Vísir - 20.06.1945, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 20. júní 1945
3
Landshmdi Sjálfsfæðisflokksins lokið:
Nokkrar af ályktnnum þeim, sem
samþykktar vorn á Þingvöllum.
AfstaÖa flokksins í fjármálum, skattamálum og verzl-
unarmálum og ályktun um stofnun lýðveldisins.
Gagnfræðaskóla Beykvíkinga var
sSitið kl. 2 e. h. í dag.
117 nentendur voru I skólanum í vefur.
57 nemendur iuku gagnfræðaprófi.
Landsfundi Sjálfstæðis-
flokksins, sem haldinn var
hér í Reykjavík og á Þing-
völlum, er nú lokið fyrir
nokkuru.
Mörg mál voru til umræðu
á fundum þeim, sem lialdnir
voru i Valhöll á laugardag, en
fundur var fyrst settur rélt
eftir kl. 10 um morguninn.
Var fyrst tekið fyrir skipu-
lagsmál flokksins, sem Jó-
hann Hafstein, framkvæmd-
arstjóri flokksins hafði fram-
sögu í, en að ræðu hans lok-
inni voru frjálsar umræður.
Til máls tóku Ágúst Jónsson,
Hofi, ólafur Jónsson, frá Ell-
iðaey, Jón Brynjólfssón frá
ólafsvöllum og Jóhann Sclie-
ving.
Þessum fundi stjórnaði ól-
afur Bjarnason frá Brautar-
liolti, en ritarar voru Sigurð-
ur ólafsson kaupmaður á
Selfossi og Ragnar Lárusson
fátækrafulltrúi hér í bænum.
Þegar skipulagsmálin
Iiöfðu verið rædd, var fundar-
hlé til klukkan þrjú og voru
helztu sögustaðir skoðaðir,
þegar hádegisverði var lokið.
Þegar fundur var settur á
ný, var frú Guðrún Jónasson
fundarstjóri, en ritari frú
Jakobína Mathiesen frá Ilafn-
arfirði og frú Jónheiður
Eggerz frá Akureyri.
Jóhann Þ. Jósefsson al-
þingismaður flutti framsögu-
ræðu um Nýbyggingaráð,
hlutvei'k þess og störf, en er
hann hafði lokið ixiáli sínu
var fundi frestað til kl. 5,40,
en þá var Benedikt Sveinsson,
skjalavörður, fundarstjóri, en
ritarar Hermann Þórarinsson
frá Blönduósi og Stefán
Jónsson frá Hafnarfirði.
Á þessum fundi var rætt
um margar till. til ályktana,
sem fram liöfðu komið fyrr
á flokksþinginu og voru þær
ræddar. Tóku mjög margir
til máls og slóð fundurinn
fram yfir kl. 10.
Kosið í
miðstjórn.
Fyrir lá nú að kjósa fjóra
menn í miðstjórn flokksins i
stað þeirra, sem úrhenni áttu
að ganga, en þeir voru: Bjarni
Benediktsson, ólafur Thors,
Pétur Magnússon og Pétur
Otlesen. Kom fram tillaga um
að iþeir skyldu endurkjörnir
og var það gert í einu hljóði.
Einn fundarmanna sat hjá.
Um kveldið var siðan Iiald-
ið skilnaðarhóf í Valhöll og
voru þá haldnar margar ræð-
ur.
Sjálfstæðismáli ð.
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins, haldinn á Þing-
völlum í júní 1945, lætur í
Ijósi fögnuð sinn }Tfir því,
að lýðveldi var endurreist á
íslandi 17. júní 1944, svo sem
síðasti landsfundur fól öll-
uin • trúnaðarmönnum
flokksins að vinna að. Þakk-
ars fundurinn forustumönn-
um flokksins ágæta for-
göngu í málinu og ö/llum
landslýð nær einhuga fylgi
við það á úrslitastund.
Verzlunarmál.
1. Sjálfstæðisflokkurinn er
fylgjandi frjálsri verzlun
einstaklinga og félaga. Hann
.er mótfallinn ríkisrekstri og
emkasölum. Flokkurinn tel-
ur óþvingaða samvinnu-
verzlun eðlilega og telur að
einkaverzlun og samvinnu-
verzlun eigi að starfa í
frjálsri samkeppni á jafn-
réttisgrundvelli.
2. Sjálfstæðisflokkurinn
telur nauðsynlegt að afnum-
in verði öll höft á innflutn-
ingsverzluninni, eins fljótt
og ástæður leyfa, svo að inn-
flytjendur geti keppt um að
útvega landsmönnuin sem
beztar vörur með sem lægstu
verði.
Fjármál og skaltamál.
Jafnvel þótt landsfundur-
inn telji, að óhjákvæmilegt
hafi verið, eins og málum
var komið, að leggja á nýja
skatta á síðasta Alþingi, er
hann þeirrar skoðunar, að
keppa heri að þvi, að færa
niður útgjöld ríkissjóðs, svo
að unnt verði að létta skatta-
bjTðina aftur.
Útisamkoma
templara
í kvöld.
Stprstúkuþingið hefst
á morgun.
f kvöld kl. 9 efna templar-
ar til almennrar útisamkomu
í skólaporti Miðbæjarskólans.
Ræður flytja þeir síra
Friðrik A. Friðriksson pró-
faslur á Ilúsavík, Jakob Möll-
er alþingismaður og Friðrik
Hjartar skólastjóri á Akra-
nesi. Þá leikur Lúðrasveit
Reykjavíkur nokkur lög und-
ir stjórn Alberts Klahn.
Eins og áður hefir verið
getið um i hlaðinu hefst Stór-
stúkuþingið á morgun kl. 2
e. h., með því að teni]ilarar
ganga skrúðgöngu í kirkju og
hlýða á messu. Síra Árehus
Nielsson prédikar, en síra
Árni Sigurðsson þjónar fyrir
altari.
Kommúnistar reka
kaupfélagsstjórann
á Siglufirði.
Við síðústu kosningar i
deildir Ivaupfélags Siglfirð-
inga löpuðu kommúnistar
meiri lilula þeim, sem þeir
höfðu haft um nokkra hríð.
\rar almennt búizt við að
stjórn Ivaupfélagsins sem
skipuð er kommúnistum,
mundi segja af sér eftir' að
hat'a fengið á sig þessa van-
traustsyfirlýsingu frá félags-
mönnum, en iþað var nú öðru
nær.
í gær ráku kommúnistar
kaupfélagsstjórann Sigurð
Tómasson fyrirvaralaust og
auk þess eru þeir" búnir að
reka 70 fúlltrúa og meðlimi,
frá ‘því kosningaósigur þeirra
í deildunuiii var kunnur í
byrjun júní.
Aðalfundur Kaupfélagsins
verður haldinn n. k. fimmtu-
dag og á þá einn maður að
ganga úr stjórninni.
VISIR
Islenzkar fréttakvik-
myndir sýndar hér á
næstunni.
Bráðlega mun Óskar Gisla-
son, Ijósmyndari, sýna hér í
hænum kvikmynd sem hann
liefir gert af merkum atburð-
um sem skeð liafa hér frá þvi
í júnibyrjun jiessa árs.
Til dæmis voru kvikmynd-
uð hátíðahöldin 17. júni, bæði
liér í bænum og í Hafnarfirði.
Einnig hátíðahöld listamanna
á aldarafmæli Jónasar Hall-
grimssonar, úrslit i firma-
keppni Golfklúbbsins og aðrir
merkilegir atburðir.
Seljendumir vildn
kaupa skipið aftur
og gefa 10 þús. doll.
á milli.
Eins og skýrt var frá í
Vísi í fyrradag, kom nýtt
flutningaskip, M.s. Haukur,
frá Kanada hingað til lands s.
1. sunnudag.
í gær var blaðamönnum
hoðið til þess að sjá þetta skip,
sem er það fyrsta, sem kem-
ur lil landsins á vegum Ný-
byggingaráðs. Tildrögin til
þess, að þetta skip hefir feng-
izt keypt eru þau, að eigendur
þess, h.f. Haukur og h.f.
Baldur í Reykjarfirði á
Ströndum, höfðu frétt, að
skip væri til sölu í Kanada.
Var svo til ætlazt, að skip
þetta yrði tilbúið í marz, en
vegna ófyrirsjáanlegra al-
vika var ekki unnt að ljúka
við smiðí jxiss fyrr en í mái.
Fóru þeir Haraldur ólafsson,
Pétur Bóasson og Skúli Sí-
vertsen utan til þess að sækja
iskipið og komu með það
eins og fyrr segir, hingað til
lands s. 1. sunnudag, eftir að
hafa verið 12y2 dag á leiðinni
frá Halifax.
M:s. Haukur er 520 tonn
brúttó, en 420 tonn néttó að
stærð og hefir tvær 240 hesl-
afla dieselvélar. Á skipinu
eru 2 dekkspil með 10 hest-
afla mótor livort og ampter-
spil með sama hestaflafjölda.
Á skipinu eru dýptarmælir,
miðunarstöð og íalstöð, allt
hin ágætustu tæki. Skipið,
er allt hið sterkasla og
vandaðasta að öllum frá-
gangi. Sérlega smekkleg og
hentug er vistarvera skip-
stjóra, sem er innréttuð eins
og í prýðilegasta farþega-
skipi og nnin slíkt eins dæmi
um flutningaslcip. Var reynd-
ar svo til ætlazt upphaflega,
að skip þetta yrði ibúð og að-
setursstaður heillar fjöl-
skyklu og hyggt með það fyr-
ir augum. Er ski])ið hafði
verið selt vildu seljendurnir
fá skipið til baka og liuðu 10
]iús. dollara milUgjöf, ef þeir
fengju þessu framgengt, en
íslendingarnir, sem höfðu
'agt í mikinn kostnað til þess
að afla þessa skips vildu ekki
ganga frá kaupunum, því þá
var ferð iþeirra orðín til
einskis.
Heilbrigt líf,
tímarit Rauí5a kross íslands, 1.
—2. hefti, 5. árgangs, hefir borist
blaðinu. Ritið er efnismikið og
vandað eins og endranær. Af efni
þess má nefna: Penecillin. Blóð-
kornastökk. Þættir úr sögu þoska-
lýsisins. Rottur. Undralækingar
Sín ögnin af hverju. Forsaga
Landsspítalans og fleira. Auk
þess er ritið prýtt myndum og
prentað á sérlega góðan pappír.
i^agnfræðaskóla Reykvík-
inga var slitið kl. 2 í
dag. Knútur Arngrímsson,
skólastjóri, flutti ítarlega
ræðu um starfsemi skólans
og framtíðarhorfur. Fara
hér á eftir nokkur atriði úr
ræðu hans.
Bekkjarpróf.
Próf upp úr 4. bekk stóð
ust 19 nemendur. Hæstu
einkunn d331' á vorprófi
hlaut Bragi Sigurðsson, 7,72,
en fullnaðareinkunn. lians
og Jóns Hallgrímssonar
'■oi-u jafnar, 7,46. Upp úr 3.
beKk stóðust 15 próf. Hæsta
einkunn lilaut Kristrún
Karlsdóttir með fullnaðar-
einkunn 7,62. í fyrsta hekk
gengu 75 nemendur undir
próf, 63 þeirra stóðust próf-
ið, en 3 fengu frest á nokkr-
um greinum, vegna veik-
indaforfalla. Hæstur á 1.
bekkjar prófi, miðað yið
fullnaðareinkunn, varð Er-
lingur Halldórsson frá Arn-
gerðareyri, með 8,39, en á
vorprófinu sjálfu var Sverrir
Júlíusson hæstur (einkunn
8,47).
Af 117 nemendum, scm
gengp undir bekkjarpróf
skólans (upp úr 1., 3. og 4.
bekk) voru 17 sem ekki
náðu tilskildum einkunnum,
en aðeins 5 þeirra liöfðu of
lága meðaleinkunn, hinir 12
hafa fallið á svonefndum
frádráttar einkunnum, en
þeim var beitt á prófum
skólans í fyrsta sinn á þessu
ári. Frádráttareinkunnirnar
koma í veg fyrir, að þeir
nemendur flytjist bekkja á
milli, sem vanrækja ein-
stakar námsgreinar, eða
standa sig laklega í þeim.
Gagnfræðapróf.
Gagnfræðaprófi úr 2. hekk
lauk 12. þ. m. og gengu und-
ir það 57 nemendur. 3 liafa
ekki lokið því að fullu, en
48 liafa staðizt prófið. Hæslu
einkunn lilaut Erla Vil-
hjálmsdóttir, 8,10 (hafði 8.50
á vorprófi). Næstir í röðinni
voru Pétur Guðfinnsson
7.85 (prófseink. 8.30) og Ein-
ar Hlíðdal 7.83 (prófseink.
8.03).
Frá því 1938 höfðu nem-
endur úr 2. bekk Gagnfræða-
skóla Reykvíkinga orðið að
ganga sem utanskólamenn
undir gagnfræðapróf Mennla-
skólans. í vor varð hreyting á
þessu, er menntamálaráð-
lierra veitti skólanum gagn-
fræðaprófsréttindi og jafn-
gildir nú gagnfræðapróf
hans gagnfræðaprófi Mennta-
skólans, sem skilyrði til inn-
löku í lærdómsdeild og til að
Laka stúdentspróf. Samlímis
löggilti menhtamálaráðherra
próf skólans í tveim greinum
upp úr 3. bekk og öðrum
tveimur upp úr 4. bekk sem
fullgilt stúdentspróf. Hiiiir
nýútskrifuðu gagnfraéðingar
setjast að sjálfsögðu í haust
i 3. bekk skólans. Á næsta ári
að afloknu 3. bekkjar prófi
keinur fyrst til greina, að ein-
Íiverjir þeirra flytjist yfir i
Menntaskólann og þá sérstak-
lega ijieir, sem stunda ætla
nám í stærðfræðideild, þvi að
4. bekkur Gagnfræðaskóla
Reykvíkinga hefir einungis
máladeildarkennslu.
Mótbárur gegn mennta-
skó’ankennslu skólans.
Þá vék skólastjóri að þvi,
að síðasta áratuginn hefðu á
að gizka 2 af hverjum 5 slúd-
entum frá Menntaskólanum
i Reykjavik átt það Gagn-
fræðaskóla Reykvikinga að
þakka að þeir komust leiðar
sinnar á námsbraulinni.
Þannig liefði hlutverk skól-
ans alla tíð verið fremur að
veita Menniaskólanám en al-
menna gagnfræðaskóla-
kennslu.
Gat hann. þess, að ýmsir
létu sér nú detta i hug, að
skólinn gæti lagt niður
menntaskólakennslu sína.
Gegn þeirri starfsemi hans
væri aðallega hreyft þrem
mótbárum. Ein væri sú, að
liann fleytti 3. einkunnar
mönnum í áttina til stúdents-
prófs. „Það er námshrokans
nauma geð, sem gerir sér
slíka röksemd að góðu, því að
margur 3. eink. maður í skóla
hefir skákað 1. eink. mönn-
uin á prófi lifsins.“
önnur mótbáran væri sú,
að með tilvonandi skólakerfi,
sem að vísu væri ekki búið
að lögleiða og því siður
nokkur reynd komin á,
myndi takast að veita
straumi æskulýðsins frá
stúdentsmenntun til ein-
hers hagnýtara náms. „Þetta
skraf uin að veita straumi
námsfólks frá stúdents-
menntun út í athafnalífið,
var byrjað áður en eg kom i
skóla,“ sagði skólastjóri.
„Það var notað sem röksemd
gegn Mennlaskóla Akureyr-
ar á sínum tíma, það var
notað scm rök fyrir tak-
mörkunum á inntöku i
Menntaskólann hér og það er
notað enn. En straumurinn i
þessa átt liefir aldrci verið
striðari en nú, þrátt fyrir allt
þetla tal, enda streymir
fjöldi unglinga út i athafna-
lifið samtímis.“
Þriðja mótbáran er sú, að
hráðum verði byggt yfir
Menntaskólann i Reykjavik
og muni þá einn meiinta-
skóli nægja. „Grunur minn
er sá,“ hélt skólastjóri áfram,
„að áður en sú hygging verði
komin upp verði sú skoðun
orðin ríkjandi, að ekki verði
komizt af án tveggja mcnnta-
skóla i bænum.“
Nýtt húsnæði.
Fyrir nokkru var frá því
skýrt hér i hlaðinu, að G. R.
myndi fá hús gamla Stýri-
mannaskólans næsta haust,
og fær skólinn þar verulega
aukið húsnæði,.
SUIPAUTG ERÐ
..S U Ð R r
Vörumóttaka til Vest-
mannaeyja fram til há'
degis á morgun.