Vísir - 22.05.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 22.05.1945, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 22. maí 1945 VISIR 3 VEÐREIÐAR FAKS: RANDVER VANN SKEIÐIÐ, EN KOLRAKUR, TVIST- UR OG MOLDI STOKKSPRETTINA. Hæsti vmningur í veðmálunum varð sjöialdur. Veðreiðar Fáks fóru fram á skeiðvellinum við Elliða- ár í gær. Veður var gott og sótti mikill mannfjöldi veð- reiðarnar. Keppt var í fjór- mn lilaupum, skeiði, fola- hlaupi, 300 m. og 350 m. stökksprettum. í skeiði kepptu 6 liestar, en þrír þeirra lilupu upp í undanrásinni og 2 í úrslit- unum. Randver einn hélt skeiðinu til enda og rann það á 24.6 sek. Hinir tveir hestarnir, sem í úrslitin kom- ust, voru Kópur og Roði. í 300 m. stökkspretti kepptu 15 liestar. Þar varð Tvistur fyrstur í úrslitunum á réttum 23 sekúndum. Tvistur er úr Dalasýslu og liefir ekki komið á skeiðvöll- inn hér fyr. Eigandi hans er Sigurgeir Friðriksson. Ann- ar varð Geysir, ættaður af Kjalarnesi, á 23.2 sek. Þetta er 5 vetra foli, mjög efnileg- ur stökkhestur. Eigandi hans er Kristinn Einarsson klæð- skeri. 3. varð Léttir úr Hrútafirði á .23.4 sek., eig. Páll Sigurðsson bifreiðastj. Fjórða í röðinni varð Hrem- sa, bleik hryssa, dóttir Drottningar, sem á stökk- metið. 011 þessi hross eru ný á skeiðvellinum og allt mjög' efnileg stökkhross. í folahlanpi kepptu aðeins 3 folar. Er leitt, að eklci skyldi vera meiri þátttaka í því, þar eð ætla rriá, að menn Hvítasimnuför Ferðafélagsins á Snæfellsjökul. Ferðafélag fslands fór hina venjulegu hvítasunnu- för á Snæfellsjökul um helg- ina. Var lagt af stað á laugar- dag kl. 1 e. h. og komið aftur til hæjarins kl. rúsmlega 8 i gærkveldi. Þátttakendur vOru um 40. Má fullyrða að þclla sé ein af bezt heppnuðu hvítasunnu- ferðum félagsins þangað véstur, því að þrátt fyrir ó- liagstætt veðurútlit og veður- spár á laugardaginn var veð- ur hið fegursta hæði á sunnu- daginn og í gær. Á laugardaginn var lialdið upp á Akranes og þaðan með bifreiðum vestur að Ilamra- endum í Breiðdalsvik. Þar var gist í tjöldum. Á sunnudags- morgun kl. 9 var lagt af stað sldðum eiula náði nýsnævi upp á jökul. Flestir gengu á alveg niður að fjallsrótuni. Skínandi hjart var á jöklin- um mestan hluta dagsins og léku menn sér á skiðum fram undir kvöld. Um kvöldið fóru allmargir út að Stapa og sumir jafnvel út að Mallarrifi. Um hádegis- hilið í gær var svo haldið af stað heimleiðis um Akranes, og komið heim rúmlega 8 eins og áður greinir. Fararstjóri var Kristján Ó. Skagfjörð stórkaupmaður. Aðra ferð fór Ferðafélagið til Krisuvíkur á 2. í hvíla- sunnu. Þáttlakendur voru um 20. — fari almennt svo vel með hesta sína, að vorkunnar-. laust sé að reyna þá.fy.rr en á gamalsaldri. Stökksprett- ur folanna var 250 m. Fyrst- ur varð Moldi (af RangáV- völlum) á 20.5 sek. Eigandi hans er Kristinn Kristjáns- son. 2. Blesi á 20.6 sek. Eig- andi Hjalti Sigfússon og 3. Krummi Sigurðar Guð- mundssonar á 20.8 sek. Á 350 m. stökkspretti varð Ivolbakur Jóhanns Guð- mundssonar, fyrstur á 25.7 sek. önnur varð Ör, eign hf( Spretts, á 25.9 sek. og 3. Kol-; bakur Áshjörns Sigurjóns-i sonar, einnig á 25.9 sek. f fyrra urðu úrslit þessa lilaups á þann veg, að ÖÉ varð.þá fyrst og Kolbakur annar. Veðreiðarnar gengu yfir- leitt vel. Annars var erfitt um. eftirlit og ruddist fólk inn á völlinn án þess að greiða aðgöngumiða. Einnd1 verstir með þetta voru þó hrezkir hermenn, er neituðu að greiða aðgangseyri, eii stofnuðu þó sinn eigin veð- hanka. Aðstaðan er að ýmsu leyti mjög erfið á vellinum og í gær var moldryk mjög til ama. Veðbankinn starf- aði sem að undanförnu og gekk vel. Hæsti vinningur í veðmálunum varð sjöfald- ur. Innbrot — ólætl f fyrrinótt var framið inn- brot í Blikksmiðju Bjarna Péturssonar og stolið, þaðan peningakassa með 400—500 krónum í. Rannsókndrlögreglan hefir mál þetta til meðferðar. Óvenju mikið var um drykkjuskap, ólæti og slags- mál í hænum um hvíta- sunnuna og liafði lögreglan ærið að gera að taka menn úi’ umferð þessa daga. Valhölftekui til staría. Gistihúsið Valhöll á Þing- völlum tók til starfa síðast- liðinn laugardag. Eins og að un.danförnu mun hótelið ann- ast alla venjulega gistihúss- og veitingaþjónustu yfir sumarmánuðina. Hótelstjóri verður i sumar Gurinlaugur ólafsson en Sig- urður Gröndal verður vfir- þjónn. Yfirmaður í eldhúsi er Gísli Guðmundsson, en Laila Jóhannsson mun hafa yfir- umsjón með öllu sem við- kemur kalda borðinu. Um 38 marins starfa við gistihúsið. Þar af eru 6 þjón- ar auk yfirþjónsins. Heitur og kaldur matur og aðrar veitingar niunu verða fram- reiddan allan daginn yfir sumarmánuðina. Bretar hafa nú látið uppi um herskip, sem þeir hafa misst en ekki verið tilkynnt um áður. Hefir ekki verið sagt frá tjóni þessu, þar sem talið var', að fjandmennirnir mundu ekki vita um það. Meðal skiþa þessara eru 10 tundurspillar, tvö aðstoðarbeitiskip, eitt beiliskip, 61 togari, eitt lítið flugstöðvarskip og nokkur skip til duflaslæðinga. Lögiegluþjónn stór- slasast á hifhjóli. Á laugardaginn fyrir hvítasunnu vildi það slgs til að lögregluþjónn, Ármann Sveinsson, að nafni, slasað- ist illa, er hann var í eftirlits- ferð á mótorhjóli skammt fgrir innan bæinn. Vegurinn þar sem slysið vildi til er mjög slæmur, og ók liann ofan í holu með þeim afleiðingum að hann kastaðist af hjólinu. Þegar komið var að honum lá hann meðvitundarlaus á veginum, og var þegar flutturá Lands- spítalann. Er hann nú úr liættu. Mun hann hafa feng- ið mjög slæma byltu er liann kastaðist af hjólinu, því að hann var illa til reika er menn komu á slysstaðinn. Guðm. Ágústsson skákmeistari Reykja- víkur. Guðmundur Ágástsson hef- ir unnið titilinn Skákmeist- ari Regkjavíkur. Hann og Magnús G. Jóns son urðu jafnir á skákmót- inu, sem fyrir skemmstu er lokið og urðu því að keppa til úrslita. Skyldu þeir tefla unz annar hefði fengið þrjá vinninga. Tefldu þeir fimm skákir. Urðu tvær þær fyrstu jafntefli, en hinar vann Guð- mundur. Kastfcúla lendir á höfði manns. Það slys vildi til á Dalvík í gær, að maður nokkur varð fyrir kastkúlu við íþróttaæf- ingar og skaddáðist allmikið á höfði. Var verið að æfa frjálsar íþróttir á æfingasvæði á Dal- vík þegar slys þetta vildi til. Af einhverjum ástæðum lenti kúlan í hópi áhorfenda og kom á höfuð Þóris Stefáns- sonar. Kúlan lenti aftan við annað eyra mannsins og slas- aðist liann mikið. Ivúlan Veg- ur tæp 15 pund, svo að það leiðir af sjálfu sér, að það er gamanlaust að fá liana á mik- illi ferð í höfuðið. Fregnir liafa ekki horizt um hve mikið Þórir meiddist, né heldur um líðan hans í morgun. Gert við þakrenirar í bænnm. Lögreglan hefir að undan- förnu skgldað menn til að láta gera við þakrennur sín- ar. Hefir hlaðinu verið skýrt svo frá af Sigurjóni Sig- urðssyni, fulltrúa lögreglu- stjóra, að menn sé kallaðir fvrir og gefinn frestur til að láta setja nýjar rennur á hús sín eða að minnsta kosti að panta þær hjá blikksmiðj- um. Er síðan aðgætt, hvort þessu er hlýtt, en sé það ekki gert, er málið sent saka- dómara. Iljá hlikksmiðjum bæjar- ins liggja nú pantanir á rennuni svo tugum slciptir. Kvikmyndahús við Laugaveg. Bæjaráð liefir fvrir sitt leyti sámþykkt að leyfa Ei- riki Á. Vilhjálmssyni og Ge- orgi Magnússyni að reisa kvikmyndahús á lóðinni nr. 94 við Laugaveg og hluta af lóðinni nr. 92, enda sám- þykki bæjarráð útlit og fyr- irkomulag byggingarinnar. Catalina-ilugbátur inn byrjar ilugíerðir næstu daga. Catalínaflugbáturinn nýi, sem Flugfélag íslands keypti fyrir skemmstu vestur í Am- eríku fór fyrsta reynsluflug sitt í gær eftir breytingar þær, sem gerðar hafa verið á honum. Breytingunum á flugbátn- um er nú að mestu leyti lok- ið og mun hann hefja far- þegaflugferðir næstu dar.u. Tekur hann 22 farþega og mun þvi bæta mikið úr hinni sívaxandi þörf fyrir flugsam- göngur hér á landi. Ekki er enn fullráðið hvernig ferðum eða áætlun- um flugbátsins verður háttað í sumar, en þess má vænla að hann haldi uppi ferðum milli þeirra staða, sem brýnasta þörf haf.a fyrir auLnar flug- samgöngum. Svjþjóðarbátum bæjarins úthlutað. Bæjaráð liefir samþykkt eftir tillögu sjávarútvegs- nefndar Reykjavíkurbæjar um úthlutun á 5 bæjarhát- um, sem nú er verið að smiða í Svíþjóð, til eftirtaldra manna: Sigurðar Eyleifsson- ar, Erlends og Ingvars Pálmasona, Hafsteins Berg- þórssonar vegna „Freyju“ o. fl., Ágústs Snæbjörnssonar og Ingvars Vilhjálmssonar. Bæjaráð samþykkti, að eftir- farandi skilyrði yrðu sett kaupendum: 1. Kaupendur vfirtaki hát- ana með kostnaðarverði í Svíþjóð. 2. Greiði nú þegar til trygg- ingar kaupunum krónur sjötíu og finnn þúsund, 75,000.00 kr. 3. Eigendur bátanna séu heimilsfastir í Reykjavík og eigi hér lögheimili. 4. Bátarnir verði skráðir í hænum og gerðir út héð- an. 5. Bátarnir verði gerðir út frá Reykjavík á vetrar- vertið, janúar til maí, og leggi afla sinn upp hér. 6. Bátana má ekki selja úr bænum, nema með sam- þykki bæjarstjórnar, sem áskilur sér forkaupsrétt að þeim í slíkum tilfell- um. Framangreind skil- yrði í liðum 3—6 gildi einnig um þá háta aðra, er bærinn gengur í á- hyrgð fyrir, og liður 1—2 eftir því sem við á. Útiskemmtun í HSjómskála- garðinum. Bæjaráð liefir samþykkt að verða við beiðni Kvenfé- lags Hallgrímskirkju um að hafa úliskemmtun i Hljóm- skálagarðinum 24. júni n.k., í því skyni ag afla fjár til starfsemi félagsins. Hundahaldið í bænum: 60 hundar drepnir síðan um áramót Eru réttdræpir samkvæmt lögreglusamþykktinni. Siðan um áramót hefir lögreglan í bænum aflífað um 60 hunda, sem menn höfðú í heimildarlegsi. I 65 grein lögreglusam- þykktarinnar er allt liunda- hald bannað í hænum, nema með sérstöku leyfi og fæst þó aðeins undantekning fyr- ir þarfahunda utan Hring- hrautar. Innan Hringbraut- ar má alls ekki hafa hunda og undanþágur fyrir aðra hunda fást aðeins ef mjög sérstaklega stendur á. Hundar bæjarmanna eiga einnig að vera merktir og mega ekki vera úti, nema fulltíða maður leiði þá í bandi. Undanfarið liafa verið mjög mikil hrögð að því, að menn hafi haldið hunda í lieimildarleysi, meðal ann- anrs fengið þá lijá setuliðs- mönnum, en lögreglan hefir gert gangskör að því að upp- ræta þá. Það er að vísu erf- itt verk, því að fólk tekúr það nærri sér að missa þá, en meðan þær reglur gilda, sem nú eru um þetta efni, verður að framfylgja þeim og er lögreglan í sínum fulla rétti í því efni. Hvítasunnuhlaup Ákureyrar íór íram í íyrradag. Frá fréttaritara Vísis, Akureyri í dag. Hið árlega hvítasunnu- hlaup fór fram á Akureyri í gær, með þátttöku fjögra félagssamtaka, Héraðssam- bands Þingeyinga, Ung- mennasambands Eyjafjarð- ar, Knattspyrnufélags Akur- eyrar og íþróttafélagsins Þór á Akureyri. Hlaupið er 3 km. og fy'rstur var að marki, Jón Jónsson, H. Þink. á 8 mín. og 15 sek. Annar Óskar Valdimarsson U.M.S. E. á 8 mín. og 23,5 sek. Þriðji Eiríkur Jónsson, Þór, á 8 min. og 30 sek. Fjórði Matt- liias Einarsson, KA, á 8 mín. 34,5 sek. Héraðssamband Þingeyj- inga vann hlaupið með 25 stigum, og er það í annað sinn í röð, sem það vinnur hlaupið. Stúlka drukknar í Qlvesá. Um 2 leytið í nótt sem leið vildi það slys til að Selfossi að ung stúlka drukknaði í ölfusá. Er talið sennilegast að hún hafi fallið í ána rétt við brúna. Blaðinu er ekki kunnugt um tildrögin að þessu slysi. Mikill mannfjöldi mun hafa verið á Selfossi. síðastliðna nótt á dansleik sem þar var haldinn. Lögreglan -úr Reykjavík var á staðnum. — Reynl mun hafa ver- ið að ná líki stúlkunnar, sem sást fljóta niður eftir strengniim þar sem ekki er fæt á hát, en þrátt fyrir itrek- aðar tilraunir tókst ekki að ná líkinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.