Vísir - 18.04.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 18.04.1945, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 18. apríl 1945. VISIR 3 Píanóhljómleikum Rögnvalds Sigurjóns- sonar frestar. Vegna útfarar Roosevelt forseta. Vísir hefir borizt sú frétt, að tónleikum þeim er Rögn- valdur Sigurjónsson píanó- leikari hafði í hyggju að efna til í höfuðborg Bandarikj- anna 15. þ. m. hafi verið frest- að vegna útfarar J1. D. Roose- velts forseta en hún fór fram þann dag í New York. Tónleikunum mun verða frestað um 3 mánuði eða til 15. júlí, en þá munu þeir fara fram á sama stað og fyrir- hugað var í Washington D. C. Unglingabók um Beethoven. „Beethoven litli og gullnu bjöllurnar“ heitir nýútkomin barnabók, sem Bókfellsútgáf- an hefir sent á markaðinn. Bókin er prýdd skemmtileg- um teikningum og frágang- urinn er prýðilegur. Bókin segir frá æsku þessa mikla tónsnillings á skemmti- legan og laðandi liátt og er gott til þess að vita, að hörn- um skuli á þennan hátt vera bent á afburðamenn úr heimi listanna. Pæri vel á því að slíkum útgáfum yrði lialdið áfram, enda geta foreldrar naumast æskt betra lestrar- efnis fyrir börn sín en frá- sagna af inerkum mönnum. Bietaz búast til kosninga. Stjórnmálaflokkarnir brezku eru nú í óða önn að búa sig undir kosningarnar í sumar. Greenwood, einn af for- ingjum verkamannaflokks- ins, hefir látið svo um mælt, að flokkurinn muni hafa rúmlega 600 frambjóðendur í kjöri. Mun flokkurinn heyja kosningabaráttuna af fullum krafti og ekki biðjast griða né veita. -— Meðal fram- bjóðenda verða 25 -konur og 100 menn, sem verið hafá í hernum. Frjálslyndi flokkurinn hef- ir einnig skýrt frá því, að hann muni hafa mjög marga frambjóðendur í kjöri og hjá honum muni verða hlutfalls- lega flestir hermenn í fram- boði. Godtfredsen náðaður. Verður að hverfa af landi brott. Blaðið liefir fengið þær upp- lýsingar i dómsmálaráðu- neytinu, að Godtfredsen sá, er skrifaði niðgreinarnar um ísland í erlend blöð hafi verið náðaður í marzmánuði síð- astliðnum. Godtfredsen liafði verið 4 mánuði á Kleppi er liann var náðaður. Náðunin er bundin því skilyrði að Godtfredsen hverfi tafaríaust af landi brott, er samgöngur hefjast við lieimaland hans. Stoínun útgerðar- hlutafélags á Akureyri. Akureyringar hafa í undir- búningi stofnun útgerðar- hlutafélags, og hafa ákveðið að stofna félagið, ef loforð fengjust fyrir 540 þús. kr. Að undanförnu hefir verið leitazt fyrir um loforð hluta- fjárins, og um miðjan þenn- an mánuð vantaði ekki nema 21 þús. kr. á liina tilteknu upphæð. Hafa undirtektir almennings yfirleitt verið ágætar og er gert ráð fyrir að félagið verði stofnað ein- hvern þessara daga. Mennimir eíga að eta refafóðrið. Whist, matvælaráðherra Quislings, hefir gefið út til- skipun um niðurskurð loð- dýra í Noregi. Bændur, sem eiga fjögur dýr, fá að eiga þau í friði, en þéir, sem meira éiga, verða að skera allt að 80% af þeim dýrafjölda, sem er umfram fjögur. Orsökin til þessa er sú, að ekki er hægt að afla refafóðurs -— eða öllu heldur, að mönnum er ætlað að leggja sér það til munns, sem refum hefði ella verið gefið. tslendingar við björgunarnám í Ameríhu. Sem stendur dvelur Akur- eyringur, Lárus Eggertsson að nafni, vestur í Ameríku við björgunarnám. Lárus er sonur Eggerts Stefánssonar stórkaupmanns og mun vera eini íslending- urinn, sem nú stundar bjöi’g- unarnám erlendis. Samkvæmt hréfum, sem borizt hafa iiingað til lands- ins, hefir Lárus notið kennslu i ýmsum greinum björgunar- starfseminnar, og hefir hann lilotið lofsamlega dóma kenn- ara sinna. HANDLAUGAR, 3 stærðir, með nikkeleruðum krönum, bontventli og vatnslás, fyrirliggjandi. J. Þoiláhssón & Noiðmann. Bankastræti 11. Sími 1280. Bækur til fermingargjafa Don Quixote Mr c^mtes. Eitthvert allra dáðasta og útbreiddasta verk heimsbókmenntanna, óvið- jafnanlega skemmtilegt og sérstakt eftirlæti allra unglinga, einkum drengja. I fullar þrjár aldir hefir þetta ódauðlega skáldverk verið yndi og eftirlæti lesenda hjá öllum menningarþjóðum. — Islenzka útgáfan er forkunnarvel úr garði gerð og prýdd fjölda mynda eftir amerískan lista- mann. — Verð kr. 60,00 í skinnbandi. Sjö mílna skóinii eftir Rkwd H>nux.rt«., frægasta og vinsælasta ferðabókahöfund nútímans. Halliburton va*r ekki aðeins frábær ferðamaður og mikill æfintýramaður, heldur einnig snjall rithöfundur, enda eiga bækur hans afburða vinsældum að fagna. I þess- ari bók segir frá ferðum hans víða um heim og margvíslegum æfintýr- um, sem hann rataði í. Þar segir meðal annars frá hinni frægu reið hans á fílsbaki yfir Alpafjöll, sem var aðalumræðuefni stórblaða heimsins árið 1935, og ótal mörgu öðru. Þetta er hrífandi bók og afburða skemmti- leg. Heppilegri bók handa stálpuðum drengjum er vandfundin. — Verð ib. kr. 44,00. Töfiagaiðarinn eftir sama höfund og hin einkar vinsæla bók Litli lávarðurinnö Mjög ákjósanleg bók handa unglingum, bæði drengjum og stúlkum. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonai. NIN0N xsooooocoííooaíiíiíionooottOGOOccíioooonc o • 0 o o o o o o Gleðilegt sumai! o o o o o 5*5000000000000000000000000000000000000000000000%? o o o o hr o o o o o o o íoooooooooooooooooóoo Bankastræti 7. GLEÐILEGT SUMAR! VICTOR g o o o íiOOOOOOOOÍiOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCOOOííí GLEÐILEGT SUMAR! o g i? o o o Á. Einarsson & Funk. Nora Magasin. ÍOOOOOOOOOÍIOÍICOOOOOOOÍÍOÍÍOOCOÍÍOOOOOOOOÍÍOOÍÍCOOÍIÍ GLEÐILEGT SUMAR! o o Matstofan HvoII. 0 o ’IOOOOOOOOOOÍÍÍÍOGOGOÖOOOOOOOOOOOOOOOÖOÍÍOOÍÍÍÍOOOOOÍ; Gleðilegt sumar! 0 0 Efnalaugin Glæsir. ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÍÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOS GLEÐILEGT SUMAR ! 0 0 0 0 0 0 Bókabúð Braga Brynjólfssonar. « •g 52 Lítið einbýlishús (steinhús) í Vesturbænum, 3 stór herbergi og eldhús, til sölu. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar, Austurstræti 7. Símar 2002 og 3202. VERZLUNARHÆÐIN í húsinu nr. 18 við Mánagötu er til sölu. — Tilboð ósk- ast í tvennu lagi. Annað i húsnæði það, sem kjöt- og nýlenduvöruverzlunin hefur nú, og hitt í liúsnæði fislc- búðarinnar. — Tilboðin sendist Málaflutningsskrifstofu Einars B. Guðmundssonar og Guðlaugs Þorlákssonar, Austurstræti 7, símar 2002 og 3202, sem gefur nánari upplýsingar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.