Vísir - 27.06.1945, Blaðsíða 3
3
Miðvikudaginn 27. júni 1945 • VlSIR
Höfn vantar í Grímsey.
Mikill framtíðar-
staður fyrir út-
gerð.
Viðtal við Einar
Sveinsson vélsmið.
Grímseyingar seldu á síð-
astliðnu ári saltfisk fyrir
hartnær 300.000 þús. kr., og
er óvíst að nokkurt jafn fá-
mennt byggðarlag landsins
hafi lagt jafn ríkulegan skerf
af mörkum til þjóðarbúsins,
einkum með tilliti til þess að
fiskurinn er nær allur veidd-
ur á handfæri.
Visir hefir hitt Einar
Sveinsson vélsmið að máli,
en liann er nýkominn frá
Grímsey, þar sem hann var
að setja niður vélar í hrað-
frystihús eyjarskeggja.
Einar sagði að með bættum
skilyrðum ættu Grímseyj-
ingau inikla framtiðarmögu-
leika fyrir höndum. En til
þess þarf fyrst og frémst
hættar samgöngur við eyna,
höfn fyrir stóra báta, aukna
ræktun og vatnsleiðslu.
Grímseyingar eru nú um
110 talsins og hefir þeim sízt
fækkað á undanförnum ár-
um þrátt fyjrir erfiðar sam-
göngur við meginlandið.
Áætlunarferðir eru ekki
nema hálfsmánaðarlega með
flóabát frá Akureyri um
Siglufjörð. En það er langt
frá því að þessar ferðir séu
reglulegar, því að ef fluln-
ingar eru ekki fyrir hendi,
eða ef háturinn þarf að fara
eitthvað annað, fellur
Grimseyjarferðin niður.
Lendingarskilyrði eru slæm
cins og sakir standa, aðeins
lítil og ófullnægjandi
hryggja, sem Grímseyingar
liafa að mestu komið upp af
eigin ramleik. Hinsvegar eru
•aðslæður til hafnargerðar
einhverjar þær beztu, sein
hugsast geta, með tilliti til
þess að höfn verður að gera
fyrir opnu hafi.
Það er aðkallandi nauð-
syn fyrir Grímseyinga að
fá gerða liöfn víð eyna, því
að þá mætti stórauka út-
gerð þaðan. Grímsey er einn
hinn glæsilegasti fiskveiða-
staður þessa lands og liggur
mjög vel bæði við þorsk- og
síldveiðimiðum. Þegar* kom-
in væri góð liöfn í Grímsey
þarf ekki að efa að þá
myndu allskonar útgerðar-
framkvæmdir verða hafnar
þar í stórum stíl. Sem stend-
ur verða Grímseyingar að
slunda veiðar á litlum trillu-
hátum, um eða innan við
1Í4 tonns stærð.
Landbúnaður er nokkur i
eynni. Hafa eyjarskeggjar
kýr og kindur fýrir sjálfa
sig og eigin húsílag, en lítið
fram yfir það. lfesta liafa
þeir aftur á móti fáa, enda
þyrftu þeir miklu fremur að
íá híl lil flutninga.
Eyjan er öll grasivaxin og
vel fallin til ræktunar. Ilún
er alls um 800 ha. að stærð,
og þár af eru unj' 500 lia.
ræktanlegir. Enn sem komið
cr slétla evjarskeggjar á
gamla mátann, rista ofan af
c). s. frv., en þetla myndi
breytast ef útgerð ykist, því
þá mundi ræktunin aukast
og meira lagt upp úr töðu-
gresi og fjölgun nautgripa.
Miklir erfiðleikar eru með
vatn í eynni. Brunnar þorna
flesfir upp í þurrkum, en
norður á eynni og alllangt
frá byggðinni, er lind sem
ekki þornar. Þar þvrfti að
bora og koma síðan upp
vatnsleiðslu.
Nýlega kom Garðar Þor-
sleinsson alþm. upp hrað-
frystihúsi í evnni í félagi
með Grimseyingum og er
það til mikilla hagsbóta fyr-
ir útgerð eyjarskeggja.
Verzlunin:
Otflutningur
á gærum og skinn-
' á um í má
Fyrir rúmlega 2 millj. kr.
Skinn og gærur voru aðal-
útflutningsvörur okkar í
maí, þegar sjávarafurðir eru
ekki meðtaldar.
1 mánuðinum voru fluttar
út samtals 228.617 saltaðar
gærur fyrir kr. 1.819.540 og
höfðu þá verið fluttar út alls
410.622 saltaðar gærur, en
andvirði þeirra var 3.274.900.
Er það mun meiri útflutn-
ingur saltaðra gæra en i
fyrra, því áð þá var búið að
flytja út til maíloka samtals
193.950 gæruv, er voru rúm-
lega liálfrar annarrar millj.
kr. virði.
Þá voru í maí fluttar út
3000 sútaðar gærur fyrir
95.630 kr. og á árinu 6200
fyrir rúmlega 200 þús. kr. Á
tímabilinu jan.—maí í fyrra
voru fluttar út 3550 sútaðar
gærur fyrir rúmlega 101 þús.
kr.
í maí voru einnig flutt út
715 minkaskinn fyrir kr.
61.370, en frá ársbyrjun alls
1215 fyrir kr. 126.590. Á sama
tima í fyrra nam þessi út-
flutningur 800 skinnum og
var verðmæti þeirra 83.870
lcr.
Loks voru flutt út 4730 kg.
af söltuðum skinnum fyrir
kr. 18.750. Þá.er búið að flytja
út 7300 kg. af þessari vöru-
tegund og þefir hún gefið af
sér kr. 28.950. í fyrra nam
útflutningur saltaðra skinna
7070 kg., en þá fengust fyrir
þau 29.790 kr.
Gjafir til fátæku ekkjunnar,
afh. Visi: 20 kr. frá M. Þ. 20
kr. frá G. 50 kr. frá V. M. V.
50 kr. frá Þ. G.
Útvarpstíðindi,
ö.'hefti þessa árs er nýkomið
út. Er efni þess sem hér segir:
Tvö kvæði eftir Ingólf frá Prests-
hakka, Á striðstimum — almenn-
ingstækni og nýjungar þeirra, í
þá daga, sinásaga eflir Guðm.
K. Eiríksson, Útvarpið og Roose-
velt Bandarikjaforseti, Hið helzla
við dagskrána, Tvær vestur-
íslenzkar listakonur o. fl.
GéS
eldhússtólka
óskast nú þegar á heira-
ili Brezka Sendiherrans
að Höfða.
Verkfall yfirvof-
andi á síldveiði-
skipum.
Hinn 3. júlí næstkomandi,
kl. 24, verður hafin vinnu-
stöðvun á síldveiðiskipum,
ef samningar um síldveiði-
kjörin hafa ekki tekizt fyrir
þann tíma. Tilkynntu sjó-
mannafélögin í Reykjavík,
Hafnarfirði, Keflavík og á
Akranesi atvinnurekendum
þetta í gærkveldi.
Að undanförnu hafa farið
fram samningaumleitanir um
þessi mál.milli sjómannafé-1
laganna og atvdnnurekenda
með þátttöku sáttasemjara
ríkisins og hefir hann lialdið
tvo fundi með aðilum, en ár-
angurslaust.
í gærkveldi skipaði rikis-
stjórnin sáttanefnd og eiga
þessir ráðlierrar sæti i
henni: B'rynjólfur Bjarnason,
Emil Jónsson og Pétur
Magnússon. Boðaði sátta-
nefndin fullírúa sjómanna-
félaganna á fund í morgun.
Innbrot.
Framið var innbrot í nótí*
í skúr sem grjótnám bæjarins
hefir fyrir innan Tungu.
Brotin var upp hurð að
skúrnum og síðan hrotinn
upp skápur. Var sýnilegl, að
þanra var verið í peningaleit.
Peningar voru hinsvegar eng-
ir geymdir í skúrnum og
hefir þjófurinn farið slypp-
ur og snauður á brott.
50 þús. kr. til spítala
í Keílavík.
Á sýslufundi Gullbringu-1
sýslu, sem haldinn var í gær,]
var ákveðið að verja úr)
sýslusjóði 50 þús. kr. til spít-j
alahyggingar í Keflavik.
Ennfremur var ákveðið að
legja fram til byggingar S. í.
B. í Mosfellssveit 10 þús. kr.
m _________
Bærinn vildi ekki
hafa Jaðar fyrir
heimavistarskóla.
í maí s. 1. sendi stjórn sum-
ardvalarnefndar tempLara
bæjarráði hréf, þar sem
spurzt var fyrir um það, hvort
Reykjavíkurbær mundi vilja
gera leigumála við nefndina
um sumarskála templara að
Jaðri í því skyni að slarf-
rækja þar heimavistarskóla.
Var þetta mál tekið fyrir á
siðasta bæjarráðsfundi og var
þar synjað um að gera um-
ræddan leigumála, með
þremur atkvæðum gegn
tveimur.
Áheit á StrandarkirkjU,
■afhent Vísi: 30 kr. (gamalt á-
heij) frá F. M. 5 kr. frá G. G.
10 kr. frá Konu. 20 kr. frá V.
Þ. 100 kr. frá S. G. 150 kr. frá
M. O. 10 kr. frá XX. 24 kr. frá
Þakklátri mó'ður.
Nýir kaupendur
Vísis fá blaðið ókeypis til næstu
mánaðamóta. Ilringið í síma 1660
og tilkynnið nafn og' heimilis-
fang.
Fiá aðalfnndi L.I.U.
Stjórmn rannsabar mögnleiba á
sameiginlegnm innbaupum.
Þann 19. júní síðastliðinn
Iauk fjórða aðalfundi Lands-
eamands ísl. útvegsmanna.
Var fundurinn haldinn í
Kaupþingssalnum og stóð í
tvo daga. 25 fulltrúar sóttu
fundinn.
Formaður sambandsins,
Sverrir Júliusson, útgerðar-
m.iður, setti fundinn og bauð
félaga veTkomna, J)vi næst
minntist hann drukknaðra
sjómanna og risu fundar-
menn úr sætum sinum i
virðingarskyni við hina
liorfnu sjómenn. Þá voru
kosnir fundarstjóri og fund-
arritari.
Að Jiessu loknu flutti for-
maður itarlega greinargerð
um störf sambandsins frá
síðasta aðalfundi. Kom liann
víða við i greinargerð sinni
og rakti framkvæmdir sam-
handsins.
Vék hann niáli sinu m. a.
að alriði, sem mikið hefir
verið rætt innan samtaka út-
vegsmanna ,en það eru sam-
eiginleg innkaup á neyzlu-
vörum útgerðarinnar i gegn-
um Landssambandið, en um
J)að mál voru gerðar sam-
þykktir á síðasta aðalfundi í
liaust. Taldi liann að stjórn-
in hefði ekki séð ástæðu til
að ráðast i neinar fram-
kvæmdir máli Jæssu viðvíkj-
andi enn sem komið er og
taldi upp eftirfarandi ástæð-
ur:
1. Starfið í sambandi við
afgreiðslu fiskútflutnings-
málanna hefir heimtað allan
tinia starfsmanna sambands-
ins, auk annarra daglegra
anna.
2. Fjárhagsleg ábyrgð-fylg-
ir hinum sameiginlegu inn-
kaupum,-sem stjórnin Iiefir
ekki tekið afstöðu lil meðan
það var að koma fótunum
undir sambandið.
3. Nauðsynlegl þótti að sjá
hvernig aðstæður hreyttust
til innkaupanna hvað ófrið-
inn snerti, svo að Jæssi aðaÞ
fundur- sem nú situr gæti
endanlega tekið afstöðu lil
málsins.
Gerði fundurinn svohljóð-
andi ályktun:
„Aðalfundur L. f. Ú. sam-
þykkir að kjósa fimm manna
nefnd til þess að gera tillög-
ur um framtiðarfyrirkomu-
lag á sameiginlegum inn-
kaupum útgerðarvara L. í. Ú»
fyrir deildirnar."
Nefnd sú er kjörin var er
skipuð þessum mönnum:
Kjarval Ogmundssyni, Ein-
ari Guðfinnssyni, Leó Sig-
urðssyni, Rafni Sigurðssyni
og ólafi Einarssyni, Kefla-
vík.
Skilaði nefndin cftirfar-
andi ályktun um sameiginleg
innkaup fyrir útgcrðina:
„Aðalfundur L. í. Ú. leggur
til að sambandið beiti sér
fyrir sameiginlegum inn-
kaupum félaganna á: a.Hvers
konar veiðarfærum. b. ölíu.
e. Salti. d. Fiskumbúðym,
öðrum cn um hraðfrvstan
fisk.“
Fundurinn ákveður að
fyrirkomulag slikra inn-
kaupa verði á eftirfarandf
hátt: Að útvegsmenn víðs-
vegar um landið lcggi hver
um sig inn heiðni hjá félagi
sinu, en Landssambandið
liafi síðan fyrirgreiðslu um
innkaup i einni heild. Hver
útvegsmaður tryggi fjárhags-
lee.-i, að slaðið verði við gerða
pöntun.
Vitamálastjórnin baapii radiovita
og ljósdufll ai hemnm.
& í væxtdum liósafæki frá Svíþjóð.
|slenzka ííkisstjórnin hefir
samiS um kaup á all-
mörgum ljósduflum og fá-
einum radiovitum frá
brezka sjóhernum hér. Enn
fremur er von um allmörg
ljóstæki fáist frá Svíþjóð á
næstunni, en á þeim hefir
venð svo mikil hörgull, að
margir nýir vitar standa nú
ljóstækjalausir.
Vitamálastjórinn Iiefir
skýrt Vísi i höfuðdráttum
frá lielztu vitabyggingum i
ár og öðrum framkvæmdum
þar að lútandi.
Til vitabygginga voru veill-
ar 600 þús. kr. á árinu sem
er að liða, og vitanefndin
hefir lagt til við rikisstjórn-
im, að vitar verði reistir á
eftirtöldum stöðum:
Hækkun innsiglingavitpns
í .Sandgerði. Þessu verki'er
nú að meslu lokið.
Nýr viti á Ivetilfles nálægt
Djúpavogi.
Nýr viti á Kögur norðan-
vert við Bprgarfjörð eyslri.
Þessir tveir vitar eru nú í
smíðum.
Nýr viti í Snartastaða-
tanga við Kópasker.
Nýr viti á Hraunhafnar-
tanga, Ijóstækin úr Rifs-
tangavita verði sett í þann
nýja vita, en Rifstangavitinn
lagður niður.
Nýr viti á Ánastaðabökk-
um við Miðfjörð og loks end-
urbygging á Malarrifsvita.
Vegna sívaxandi erfiðleika
undanfarin ár á því að ná i
vilaljóstæki til landsins,
standa allinargir nýir vitar
ljóstækjalausir. Nú er dálítið
að 1-ofa til í þessu efni og við
eigum allmiklar pantanir í
Sviþjóð, sem von er til að fá-,
ist.afgreiddar áður en mjög
langt líður.
Ennfremur má geta Jiess,
að ríkisstjórnin hefir samið
við forystumenn brezka sjó-
hersins um kaup á allmörg-
um ljósduflum og fáeinum
radióvitum.
¥asi§ ykkur á
þjóíunum!
Kl. 9 í morgun keypti mað-
ui’ einn hér í bænum 4 úr-
valsrauðmaga, er allir voru
merktir með skurði í sporð-
inn. Maðurinn lél rauðmag-
ana frá sér við tugthúss-
garðshornið efra á meðan
hann skrapp rétt sem snöggv-
ast frá. Er hann kom aftnr
voru rauðmagarnir horfnir.
Máðurinn, sem átti rauð-
magana biður um, að neyt-
endum hinna stolnu rauð-
maga verði maturinn að
góðu.