Vísir - 21.07.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 21.07.1945, Blaðsíða 6
6 VISIR Laugardaginn 21. júlí 1945- ILaiDjgap'sla'jssaga tyQDílS GUÐMUNDUR DANÍELSBGN: J (Niðurlag). „Heyrið þér,“ sagði ráð- herrann allt í einu og örlaði á svolitilii eftirvæntingu í dap- urmyrkum svipnum, — „urðuð þér nokkursstaðar varir við áttatíu kúa safnþró og Teit nokkurn Pétursson? — Nei, það þarf sjálfsagt ekki að spyrja um —“ „Jú, einmitt, það gerði eg einmitt,“ greip ráðunautur- inn fram í fyrir honum, feg- um vonsvikna þjóðarleið- inn því að geta þó fært þess- toga eina frétt góða. „Þetta er ljómandi safnþró og skil- yrði til stórfelldrar naut- griparæktar á staðnum. Eg er viss um, að Teitur Péturs- son drífur þetfa áfram, eða svo leizt mér á manninn. Að vísu átti hann ósteypta plöt- una ofan á þróna, en harni sagðist láta gera það næstu daga, og þar sem múrhuoun var að fullu lokið, mældi eg mannvirkið og tók það út sem fullgert. Það er allt í lagi með Teit Pétursson“. „Ungi maður,“ sagði ráð- herrann upplyftum brúnum, „mér er það mikil gleði, að þér skylduð þó að minnsta kosti hitta einn hvítan mann á ferðum yðar, og alveg sér- stök j gleði er mér, að þ.að skyldi einmitt vera Teitur Pétursson, því yður að segja, var hann sá eihi af umsækj- endum um byggingarefni, sem eg persónulega hlutaðist til um, að fengi skjóta og góða afgreiðslu, eg fann það einhvern veginn á mér, að l’.ann ætti það skilið, þó eg þekkti haún ekkert. — Jæja, þetta verður mikill styrkur fyrir mig í þeim slag, scm bú- ast má við að verði um lög númer 80, þegar þingið kem- ur saman. — Og þakka yður nú fyrir, ungi maður, eg héld það sé þá ekki fleira núna.“ „Verið þér sælir, ráðherra,‘ sagði ráðunauturinn og reis á fætur. „Verið þér nú sælir, ráðu- nautur“, sagði ráðherrann. Það liðu nokkrir dagar, og þingið kom saman þann 15. og nú höfðu blöðin frétt um svindlið, og það var mikið um skammir, og brandarar húnir til og fjör í borginni eins og gengur, af því það var svo hressandi að upp- gqtva nýja svindlara, þegar þeir gömlu voru orðnir úr- eltir, eins og tildæmis Stein- dór og þess háttar menn. Og svo les fólk það einn dag i blöðunum, að landbún-| aðar- og heilbrigðisráðherra er kominn með nýtt frum- v.irp i þinginu um viðauka við viðauka við lög númer 80. — Og hann vill enn auka við grein svoliljóðandi: Al- þingi heimilar að smiðir verði ráðnir til þess að vinna jafnóðum úr því efni sem af- greitt er til umsækjenda, pg sé þeim gr.eitt dagkaup úr ríkissjóði samkvæmt gildandi taxta í því héraði, þar séin verkið ér unnið. Síðan Jöng greinargerð. — Nú urðu meiri skammir en nokkru sinni, og það voru fivarlir dagar fyrir ráðherr- ann, því allir hinir ráðherr- arnir sögðu nei, við styðjum ekki svona lagað, — livað þá að óbreyttu þingmennirnir gerðu það — utan einn, sem var kennari austan úr sveit rog hafði svarið að fylgja land búnaðar- og heilbrigðismála- ráðherranum alltaf af þvi liann liefði einu sinni byrjað á þvi. — Og er minnst vonum varir er komin fram tillaga um að fella lög númer 80 úr gildi eins og þaú leggja sig vegna þess þau hafi reynst ó- hæf, og var hún samþvkkt áður en þinglausnir fóru fram. — Um viðaukan þarf ckk ia ðspyrja, og ekki sagði ráðherra af sér þó sumir teldu það hefði verið eðli- Iegra, — og situr hann enn. V. Heilt ár var liðið siðan Há- steini Atlasyni var þvegið að innan upp úr sementi og hann gerður að áttatiu kúa for án yfirgerðar eftir að bafa verið brunarúst í finim ár. Að vísu hafði engin for verið látin í hann enn þá, heldur hafði Teitur Péturs- son hann einungis til sýnis og hafði jafnvel kostað nokkr- um krónum til lireingerning- ar á honum i vertíðarlokin svo ekki kæmi á hann sóða- orð. En eigi að síður, þetta var án efa arðbærasta mann- virki sinnar tegundar á ís- landi, ef ekki í heiminum öllum. í fvrsta lagi hafði það gefið eigandanum í afgang næstum allt hyggingarefnið, sem til þess var lagt, svo nægja mundi í stórhýsi, þar á ofan nokkur þúsund krónur í peningum, og voru pening- arnir styrkur frá ríkinu handa Teiti Péturssvni, af því hann lét gera safnþró þessa handa kúm sínum tilvonandi. —- Liðu nú þau misseri svo fált har til tíðinda og dáði Teitur mjög Hástein Allason sem von var. — Þá er það einn dag um vorið, að vélskip kemur úr hafi og leggst að hryggju og fólk þyrpist á land og spyr eftir híl til höfuðstaðarins. „Hann er farinn,“ segir eilt barnanna, sem þarna er mælt (il þess að horfa á ókunna fólkið og skip þess og vita hvort ekki er fleygt lítið hrúkuðu tyggigúmmíi á hryggjuna. „Það er enginn annar hill fyrr en á morgun." Það verður þó nokkuð uppnám meðal fólksins, þeg- ar ]>að heyrir þetta, Jesús og Guð eru háðir nefndir á nafn fáeinum sinnum svo og ó- vinurinn sjálfur og hans heimili. Því þetta er þá fólk utan úr Bláeyjum, scm ætl- aði sér að komast lil höfuð- staðarins í kvöld, og þegar það hefir sann.prófað að upp- lýsingar barnsins eru réttar og það ,er orðið af, áætlunar- bílnum og liér cr enga leigu- hila að hafa,' 'þá snýr það bræði sinni að sínuín eigin skipstjóra og spvr hvert uxa- höfuð hann sé, — eða hyort ekki hafi verið samræmdar áætlunarferðir bátsins og bilsins. — Skipstjórinn svar- ar þvi til, að hér sé um að ræða hina alkunnu og mjög svo eðlilegu byrjunarörðug- leika, sem allar nýjungar eigi við að striða í uppliafi. „Mátulegt að leggja af stað klukkutima fyrr svo maður sé tryggur,“ segir hann og lítur á úrið. — — „Hvar er hótelið hérna?“ Barnið, sem áðan, verður enn fyrir svörum: „Það er ekkert liótel hér,“ segir barnið, „bara áttatíu kúa for, sem er stærsta for á íslandi og engin for í. — En þarna kemur hann Teitur, sem á haria.“ Og mikið rétt, þarna kemur Teitur Pétursson labbandi niður hryggjuna fínn og lag- legur eins og hann á að sér og spyr hvað hér sé til skemmtunar. „Sælir þið!“ Skipstjórinn gekk fram úr hópnum og kynnti sig, og þegar þeir liöfðu kynnt sig hvor fyrir öðrum, vissi skip- stjórinn upp á hár, að það var hægt að segja þessum manni hvers vegna fólkið var að hlæja, án þess að eiga á hættu að móðga hann, — og lét það flakka. — Nei, það vanlaði nú bara, að Teit- ur Pétursson kynni ekki að taka gríni, hann meira að scgja gaf barninu tvær krón- ur í peningum fyrir að segja svona góðan brandara á rúm- helgum degi. „En svo maður snúi sér nú i alvöru að vandamálinu," sagði hann og heindi orðum sínum til fólksins. „Þá hýð eg ykkur öllum lieim til mín og mun eg sjá ykkur fyrir mat og gistingu þangað til þið fáið ferð, svo fremi sem þið getið gerl ykkur það að góðu.“ Hafi nokkur hinna fimml- án Bláeyinga fram til þessa efazt um, að liöfðingjar hyggðu þorpið Sævareyri á Ilafnleysuströnd, þá gerðu þeir það ekki hér eflir, og skipstjórinn kvað sér Iiljóðs lil þess að taka þella fram og lil þess að þakka boðið fyrir liönd farþeganna svo og h.f. Bláfells, sem stofnað liafði verið í vetur, og í vor Iiafði l'engið sérleyfi til pósts og farþegaflutninga milli lands og eyja. — Iiins vegar leitl, að svona skyldi takast til í fyrstu ferðinni, sagði hann, og hét því, að hetur yrði gælt stundvísinnar næst. — Gengu nú til húsa með Teiti, og gistu að honum. Ilvort það var þennan dag eða aiinan er ekki vitað rneð vissu, en hitt er víst, það var um þessar mundir, sem Teit- ur Pélursson öðlaðisl liug- mynd sína um hótelið, og helgaði hann henni þaðan í frá allt slarf sitt. Hann byrj- aði á almenningi, ^að vekja álmga hansTyrir málin.u, og reyndist það auðvelt. Al- menningur skildi óðara, aði slík ^tefnun seni hótel væri nauðsynleg í öqrum eins ferðamannabæ og Sævareyri var orðinn. Með þvi líka, að h.f. Bláfelli varð enn á.sú skyssa, mánuði eftir hina fyrri, að skiLa farþegum sín- um of seint á land, svo þeir urðu strandarglópar þrjátiu saman, og rigning úti, og hvar átti fólkið að hafast við meðan það beið eftir leigu- bílunum, sem Teitur Péturs- son ráðlagði því að sínra eftir úr liöfuðstaðnum? — Það var þá, sem hann fékk li.f. Bláfell til þess að lofa ákveð- inni upphæð sem styrk í væntanlega hótelbyggingu á Sævareyri, og auðvitað skaut liann skjólshúsi yfir farþega þess meðan þeir hiðu eftir bílunum. — 5íæsta dag átti hann tal við sérleyfishafann á landleiðinni og benti hon- um á, að vegna gistihússleys- is hér hefði hann nú misst af þrjátíu sætum á einu bretti. —- „Því hefðum við getað boðið þessu fólki, sem var skemmtiferðarfólk og engan veginn tímabundið, upp á ný- tízku hótel með músik og baði og öllu mögulegu," sagði hann, „þá hefði það beðið eflir þér til morguns.“ Og sérleyfishafinn sagði „já“ — og „já, það er auðvitað“, og kinkaði kolli, og þetta v‘ar gróflega niikið tap, viður- kenndi hann, og slæmt ef svona kæmi fyrir oft, og lof- aði jafnháum styrk í vænl- anlega hótelbyggingu og h.f. Bláfell hafði lofað. —- Næst kom röðin að lireppnum, og þar sem tveir utanlireppsað- ilar höfðu þegar fundið á- stæðu til þess að styrkja fyr- irtækið, hlaut það að mælast illa fyrir, ef því yrði sýnt tómlæti eingöngu af þeim, sem stóðu því næst. — Ojá, áleil hreppsnefndin, sjálfsagt yrði það skoðað sem aftur- Iialcl. — Og tók bréf herra Teits Péturssonar til athug- unar á fundi, sem honúrii sjálfum var boðið að sitja, að vísu án atkvæðisrétlar, en málfrélsi hinsvegar óskorað á fundinum, ö.g allir tölúðu, og margiar fýrirspurnir gerð- ar til styrkbeiðanda um rekstur væntanlegs hótds og livert fjárhagslegt gildi það mundi hafa fyrir hheppsfélag- ið í heild, en það var þá mjög mikið. Og var samþykkt að veita Teiti Péturssyni styrk- inn. — Fleira ekki lyrirtekið. Fundi slitið. — Næstu vikur fara ekki sög- ur af gangi liótelmálsins, en Teitur Pétursson heldur ekki heilagt í tilefni af styrkjum sínum, öðru nær. Sé lianri lieima i dag, er hann viss með að stiga upp í áætiunar- l)ilinn á morgun og hverfa með honum vestur yfir heið- ar. Síðan veit Sævareyri ekkert um afdrif síns efnileg- asla sonar, unz honum skýt- ur aftur upp eitthverl kvöld- ið, laglegri, sigurvissari en nokkru sinni, en þögull dularfullur og þögull um það, sem fram fer að tjalda- baki. Eins og stjórnmála- maður er hann að verða, ráð- herra, difflómat! — hrosandi og elskulegur hið ytra, slung- inn refur á bak við brosið, Antliony Eden er hann að verða, svei mér þá, — Molo- toff! — Unz miðvikudagurinn 18. ágúst rennur upp. Þá leggur Teitur Pétursson spilin á horðið og það þýðir ekki lengur að spila á móti lionum þó einhver vildi, hann er allrompa sem sé, sá panfíll, — hlankorl! — „Við hyrjum á morgun,“ auglýsir hann. „Allt er til- húið, smiðir fengnir, múrar- ar rörlagnrngamenn, raf- virkjar, en verkamenn vil eg ráða liér innanpláss. Þeir verkamenn, sem kynnu að Framh. á 8. síðu. Bœjarfréttir Næturlæknir er i Laeknavarðstofunni, símú 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki Næturakstur í nótt annast B.S.R., simi 1720; aðra nótt: Bst. Hreyfill, símL 1033.' Helgidagslæknir er Frið.rik Björnsson, Skóla- vörðustig'25, sími 3553. Messur á morgun. Dómkirkjan. Messað kl. 11 f. h., síra Sigurjón Árnason. Laugarnesprestakall. Messað kl„ 2 e. h., síra Garðar Svavarsson. Frá Esjufarþeganefndinni. Þar eð bætt hefir verið úr brýn- ustu þörf Esjufarþega, verður far- þeganefndin aðeins til viðtals þriðjudaga og föstudaga i næslu viku frá ld. 15—16. Útvarpið í kvöld. Kl. 20:30 Útvarpstríóið: Ein— leikur og tríó. 20.50 Leikrit: „Spyr þú Maríu frænku!“ eftir Helen R. Woodvard (Ævar R. Kvaran o. fl.). 21.15 Hljómplötur: a) Laga- flokkur, fyrir: flautu, fiðlu, ví- óta, celló og hörpu, eftir d’Indy- b) 21.40 Gömul danslög. 22.00 Fréttir. 22.05 Danslög til 24.00.. Fólkseklan í Hollywood — Framh. af 2. síðu. slíkum sögurn um virinu- fólksekhina í Hollywood, láta sér yfirléift ekki hregða við rieítt. En ein saga geng- ur fjöllunum hærra í Hollywood og til "gamans er vélt að bæta henni við og er þó öllum nöfnum sleppt. Kvikmyndadís giftist manni nokkurum, sem bað hana þess lengstra orða að ráða tiltekna konu, séni stofustúlku. En þegar kvik- myndagyðjan fór að kynna sér málið, kom upp úr dúrn- um, að stofustúlkan var fyrri kona manns hennar og hann langaði hara til að hjálpa henni í vandræðum hennar. Lengi lifir í kolunum, segir máltækið. Svona til hragðhætis er sanngjarnt að bæta við einni sögu, sem sannar, að ekki er allt fengið með þvi að komast í vist hjá þeirn, sem við kvik- myndirnar starfa. Maður er nefndur Nunnally Johnson. Ilann hefir samið og setl á svið ýmsar frægar myndir svo sem „Þrúgur reiðinnar“,. „Flóttafólk“ (The Pied Pip- er) og margar fleiri. En þrátt fyrir velgengni og sigra á þessu sviði hefir honum eklci haldizt belur á þjónustu- fólki en flestum öðrum. Einu sinni hafði hann þjón sém liét Dino. Það var prýðismað- ur. „Hann var glæsimenni hið mesta“, segir Jolmson um hann. „Hann var eins og: Mussolini, áður en hann datt upp fyrir, og þegar sam- kvæmi voru hjá okkur, var hann alltaf i drifhvítum, gaddhörðum skyrtum“. Einu sinni þegar John^on-hjónin héldu veizlu kom Dino tU húsbónda síns, hneigði sig og sagði: „Eg verð að biðja yður afsökunar á þessum svarla bletti á skyrtunni minni. Hann stafar af því, að ein af konunum sparkaði i mig.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.