Vísir - 18.04.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 18.04.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Miðvikudaffinn 18. apríi 1945. VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fyrsti sumardagur. CJumardagurinn fyrsti er hátíð íslenzku þjóð- arinnar einnar. Hvergi mun tíðkast að fagna sumri, svo sem við gerum, enda hafa fáar þjóðir meiri ástæðu til þess. Vetrardag- arnir þykja hér langir og leiðir, ekki sízt þjóðum, sem slíku eru ekki vanar, en hafa fengið af því smjörþefinn nú á styrjaldar- árunum. Ýmsar stéttir hafa lagt undir sig ákveðna ársdaga, sumar hverjar að dæmi sambærilegra stétta annarra þjóða, en slíkir dagar hafa takmarkað gildi fyrir þjóðina í heild. Sumardagurinn fyrsti er hins vegar al- þjóðareign og hann ber svip af því. Börnin, — uppáhald allrar þjóðarinnar, — setja svip sinn á daginn í kaupstöðum landsins. Þetta er vel við eigandi og táknrænt. Börnin boða gróandann í íslenzku þjóðlífi, eins og sumar- ■dagurinn fyrsti boðar gróandann í náttúr- .unni. - Fyrir atbeina harnakennara og annarra á- hugamanna hefur skilningur á kjörum yngstu kynslóðarinnar aukizt og glæðzt. Menn skilja það nú yfirleitt, að börnin eru framtíðin, en til þess að þau geti innt það hlutverk sitt af Iiendi, sem nútíðin krefst og framtíðin mun krefjast verður að húa svo að þeim og hlú svo að þeim 1 uppeldinu, að til þeirra megi gera kröfur án afsláttar, er þau ná fullum ])roska. Fátækustu hörnin eiga sama rétt og liin ríkustu. Þjóðfélagið hefur ekki ráð á að glaia neinu þeirra heint eða óheint, og livert það verk, sem unnið er í þeirra þágu; er gott verk og þa^karvert. Á morgun munu hörnin hglda hátíð sína. Þau munu jafnframt l'eita liðsinnis borgar- anna á ýmsan veg. Hverjum manni mun vera ánægja að taka börnunum opnum örmum, en hrekja þau ekki vonsvikin á dyr, komi þau ’til að knýja á þær. Margur minnist misjafns atlætis og skilnings frá æsku sinni, og vafa- laust eru fyrstu vonbrigðin sárust. Sum börn geta auðveldlega leitað til vina og vanda- manna hafi þau blöð eða merki að selja, en hörnin öll geta það ekki svo tryggt sé. Þótt heimilin verði fyrir lítils háttar ásókn á ein- tim degi, má enginn taka það illa upp. Minn- ast þess, að á þessum degi hafa hörnin upp á fleira að hjóða en rit eða merki. Þau veita hæjarbúum ósviknar skemmtanir í samkomu- húsum bæjarins og það er gaman að sjá æslc- una leika þar listir sínar. Kröfurnar um aukna opinhera aðstoð við uppeldi barna fara stöðugt vaxandi. Jafnframt vinna margs konar samtök að sama vcrkefni. Þetta er eðlilegt, einkum ef menn gæta þess, að skilyrði til góðs uppeldis eru allt önnur í kaupstöðunum, en í sveitum landsins, en ])egar kaupstaðir vaxa ört, svo sem liöfuð- staðurinn, er sú hætta ávallt yfirvofandi, að ekki sé gætt svo allra hags sem skyldi. Á síð- ari árum hefur mikið verið gert fyrir börnin af bæjarins hálfu, og enn meira mun fram- kvæmt á næstu árum. Þcim er ekkert of gott. Þau eru framtíðin. Á morgun ganga börnin fagnandi um götur bæjarins. Vonandi móta þau framtíðina á ann- an hátt en nútíðina og meir í anda lífsins og gróandans. Útgáfa aUzæðabókaiinnaz tzyggð. 50—60 búsund uppsláttarorð verða í bókinni. Samkvæmt upplýsingum, sem Visir hefir fengið hjá Árna Friðrikssyni magister, hefir áskrifendasöfnun að hinni fyrirhuguðu alfræða- bók gengið svo vel að útgáfan mun nú vera tryggð og langí fram yfir það. Um útgáfuna fórust Árna orð á þessa leið: Tilgangur með áskriftar- söfnuninni var aldrei annar en sá að vita um undirtektir, og gera rná ráð fyrir að bráð- lega verði dregið úr þessari áskriftarsöfnun í bili. Áftur á móti þegar dregur að því, að 1. hindið komi út má gera ráð fyrir að hert verði á áskriftársöfnun að nýju. Við höfum lofað áskrif- endum því, segir Árni, að 1. bindið megi koma út næsla vor. Við höfum nú fengið fullt vfirlit yfir verkið og erum að því komnir að skila þeim gögnum,' sem safnað hefir verið, i liendui’ samverka- mannanna. Ætti því ekki að líða margar vikur þangað til verkið er komið í fullan gang og við efum það ekki að ó- reyndu, að okkur megi takast að hafa til handril í 1. bindið um næstu áramót. Eins og kunnugt er, verður hvert bindi 1000 dálkar, eða sem svarar til þúsund Skirn- issíða, en þar sem um 70 sér- fræðingar munu vinna verk- ið, verður sá blaðsíðufjöldi, seni kemur á hvern mann ekki ýkja liár. Á hinn bóginu er val uppsláttarorðanna lang erfiðasta viðfangsefnið fyrst í stað. Við vonum að geta náð samvinnu áður en langt um liður við starfs- krafta, sem nú eru í öðr- um löndum, og reyndar er ekki liægt að vinna verkið svo vel sé, nema með betri samböndum við útlönd en nú er. Hér er fyrst og. fremst að ræða um kortin, sem eiga að vera í verkinu. Þau verður bersýnilega að gera öll í öðr- um löndum og ef við fáum þau ekki í tæka tíð til ])ess að koma þeim, liverju á sinn slað í verkið, verðum við neyddir til að láta þau koma öll í síð- asla bindinu, eða sérstöku hindi. Til þess vona eg þó að þurfi ekki að grípa, og yrðí þá heppilegra að fresta út- gáfu fyrsta bindisins eilthvað. Útgáfunni verður að sjáif- sögðu hraðað eftir því sem hægt er, en.hitt þó látið sitja i fyrirrúmi, að vanda verkið eftir þvi sem liægt er. Enn er ekki að fullu fengin yfirsýn yfir fjölda uppslátt- arorða, en þó má telja vist að þau verði talsvert fleiri lieldur en við' höfum áður gert lauslega ráð fyrir,_senni- lega eitthvað á miili 501—-00 þúsund, þegar allt íslenzka efnið er komið til sögunnar. Yfirleitt verður því sjönar- miði fylgt að almenningur þurfi sem allra sjaldnast að fara erindisleysu til þessarar bókar, álierzla verður lögð á stutla og skíra framsetningu, en þó reynt að gera þýðing- armestu U])psláttarorðunum, sem rækilegust skil. Foringi varíHfanna Var áður njósnari í Danmörku. Foringi andstöðuhreyfing- arinnar í Þýzkalandi, með- limir hennar nefna sig var- úlfa, er nazisti og fyrrverandi blaðamaður, sem lieitir Pflugk-Harttung. Berlínar- útvarpið sagði frá því fyrir skömmu, að þessi hreyfing væri tekinn til starfa. Ilann er maður á fimm- tugsaldri, af góðu bergi hrot- inn og liefir lilotið beztu menntun, og svipar að þvi leyti til Otto Skorzenv, sem er liægri liönd Himmlers i öllum hryðjuverkum. Hann er í framkomu hátt- prúður lieimsmaður en það stingur óþyrmilega í stúf við kaldlyndí og miskunnarleysi þeirra nazista, sem valdir liafa verið til þessarar loka- lilrauna að halda lífinu í naz- ismanum. í þann mund sem striðið hófst, hafðist liann við i Kaupmannahöfn í þvi yfir- skini, að hann væri fréttarit- ari Berliner Börsen Zeilung. Burma: Baxtdameim 8 km. frá olíulindunum. Bandamenn eru aðeins um 8 Icm. frá einu af aðaloíu- svæðunum í Burma, segir í fregnum í gær. Japanir hafa komið sér upp nokkurum viggirðing- um þarna, en ekki er líklegl, að þær standist áhlaup herja Mountbaítens lengi. öryggisleynd er iiöfð á ferð- um liersveita, sem sækja suður á; bóginn frá Meiktila. N ý i r k a u p e n d u r Vísis fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta. Hringið.í síma 1660 og tilkynnið nafn og heimilis- fang. Hitler á spialdskrá Himmlers. Framh. af 1. síðu. var frá alvinnu manna, stóð foringi þýzka rikisins. Einn- ig var tilgreindur aldur hans. Himmler fylgist með háum og lágum. Rússar .... Framh. af 1. síðu. sókn og mjög lítið á sólui Rússa yfirleitt, nema fram- sókn þeirra í Áusturriki. Á suðurvigslöðvunum þar sem Rússar sækja fram i Austurriki liafa þeir tekið seinustu borgina, sem var á valdi Þjóðverja, þar sem olíu- vinnslustöðvar eru. Rússum miðar vel áfram i sókn sinni inn í Tékkósló- vakíu og eru 20 km. frá Brúnn. Þeim miðar einnig vel áfram í áttina til Linz. Leiðrétting. Prent- og ritvHlur þæ,r, er slæðst hafa inn í grein inína uni fiiðurbróður íninn, Jón Jónsson frá Hlíðarenda í lieiðr. blaði yð- ar í gær, vildi cg mega biðja yð- ur að leiðrétla. Þar stendur (bls. 4, 2. dálki): Grímsstaðir, en á að vera Skúmstaðir. Dánarár og ald- ur Þórunnar Jónsdóltur hefir misritazt hjá mér: 24. nóv. 1935, 74 ára, en á að vera: 24. nóv. 1937, ,76 ára. Þá hafa og linur færzt liJ á siknu, síðu 3. dálki. Jón Pálsson. Veturinn í dag er síðasti vetrardagur. Enn kveður. einn-vetur er að líða „i aldanna skaut,“ Það má segja um hann, að liann hafi verið slæmur, en það má lík-a til sanns vegar færa, að hann hafi verið góður. Við höfum beðið margvíslegt tjón, en þegar við. bcrum okkur saman við aðrar þjóðir, þá verður okkur ljóst að við höfum sloppið mjög vel í samanburði við þær. En sá samanburður einn nægir þó ekki til að láta menn sætta sig við áföllin og hann getur ekki bætt tjónið. * Manntjón. Á þessum vetri misstum við tvö af skipum Eimskipafélagsins og með þeim fjölda manns, fólk i blóma lífsins eða ungt fólk með framtíðina fyrir sér. En tjónið hefir ekki verið einskorðað við missi þeirra skipa. Ægir hefir krafið íslendinga um sinn skatt eins og svo1 oft áður og hann hefir verið inntur af hendi með þungri sorg og trega. En það er nauðsyn að sigla og sjóinn verður að sækja, ef þjóðin á að geta lifað. Þeir sem létu lífið, féllu sem trúnaðarmenn þjóðarinnar. * Hehninum En fleiri hafa orðið fyrir blóðtök- blæðir. um en við einir, þótt tjónið sé okk- ur sárara að mörgu leyti. Stríðið er að, ná hámarki þessa daga og vart munu líða margar vikur, þangað til. vopnabrakið liljóðnar að mestu. Það verður ófögur sjón, sem við blas- ir, þegar þjóðirnar geta kastað mœðinni og virt fyrir sér afrek síðustu ára. Hvarvetna, eru rústir og eymd, hungur og harðrétti, sár og dauði. Þjóðlíf okkar hefir að visu raskazt, en fjarri því eins mikið og hjá þeim þjóðum, sem liafa horizt á banaspjót um mörg, löng ár. Að því. leyti höfum við verið gæfusamir. * Veðrið Veðurfrgnir em bannaðar, en það er í vetur, óhætt að ræða um veðið, þegar það er um garð gengið. Utan úr heíini liafa í vetur borizt fregnir af miklum hörkum, frosti og fannkyngi. En hér höfum við haft lítið af slíku að segja. Kuldaköst hafa komið og snjó kyngt niður, en það er ekki meia en búast liefir mátt við hér norður undir heimsskauts- baugi. Við höfum getað setið í hlýjum húsa- kynnum, meðan milljónir manna hafa orðið að luifast við í hálfhrundum húsum, þar sem nepj- an hefir nætt um þá að vild, eða legið úti á víðavangi í hernaði, Að þessu leyti höfum við líka verið gæfusamir. • * Sumarið En það er ekki eilífur vetur í nátt- kemur. úrunni. Sól og hlýindi fara að vinna á eftir að hafa. orðið að láta undan siga „samkvæmt áætlun“ og að lokum kemur svo, að „sumardagurinn fyrsti“ rennur upp. Þótt hann heili þvi nafni markar hann þó ekki skýrt vetrarlok og uppliaf sumarsins. Oft hefir það komið fyrir, að vorið hefir verið komið fyrir nokkuru, þegar þessi timamót hefir borið upp í almanakinu. En það hefir líka komið fyrir — og það muna menn oftast mikhim mun betur — að veturinn hefir ekki enn verið sigraður. Hann hefir lítið verið farinn að lina tök sín á landínu. En þó að svo hafi verið, þá hefir sumardagurinn fyrsti þó alltaf verið liátíðar- dagur. Hann liefir gefið loforð um að betri tímar væru framundan Barnadagur. Hin síðustu ár liefir sumardagur- inn fyrsti þó ekki aðeins ve'rið hátiðlegur haldinn vegna þess, að sumarið byrj- ar þá að gömlu tímatali, heldur einkum að hann er hálíð barnanna. Þair eiga þenna dag og það er vel viðeigandi, því að vorið í náttúrunni er eins og æskan í lífi mannsins. Þá er tíminn til að leika sér, því að sá tími kemur nógu snemma, þegar áhyggjur og erfiði lifsbaráttunnar láta af sér vita. * Styrkið Þessar hugleiðingnr eru i rauninni Sumargjöf! orðnar ailt of langar og líklega ei'u þær svo leiðinlegar, að enginn kemst í gegnum þær íiema sá, sem bergmálar þær og — prentarinn. Og báðir gera það nauð- ugir viljugir. En það er svo með suma, að þeir þurfa að hafa langa formála, áður en þeir kom- ast að efninu og að líkindum er það einnig þann- ig með mig. En nú skulum við segja, að formál- inn sé búinn og þá kemur efnið: Á morgun er fjársöfnunardagur þarnavinafélagsins Sumar- gjafar, sein hefir um margra ára skeið unnið ómetanlegt starf. Styrkjum félagið á allan hátt sem okkur er unnt. Það gefur arð, sem ekki er lakari en af sparisjóðsinnstæðum. Og svo kemur rúsínan i pylsuendanum: GLEDILEGT SUMAR!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.