Vísir - 25.06.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 25.06.1945, Blaðsíða 6
VISIR Mánudaginn 25. júní 1945» Prestastefnan. Framh. af 4. síðu. XI. PRESTSETURSHÚS. Um leið og Prestastefnan þakar Alþingi hækkaða fjár veitingu til byggingar prest- seturshúsa, leyfir hún sér að vekja athygli ríkisstjórnar og Alþingis á þvi, að þrátt fyrir þessa fjárveitingu er þörfin á því að endurbyggja prestsetur landsins svo að- kallandi og brýn í næstu framtíð, að margir söfnuðir landsins eru nú prestslaus- ir eingöngu vegna þess, að bvggingar á prestselrunum þar eru engan veginn íbúð- arhæfar og margir hinna þjónandi presta búa við hús- næði, sem teljast verður með öllu óviðunandi. Af þessum ástæðum skor- ar Prestastefnan á rikis- stjórnina og Alþingi, að sjá svo um, að eigi verði veitt lægri upphæð til bygginga prestsetra á næstu 5—6 ár- um. Auk þessara ályktana voru samþykktar þessar áskoran- ir: 1. Til prófasta um það að trúmálafundir séu áxlega haldnir í prófastsdæm- um þeirra. 2. Til kirkjustjórnarinnar um að láta gefa út í bók- arformi öll gildandi lög og reglugerðir um kix-kju- mál. 3. Til Alþingis um að setja sérstakan prest að Hól- um í Hjaltadal, og skuli lxann hafa umsjón stað- arins. Fleiri samþykkta þykir ekki ástæða til að geta sér- staklega. Kaupirðu góðan hlut þá mundu hvar þú fékkst hann! JAKKAR. Sérstaklega framleiddir fyrir sumarið 1945. Ný gerð. — Ný framleiðsla. Komið og skoðið — og verzlið við „ÁLAFOSS", Þingholtsstræti 2. NOIvKUR ORÐ Á VíÐ OG DREIF. Hér á undan hefir verið getið allflestra samþykkta 'Prestastefnunnar 1945. Má af sumum þeii-ra ráða í það að nokkru, hvað þjónar ís- lenzku kirkjunnar vilja gera til þess að fullkomna starfs- skih'rði og starfshætti þess- ax-ar gömlu og virðulegu stofnunar, svo að hún megi sifelt vera ung og ný og öfl- ug i blessunax-riku starfi fyr- ir þjóð sína. Ef til vill sýndu þó um- ræðurnar það eigi síður en samþykktirnar, hve þjóðholl otí þjóðrækin hin islenzka kirkja er. Að vísu voru ræð- urnar; á þessari prestastefnu afar misjafnar, eins og geng- ur á öllum slíkum samfund- um, þar sem margir menn lýsa skoðunum sínum á fjöl- hliða málum. En flestar þeirra lögðu eitthvað nýti- legt til mála, og sumar mik- ið. Og sá innileikur og kraft- ur trúar, sem þessar ræður margar lýstu, kom fremur fram í skýrunx og skynsam- leguin leiðheiningum og bendingum um málsatriðin sjálf, en guðfræðilegu orða- skvaldri, sem prestar eru einalt sakaðir um af and- stæðingum sinuin. „Ekki er guðsríki fólgið í orðum, heldur í krafti.“ Þessi skiln. ingur fannst þeim, er þetta ritar, koma skýrt fram í beztu ræðunum, sem fluttar voru á. þessari prestastefnu. íslenzku prestarnir vila það veí, að liiargt er athuga- vert við störf þeirra, og inunu fúsir til að taka bend- ingum þeirra er gagnrýna af fullri góðvild. Én sleggju- dóma óvildarmanna .kristn- inn’ar munu þeir láta sér í Jéttu rúmi liggja. Og þeim er Nýkomnar vörur, sem lengi hafa verið ófá- anlegar: Sveppar, Grænmetissafi, 8 teg. blandaðar saman, Eplamauk, Bakaðar baunir, Vanillestengur, Vaxpappír. Sítrónur, Rjómahleypir. aiUzisziM, 's X « PAilTC EPO riit^i'n M.s. NARFI. Tekið á móti flutningi til Siglufjarðar árdegis á morgun, meðan rúm leyfir. Knattspyrna: Knattspyrnumótin nm helgina. Knattspijrnumót 1. flokks hélt áfram um helgina með teik milli K.R. og Fram og milli Víkings og Í.R. Leikar fóru þannig að K. R. vann Fram 1:0 og Vik- ingur vann Í.R. 3:1 Á miðvikudaginn kemur keppir Fram við Val og Iv. R. við í. R. Þá keppti II. fl. Akureyr- inga tvo leiki um helgina. Þann fyrri við Franu á laug- ardaginn og gerði jafntefli við þá 1:1. Síðari leikinn unnu þeir gegn Val í gær 2:0. það gleðiefni, að þjóðin skil- ur það yfirleiit, að kristin trú er eini trausli grundvöllur- inn sem lagður verður und- ir heilbrigt líf frjálsrar þjóð- ar. „Grundvöílurinn er Kristur.“ íslenzka kirkjan á því láni að fagna að eiga þann bisk- up, sem er fullur áhuga, ör- uggur til áræðis, og nieð af- brigðum fórnfús og ósér- hlífinn þjónn kristinnar kirkju. Sigurgeir biskup kom að því hvað eftir ann- að i ræðum sínum á Presta- stefnunni, hvílik Iiöfuðn^uð- syn það væri að vera sam- huga og samtaka í starfi, iiafa „með einni sál eitt í huga“, það að gjöra sigur kristinnar trúar og kristinna hugsjóna sem mestan Það virðist þá líka óhugsándi, að nokkur kristinn prestur eða leikmaðurí landinu telji það til nokkurra bóta eða bless- unar að sundra köftum þeirra, sem allir vilja breiða út riki Krists. Að lokum skal hinni is- lenzku kirkju óskað þeirr- ar hamingju, að hún megi finna þá starfshætti og starfsaðferðir, er geri henni unnt að auka og margfalda áhrif kristinnar trúar i þjóðlífi íslendinga. Flugvél skemmist í lendingu. Vélfluga, sem nokkrir menn hér í bænum eiga, skemmdist er hún var að lenda á Þingvöllum. Mun annað lijól vélarinnar liafa lent niður i liolu á lend- ingarstaðnum. Fór lijólið af og skemmdist vélin nokkuð. Ekki mun þó vera um mik- ilvægar skemmdir að ræða. Flugvallaistæði ákveðið í Vest- mannaeyjum. Undanfarið hefir verið unnið að því að finna heppi- legt flugvallarstæði í Vest- mannaeyjum og hefir nú verið ákveðið hvar aðal- brautin að vellinum verður lögð. Flugmálastjórinn, Erling Ellingsen, hefir tjáð Vísi að aðalbraut vallarins verði 800 m. löng og 60 m breið. Um þessar mundir er unn- ið að jarðvegsrannsóknum með loftpressu og grjótbor og rannsaka, hver hæð flug- braularinnar, miðað við um- hverfið, sé lieppilegust og ó- dýrust. Þegar rannsóknum cr lok- ið, verður samin kostnaðar- áætlun að framkvæmd verks- ins, samið um leigúskilmála á landinu og verkið siðan sennilega hoðið út. Blaðaummæli — Framh. af 3. síðu. Áhevrendur hrifust þegai’ með af meðferð lians á tokk- ötu og fúgu í D-moll eftir Bach (Tausig). Fingur lians eru stálharðir, og liann hef- ir einbeitni í flutningi og list- rænt hugnrflug sem augljós- ara varð í hinni sjálfstæðu meðferð hans á H-moIl són- ötu Liszts, sem liann lék i hinum rétta anda Liszts. í lienni kom í ljós dramatísk ákefð og ástríðufullar upp- hrópanir en þess á milli syngjandi mýkt, sem píanó- istinn lét í ljós í samræmi við tilgang höfundarins. Þótt Rögnvaldur Sigur- jónsson sé enn ungur að ár- um, flytur hann tónlist margra tima af miklum myndugleik. Þegar undan eru teknar þrjár sónötur eftir Scarlatti, G-moll, C-moIl og D-moll, þar sem nokkuð skorti á rósemi, sýndi hann mikinn listaþroska. Hann lék liina fjarrænu prelúdíu „Bruyeres“ eftir Debussy, sem minnir á ilmandi rósa- runn, og liina víxlhrynjandi „General Lavine“ eftir sama liöfund, og hina harðneskju- legu „Suggestion Diabolique“ eftir Prokofieff. Skáru þessi viðfangsefni sig frá hinni yndislegu Nocturne Chopins í F-dúr (op. 15 nr. 1) og þremur mazúrkum hans. Það var einkennilegt að hitta fyrir slavneskan liita í túlkun Prokofieffs og Chop- ins hjá íslenzkum píanóleik- ara. Hljómleikunum lauk með glæsilegri meðferð á hinni erfiðu tokkötu Schu- manns“. William Joyce — Lord Haw-Haw — var í dag leidd- ur fyrir dómara i annað sinn. Loks segir i grein eftir Betsy Winter i „Daily News“, undir fyrirsögninni „íslenzk- ur píanóleikari hrífur áhcyr- endur í Art Gallery“: „. . . . Rögnvaldur Sigur- jónsson hefir gott taumliald á stórkostlegu lifsfjöri sínu og ákefð. Hann kann i framtið- inni að verða talinn með hin- um miklu meisturum (virtu- osi) slaghörpunnar, því að í honum búa voldugir píanista- liæfileikar. Það þarf ekki neinn smá- ræðis lcjark til að ráðast í að leika H-moll píanósónötu Liszts, því ,að það er eitthvert erfiðasta píanóverk, sem nokkurntíma hefir verið samið, og gerir feikna-kröfur til tónmyndunar, tónminnis og fingraleikni. Sigurjónsson þarf ekki að nota nótur, og minni hans förlaðist aðeins einu sinni, sem snöggvast, á þeim þrjátíu mínútum, sem það tekur að leika þetta verk. Þetta er næstum óheyrt af- rek, sem margir af mestu píanóleikurum Iieimsins myndu óska að geta leikið eftir. Hinn ungi Norður- landabúi hefir undursamlcga mikla tækni og hraða, og hann notar dugnað sinn til að ná úr píanóinu fögrum tón- lun, þó að margir leiki á það liljóðfæri með slögunum ein- um saman. Tónverkin tvö eftir Pro- kofieff, gavotte opus 32 nr. 3 og „Suggestion Diaboli- que“ voru leikin með þeim hrifandi brothætta áslætti sem þeim hentar. Nocturne Chopins í F-dúr hafði syngj- andi tón, en hann vantaði í mazúrkana þrjá. Efnis- skránni lauk með tokkölu Schumanns, og vafrandi Ijós- in í Art Gallery vörpuðu réttri birtu á þá ofsafengnu músik, sem lýsir stormi er yfir skellur.“ BÆJARFRCTTIR Skipafréttir. A laugardaginn kom Vi'ðey frá Englandi. Aðfaranótt sunnudags- ins kom Gyllir frá Englandi og Fjallfoss frá New York. 1 gær kom Iiafsteinn frá Englandi. NæturakstuF i nótt annast Litla bílastöðin, síini 1385. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er i Reykjavikur Apóteki. 40 ára er i dag Guðmundur 0. Bær- ingsson, skipstjóri, Meðalholti 10. Farþegar, sem komu til landsins með e.s. Fjallfossi siðastl. laugardagskv. eru þessir: Helga Hólmfríður Ás- geirsdóttir, Hilmar Kristjónsson og frú og dóttir, Runólfur Sveins- son, Örlygur Sigurðsson og Guð- jón Guðmundur Guðjónsson. Veðrið í dag. í morgun var hæg vestan- eðæ norðanátt um allt land. Veður er dumbungslegt og sums staðar rigning eða þokusúld, hiti 7—13 stig. Veðurhorfur í dag. Suðvesturland til Vestfjarðar Norðvestan eða norðan gola, þokuloft fyrst en léttir til siðdeg- is. Norðurland til Austfjarða: Hæg norðan eða norðaustan ált, þykkt loft, víða rigning eða súld,. Suðausturland: Hægviðri. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir „Hreppstjórann á Hraun- hamri“ annað kvöld kl. 9 i leik* lnisi bæjarins. Útvarpið í kvöld. 19.25 Hijómplötur: Hugleiðing: um þjóðsöng Brazilíu eftir Búrle Marx. 20.30 Þýtt og endursagt (Hcrsteinn Pálsson ritstjóri). 20.50 Hljómplötur Lög leikin á harpsikord. 21.00 Um daginn og veginn (Bjarni Asgeirsson al- þingismaður). 21.20 Útvarps- hljómsveitin: Frönsk alþýðulög. Einsöngur: Einar Markan syngur lög eftir Arna Thorsteinsson og. Sigvalda Kaldalóns. 22.00 Frétt- ir. Dagskrárlok. KR0SSGATA nr. 77. Skýringar: Lárétt: 1 Heiðrar, 7 gifta,. 8 bera, 9 ljóðmæli, 10 úðað,. 11 bókstafur, 13 spretti, 14 utan, 15 veru, 16 liljóma, 17 linar. Lóðrétt: 1 Kjáni, 2 storð, 3 út, 4 ræfil, 5 rödd, 6 guð, 10 jötun, 11 fljót, 12 lcvikur, 13 fiskur, 14 ílát, 15 efstur, 16* liljóð. Ráðning á krossgátu nr. 76: Lárétt: 1 Forseti, 7 afa, S láð, 9 N.N., 10 ull, 11 ána, 13 oss, 14 óð, 15 Ása, 16 óla, 17, strákur. Lóðrétt: 1 Fanú, 2 ofn, 3 Ra, 4 élla, 5 tál, 6 ið, 10 unz, 11 ásar, 12 iðar, 13 ost, 14 ólu» 15 ás, 16 ók.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.