Vísir - 29.05.1945, Blaðsíða 4
VISIR
Þriðjudaginn 29, maí 1945
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VISIR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12.
Símar 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Viikjanir.
HJýlega var þess geiið að rafmagnsstjóri og
nokkrir verkfræðing’ar og sérfræðingar
aðrir, hefðu þurrkað upp Sogið í nokkrar
klukkustundir, til þess að gera jarðrann-
sóknir vegna væntanlegrar virkjunar Sogs-
ins.i Er gert ráð fyrir að Vrufoss verði virkj-
aður, en er svo er komið verður aukningin
mjög mikil, þannig að væntanlega verður
unnt að miðla afgangsorku til þéttbýlustu
staða hér i nágrenninu, án þess að komi að
sök.
Hin væntanlega virkjun Sogsins mun
verða æði kostnaðarsöm, og ber, þar helst til
að jarðvegur hér sunnanlands er mjög mó-
bergsblandinn og óþéttur, þannig að byggja
verður volduga stíflugarða og sprengja þá
einnig djúpt niður, þannig að þeir standi á
öruggri klöpp og vatn geti ekki grafið und-
an þeim. Verða slíkar stí-flur óhjákvæmilega
æði kostnaðarsamar í stofnun, en viðhald
þeirra og tilheyrandi leiðslna mun aftur
vera tiltölulega lítið og virkjunin getur því
matgfaldlega horgað, sig til langframa. Verð.
ur vafalaust horfið að því ráði að nvtja
vatnsmagn Sogsins á þennan hátt, hvenær
sem af framkvæmdum, verður.
Rafmagnseyðsla Reykvíkinga er mjög ó-
jöfn ,þannig að raforka sú, sem nú er fyrir
hendi mun vera fullnægjandi nema í tvær
eða þrjár stundir á sólarhring, er notkunin
er mest. Hefir því rafmagnsstjóri vakið at-
hygli á og raunar ritað um, að vel geli komið
til greina að hyggja yfirhitunarstöð kynnta
með kolum, sem gripi inn í þegar notkunin
væri mest og þörfununl yrði fullnægt á þann
Iiátt. Hins vegar yrði þar aðeins um bráða-
hirgðaráðstöfun að ræða, sem á engan hátl
má hlanda saman við endanlega úrlausn
raforkumála Reykjavíkur.
Enn hafa þær tillögur komið fram, að
gerðar vrðu rannsóknir á gufumagni og jarð-
hita í Henglinum og viðar á jarðhitasvæðinu
hér í nágrenninu, en til þess verður að kaupa
hentugan jarðhor. Hefir Gísli Ilalldórsson
verkfræðingur harist fyrir þessu, en sætt
nokkrum andmælum og þó öllu frekar sinnu-
levsi. Lýsti hann því þannig í blaðagrein nú
nýlega að hann liefði fengið lilhoð í fullnægj-
andi jarðbor og komið því rétta boðleið, en
Iilutaðeigendur liefðu sinnt því að engu, þótt
niánuðir væru liðnir frá því er tilhoðið
komst áleiðis. Verkfræðingar munu yfirleitt
lelja að þetta mál sé vel athugandi og hafi
margt til síns ágætis, ef framkvæmanlegt
reynist. Aðallega virðast menn óttast jarð-
skjálfta, en reynzla mun vera fyrir slíkri
virkjun í öðruin jarðskjálftalöndum, sem
á engan hált mælir þessu í gegn. Sýnist því
íull ástæða til að gerð yrði slík virkjun i lil-
raunaskyni, á smn máta og er fyrsta hita-
veitan var lögð frá Þvottalaugunum í nokkur
hús hér innanbæjar, en síðar var hyggt á
reynzlu þeirri er þar fékkst. Kostnaður við
rannsóknirnar yrði tiltölulega litill, enda
vel varið fé, sem varið er til að uppgötva
]iær auðlindir, sem Iandið geymir. Nóg er
þörfin fyrir jarðliitann, þegar frost eru níu
mánuði ársins eða þaðan af lengur, eins og
hent hefir. Dýrasta óhófið er cf til vill at-
hafnaleysið i þessu máli.
Frá hæstarétti:
Hafði eigi tekið
jörðina á erfða-
leigu.
Þann 14. maí var kveðinn
upp dómur í málinu Þórður
Halldórsson gegu Jarða.
kaupasjóði ríkisins.
Tildrög máls þessa voru
þau, að á árinu 1938 seldi
Halldór Jónsson bóndi á
Rauðumýri Jarðakaupasjóði
eignar- og ábýlisjörð sína
Rauðumýri. Bjó hann áfram
á jörðinni og var gert ráð fyr-
ir því að hann fengi jörðina
til erfðaábúðar. Var honum
sent byggingarbréf til undir-
ritunar, en hann Vildi ekki
fallast á leigumála þess og
varð ekki af undirskrift hans
undir það, en afgjald var
greitt, að nokkru leyti af hon.
um og nokkru leyti af sonum
hans. Halldór andaðist 1941.
Skömmu síðar virðist áfrýj-
andi, sem var næst elzti son-
ur Halldórs, hafa krafist þess
að jörðin yrði byggð sér, en
Jarðakaupasjóður hyggði
hana fóstursyni Halldórs sál.
Þórður höfðaði þá mál til
viðurkenningar á erfðaleigu-
rétti sínum, elzti bróðurínn
hafði ekki gert neinar kröfur
í þessu samhandi. En úrslit
málsins urðu þau, að kröfu
Þórðar var hrundið. Var tal-
ið að enda þólt Halldór sál.
hefði átt rétt erfaleigu, þá
hafi hann ekki, er liann and-
aðist, verið búinn að taka
jörðina á erfðaleigu. Hafi
slikur réttur þvi ekki slofn-
ast bonum til handa, en af
því leiði að hann liafi þá ekki
heldur getað gengið i erfð til
niðja hans. Var Jarðakaupa-
sjöður því sýknaður af kröf-
unl Þórðar.
Hrl. Einar B. Guðmunds-
son flutti málið af liálfu á-
frýjánda, en hrl. Gnnnar
Þorsteinsson af hálfu stefnda.
Þan 16. maí var kveðinri
upp dónnfrí liæstarétli i mál
inu Bæjarfógeti Akraness f.
h. rikissjóðs gegn Bíóhöllinni
á Akranesi.
Máalvextir eru þeir, að eins
og alkunnugt er gáfu þau
hjónin Haraldur Böðvarsson
og Ingunri Sveinsdóttir Akra
neskaupstað svo kallaða Bió-
liöll á Akranesi, sem er kvik-
mynda- og hljóðfæraleikhús.
Ríkissjóður hefir krafizt
skemmtanaskatts af kvik-
myndasýningum Bióhállar-
innar, en fyrirsvarsmenn
hennar hafa mótmælt
greiðsluskyldu að þessu íeyti.
Ilafa þeir horið fyrir sig að
samkvæm t skipulagsskrá
Bíóhallarinnar beri að verja
arðinum af stofnun þessari
til mannúðar- og írienningar-
mála á Akranesi, en sam-
kvæmt þeim tilgangi sé stofn-
un undanþegin skemmtana-
slcatti samkvæmt 6. lið' 3. gr.
1. nr. 56 frá 1927. Af liálfu
ríkissjóðs var krafizt lögtaks
fyrir skattirium, og féll úr-
skurður í héraði á þá lcið, að
Bíóhöllin væri undanþegin
skemmtanaskatti og var
synjað um lögtakið. Ríkis-
sjóður skaut málinu til hæsta-
réttar og urðu úrslit máls þar
þau, að úrskurður fógcfa-
dórris var úr gildi felldur sök-
um þess að Bióhöllin var tal-
in skyld að greiða skemmt-
anaskatt. Segir svo í forsend-
um Iiæstaréttardómsins:
„Samkvæmt ákvæðum
gjafabréfs og skipulagsskrár
Bíóhallarinnar á Akranesi,
skal hreinum arði af rekstri
liennar varið til sluðnings
mannúðar- og menningar-
máluin á Akranesi, og er
stuðningur við stofnun og
rekstur gamalmannahælis og
sjúkraliúss einungis nefndur
sem dæmi. Eftir þessu er
heimild fyrirsvarsmanr.a Bíó-
hallarinnar til ráðstöfunar á
arðinum ekki bundin við
glöggt afmörkuð verkefni,
heldur lagl á vald þeirra að
meta liverju sinni, lvvað telj-
ast skuli til mannúðar- og
menningarmála. Að svo
vöxnu máli þykir stefndi ekki
eiga rétt til undariþágu á
greiðslu skemmlanaskatts
samkvæml h. lið 3. gr. laga
nr. 56 frá 1927. Ber því að
fella hinn áfrýjaða úrskurð
úr gildi og leggja fyrir fógeta
að framkvæma lögtaksgerð-
ina.
Eftir þessum úrslitrim þyk-
ir rétt, að stefndi^greiði áfrýj-
anda kr. 800.00 i málskostn-
að fyrir hæstarétti.“
Hrl, Lárus Jóhannesson
flutti málið af hálfu áfrýj-
anda en hrl. Sveinbjörn Jóns-
son af hálfu Bíóhallarinnar.
Afmæli Eeykvík-
ingafélagsins.
Firnm ára afmæli jiess var
10. þ. m. En af óviðráðanleg-
um orsökum var ekki hægt
að halda upp á afmælið fyrr
en laugardaginn 26. þ. m.
Hafði þá félagið samsæti að
Hótel Borg fyrir félaga sína
og gesti. Gestirnir voru ólaf-
ur Tliors forsætisráðherra og
Bjarni Benediktsson borgar-
stjóri ásamt frúm þeirra, frú
óiöf Björnsdóttir og frú
Ingibjörg Þorláksson, báðar
fyrrverandi borgarstjórafrúr,
og frú Ágústa Ólafsson ekkja
Georgs Ólafssonar, banka-
stjóra. En hann var sem
kunnugt er einn aí frum-
kvöðlunum að stofnun fél. og
fyrsti forseti þess. Þá voru
og tveir fyrrverandi horgar-
stjórar gestir félagsins, þeir
Páll Einarsson og Ivnud
Zimsen ásamt frúm þeirra.
Ilófið var fjölmennt og
ánægjulegt. Þessi minni voru
flutt: Minni félagsins og
Rvíkur, síra Bjarni Jóns-
son, forseti félagsins. Minni
Jónasar Ilallgrimssonar
skálds, Vilhj. Þ. Gislason
skólastjóri. Minni íslands,
Erlendur Ó. Pétursson.
Veizlustjóri var Hjörtur,
Hansson, bauð liann gesti vel-
komna og kynnti ræðumenn.
Af hálfu gesta töluðu borg-
arsljóri og forsætisraðherra,
einnig Sigurjón Pétursson.
Yar góðiir rómur gerðnr að
máli ræðumanna 0g sungið á
eftir ræðunum.
Góðir söngmenn glöddu
líka veiz'lugestina, þeir Pétur
Á. Jónsson og Guðmundur
Jónsson, svo og tvöfaldur
kvartett, sem Hallur Þorleifs-
son stjórnar. Var þeim ó-
spart klappað lof í lófa.
Síðast var dansað til kl. 3,
og fóru rnenn síðar ánægðir
beim.
Náítíúrulækningafélagið
heldur fund i GuSspekifélags-
húsinu i kvöld klukkan 8.30. Þar
flylur Ragriar Asgeirsson ráðu-
nautur erindi, skýrt verður frá
tilhögun á sölu grænmetis frá
Grózku h.f. og loks kosin
skemmtiferðanefnd. Nýjum félög-
um verður veitt móttaka.
„öxndælingur“ Eg hefi fengið heillanga
um Listamannaþingið. ritgerð frá „Öxndæhngi“
um Listamannaþingið
eða öllu lieldur þann þátt, sem fjallar um fræg-
asta Öxndæling, sem uppi hefir verið, Jónas
Hallgrímsson. Því miður verð eg að sleppa ýmsu
úr bréfinu, vegna lengdar þess. Þar segir m. a:
„Herra ritstjóri. Hér með leyfi eg' mér að senda
yður nokkrar línur, er eg tók saman í gær-
kveldi (sunnudag). Yænti eg þess, að þér birtið,
þær á mörgún, eða þá eitthvað úr þeim, ef ekki
er rúni fyrir þær allar. Eins og þér sjáið, er þetta
í flýti hripað og aðeins drepið á nokkur atriði.
*
Avörp og . . Jónas Hallgrímsson var fágætur
ræður. maður og frábært skáld, yndisleg-
asta skáldið, sem íslendingar hafa
eignazt, sennilega einn af mestu orðlistarhöfð-
ingjum veraldarinnar .... Forseli íslands setti
þingið og flutti snoturt ávarp. Davíð Stefánsson
frá Fagraskógi, höfuðskáld íslendinga um þess-
ar mundir, er forseti þingsins. Að loknu ávarpi
forseta íslands, flutti D. St. góða og skörulega
ræðu og kom víða við. Færi vel á því, að lista-
menn vorir íhuguðu rælcilega sumt af því, er
hann sagði — og að þeim vissi — og festu sér
í minni.
*
Myndabókin. „úr myndabók Jónasar Hall-
grímssonar; þættir úr ritverkum
hans, færðir í leikform af Halldóri Kiljan Lax-
hess“, nefndist einhverskonar minningaratriði,
sem haft var um hönd í Tripóli-leikhúsinu uni
kveldið. Eg skal ekkert uin það segja, livernig
H. K. L. hefir lekizt verk sitt, þvi að eg heyrði
fæst af því sem sagt var, fyrir urri og óhljóð-
um í útvarpinu. En mér virtist það, sem eg
heyrði, samhengislítill tætingur og heldur er
eg á því að fyrir hafi brugðið setningum, sem
áttu lítið skylt við Jónas Hallgrímsson og list
ans. En eg tapaði miklu sakir útvarpslruflana.
*
Ætlar að líta En nú mun hafa verið auglýst, að
í bókina. leikur þessi verði sýndur aftur.
Hefi eg þá nugsað mér að lita i
myndabókina og vita hvernig mér geðjast að
hennö En leiðinlegir voru skruðningarnir á laug-
r.rdagskveldið. Og víst er um það, að ekki voru
þeir í æit við Jónas Hallgrímsson. Áður en leik-
urinn hófst var lesin hin fagra og ylrika minn-
ingargrein Konráðs Gislasonar um Jónas lát-
inn. Tómas skáld Guðmundsson fór með nýtt
kvæði eftir sjálfan sig. Eg naut livorugs fyrir
sífellduin útvarpstruflunum.
*
Háskólinn. í dag (sunnudag) flutti dr. Einar
ól. Sveinsson prófessor forkunnar-
fagurt erindi um Jónas Hallgrímsson og var
því útvarpað án allra truflana. Erindið' var vel
til þess fallið að glæða skilning manna á skáld-
skap þessa óviðjafnanlega snillings. Ætla eg,
að ekki geti hjá því farið að öllum þeim, er á
hlýddu, hafi þótt mikiö' til erindisins koma, en
þó mest þeim, sem mestar mætur hafa á kveð-
skap Jónasar og mestan skilning á því, hvílík
guðs gjöf hann var og hefir orðið þjóð sinni.
*
Náttúru- Pálmi Hannesson rektor var að
fræðingurinn. Ijúka við erindi sitt um J. H., er
eg læ botninn í bréf þetta. Hann
lalaði um náttúruskoðarann og skáldið. Erindi
þétta var fallegt, vel samið og hið bezta flutt.
Páhni rektor er mikill smekkmaður á kveðskap
og hefir oft og mörgum sinnum látið í Ijós ást
sína og aðdáun á ljóðum Jónasar. Hann er og
náttúrufræðirigur, sem kunnugt er, og manna
dómbærastur um náttúrufræðileg störf J.ónas-
ar, en þau voru í rauninni furðumikil eftir at-
vikum. Jónas átti við margháttaða örðugleika að
stríða á ferðum sínum um landið, og má merki-
legt heita, hversu miklu hann fékk afkaslað.“
Hér lýkur hréfi Öxndælings.
Misheppnað Eg hlustaði líka á „myndabókina"
útvarp. i úivarpi og-verð að segja það, að
eg heyrði mjög illa. En eg geri
ráð fyrir því, að það hafi V rið húsinu að kenna,
enda skal eg ekki leggja dóm á útvarp þetta að
öðru) leyti. Það var eitt til dæmis, að tónlistin
yfirgnæfði iðulega rödd þulsins, þegar hann átti
að koma fnn í og í lok útvarpsins heyrðist ekk-
ert nema lófaklapp í fullar þrjár mínútur, en
þá hefði verið sjálfsagl fyrir þulinn að .^egja
nokkur orð að skilnaði. En slíkt útvarp frá sam-
komustöðum er svo nýlt í starfsemi Rikisút-
varpsins, að ekki er rétl að sakast m þetta. Það
stendu til hóta.