Vísir - 17.07.1945, Side 4

Vísir - 17.07.1945, Side 4
4 VISIR Þriðjudaginn 17. júlí 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Fyri og nú. Asínum tíma greiddu Bretar Islendingum nokkra fjárhæð, svo sem í uppbótar skyni vegna tapaðs markaðar” á meginlandi Evrópu vegna hertöku Breta á Islandi. Þessu fé var úthlutað milli nokkurra þeirra aðila, sem út- flutningsframleiðslu höfðu með höndum, og fengu bændur bróðurpartinn að vonum. Þetta gerðist í tíð þjóðstjórnarinnar og mun engum verulegum ágreiningi hafa valdið. Þegar svo var komið, gengu menn á lagið og kröfðust nppbóta. Næsta skrefið var að afgreiða á þingi uppbótarheimild til bænda af fé ríkissjóðs, en ])ótt ákveðið sé í stjórnskipunarlögum, að enga greiðslu megi inna af hendi, nema samkvæmt heimild í fjárlögum eða fjáraukalögum, var einföld þingsályktun látin nægja, og um 20 milljóna útgjöld samþykkt án mótatkvæða. Þó mun einn áhrifamaður innan þings hafa skilið hvað hér var að gerast. Hann greiddi tillögunni að vísu atkvæði„ en lét þess jafn- framt getið, að þar hefði. hann greitt atkvæði með vitlausustu þingsályktun, sem dæmi væru þá til í þinginu. Hvað svo sem afgreiðslunni leið, og þá um leið stjórnskipunarlögunum, voru uppbæturnar greiddar af hendi og sættu takmarkaðri gagnrýni, með því að bæði þing- menn og blöð vildu ekki torvelda starf þjóð- stjórnarinnar um of. Afgreiðsla sambandsslitanna stóð yfir með- an utanþingsstjórnin sat, og afgreiðsla stjórn- skipunarlaga, sem breyta varð vegna sam- bandsslitanna. Þjóðaratkvæðagreiðsla varð og fram að fara o. fl., sem ekki skal rakið hér. Öheppilegt var að efna til átaka eða úlfúðar meðan svo stóðu sakir, enda forðaðist ríkis- stjórnin það eftir fremsta megni. Þegar mál þessi höfðu hins vegar verið afgreidd, voru fjárlög lögð fyrir þingið, þar sem engin heim- ild var með tekin vegna uppbótargreiðslna, enda var því jafnframt lýst yfir af ríkisstjórn- inni, að hún teldi slíkar greiðslur óverjandi og mundi gera það að fráfararatriði, yrðu þær samþykktar. Það er allt að því broslegt, þegar haldið er fram, að fyrrverandi ríkisstjórn eigi sök á uppbótargreiðslunum. Hver maður veit, að svo er ekki, en upptökin voru þau, sem hér hefir verið greint frá. Þingflokkarnir allir sameinuðust um þetta mál og virtust ekki annað áhugamál eiga, enda ekki hættulaust að amast við greiðslum til bænda. Núverandi ríkisstjórn, og þá einkum fjármálaráðherra, hefir látið í það sldna, að nauðsyn bæri til að greiðslum þessum yrði hætt, og stendur þá ríkisstjórnin nú nákvæmlega í sömu sporum og fráfarandi ríkisstjórn, er hún lét af völd- nm, og hitt er svo annað mál, hversu giftu- samlega tekst til um uppbótargreiðslurnar í f ramtíðinni. Eitt er að vilja, og annað að gera. Ótrúlegt er að ríkisstjórnin afnemi uppbótar- greiðslurnar rett fyrir kosningarnar næstu, en gott er, ef hún gerir það. Allur vandinn er eft- ir, en auglýsingarnar eru mikils megnugar. Ríkisstjórnin hefir auglýst væntanleg afrek sín, að hætti dugandi kaupsýslumanna, en nú rekur að efndunum ekki síðar en með haust- inu, og kann gormánuður að rcynast erfiður, þótt hundadagarnir hafi liðið blessunarlega. Reykjavíkurmeistaramótinu lokið. I.R. fékk 8 meistara, K.R. 6 09 Armann 1. Jón Hjartar, K.R. vann fimmiarþrautina. Meistaramóti Reykj avíkur í frjálsum íþróttum lauk á laugardag með kepjmi í fimmtarþraut. Veður var leiðinlegt, hvasst á sunnan og kalt í veðri, og varð þvi árangur ekki svo góður sem annars hefði mátt vænta. Úrslit fimmtarþrautarinn- ar urðu þessi: 1. Jón Iljartar, KR. 2493 stig. 2. Jóel Sigurðsson, ÍR. 2193 stig. 3. Einar Þ. Guðjohnsen, IvR. 1980 stig. Árangur Jóns Hjartar í hinum ýmsu greinum varð sem hér segir: í langstökki 0.18 m., spjótkasti 47.32, 200 m. lilaupi 25.8 sek., kringlu- kasti 28.50 m. og 1500 m. lilaupi 4:51,6 mín. — Árang- ur hinna varð þessi (greinar í sömu röð): Jóel: 5.98, 51.98, 25.8, 33.50. í 1500 m. hætti hann eftir 2 hringi og fékk þar þvi ekkert stig. Ein- ar: 5.49, 39.67,-27.7, 31.01 og 5:20,4. Á laugardag átti einnig að kejjjia í 4x400 m. boðhlaujn, en þar sem ekki mættu nógu margar sveitir til leiks, varð að fella þá keppni niður. Árangurinn á föstudag var sem hér segir: 400 m. hlaup: 1. Kjartan Jóhannsson, IR 51,3 sek. 2. Brynjólfur Ingólfsson, KR 53,0 sek. 3. Páll Halldórsson, KR 53,8 sek. 4. Magnús Þórarinsson, A 56,1 sek. Kjartan hljóp mjög hratt af stað og hélt svipuðum hraða alla leiðina. Er tími hans glæsilegur og aðeíns 0,1 sek. lakari en met hans. Brynjólf- ur var ekki eins harður af sér og oft áður, en hins veg- ar virðist Páll vera í mikilli framför. Magnús hljóp á 54,7 sek. í undanrás. Spjótkast: 1. Jóel Sigurðsson, IR 55 75 m. 2. Jón Hjartar, KR 52,87 m. 3. Halldór Sigurgeirsson, Á 46,14 m. 4. Einar Þ. Guðjohnsen, KR 40,62 m. Jóel sigraði örugglega og ætti að fara að ráða við metið úr þessu, en það er 58,78 m., sett af Kristjáni Vattnes, KR 1937. 5000 m. hlaup: 1. Óskar Jónsson, IR 16:01,2 mín. 2. Stefán Gunnarsson, Á 16:30,6 mín. 3. Sigurgísli Sigurðsson, IR 16:39,2 mín. Tími Óskars er sá bezli hér á landi, en metið, 15:23 mín., setti Kaldal erlendis 1922. Annars lllupu allir keppend- urnir á sínum bezta tíma. Stefán er á drengjaaldri og því óvenjulegt efni. 4x100 m. boðhlaup: 1. iR-sveitin 46,3 sek. 2. Ármann 47,1 — 3. Drengjasveit KR 47,1 — 4. B-sveit KR 47,8 — Þetta var mjög sögulegt hlaup. I fyrri riðli hlupu B-sveit KR og Drengjasveit KR, og sigraði sú síðarnefnda á nýju glæsilegu drengja- meti. I hénni voru: Vilhjálm- ur Vilmundarson, Bragi Frið- riksson, Björn Vilmundarson og Stefán Pétursson. — 1 síð- ari riðlinum hlupu A-sveitir allra þriggja félaganna. K.R. náði strax forskoti og jók það stöðugt þar til á síðasta sprettinum, að I.R. tókst að minnka bilið, en K.R. sigraði þó með yfirl)urðum á 45,8 sek. Eftir hlaupið kom í ljós að endamaður K.R. hefði upp úr skii)tingunni hlaujnð ör- lítið út fyrir sína braut, og var sveitin því dæmd úr leik. Hlaupararnir voru þessir: K.R.: Jóh. Bernhard, Brynj. Ingólfsson, Skúli Guðmunds- son og Jón M. Jónsson. I.R.: Magnús Baldvinsson, Hallur Simonarson, Haukur Clausen og Kjartan Jóhannsson. —- Drengjasveit K.R. og sveit Ármanns voru látnar hlaupa aftur um 2. sætið og sigraði j)á Ármann á 46,9, en dreng- irnir höfðu 47,1. Mótinu lauk því með j)ví, að ÍR. fékk 8 meistara, KR. 6 og Ármann 1. Bezta afrek mótsins var | hástökk Skúla Guðmunds- ^ sonar, 1.90 m., sem j)ó var unnið við frekar slæm skil- yrði: með sólina beint i aug- un, en auk þess í mótvindi og köldu veðri. Hann fór yfir allar hæðir, til og með 1.90, í fyrstu tilraun, og er ekki ólíklegt, að honum hefði tekizt að bæta met silt við hagstæð skilyrði. Þrátt fyrir fjarveru sumra af beztu íj)róltamönnum okkar, svo sem Gunnars Huseby og Finnbjarnar Þor- valdssonar, hefir árangur orðið ágætur í flestum grein- um. íþróttamenn okkar eru i greinilegri framför og af- reksmönnum fer fjölgandi, enda eru margir efnilegir drengir í uj)psiglingu. Jeppi ler til Patreks- fjarðar. Frá fréttaritara Vísis. Patreksfirði, 11. júlí. Hingað kom í dag Land- leiðina frá Reykjavík jepp- bíll. Bílstjórar voru eigendur bílsins báðir frá Réykjávik; strætisvagnabílstjórarnir Kristján Benjamínsson Með- alholti 4 og Ólafur Kjart- ansson Baldursgötu 22. Fóru þeir frá Reykjavík kl. 12 á laugardag og komu að Kinnarstöðum kl. 24 sama dag. Þaðan fóru þcir kl. 13. Á sunnudág komu þeir að Eyri við Kollafjörð og biðu þar eftir fjöru, í 3 tíma, héldu síðan ])aðan áfram að Vatfarnesi við Vattarfjörð og líomu ])angað kl. 24 á mánu- dag. Þaðan héldu þeir af stað kl. 12 á • þriðjudag og fóru út með Vattarfirði og upp á Þingmannaheiði nokk- uð fyrir framan veginn og Jiéldu siðan áfram að Vest- urbotni við Patreksfjörð en j)angað komu þeir kl. 3 í nótf og hingað kl.. 13. Ferðin gekk vel og urðu þeir aðeins einu sinni að'fá hjálp, en J)að var við Gufudalsháls. Bíllinn bilaðí aldrei og reyndist hinn bezti. Þetta er fyrsli billinn sem kemur á landi alla leið- ina hingað frá Reykjavík. — Fréttaritari. Áróður. Við íslendingar höfum oft heyrt get- ið um áróður og þykjumst vel vita við hvað sé átl, þegar talað er um að einhver ein- staklingur eða þjóð er sögð hafa rekið sterka áróðursstarfsemi. Við höfum meira að segja ekki farið aiveg vahluta af áhrifum áróðursstarfsem- innar á sumuni sviðum. Að vísu vorum við ís- lendingar að iíkindum yfirleitt aliflestir réttu megin, að skoðun, hvað snertir afskipti í þessu stríði, sem nú er nýlokið.Það þurfti þess vegna ekki að beita áróðri við okkur, eins og Þjóð- verjar þurftu að beita við: þær þjóðir, sein þeir hernámu og ekki voru alveg eins vissar um að ailt, sem þeim var sagt, væri gott og gilt. Smjörekla. Aslæðan fyrir því, að eg cr að gpra áróðurinn að umtalsefni, og hve miklu hann getui) áorkað, er saga, sem mér var sögð um daginn af kunningja mínum, scm I mér fannst hæði skemmtileg og um leið vakti mig til umhugsunar um, hve miklu mætti koma til leiðar mcð einhliða fréttaburði. Þessi kunn- | ingi minn sagði mér, að Norðmaður nokkur hér í bænum hefði fengið eitt pund af smjöri scnt með fyrstu ferð, sem féll milli landanna, eftir að stríðinu lauk. Kom þessi smjörsending frá vinafólki hans í Noregi. Gjöfinni fylgdu svo þau orð, að nú, þegar rælzt hefði úr með við- bitið í Noregi, vildi hann láta vin sinn heima á íslandi njóta góðs af, þar sem hann vissi, að hann hefði átt við þröngan kost að búa að þessu leyti meðan á stríðinu stóð. Hverju Þótl maður sleppi að ræða um hug- á að trúa? ulscmina, sem óneitanlega stendur á bak við þessa smjörsendingu, og lýsir þeirri samúðartilfinningu, sem einna lielzt ber á hjá þeim, sem úr sem minnstu hafa að spila, ])á’ fer ekki hjá, að manni finnsl það harl^ einkennilegt, að þeir í Noregi skyldu halda, að við værum svo illa staddir, að sjálf- sagt væri að liðsinna okkur. Þeim þjóðum, sein lutu herstjórn Þjóðverja var nefnilega alllaf I sagt, að ástandið í öðrum löndum, og þá helzt þéim, sem bandamenn höfðu tangarhaUl á, væri þannig, að menn syltu heilu i hungri, og væri því ástandið heima fyr- ir sizt verra en hjá óvinunum. Við á íslandi áttum sem betur fer, því láni að fagna, að mega fylgjast með öllu sem gerðist án nokkurrar íhlutúnar af hálfu hersins, en svo var Ckki um þær þjóðir, sem Þjóðverjar hernámu. * Frá Danmörku. Guðmundur Arnlaugsson cand. mag.; sem nýkominn er heim frá Danmöku, hélt á sunnudaginn var einkar skemmtilegan fyrirlestur í útvarpið um félags- líf íslendinga í Höfn, og minntist hann þá einn- ig á hvcrnig 'verið hefði i Danmörku eftir að allt samband lagðist niður milli landanna. ís- lendingar mætlust þá ekki á götu svo, að ekki væri minnst á hvernig ástandið myndi vera heima og hvernig sambúð hersins og landa væri. Þegar svo er komið, að engar fréttir fást beint frá einhverju landi, en allar frétlir koma frá sama aðila, er einungis segir svo frá, sem bezt hentar hans máistað, þá er oft erfitt að átla sig á hinu ,rétta samhengi og greina á milli hvað satt muni og hvað logið. Einhliða Ennþá eru margar þjóðir, sem fréttaburður. eiga við þau kjör að búa, að fa aldrei að heyra neinar fréttir frá umheiminum nema eftir vandlegik ritskoð- un, og frá þessum sömu þjóðum heyrist held- ur aldrei nema einhliða fréttir. Svo er uiu flesiar þær þjóðir, sein eru undir vernd llússa. Yfirleitt má segja, að einhver undarleg hula hvíli yfir þvi, sem skeður með þeim þjóðum. Það eina, sem berst með fréttum af þessuni þjóðum er, að þær séu harðánægðar með hlut- skipti sitt. Væntanlega verða þessi lönd seinna opnuð, svo aftur geti farið að berast hlutlaus- ar fréttir af stjórnmálalífi þessara landa, Jiví það er einasta tryggingin fyrir því að þær eigi ekki við kúgun að búa. * . „Heilbrigt líf“. Blaðinu hefir borizt bréf frá dr. Gunnlaugi Claes^en út af greininni „Rottur", eftir próf. Guðm. Hannesson, sem birtisl hér i blaðinu fyrir nokkru, og bið- ur hann þes^ getið, að 'greinin hafi fy.rst birzt i tímaritinu „Heilbrigt líf“. Af vangá liafði fall- ið niður að greina heimildina og biður blaðið velvirðingar lilutaðeigenda á þvi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.