Vísir - 11.07.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 11.07.1945, Blaðsíða 3
Miðvikudaginn 11. júlí 1945 VISIR 3 ÆJimi shufffgimm yfir ferðmwm E&gm rar ehmmdÉmhm wmammamma fimtm. við hið þýzka ofurefli um margra ára skeið. Frá Bergen heim. Shipiö sigldi IWprvfji * E ÍEESEÍ3BE skt>rS tÞfj Sripjóö. sja er aftur komm að landi. Hún er fyrsta skipið, sem kemur frá meg- mlandinu eftir ófriðarlokin. Skipið flutti heim stærsta hóp námsmanna frá Ev- rópu, sem nokkurn tíma hefir komið til Islands í einu. Esja hóf ferð sina héðan frá Seykjavík 19. júni. Með skipinu fóru út um 90 far- þegar. Margir þeirra voru Danir, sem höfðu dvalið liér styrjaldarárih, nokkurir far- þeganna voru Norðmenn, enn aðrir voru fslendingar i ýmsum erindum til Norður- landa. Á leiðinni út har heldur lilið til tiðinda. Mcnn skemmtu sér við að spiia á spil, tefla og tala saman. Enginn gerði sér rellu út af því þótt annað slagið vitnað- ist um tundurdufl. Farþcg- arnir vissu allir að skipstjór- inn, Ásgeir Sigurðsson og skipshöfn hans, hafa sigll í gegnum tunduduflasvœðin AÚð strendur íslands öll stvrj- aldarárin og þekkja þær hættur og Iivernig á að var- ast þær, eins vel og á verður IvOSÍð. óvenjuleg leið. Leiðin, sem sigld v,ar að þessu sinni, er mjög óvenju- leg og 'sennilega er óhætt að fullyrða, að einungis fá ís- lenzk ski,p hafi siglt þá leiö nokkuru sinni til Norður- landa. Fyrst var siglt nokk- uð austur með suðurströnd íslands og látið i haf í nánd A’ið Hornafjörð. \rar síðan siglt um stund í suðaustur, unz komið var á móts.við Færeyj.ar, eri eftir það var haldið heint i austur, innan eyja í Færeyjum og upp að ströndum Noregs um 40 mil- ur fyrir norðan Bergen. — Þar var staðnæmzt um stund •og tekinn leiðsögumaður í gegn um lundurduflabcllin suður með ströndinni. Innan skerja í Noregi. Það mun óhætt að segja, að enginn af farþegum Esju á leiðinni út munu gleyma siglingunni eftir að komið var upp að ströndum Nor- egs og leiðinni sem farin var þaðan til Kaupmanflahafn- ar. Eftir að leiðsögumaður- inn kom um horð var haldið inn fyrir skerjagarðinn. Sigl- ingin innan skers í Noregi er svo viðfræg fyrir liina marg- víslegu töfra, sem mæla aug- um vegfarandans þar, að ó- þarfi er í rauii og veru að fjöl- yrða um það. En það sem var einslætt við þessa siglingu Esju á þessum slóðum var fyrst og fremst það, að skipið mun vera hið fyrsta, sem siglir undir fullum þjóðar- einkennum þessa leið eftir að friður var saminn í Evrópu. Ifvarvetna var tekið á móti skipinu með óhlandinni á- nægju. Fólk þekkti auðsjá- anlega merkin á hliðum skipsins og hróþaði óspart ÁSGEIR SIGURÐSSON skipstjóri. húrra* fyrir því. Þessum viiv- arkveðjum var svarað af engú minni ákefð af farþegum um borð. Veðrið átti sinn þátt i að gera þessa siglingu ó gleymanlega. Logn var og glaða sólskin. Um leið og sást til ferða skipsins lögðu hátar frá landi báðum meg- ip við það. í flestum tilfell- um var ungt fólk á þessum bátum með norska fána. Var auðséð á öllu láthragði þess að það kunni yel að meta frelsið, sem það var nýbúið að fá frá áþján hins þýzka hernáms. f Kristjansand. Þegar komið var til Ivrist- jansand rifjaðist upp á ný harmsagan um hernám hæj- arins. Hin ramgeru virki, sem Þjóðverjar náðu með svikum af Norðmönnum eru grafin inn í volduga liamraborg rétt við innsiglinguna og sá sem hefir vfirráð þess í hendi sér er einvaldur yfir liinni frægu höfn bæjarins. Þegar Esja kom til Kristjansand var stór skipalest að sigla þaðan út. Það minnti mann á að enn væru hernaðarregiflr gildandi um siglingar við Noregs- strendur. Lóðsinn kom um borð eft- ir nokkra viðdvöl. Var siglt þaðan innan skerja suður með norsku ströndinni, siðan inn í Skagerak og yfir ósló- arfjörðinn yfir til Kronsladt, sem er lítill landamærabær á landamærum Noregs og Sví- þjóðar. Þar var skipt um leið- sögumann. Hinn norski fór i land en sænskur kom um borð í staðinn fyrir liann. Frá Kronstadt var h.aldið sem leið liggur niður með sænsku ströndinni og yfir Evrarsund til Danmerkur. í Kaupmannahöfn. Augnablikið, • þegar lagzl var upp að hafnarbakkanum í Kaupmannahöfn mun seint liða úr minni þeim, cr þar voru viðstaddir. Fyrsla skip- ið fráríslandi kom til borgar- innar eftir hin löngu styrj- aldar- og hernámsár. Uin 1000 manns, flest íslendingár lóku á móti skipinu. Fólkið stóð i þvögu á bryggjunni, með litla islenzka fána og auk þess voru stórir íslenzkir fán- ar hlaktandi við hún á háum stöngum. Tryggvi Svein- b j örnsson send i ráðsf ulltrúi ávarpaði skipstjóra og far- j)ega fyrir liönd landa í llöfn. Þvi næst afhenti sendiráðs- fulltrúi Ásgeiri Sigurðssvni fagran hlómvönd og að því búnu söng blandaður kór ís- lenzk ættjarðarlög, undir stjórn Axels Arnfjörð. Skip- stjóri svaraði þessari mót- tökuathöfn með snjallri ræuð frá borði. „Áttu ameríkanskar sígarettur?“ Að móttökuhátíðinni af- lokinni fór fólk að heilsast. Farþe'gar spurðu um viðhorf- ið í landi en landar í Ilöfn spurðu um fréttir að heiman. Þvi næst var sjiurt svo að segja af hverjum einasta, sem í landi var: „Áttu amerí- kanska sigarettu?“ Jú, til var, það. Sjálfur átti eg tals- vert marga pakka, sem fóru á tveimur mínútum. Tóbaks- leysið í Höfn er svo mikið að sagt er að einn pakki af góð- um amcrískum sígarettum sé seldur þar á 30 kr., og víst er um það að ekkert er væn- legra til mikils vinskapar þar en að geta boðið upp á ameríkanskan eða brezkan vindling. Hér skal látið slað- ar numið um Ilöfn i bili en haldið áfram ferðasögunni. Sjáumst fljótt heima. L’m hádegi sunnudaginn 4. júlí skvldu allir vera komnir um borð í Esju, seni ætluðu að fara með skipinu heim. Múgur og margmenni safn- aðist saman til að kveðja vini og landa, sem áttu því „gullna láni að fagna“ eins og einn kunningi minn orðaði það, að fá að fara heim lil gamla Fróns, Að þessu sinni var engm sérstök kveðjuathöfn. Fólk kvaddist með heillaóskum á báðar hliðar. Venjulegasta óskin var þessi frá báðum aðilum: „Sjáumst fljótt heima“. Ilittumst í Gautaborg'. Af ferðalaginu heim er ekki mikið að segja umfrarn það, sem þegar hefir verið skýrt frá. Allir voru glaðir og reifir um borð, enda var veðrið mjög gott lengst af leiðarinnar. Fólk lá úti á þiljum og naut sólskinsins. Eini verulegi skugginn, sem hvildi yfir heimferðinni voru Iiinar stöðugu yfir- heyrslur fulltrúa danska her- námsaðilans. Ferðin hófst raunverulega með því, að 5 ungir íslendingar voru sendir i íand eftir að þeir höfðu verið yfirheyrðir af herverð- inum um borð. Farþegarnir' sem eftir voru kvöddu þessa fimm félaga með því að hrópa nær einum munni: „Þið komið aftur. Við hitt- umst i Gautaborg“. f Gautaborg. Eftir skamma siglingu yf- ir Evrarsund var komið til Gautaborgar. Þar átti skipið að laka talsvert af vörum, scm þó varð minna en til var ætlázt, vegna hins langvinfla verkfalls járniðnaðarmanna, sem þar hefir verið i landinu um langí skeið. Dýrmætasti farmurinn, sem skipið tók þar er alveg vafalausf hinir mörgu farþegar, sem flestir komu frá Noregi eftir stranga lifsreynslu hernámsáranna har, að minnsta kosti sumir hverjir. En 'félagarnir i'imm frá Höfn mættu þar ekki. Viðdvölin í Gautahorg var- aði nokkuð á annan sólar- liring. Þaðan var sigll innan skerja hina sömu leið og skipið kom að heiman, með þeirri einu undantekningu að komið var við í Bergen og þar tekinn nýr leiðsögumaður og vatn. I Bergen voru lielztu kafbátastöðvarnar í Noregi styrjaldarárin. Þær gapa nú tómar við sjónum vegfar- andans eins og ævarandi minnisvarði um þau tæki, sem voru notuð til að drepa sæfarendur, þar á meðal fjölda íslendinga með Goða- fossi og Dettifossi vetrarmán- uðnia 1944 og 1945. í höfn- inni lágu mörg skip, sem handamenn höfðú eyðilagt með loftárásum fvrir Þjóð- ver j um. II af nar m an n vi rk i n voru sundurtælt eftir sprengjur bandamanna og norskra föðurlandsvina. í sjálfri borginni voru mörg hús í rústum. Hrundir vegg- ir og myrkar gluggatætt- ur eru þögul vitni þess harm- leiks, sem Norðmenn liáðu haldið Frá Kergen var heina leið lieim um sömu slóðir og siglt var til Dan- merkur. Á þeirri leið skeði ekkert óvenjulegt og hátíða- höldin hér lieima þekkið þér lesandi. Þessi ferð Esju er að mörgu leyti óvenjuleg og ánægjuleg i senn. Við sem tókum þátt i Iienni niunum ekki gleyma því sem fyrir augun har á liinni löngu leið. En jafn- framt eru aðrir hlutir sem ekki meiga gleymast. Þar á cg við þá sem með dugnaði sínum og árvekni gerðu þessa ferð svo ánægjulega. Meðal þeirra eru Asgeir Sigurðsson skipstjóri og nánustu sam- starfsmenn, fyrsti stýrimaður Grímur Þorkelsson, 2 stýri- maður Guðnnindur Gísláson og 3. stýrimaður Daghjartur Bjarnason. Þá brytinn Sig- urður Guðbjartsson og þjón- ustufólk hans, sem með stakri nákvæmni og alúð gerði sitt ýtrasta til að láta öllum líða vel um horð, og síðast en ekki sízt „þeir sem kyntu eldana“, vélamennirnir og hásetarnir sem unnu hin daglegu sförf. Allir þessir menn verðskulda traust og þakklæti fyrir frammistöðu sína, í ríkum niæli. A. fil yíirskattanefndaz út af úrskurðum skattstjóra og niður- jöfnunarnefndar á skatt- og útsvars- kærum, rennur út þann 24. júlí n.k. Kærur skulu komnar í bréfakassa skatt- stofunnar á Albýðuhúsmu fynr kl. 24 þann dag. Yfiiskatfanefnd Heykjavíkui. GUMMS á barnavagna, hjól og kerrur nýkomin. Fáfttir Laugaveg 17B. — Sími 2631. ATII. — Verkstæði úti um land, sem óska að fá gúmmí, tali við okkur scm fyrst. . Uii leifju á jarðhitasvæði lóð undir sumarhústað, fyrir þann, sem útvegar reglusömum manni herbcrgi i haust. Tilboð, merkt: „Jarðhiti“, sendist blaðinu fyrir 15. þ. m.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.