði margir, sem stendur stuggur
af áfengisflóðinu, sem veitt er út um landið og
inn á flest heimili. Pétur er ekki einn þar, þótt
hann geri manna mest að því, að reyna að vekja
menn til aðgerða i þessum efnum. En menn
greinir á um aðl'erðirnar tii að bjarga þessu við.
Sumir viija loka alveg, aðrir hafa opið eins og
áður, enn aðrir gefa söluna enn frjálsari, með
því að hafa fleiri en eina litsöiu, og þar fram
eftir götunum.
S-í
Hvaða leið Það er erfitt að leysa þá spurn-
er bezt? ingu, hvaðá leið sé bezt að fara
í þessu efni. Sú leið, sem nú er
farin, virðist hafa horið þann einn árangur, að
menn fara sjaldnar tii áfengiskaupa, en hafa
birgðirnar þeim mun ríflegri. Þeir ætla sér svo
sem að halda í við sjálfa sig, drekka ekki meira
en áður, er auðveldara var að fá vætu, en „hold-
ið er veikt“, eins og menn vita og áður en varir
er allt búið.
Það vila allir, að ekki var liætt að drekka hér
á landi, þótt bann ætti að heita. Menn voru
furðu slyngir i að ná sér i sterkan dropa, ef
„púrtarinn" þótti ekki hressa nægilega upp á
sálarskarnið. Það er líka segin saga, að menn
verða jafnan ákafari í að ná í það, sem forboðiö
er. Það veit hver af sjálfum sér. Við erum
því bæði búnir að reyna banai, bannleysi og
„skömmtun", sem svo r nefnd.
*
Þegar skömmtunin Áfengisskömmtunin var m.a.
var tekin upp. — eða ef til vill eingöngu —
gerð með tilliti til setuliðs-
ins. Hyggilegra þótti að bægja stríðsöli frá
inönmi::!,uil þess að síður orsökuðust vandræði
milli hermanna og islendinga. Ekki kom það
]«'» ab- I iiuiriuðum notum að öllu leyti, því að
íuargir hermHunanna voru ekki óslyngari Is-
lendiugum í aö atla sér áfengis — eða ætti eg
ao segja eaki ovitlausari en /slendingar í áfengi
— jafnvel þótt verðið færi hækkandi. Þeim tókst
að afla sér víns — ef ekki með guðs hjálp, þá
góðra manna eða vondra. Erlendir menn eru
eins og fólk er flest að því leyti, að þeir eltast
líka af einna mestu kappi við hinn forboðna
ávöxt.
En nú er á þessu orðin sú breyting, sem er a
allra vitorði, að setuliðinu hefir stórum fækk-
að. Er þá ekki líka að mestu leyti burt fallin sú
ástæðan, sem fvrir þvi var, að skömmtunar-
skipulagið var upp tekið? öllum er ljóst, að
breyta verður til, en hvaða leið á að fara?
Fleiri vín- Á að setja á bann aftur, á að opna
sölustaði? eina vinsölubúð eins og áður var
og selja án skömmtunar eða á að
fjölga útsölustöðunum og reyna með þvi frjáls-
lyndari leið, en gert hefir verið upp á síðkast-
ið? í Danmörku eru seld vín út um allar triss-
ur og svo er sagt, að Danir hafi öðlazt það, sem
sumir vilja nefna „drykkjumenningu“, en það
er þó hið mesta rangnefni, þvi að drykkja víns
og menning geta aldrei farið saman. En hvað
skal þó segja um þá, sem geta kallazt herrar
vinsins en ekki þrælar?
Eg er þeirrar skoðunar, að ekki verði hægt
að viiuia bug á drykkjulönguninni með lögum
heldur fræðslu, enda mun sú skoðun hafa átt
marga talsmenn, þó að þolinmæðina hafi brost-
ið til að halda fræðslunni áfram nógu lengi og
í hennar stað gripið til Iaganna, sem hafa þó
ekki borið tilætlaðan árangur.
Manna á ineðal heyrast nú tíðum raddir um
það, að kominn sé tími til að reyna þriðju ð-
ferðina i vinsölumálunuum, hafa sölustaðina
fleiri, svo að það, að ávöxturinn sé forboðinn
verði ekki framar til að vekja mönnum óeðli-
legan þorsta. Ekki skal eg leggja dóm' á það,
hversu affarasæl sú leið kynni að reynast, enda
yrði tíminn sjálfur að skera úr því. En hræddur
ei egjUin, að nokkurt mannfall yrði í þeirri bar-
áttu við Bakkus, en það «r í baráttunni, sem
menn stælast og vinna sigur á holdinu.
Því ekki að reyna að fá úr því skorið, hvort
íslendingar standast prófið? Menn niunu hafa
margvislegar skoðanir á þessu máli. Því ekki
að láta þær í ljós? Sendi inenu mér stuttorð
bréf um álit sitt, þá verða þau birt;. hér. Orðið
er laust.