Vísir - 20.06.1945, Blaðsíða 2
2
V IS I R
Miðvikudaginn 20. júní 1945
Einum manni, og aðeins einum svo að vitað sé, hefir
tekizt að fjarlægja fingraför sín í því skyni að koma
í veg fyrir að lögreglan gæti komizt að því, hver hann
væri. En honum tókst ekki að sleppa_undan lögregl-
unni og situr nú í fangelsi, ásamt lækninum, sem fram-
kvæmdi aðgerðina. — Höfundur greinarinnar er Edgar
Hoover, yfirmaður G-mannanna.
Það var á þeim dögum, er
Dillinger var upp á sitt bezta,
•er mest var rætt um livort
menn gætu náð burtil fingra-
förum sínum. Flest „stór-
mennin“ í glæpaheiminum
reyndu þetta. Dillinger
greiddi aðeins einum lækni
5000 dali fyrir að reyna að
íjarlægja fingraförin. En
•engin þessara tilrauna heppn-
aðist.
Nú héldu menn, að þetta
væri ckki hægt, og það
gleymdist. En allt í einu varð
annað uppi á teningnum, því
að 31. október 1941 var ungr
nr, hávaxinn, ljóshærður og
gáfulegur maður, sem kvaðst
lieita Robert Pitts, handtek-
inn í grennd við Austin í
Texas-fylki, fyrir að hafa
ekki á sér nein skilríki um
fierþjónustuskyldu sína.
Pitts reyndist fingrafara-
laus.
Þetta var einsdæmi í har-
áttunni við glæpina. Alríkis-
lögreglan ameríska hefir í
fórum sínum 57 milljónir
mismunandi fingrafara og
um 125þús.bætast viðá hverj-
,um degi. Þessum fingrafara-
fjölda er þannig fyrir komið,
,að hægt er að komast að því
á þrem mínútum, hvort eitt-
livert hinna fingrafaranna,
:sem inn koma, á sinn líka
meðal þéirra, sem fyrir eru.
Fingraför engra tveggja
manna eru eins, jafnvel ekki
tvíbura. Fingraför Dionne-
fimmburanna eru eins ólík
innbyrðis og t. d. Roosevelts
og Hitlers, svo að ávallt er
hægt að þekkja mann á þeim,
svo að ekki er um að villast.
En hver var nú þessi
fingrafaralausi maður? —
Hvaða læknir hafði hjálpað
lionum?
Fanginn vildi ekki leysa
frá skjóðunni. Hann virtist
ekki hafa komizt í tæri við
lögregluna áður. Hann var
hraustlegur, cins og hann
hefði aldrei í fangelsi komið,
en hann hafði ör mikið á
vinstri vanga. Ifann sagði, að
það stafaði af bruna, cn það
var greinilegt, að reynt hafði
verið að afmá það með aðstoð
læknis.
Nú eru auðvitað tugþús-
undir manna í Bandaríkjun-
um, sem eru eins útlits og
Robert Pitts, en lögreglan
tók þegar til óspilltra mál-
anna. Hún hafði aðrar að-
ferðir til að hafa uppi á
mönnum en fingraförin, þótt
þau séu fljótust og öruggust.
Það er alls ekki óvenjulegt,
að rannsakaðir sé þúsund
menn fyrir einn, sem grun-
aður er. Að þessu sinni var
reynt að vinsa hann úr 25,000
manna bóp. Allar deildir lög-
reglunnar uin allt landið
veittu aðstoð'sina. Maðurinn,
sem kallaði sig Pitts, vhr 'ekki
eins óhultur og hann hélt.
Einn glæþámaður —
iriörg dulnefni.
Við grófum það upp, að
níu árum áður hefði ungur
njaður, sem var injög- rlíkur
hinum handtekna, en án
nokkurra öra cða einkenna,
verið handtekinn fyrir bíl-
þjófnað í Roanoke í Virginíu-
fylkL Hann kvaðst heita Ro-
bert J. Phillips. Nokkrum
mánuðum síðar hafði maður,
er nefndist Robert James
Phillips verið dæmdur í átján
mánaða fangelsi fyrir sama
afbrot. Báðir höfðu söniu
fingraför. Sama kom á dag-
inn um ýmsa „aðra“ menn,
sem teknir höfðu verið, en
höfðu gefið upp ýmis nöfn.
Þeir voru dæmdir á ýmsum
timum næstu átta.ár á eftir.
Meðal þessafa fingrafara
voru fingraför manns, sem
strokið liafði úr fangelsi í
Georgiu, og manns, sem verið
liafði í rikisfangelsinu i At-
lanta í Georgiu-fylki, en ver-
ið fluttur í fangelsi í Alcatraz
— traustasta fangelsi Banda-
rikjanna — vegna þess, að
I sýnt þótti, að hann mundi
ekki bæta ráð sitt. Það var
ekki lengra síðan en í marz
árið 1941, sem þessi söniu
fingraför skutu upp kollin-
um á hávöxnum, ljóshærð-
um, bláeygum þrjátíu og
tveggja ára gömlum manni,
sem hafði verið handtekinn í
Miami í Florida fyrir acj láta
lögregluna ekki vita um yer,u-
stað sinn. Og maður, sem var
likur Pitts í liátt, var grimað-
ur um að hafa framið inn-
brot 1 tóbaksheildsölu í borg-
inni Norður-Wilkesboro í
Norður-Karolínu-fylki.
Þegar fanganum var sagt,
hvað lögreglan hafði grafið
upp, játaði hann að bann
væri Robert Phillips og allir
Iiinir mennirnir að auki.
Hann hafði þótzt viss um, að
lögreglan mundi ekki komast
að neinu um sig, en nú játaði
liann einnig, að hann hefði
fengið utan-aðkomandi hjáip
til að breyta fingraförum sín-
um. Það vissi lögreglan auð-
vitað, en Pitts var ófáanlegur
lil að gefa upplýsingar um,
bver hefði veitt hjálpina,
hvaða læknir ætti þarna lilut
að máli.
Það eina, er lögreglan vissi,
var að aðgerðin hafði ver-
ið framkvæmd einhverntím-
ann á tímabilinu frá 28.
marz 1941, er Pitts var hand-
tekinn í Miami i Florida, til
31. okt., er liann var tekinn í
Texas.
Bersýnilegt var, að lögregl-
an átti þarna í höggi við
mann, sem hefði hingað til
getað leynt sambandi sínu
við glæpaheiminn. Það virt-
ist enginn hægðarleikur að
vinsa hann úr þeim 160,000
Jæknum, sem í Bandaríkjun-
um eru. Og það gat líka ver-
ið, að þarna ætti ekki læknir
hlut að máli.
G-mennirnir
finna slóðina.
Ekkert fékkst upp úr Pitts.
Þá.kom pkkur til hugar að
reyna að spyrja einhvern
kunningja hans. Menn, sem
hann liafði verið í félagi við,
er hann ffa’nuli glæpi sína, þg
aðrir, sem liöfðu verið í klefa
með.lionum, er hann sat inni,
voru nú teknir til yfirlieyrslu.
Robert Pitts. -r- Sjáið örin á
síðu hans.
Margir þeirra þóttust ekkert
vita, eða neituðu að gefa
nokkurar upplýsirigar, en
loks leysti einn frá skjóð-
unni. Ilann sagði, að Pitts
hefði minnzt á mann í sam-
bandi við aðgerðina og liefði
honum heyrzt nafnið vera
Brandenburg.
Þegar lögreglan liafði kom-
izt að þessu, var gefin skipun
um að yfirheyra Ted Pitts,
bróður Roberts. Hann sat þá
i fangelsi í borginni Char-
lptte, þar sem þeir yoru
fæddir og uppaldir og for-
eldrar þeirra bjuggu. Ted var
hinn versti yiðureignar i
fyrstu, en lét >þó að lokiim
uppskátt við/ lögregluna, að
Robert hefði fengið lækni i
einn- til 'að framkvæma að-
gerðina. Læknirinn bjó ein-
hvers -staðar „norður í landi“,
í New Jersey að hann liélt.
Lögreglan þóttist þá vita,
að læknirinn héti Branden-
burg, byggi í New Jersey-
fylki og hefði framkvæmt
i aðgerðina á tímabilinu frá 28.
írarz til 31. október 1941.
Þetta var nokkur hyrjun.
, Orð var nú sent til Jersey-
deildar alríkislögreglunnar
og hún var ekki lengi að
komast að því, að lækriir að
nafni Leopold William Aug-
ust Brandenburg væri búsett-
ur í Union City í New Jersey-
fylki.
Hann var stór maður og
gustmikill, ógurlega feitur,
næstum sex fet á hæð. Það
var ekki hægt að segja, að
liann vekti traust með útliti
sínu, en hinsvegar var heldur
ekkert í fari hans, sem benti
til þess, að hann væri glæpa-
maður.
Við höfðum engar sann-
anir gegn honum. Það var
ekki hægt að fara til hans og
segja formálalaust: „Heyrðu,
karl minn, þú hefir fram-
lcvæmt einhverskonar ólög-
lega læknisaðgerð á manni,
sem Pitts lieitir.“
Pitts mundi vafalaust
segja okkur ljúga, ef við fær-
um þgnnig að og líka mátti
gera ráð fyrir því, að glæpa-
mennirnir tveir, sem höfðu
hjálpað okkur, mundu snú-
ast gegn okkur, þegar málið
kæmi fyrir dómara.
Rikislögreglan leitast jafn-
an við að koma málum sinum
í slíkt horf, að ekki sé hætta á
sliku. Yið leitumst við að
liafa svo góðar sannanir, að
ekkert fáið hfakið þær og
það er okkur ánægjuefni, að
97 af hverjum hundrað
mö'nnum, sem við drögum
fyrir dómara, eru sekir
funilnir á sönnunum ökkar.
Vjð afréðum því að láta
lækninri okkar leika lausum
hala, meðan við rannsökuð-
um forlíð hans, bæði sem
læknis og manns.
Það kom á daginn, að hann
hafði verið handtekinn tvisv-
ar fyrir fóstureyðingar, í
fyrra sinnið 1928 og aftur i
marz 1942, en liann hafði
sloppið við refsingu í bæði
skiptin. Við komust líka að
því, að liann hafði verið
handtekirin árið 1934 fyrir að
skrifa lyfseðla á deyfilyf, án
þess að hafa fengið skrásetn-
ingu samkvæmt Harrison-
lögunum, en þar sem það var
fyrsta afbrot hans, var hon-
um sleppt með sekt.
En við fórum ekki a'ð
kynnast glæpastarfsemi hans
verulega, fyrr en við kom-
umst að því, að hann haf'ði
verið handtekinn og dæmdur
árið 1934 fyrir að vera við-
riðinn 100,000 dala póst-
þjófnað, sem framinn var í
Charlotte í Norður-Karolinu.
Fjórir glæpamenn höfðu
franrkvæmt þjófnaðinn, en
Brandenburg verið í ráðum
með þeim og fengið sinn
skerf.
Fimm dögum eftir ránið
lagði liann inn í banka, sem
var í arinari borg en liann
bjó í, 10,000 dollara í nýjum
fimm dollara seðlum. Hann
notaði ekki sitt nafn, en yfir-
völdunum reyndist auðvelt
að sanna'að fúlgan, sem hann
hafði lagt inn, var hluti þýfis-
ins frá póstinum. En Brand-
enburg slapp við refsingu
með þvi að halda því fram,
að liann hefði ekki vitað um
hvaðan peningarnir væri
fengnir.
Þetta sannaði nú allt að
Leo Branenburg væri ekki
í öllu eins saklaus og hann
vildi vera láta, en það sann-
aði ekki, að hann liefði lálið
fingraför Pitts hverfa.
Sló'ð glæpámannsins.
En rannsókn á liögum
Pitts fór einnig fram á öðr-
um sviðum og sú leit lá þá
alla leið vestur til Alcatraz-
fangelsins, sem er i San
Francisco-flóa. Fangaverð-
irnir könnuðust vel við Pitts.
Fingraförin höfðu verið i
lagi, meðan liann var þar.
Hann hafði lagt lag sitt við
ýmsa stórglæpamenn úr ausl-
urríkjunum og í kunningja-
hópi lians voru einnig þrír
glæpamannanna, sem voru í
sambandi við Brandenburg
um póstþjófnaðinn.
Þarna var þá fyrsti hlekk-
urinn fenginn og lögreglan
reyndi nú að finna fleirij svo
að liægt væri að handtaka
Brandenburg og komast á
snoðir um aðferð lians. Það
kom á daginn, að einn af
póstræningjunum hafði sagt
Pitts, að hann skyldi leita til
Brandenburgs, ef liann væri
hjálpar þurfi, en þessi mað-
ur kvaðst ekkert vita um
glæpsamlega læknisstarf-
semi hans. Þarna voru þvi
ekki fyrir hendi nægar sann-
anir íil að tryggja það, að
læknirinn yrði dæmdur.
En þessi rannsókn hafði þó
borið nokkurn árangur, því
að hún sannaði, ,að Pitts hafði
framið innbrotið i vöru-
skemmuna í Norður-Wilkes-'
boro. og liann yar dæpndur. i
sextán til tuttugu ára farig-
elsi. En þessj þungi dómur
varð til þess, að sannanirnar
fengust gegn Rrandenburg,
því að nú kom Pit,ts:,aftur í
hug að leit.a á náðir hans, fá
hjá honum peninga til þess
að greiða lögfræðingi fyx-ir að
reyná að fá dóminn mildað-
an.
Pitts ritaði bréf úr fang-
elsinu til inanns, er hét Bob
Evei-ett og bjó í borginni
Beach Haven í New Jersev.
Af misgáningi komst bréf
þetta í hendur konu noklc-
urii, sem opnaði það og fann
i því annað bréf og miða, sem
á stóð:
„Bob, gei-ðu mér þann
greiða að koma þessu bi'éfi í
skyndi til Bx-andenburg lækn-
is, því að það er mjög áríð-
andi, og sendu það ekkí i
pósli.....
Bob.
Fljótt, fljótt, fljótt, fljótt,
fljóti, fljótt.“
í binu bréfinu heimtaði
Pitts, að Brandenburg sendi
þegar í stað 800 dollara til
konu einnar í Charlotte í N,-
K.ai’olinu, sagði honum til
hvers féð væri ætlað og bætti
þvi við að lögreglan liefði
framkvæmt aðgerðina á
fingrum Pitts.
Við rarinsókn kom i ljós, að
þeir Brandenburg og Bob
Everett höfðu tíðum haft
samband sín á milli og jafn-
framt var gengið úr skugga
um, að ritvélin, sem bréfið
til læknisins hafði verið ritað
með, var liin sama og Pitts
hafði aðgang að í fangelsinu.
Sannanir voru nú fengnar
fyi’ir sambandinu milli
{Brandenburgs og Pitts og þvi,
(að liinn fyrrnefndi var lækn-
ii'inn, sem lögreglan var á
hnotskóg eftir. Þegar gögnin
voru 4ögð fyrir Pitts og hann
gerði sér ljóst, að ekki mundi
nú framar hjálpar að vænta
úr þeirri átt, varð hann fús
til að segja alla sólarsöguna.
Eftir innbrotið i vöru-
skemmuna, sem framið var
i mai 1941, flýði Pitts noi'ður
í land og fór að ráðum kúrin-
ingja síns um að leita á náðir
Brandenburgs læknis. Hann
fór með Pitts til annars lækn-
is, sem var yfirlæknir
sjúkrahúss, kynnti Pitts
undir dulnefni og kvað hann
óska eftir að gert væri við
örið á andliti hans. Sjúkra-
húslæknirinn játaði, að liafa
framkvæmt Íiina umbeðnu
aðgei'ð, en sagðist liafa gert
það endurgjaldslaust Vegna
ktxnningsskapar síns við
Brandenburg.
Þegar Pitts hafði skýrt frá
þessu, snéri Brandenburg sér
að þvi að fjai’lægja fingra-
förin og gerði það Íieima hjá
sér.
Fyi-st var allt hold á fing-
urgómum vinstri handar
skorið frá inn að beini og er
það vafalaust ekki ýkt hjá
Pitts, að sú aðgerð hafi verið
„ógurlega sársaukafull“. Síð-
an var höndin fest með plástr-
um við hægri hlið hans og
látin vera þ.ar hreyfingar-
laus í þrjár vikur, meðan
fingurnir voru að gróa við
hold síðunnar. Síðan var
sama aðferð liöfð við liægri
höndina. í bæði skiptin gi’éru
fingurnir alveg við lioldið og
siðan var tekinn hárbeittur
hnífur og skorið frá svo að
nokkur holdflyksa var föst
við fingurna og myndaði hún
hina nýj.u fingurgóma.
Lögreglan bafði veitt þvi
eftirtekt, að fimm ör voru á
hvorri síðu Pilts og hafði
engin skýring fengizt á því,
hvernig þau voru til komin.
Bi’andenbux’g læknir var nú
handtekinn . og dæmdur í
þriggja ára fangelsi fyrir
læknisaðgorð sína. H.ann mun
ekki framar verða glæpri-
mönnum til hjálpar í baráttu
þeirra við lögin. Það er líka
lítil liætta á, að aðx’ir. Jpeknaf
reyni að feta í fótspor lians.
•» --8v