Vísir - 20.06.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 20.06.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Miðvikudaginn 20. júni 1945 VlSIR DAGBLAÐ Útgefandi: blaðaUtgáfan vism h/f Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fyrizhyggja. Jjármálaráðherra, Pétur Magnússon, hélt nýlega ræðu á landsfundi Sjálfstæðis- ílokksins, seni haldinn var á Þingvöllum, og Jkveður þar nokkuð við annan tón en nýsköp- nnarglamrandann. Fjármálaráðherra bendir nð vísu réttilega á, að nauðsyn heri til að d'jöJga famleiðslutækjmn, ekki sízt skipum, aneð því að sum Iiafi farist með öllu og önn- íur gengið úr sér. Til þess eigum við að verja jerlendum innistæðum, cn í því sambandi seg- úr ráðherrann: „Ef vel er á lialdið eiga hinar lerlendu innistæður að gera oss kleift, að 3coma atvinnýegum landsins á heilbrigðan jgrundvöll og auka svo atvinnutæki landsins, iað allir geti haft nóg að starfa. ím þá má Jieldur eleki gleijmast, að því, aðeins verða jnj atvinnntæki þjóðinni til varanlegrar gæfu, íið rekstri þeirra sé hagað þannig að atvinn- <in beri sig og að tækin verði endurnýjuð á eðlilegan hátt. Verðbólga og dýrtíð munu vissulega verða erfiður Þrándur í Götu fyr- ir lieilbrigðri þróun atvinnulífsins í fram- tíðinni, en í lengstu lög verður að bera það íraust til vítsmuna og góðvilja forráða- manna þjóðfélagsins, að þeir sigrist á þeim crfiðleikum, sem af þessu stafa.“ Þá segir ráðherrann: „Fyrst og fremst verðum vér 'að geta fengið tækin keypt frá öðrum lönd- iun og auk þess þurfum vér á mönnum að fialda, sem kunna að fara með þau.“ Óhætt jer að fullyrða að hver skyni borinn maður, mun styðja nýbyggingarviðleitnina, með þeim fyrirvara, sem ráðherrann gerir. Ráð- herrann spyr ekki: „Ilvað er að bera sig?“ Isvo sem frægt er orðið. Hann þekkir og skil- ÍUr manna bezt að undirstaðan fyrir allri var- aulegri nýsköpun og jafnframt stöðugri at- ivinnu og velmegun alþjóðar, er að atvinnu- ýeksturinn sé ekki rekinn með halla, þannig að hanri hljóti a ðstöðvast fyrr en varir, ef <ekki er úr bætt. Nýsköpun er lítils virði sé Sekki afkoman tryggð. Ráðherrann gat þess að gjöld síðasta árs hefðu numið 122 milljónum króna, eða um •eitt þúsund krónum á hvert mannsbarn í landinu. Þetta er tilfinnanleg byrði og bún iá eftir að þyngjast. Er það út af fyrir sig Særið íhugunarefni á hvern hátt megi draga júr útgjöldum þessum, ekki sízt er hafizt verð- rir handa í baráttunni gegn verðbólgunni. f Jþeim leik kann ríkisbáknið að verða Iielzt til þungt í vöfum. Hæpið er aftur að draga Jþær ályktanir af sexfaldri fjárveltu, að hag- ur almennings hafi stórbatnað vegna henn- |ar Allt veltur þar ó kaupmætti krónunnar, og mun ekki fjarí-i lagi að gera ráð fyrir að Jiann hafi minnkað sem aukinni veltu nem- rir. Vehnegun almennings stafar af aukinni og stöðugri atvinnu, en ekki fjárveltunni einni saman. Ráðherrann dregur þær álykt- janir að létta beri á ríkisrekstrinum, horfið Vcrði frá uppbótarstefnunni og öllu öðru ifrekar verði að berjast gegn verðþenslunni. A öll þessi alriði hefir verið lögð áherzla hér ií blaðinu, enda liafa þau ráðið úrslitúm um afstöðu blaðsins lil núverandi stjórnar. Fjár- málaráðherrann liefir sýnt að allt þetta er honum ljóst, svo sem vilað var, en bara að |)að sé ekki of mörgum öðrum dulið, og sum- Jim þeim, er sízt skyldi. Hátíðahöldin á Eyrazbahka. Þjóðhátíðin hófst með því, að kl. 1 safnaðist fólk saman við barnaskólann, og kl. 1,30 hófst skrúðganga gegnum þorpið í kirkju. Fremst gengu fánaberar, þá flokkur skáta, piltar og stúlkur, þá börn klædd i há- tiðabúning, er báru ísl fána, síðan almenningur. Kl. 2 hófst guðsþjónustan í kirkj- unni. Sóknarpresturinn, síra Árelius Níelsson predikaði. Úr kirkju var gengið að há- tiðarsvæði í nriðju þorpinu, og kl. 3 byrjaði hátíðin þar með því að presturinn flutti ávarpsorð, því næst kom frarii „Fjallkonan“ (frú Ingi- björg Þórðardóttir) og ávarp- aði samkomuna. Því næst var Fjallkonan hyílt af skátum en sungið var undir leiðsögn kirkjukórsins —, „ó, guð vors laridsi^gjpar næst flutti Sig Krístjánss. káuþm. ræðu, og að siðustu sýndi fimleika- flökkur stúlkna úr U. M. F. E. leikfimi. Á milli atriða voru sungin ættjarðarljóð. Kl. 8V2 síðdegis fór svo fram seinni hluti dagskrár- innar í íþróttahúsinu Fjölni, sem byrjaði með því að Kjart- ari Ólafsson verzlunarstj. á- varpaði samkorinma og minritist Jóns Sigurðssonar forseta. Því næst var sýndur 2. þáttur úr sjónl. Galdra- Loftur eftir Jóh. Sigurjóns- son, og annaðist Leikfél. Eyr- arbakka sýninguna sem tqkst jjrýðilega. Þvi næst söng kvennakór undir stjórn sókn- arprestsins. Næst las frk. Helgá Gúðjónsdóttir upp úr kvæðum Jónasar Hallgrims- sonar. Þá söng kvennakórið aftur, og að lokum var skrautsýning með upplestri úr Völuspá (óðinn og völv- an) og að lokum var stiginn dans fram eftir nóttinni. Skemmtunin — og sam- koman öll — varhin prýðileg- asta, og Ungmenriaféí. Eyr- arbakka, sem sá um hana, til sóma. Fréttaritari. Hátíðahöldin á Reyðaríirði. Reyðarfirði, 18. júní. Hér hófust 17 júní hátíða- ltöldin kl. lh,ÖO með skrúð- göngu út í trjágarð Kvenfé- lagsins. Þar var flutt ávarp, ræða og sungin ættjarðar- Ijóð. Vegna veðurs féllu útií- þróttir niður. Skemmtunin hófst aftur kl. 21. Þar flutli formaður ungmennafélags- ins, Björn Eysteinsson, áyarp og Páll Hermannsson alþm. ræðu. Síðan söng sariikór Rúðareyrarkirkju uridir stjórn Eiríks Sigurðssonar. Talkór flutti kvæði og sýnd- ur var gamanleikur og skrautsýning. Að lokum var stiginn dans. Samkoman var fjölnienn og fór hið hezta fram. Ivvenfé- lag, Verkamannafélag og Ungmennafélag ásamt hreppsnefnd stóðu fyrir ó- keypis hátíðahöldum og veit. irigúin. Fréltaritarinn. Hátíðahöldin í Eyjum. Vestmannaeyjum, 18. júní. Lýðveldissttofnunarinndr var minnzt hér í [yrradag af hádfu bæjarstjórnar og í- þróttamanna með líti- skemmtun á Stakkagerðis- túni. Skemmtunin hófst með skrúðgöngu íþróttamanna, skáta og almennings. Gengið var frá samkomuhúsinu um bæinn og staðnæmst á Stakkagerðistúninu, en þar setti síra Jes A. Gislason há- tíðina með ræðu. Sigfús M. Johnsen, bæjarfógeti flutti aðalræðu dagsins, leikfimi sýndu flokkur kvenna úr Knattspyrnufélaginu Týr og drengjaflokkur úr Iþróttafé- laginu Þór, undir stjórn Sig- urðar Finnssonar og fim- leikaflokkur karla undir stjórn Karls Jónssonar. Þá fór fram handbolta- leikur kvenna úr Tý og Þór og sigruðu Týsstúlkurnar með 7 mörkum gegn 1. Að lokum fór frani víðavarigs- hlaup drengja og sigraði Týr. Vestmannakórinn Karla- kórinn og Lúðrasveitin skemmtu á milli dagskrár- liða. Að síðustu skemmtu menn sér við dans og söng i samkpmuhúsinu fram und- ir morgun. Veður var gott og liáliða- blær yfir öllu. Aðgangur; all- ur var endurgjaldslaus. Jakob. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til mánaða- móta. Gerist áskriféndur strax, hringið í síma 1660 og pantið MaðiÖ. Sýning á íslenzhum bókmenntum við Harvard. ’ Um þessar mundir er haldin sýning á íslenzkum bókum í Widenerbókasafns- byggingunni við Harvard- háskóla. Á sýningunni eru fjölmargar íslénzkar bækur, allt frá Guðbrandarbiblíu til nýjustu íslenzkra bóka. Á safnið með afbrigðum gotl safn íslenzkra bóka, sennilega um 12 þús. eiritök. Eignaðist skólinn fyrst safn dr. Ivonrads von Maurcrs og síðan safn Kristjáns Krist- jánssonar en hans safn var gefið til minningar um Will- iárii H. Scliofield, sem var liiikill unnandi norrænna fræða. Von Maurersafnið hef- ir að geyma niikið af forn- bókmerintúm íslendinga en safn Kristjáns er nijög gott á sviði nútímabókmennta ís- lands, og muri slanda Lands- bókasáfiiinu einu að baki, sem safn blaða og tímarita. Sýningin hefir yakið mikla athygli við Harvard, því að þúsundir inenntamanna ganga um safnið vikulega. Hafa margir getið þess að Jie'ir hefðu ekki gerl sér grein fyrir hversu mikil menning er á íslandi fyrr en þcir sáu sýriinguna. Sex íslenzkir náinsmenn stuíida nám við Harvard og sáu nokkrir þeirra um sýn- inguna. S. f. B. S. berst höfðing'Jeg gjöf. Fyrir sköramu barst vinnu- heiraili S. í. B. S. 5000,00 króna gjöf frá Árncssýslu. Var ákveðið á síðasta sýslufundi að gefa vinniiheimilinu þessa upphæð. Stjórn vinuheirailisins hefi beðið blaðið að færa íbúum Árnessýslu sinar beztu þakkir fyrir þess rausnarlega stuðning við vinnu- hejjtnilið. Esja farin. 1 gær lagði fyrsta íslenzka skipið, séin fer héðan til Norðurlanda frá bryggju og lagði upp í leiðangurinn, sem verður upphaf þess, að bein tengsl komast aftur á milli Islands og meginlands Evrópu. Mikill mannfjöldi var til að kveðja skipið og þann stóra hóp farþega, sem með því fór. Menn fóru í ýmsum erindum utanlands. Sumir fóru heim til sin, Danir, sem hér hafa verið á styrjaldar- árunum, aðrir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir fara til að heilsa upp á ættingja og vini og grennslast eftir líðan þeirra undir hernáminu. * önnur Það er ekki fjarri lagi að kalla retsamoför. þessa för Esju aðra Petsamoför, því að hún er farin i sáma tilgangi, þótt ekki sé eins ástatt um hana. Nú þarf ekki að sækja um siglingaleyfi til tveggja aðila og nú er heldur ekki hættan á því, að kafbátar annars grandi skipinu, ᣠþví að það er ekki i þjónustu hans. Þó ern enn nokkrar hættur, þótt þær sé hverfándi á móts við það, sem þær voru áður, þegar farið var til Petsamo'. En nú er lika liægt að gera margfáit fleiri varúðarráðstafanir én jiá var urint. * Líknarför. En eg er ekki enn búittn að geta þess þáttar í för Esju, sem niun vekja einna mesta athygli í þeim löndum, sem hún heimsækir. Hún er líknarskip i þessari för, líknarskip eins og þau, sem við höfum svo oft heyrt og lésið um og send eru jafnan til landa, sem leikin hafa vcrið hart og lögð í auðn af styrjöldum eða náttúruógnum. Sænsku líknar- skipin hafa oft heyrzt nefnd í þessu stríði og Svlar liafa getið sér mikið orð fyrir hjálparstarf það, sem þeir hafa unnið og vinna enn. * Fæði og Það vita allir, hversu landssöfnunin klæoi. sem ríkisstjórnin gekkst fyrir í siðasta mánuði, tókst frábærlega. Gjafir til hennar, peningar og fatnaðúr, skiptu milljón- um og nú er Esja lögð af slað með nokkurn hluta þess, sem fslendingar létu af hendi rakna. En hún fer lika með meira en það, sem lands- söfnunin leggur af mörkum, því að Rauði kross- inn hefir tékið að sér að koma fjölda böggla nieó malvæium lil einstaklinga erlendis ög þær gjafir eru eittnig með Esju. Þess vegna má vænta þess, að Esja þyki mikill aufúsugestur, þar sem hún kemur i þessari ferð, iriiklu mélri fyrir þess- ar sakir en ella. * Ein rödd. Undanfarið höfum við heyrt margar raddir frá érlendum þjöðum vegna þess, að ár er liðið, síðan íslenzka lýðveldið1 var slofnað á ÞingvöIIum. Allar liafa þær verið vin- samlegar — nema ein, sem borizt hefir hingað frá Danmörku. Þar eru íslendingar sakaðir 11111 svík, fyrir að hafa sparkað i Dani og brotið rétt á þeim. Þetta er fyrsta röddin, sem þannig tekur til máls, en við höfum einnig heyrt aðrar raddir frá Danmörku, sem liafa verið okkur vinsamlegar, þólt þarna kveði nú við annan tón. * Við og Við höfum hvað eftir annað sýnt það Danir. og sannað, að við viljum hafa góða samvinnu við Dani sem aðrar þjóðir og munum ekki kippa okkur upp við það, þótt :inn og’ einn maður meðal þeirra taki þannig til máls. En við viljuni hafa sárrivlnnu við þá og aðra sem frjáls þjóð og við höfum sýnt á síð- ustu árum,’ að við getum staðið einir. Úrslit þjóðaratkvæðisins héfðu orðið hin sömu, og raun varð á, þótt Danir liefðu árin á undan get- að staðið við skuldbindingar sinar við okkur. * Mennta- Á næst ári verður Menntaskólinn skólinn. hundrað ára, það er 'að segja Jiúsnæði skólans, en sem menntastofnun er hann miklu eldri. Húsið er nú orðið allsendis ófullnægjandi fyrir allan þann mikla sæg ungl- inga, sem hann sækja, en vojiandi líðúr að þvi, að nýtt og veglegt hús risi yfir þessa elztu menntastofnun Iandsins, sem geri henni kleift að inna af hendi hið mikla hlutveli, sem ha.in á að gegna í framtíðinni, sem á uniliðnum árum. !í Nýi skólinn. Rannsókn liefir farið fram á þvi undanfarið, hvar hentugast sé að ætla skólanum framtiðárslað og er um 2 staði að ræða. Ekki skal eg ségja neitt um það, hvor verði fyrir valinu sem skólastæði, cnda kernur margt til greina i valinu, sem menn verða að kynna sér, áður en dómur er upp kveðinn. En um hitt getur engum blandazt hugur, að nauð- syn ber til þess, að skolanum verði ætlað nóg land, svo að liann geti aukizt og vaxið með þjóðinni, sem hann á að þjóna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.