Vísir - 16.01.1945, Qupperneq 2
9
V 1 S I R
Þrið.jiulaginn lfi. jnnúar 1945.
FLEST SKIPIN W ÆOISGAIO SLITNUÐU UPP í N9TT.
Sltf rak ini í
Öaims mlkzð skemmd.
I nótt var afspyrnuveSur
hér í Reykjavík. Var brnn
svo mikið við höfnina, að
sjaldan -mun hafa venð
annað eins.
Flest skipanna, sem lágu
við Ægisgarð, slitnuðu np]j
og skemmdust meira cða
minna. ðleðal skipanna voru
margir mótorbátar. Skemmd-
ust ýmsir þeirra talsvert.
Einn þcirra, Hringur frá
Siglufirði, rak út úr ínnri
höfninni og alla leið inn í
fjöruna við Skúlagöt", gegnt
Sjóklæðagerðinni. Rak bátinn
þar upp á land og skemmdist
hann nokkuð. Liggur hann
m.jög hátt í fjörunni.
Varðskipið Ægir lá einnig
við garðinn. Slitnaði það upp
eins og hin skipin, en náði
sér frá út á meira rúm á
innri höfninni og gat legið
þar. Ennfremur stórt erlent
skip, sem lá við garðinn. —
Samanlagt mun tjónið af of-
viðri þessu vera mikið.
Ekki er vitað um skemmd-
ir af völdum veðursins á
Akranesi, en þangað er sam-
bandslaust núna.
Símasamband slitið
við Akranes, Kjalar-
nes 09 Vestmanna-
eyjar.
NÓkkrar bilanir hafa orðið
á landsímalínunni i nótt. Er
t. d. sambandslaust sem
stendur við Vestmannaeyjar,
Akranes og Snæfellsnes, en
erfitt um samband við ýmsa
aðra slaði.
Á Kjalarnesi slitnaði lína i
nótt, sem veldur því að sam-
bandslaust er við Akranes og
Snæfellsnes og að sambönd-
um liefir mjög fækkað til
Norður- og Vesturlandsins.
í Rangárvallasýslu urðu
talsverðar skemmdir á síman-
um, sem olli þvi m. a. að sam-
bandslaust er við Veslmanna-
eyjar. Þá Iiefir fækkað sam-
höndum austur í Árnessýslu
vegna símabilana bæði á
Hellis- og Mosfellsheiði.
Kúið er að senda menn til
viðgerða á þessa staði og er
búist við að greiðisl úr sam-
böndum að meátu i dag.
Skemmdii í Hafn-
aifiiðL
í Ilafnarfirði urðu ekki
verulegar skemmdir ' af of-
viðrinu í nólt, að undanteknu
því að Strandgatan var næsta
ófær í morgun vegna grjóts
og þara, sem sjórinn skolaði
á land. Við þessar hamfarir
brotnaði einnig niður smá-
skúr hjá Hressingarskálan-
um sem notaður var fyrir.
geymslu. Það sem í skúrnum
var, brotnaði cinnig og
skemmdist.
í morgun var veghefill
fenginn til þess að moka
saman grjótinu og þaranum
sem gengið hafði upp á
Strandgötuna, og um hádegið
i dag var enn unnið að því að
flytja þetta burt.
Stórvægilegar skemmdir
urðu ehgaf. 1 1 •>
Fimæ démai fyrii
svik, iimbiof, ölv-
tm við akstni 09
veitfng áfengis.
Sakadómari hefir nýlega
kveð.ð upp dóma yfjr 5
mönnum fyrir svik, innbrot,
ölvun við akstur og fyrir að
veita bifreiðastjóra áfengi.
I gær var Stefán Agnar
Magnússon dæmdur í sex
mápaða fangelsi og sviflur
borgaralegum réttindum fyr-
ir svik. Hafði hann hoðið
tveimur mönnum fataefni úl
sölu, er hann þóttist eiga og
tók 200 krónur í fyrirtram-
greiðslu af mönnunum. Þeg-
ar til kom hvorki átti hann
né hafði ráð yfir nokkru fata-
eí'ni. Stefán hefir verið marg-
dæmdur áður fyrir ýms auðg-
unarbrot.
Þá var einnig í gær kveð-
inn upp dómur yfir tveimuv
ungum mönnum fyrir að
brjótast inn í verzlun Kron
í Sandgerði í lok fyrra mán-
aðar. Stálu þéir þaðan pen-
ingum, að upphæð 150 krón-
um, ennfremur vindlingum
og einhverju smádóti öðru.
Voru þeir dæmdir í 3ia mjm-
að fangélsi skilorðsbundið,
hvor, og auk þess svifi'ir
kosningarrétti og ’kjörgcngi.
Fyrir s.l. helgi kvað saka-
dómari upp dóm yfir tveiin-
ur mönnum.Var annar þeiria
dæmdur í 20 daga varðhald
og sviftur ökuleyfi í citt ár
fyrir ölvuh við hifreiðaaksl-
ur. Hafði hifreið þessa manns
farið út af veginum rétt hjá
Hólmi, en kona, sem var i
bifreiðinni, varð undir henni
og slasaðist alvarlega.
Hinn maðurinn, sem
dæmdur var, var maður konu
þeirrar, sem slasaðist. Ilafði
hann veitt hifreiðarstjóran-
um áfengi og var fyrir það
scktaður um 500 krónur.
Þjófnaðii og
innbiot.
Nokkuð bar á bílþjófnuð-
um og skemmdum á bifreið-
um um s. 1. helgi. M. a. var
tveimur bifreiðum stolið á
götum hér i bænum. Fannst
önnur skammt frá þeim stað,
sem henni var stolið, cn þjóf-
arnir höfðu á burt með sér
bensínbók og fleira dót úr
bifreiðinni.
Hinni bifreiðinni stálu her-
menn og sáust þeir sofandi i
henni fyrir sunnan Ilafnar-
fjörð. Var lögreglunni til-
kvnnt þetla, en þegar hún
kom á staðinn voru lier-
mennirnir horfnir.
Gerð var tilraun til að
brjóta upp tvo bila, sem stóðu
norðanvert við Sundhöllina.
\'ar slolið úr öðrum þeirrá,
eii hinn var skemmdur.
Þá voru innbrot framin
bæði í Kjötbúð Austurbæjar
og í Malsöluna, Rauðarár-
slig 26, og á báðuin 'slöðun-
úni stolfð ‘hfilsháttðr• df 'þéh-'
ingúhá’Ög éihs sí^á'rðttílni 'óg
niðursuðuvörum.
Stéskostleg aukning
á innstæðum lands-
manna.
I árslok 1943 voru 54spari-
sjóðir til á öllu landinu, og
sparisjóðsinnsíæðufé í þeim
(að einum undanteknum, er
reikningur var ókominn frá)
nam samtals 57.558.000 kr.
Hefir innstæðufé sparisjóð-
anna aukizt um 43% árið
1943, eu rúmlega ferfaldazt
síðau 1939.
Innlc'"' i sparisjóðina nam
árið 1939 18.2 millj. kr., en
árið 1943 69.3 millj. kr. Dt-
tektin nam árið 1939 13.4
millj. kr., en 52.9 millj. kr.
árið 1943.
Að viðbættum sparisjóðs-
innstæðum í bönkum (bæði
sparisjóðsbókum og viðtöku-
skírteinum) var sparisjóðsfé
alls i landinu 69.8 milíj. kr.
árið 1939, en 342.6 millj. kr.‘
árið 1943.
•----o----
Íþrótíafélög í Færey.ium
halda upp á afmæli.
Á þessum vetri hafa þrjú
íþróttafélög í Færeyjum
haldið upp á merkileg af-
mæli sín.
„Havnar fimleikafélag”
var stofnað fyrir 35 árum,
„Ilavnar holt felag“ var
stofnað fyrir 40 árum og
sörhuleiðis „Klakkavikar.
Idrattarfelag“. öll þessi fc-
lög hafa haft samvinnU við
íslenzk iþróttafélög, svo sem
K. R„ Ármann og í. R.
Sámal.
Ungmennafélagsmóí
í Þórshöfn.
„Föreya Ungmannafelag“
hélt nýlega ungmennafélags-
mót í Þórshöln í Færeyjum
með mikilli þátttöku.
Ungmennafélagasamhandið
ið hefir nú 20 ungmennafé-
lög innan sinna vébanda, og
þar á meðal þau elztu sem til
eru á eyjunum, ungmenna-
félögin í Valbastaður og
Kirkeböur. Félög þessi voru
stofnuð fyrir nálega 50 árum
siðan.
Sámal.
Flutníngum ílýtt til
Rússlands.
Dardanella-sund hefir nú
verið opnað fyrir skipum
bandamanna fyrir nokkuru.
Þetta er talið munu bafa
mikil áhrif á sókn Rússa, sem
nú er hafin í Póllandi, því að
flutningar á hergögnum taka
nú tíu dögum styttri tíma en
áður, þegar eingöngu var
hægt að flytja hergögnin yf-
ir Persíu eða Murmansk.
♦
V-skeyti lenda í
Svíþjóð.
Samkv. fregn frá Stokk-
hólmi hafa ])rjú þýzk V-
skeyti fallið til jarðar í Suð-
ur-Svíþjóð, Alitið er að hér
hafi verið um reyhslu-skóf-
Hríð'1 ffá'- ‘éiúhéei'jtih'1 btöMÍ-j
S'lcrðVtlih'' -í >!!DiaWriYöí’lkUl^áÖ
ræða.
/
Fjáihagsáætlon
Fæieyinga lómL
1 millj. ki.
Fjárhagsáællun Færeyja
fyrir árið 1945 hefir verið
lögð fram. Nemur fjárhags-
áætlunin að þessu sinni
1.008.200 kr.
Þar af er áætlað til vega-
’gerða kr. 487.000, lil skóla-
mála kr. 97.000, til hygging-
ar kapellu i hinum nýja
kiirkjugarði kr. 10.000, til
vatnsveitna kr. 30.000, til
lögreglumála kr. 58.000 og
iil heilbrigðismála kr. 50.000.
Til ýmsra stofnana og sjóða
eru veittar kr. 283.000 —-
Áætlaðar tekjur af sköttum
eru kr. 905.800.
í Þórshöfn liafa nú verið
teknar upp ákveðnar reglur
varðandi notkun fánans. Til
þessa liefir tíðkazl að hæði
danslii og færeyski fáninn
blöktu hlið við Iilið á hátíð-
isdögum, en nú hefir verið á-
kveðið,- að einungis skuli
draga færeyska fánann að
hún við.slík tækifæri.
Sámal.
Bálför.
Samkvæmt tilkynningu frá
Bálstofunni í Edinborg, fór bál-
för Ólafar Jónsdóttur, Xjálsgötu
84, fram þ. 8. jan. síðastl.
Bridgefélag Reykjavíkur.
Spilað verður i kvöld i húsi
V. R. kl. 8.
Höfum fynrhggjandi
vetiaifiakka
Mjög lágt verð.
H. T0FT
Skólavörðustíg 5. — Sími 1035.
TILKYNNING.
Vegna breytinga verður verzlunm lokuð
fyrst um sinn.
Viðskiptamenn okkar eru vinsamlegast
beðnir að snúa sér til verkstæðisms á
Grettisgötu 3 A (bakhúsið) viðvíkjandi
viðgerðum og annari nauðsynlegn af-
greiðslu á meðan.
Verkstæðið hefir síma 4690.
Raftækjaveizlun
Eiriks Hjaitaisonai & Co. •
Laugavegi 20 B.
SKRIFSTOFA
Strætisvagna Reykjavíkur
er flutt á Hverfisgötu 18.
Sími 1632.
Húseigendur og húsráðendur
í Reykjavík
eru alvarlega áminntir um, að tilkynna nú
þegar Manntalsskrifstofunni, Austurstræti
10, ef einhver í húsum þeirra hefir fallið út
af manntali síðastl. haust, svo og ef emhverj-
ir hafa síðan ílutt í hús þeirra.
Sömuleiðis ber öllum að tilkynna brottflutn-
ing úr húsum þeirra, og hvenær hann varð
og hvert var flutt.
Vanræksía við þessu varðar sektum.
Borgarstjórinn.
III Í'6'iU rii I i •! . fl 1: ÍÍ . :!