Vísir - 08.08.1945, Síða 3
Miðvikudaginn 8. ágúst 1945
M.
V 1 S I R
3
Sárartítii síld
fyrir Æaröur-
landi
Fremur lítil síld barst til
Sigluf jarðar í nött. Eítt skip
Erna, kom þó með 1200 múl
í bræðslu.
Nokkur skip komu með
sild til söltunar, en öll voru
þau með litla slatta. Heild-
araflinn er síldarverksmiðj-
ur ríkisins á Siglufirði og
Raufarhöfn hafa veitt mót-
töku er um það bil helmingi
minni nú en á sama tima í
fyrra.
Menn eru mjög kvíðnir yf-
ir útlitinu með síldveiðarn-
ar i heild. Höfðu margir
gert sér vonir um að sild-
veiðin myndi glæðast fyrir
Norðurlandi með straum,
sem var mestur í gær, en sú
von virðist ekki ætla að ræt-
ast. í gær var að vísu allmik-
ið um sild á Grímseyjar-
sundi, en torfurnar voru
mjög þunnar. Skipin eru
samt flest á þeim slóðum.
Þoka var yfir miðunum i
morgun og hafði engin síld
verið veidd á þessu dægri,
er tíðindamaður -hlaðsins
átti tal við Siglufjörð.
Vísir átti i gær tal við
Ivristin Olsen, flugmann hjá
Loftleiðum li.f.,*en hann var
þá staddur norðanlands.
Skýrið hann hlaðinu svo frá,
að sól og blíða væri fyrir
norðan og hefði verið flogið
síldafflug meðfram öllu
Norðurlandi, en það hefði
engan árangur horið. Voru
háðar flugvélar Loftleiða að
leita sildar að þessu sinni,
en það bar ekki árangur að
heldur.
Hafísinn.
Kristinn Olsen sagði, að
hafísinn væri eitthvað að
lóna frá landinu aftur. Á
laugardag hefði íshroð ver-
ið 10—12 mílur frá Dröng-
um og samfelld hafísbreiða
um. tullugu mílur frá landi.
í gærmorgun var hroðið
hins vegar um 15 mílur und-
an landi og íshellan einnig
fjæ'r en áður.
Guðm. Geirdal
sextugur.
Frá fréttaritara Vísis
á Isafirði.
Guðmundur Geirdal skáld
varð sextugur í s.l. viku.
Hann er landskunnur fyr-
ir Ijóð sín og hefir meðal
annars gefið út Ijóðabækurn-
ar „Milli þátta“ og „Skriðu-
föll“. Geirdal h’efir tekið mik-
inn þátt í sönglífi bæjarins
og þýtt fjölda sönglagatexta,
sem náð hafa mikilli liylli. „
Hafnargjaldkeri liér hefir
Geirdal verið óslitið nær tutl.
ugu ár og áunnið sér almenn-
ar vinsældir i því starfi. Vin-
ir og starfsfélagar Geirdals
heiðruðu hann með gjöfum
og ávarpi. Arngr.
Borgfirðingar sigra
Kjalnesinga í frjálsum
íþróttum.
Héraðskeppni að Ferjukoti
s.9. sunnudag.
Sunnudaginn 5. þ. m. fór
fram íþróttakeppni milli
U.M.S. Borgarfjarðar og
U.M.S. Kjalnesinga á íþrótta-
mótsstað Borgfirðinga við
Ferjukot.
Iþróttakeppnin liófst kl.
2,30 síðdegis. Þátttaka var
takmörkuð við fjóra menn í
hverri íþróttagrein, tvo frá
hvoru samhandi.
Stig voru reiknuð eftir
finnsku stigatöflunni.
Crslit urðu Jiessi:
100 m. hlaup.
Halldór Lárusson, K 12,0
Höskuldur Skagfjörð, B 12,0
Sveinn Þórðarson, B 12,1
Ólafur Ólafsson, K 12,8
400 m. hlaup.
Sveinn Þórðarson B 62,0
Halldór Lárusson, K 64,0
Kári Sólmundarson, B 65,8
Halldór Magnússon, K 67,4
Hástökk.
Ilalldór Lárussbn, K 1,59
Jón Þórisson, B 1,59
Guðbr. Skarphéðinss.,'B 1,54
Halldór Magnússon, K 1,54
- Langstökk.
Kári Sólmundarson, B 5,97
Birgir Þorgilsson, B 5,92
Halldór Lárusson, K 5,86
Gísli Andrésson, K 5,60
Þrístökk:
Birgir Þorgilsson, B 13,04
Halldór Magnússon, K 12,33
Jón Þórisson, B. 12,04
Þórður Guðnmndss., K 11,48
Spjótkast:
Halldór Lárusson, K 40,86
Njáll Gúðmundsson, K 39,28
Guðm. Magnússon, B 37,26
/Sigurður Eyjólfsson, B 36,83
Iíringlukast:
Pétur Jónsson, B 34,44
Sigurður Eyjólfsson, B 31,61
Njáll Guðmundsosn, K 30,35
Gísli Andrésson, Iv 26,55
Kúluvarp:
Alexíus Lúthersson, K 10,66
Björn Jóhannesson, B 10,48
Kristófer Helgason, B 10,47
Halldór Lárusson, Iv 10,34
Borgfirðingar unnu keppn-
ina með 7943 stigum. Kjal-
nesingar hlutu 7497 stig.
Mótið gekk greiðlega, en
veður var óhágstætt, kulda-
stormur.
Nýir kaupendur
Vfsis fá blaðið ókeypis til næstu
mánaðamóta. Hringið í síma 1660
og tllkynnið nafn og heimilis-
faiig. ' i
*
titgáfustarfsemi
PaEma H. Jóns~
sonar, Akureyri.
Bókaútgáfa Pálnia H. Jóns-
sonar er ungt fyrirtæki, en
allathafnasamt og hefir gef-
ið út margt bóka á undan-
förnum tveimur árum. Vísir
hefir aflað sér upplýsinga
um J'.að, hvaða bólca sé von
frá forlaginu á næstunni, og
fara þær upplýsingar hér á
efitr:
í þessum mánuði koma á
markaðinn tvær nýjar ljóða-
bækur. Er önnur eftir Stein-
dór skáld Sigurðsson og nefn-
ist Mansöngvar og minning-
ar. Er liún í fjórum köflum
er heita svo:l. Mansöngvar
og minningar, 2. önnur
kvæði, 3. Söngur Hassans, 4.
Óður eins dags. Er fjórði og
siðasti kafi bokarinnar stór-
brotið ljóð kveðið i tilefni af
17. júní 1944. Sigurður Ein-
arsson las nokkur ljóð úr htík
Jiessari í útvarp nú nýverið.
Ilin Ijóðabókin er eftir Krist-
ján Einarsson frá Djúpalæk
og nefnist Villtur vegar. Er
þetta önnur bók Kristjáns, og
gaf Pálmi H. Jónsson einnig
út þá fyrri, er heitir Frá
nyrztu ströndum.
Um líkt levti og þessar
ljóðahækur koma á markað-
inn koma út tvær bækur aðr-
ir: Er önnur 3. hefti Skugg-
sjár, sem er safn íslenzkra
sagnaþátla og aldarfarslýs-
inga. Þetta er síðasta hefti 1.
bindis Skugg§jár og hefir að
geyma endurminningarKrist-
jáns Ásgeirs Benediktssonar,
Vestur-lslendingsins, sem
mörgum er kunnur fyrir rit-
smíðar sínar undir nafninu
Snær Snæland. Eru þetla
bernskuminningar höfundar
úr svcit lians, Kelduhveríi,
frá árunum fyrir og um 1870.
Er í þeim margvislegan fróð-
leik að finna um þjóðhætti,
daglegt líf, atvinnuhætti, siði
og venjur á þeim tímum. Hin
bókin cr 2 hefti Hafurskínnu,
sem er safn gamalla Ijóða is-
lenzkra, gefið út af Konráði
Vilhjáhnssyni frá Hafralæk.
Af öðrum bókum, er f jalla
um innlendan fróðleik, má
nefna Sögu Símonar Dala-
skálds og Þjóðsagnakver eft-
ir örn frá Steðja. Sögu Sim-
onar ritar Þorsteinn Magnús-
son frá Gilhaga í Skagafirði,
en hann hafði náin, persónu-
leg kynni af Simoni. ,
í undirbúningi ér útgáfa
á völdu safni íslenzkra ljóða,
ætluð æskqlýð landsins. Nefn-
ist hún Ljóðabók æskunnar
og verður mjög vandað til
alls ytra búnings þeirrar bók-
ar. Verður hún prentuð í
tveimur litum og prýdd teikn-
ingum. Bók Jiessi kemur
væntanlega út seint á árinu.
Fyrir jólin kemur út bók-
in Fljúðu, fljúðu klæði eftir
Osa Johnson, konu Martin
Jolinson. Voru þau hjón hæði
rafnfrægir ljósmyndarar og
ferðalangar, sem gerðu víð-
reist um hitaheltið og frum-
skóga þess í því augnamiði
að ljósmynda villidýr og
frumstæða Jijóðflokka. Kom-
úst þau í mörg æfintýr og
háska á ferðum sinum, svo
sein, að líkum lætur. Er lióic
frúarinnar hvorttveggja i
senij æfi&aga þeirrá hjóna og
férðalýsingar. Þetta verður
stór hók, prýdd f jölda inynda
og H'öndíið að frágángi.
Tvær ljóðahækúr, aðrár en
Jiær, sem fyrr eru nefndar,
eru væntanlegar frá útgáf-'
unni. Er önnur eftir ValdÞ
mar Hólm Hallstað og nefn-
ist Brofin skip, en hin eftir
Björn Danielsson kennara.
Fyrir yngstu lesendurna
verður gefin út ný útgáfa á
hók Ólafs’ Jóhanns Sigurðs-
sonar, Við Álftavatn. Og á
næsta ári mun koma út ný
barnabók eftir hann á veg-
um Pálma H. Jónssonar.
Síðast en ekki sízt skal svo
nefnd skáldsaga eftir Pearl
S.‘Buck, Undir austrænum
himni, sem Maja Baldvins ís-
lenzkar.
Fvrr á á rinu eru komnar
út . tvær bækur á vegum
Páhna H. Jónssonar. Er önn-
ur hin kunna skáldsaga Jóh.
Bojers, Síðasti víkingurinn,
í Jiýðingu Steindórs Sigúrð-
sonar skálds, en hin skemmti-
raga eftir Övre Richter Frich,
Nótt við Norðurpól, í þýð-
ingu Sigurðar RóbertssOnar.
Fa að siofna
póiitísk félög.
Montgomery og Eisen-
hower hafa tilkynnt þýzkum
íhúum á henámssvæði Breta
og Bandaríkjamanna að þeim
Þ.ióðverjum, sem innan her-
námmsvæða Jieirra búa, sé
frjálst að mynda með sér
hverskonar verklýðsfélög og
stéttarsamtök, sem þó verði
undir eftirliti hernámsstjórn-
ar bandamanna. Ennfremur
verði þeim leyft að stofna
stjórnmálafélög er starfi á
lýðræðisgrundvelli.
Báðum sim~
skákunum BokSð
Seinni símskákinni milli
Færeyinga og íslcndinga er
nú lokið fgrir nokkurn.
Eins og menn rekur minni
til, stóð skákin þannig, er
henni var frestað um dag-
inn, að liún var heldur ís-
lendingum í vil. Var húið að
leika 28 leiki. í fertugasta
leik sigruðu íslenzku skák-
mennirnir og unnu Jieir Jivi
háðar skákirnar.
Bónaðaiþing
ræðii aíuiðasöln-
málin.
í gær kom liér sanian bún-
aðarþing til aukafundar. Nú
þegar eru 22 fulltrúar komn-
ir til þings, en fjóra vant-
ar enn. Er búizt við að
minnsla kosti Jirír þeirra
komi Iiingað til bæjarins í
dag.
Aðalverkefni þingsins er
að ræða um afúrðasölumál
hænda og verðlag á landhun-
aðarvörum á komandi
hausti. Mun nánari frétta af
þingimi að vænta seinna i
vikunni. Einn er einungis
unnið í nefndum og þv ekki
um ákveðnar niðurstöður að
ræða enn af störfum þings-
ins.
Mountbatter lávarður hef-
ir tilkynnt, að dráttur verði á
því, að brezkir hermenn á
Burmavígstöðvunum geti
fengið heimfararleyfi.
Segir hann að miklir flutn-
ingaörðugleikar séu í Ind-
landi og verði því öll heim-
fararleýfi að híða þangað til
i nóv. eða des.
Mackennzie King forsætis-
ráðehrfa Kanada var nýlega
kjörinn sem þingmaður með
miklum meiri hluta atkvæða
i aukakosningum í Kanada.
Grænlandsfar
kemur til
Akureyrar.
Nýlega kom danska Græn-
landsfarið „Godthaab“ til Ak-
ureyrar. Er þetta fyrsta.
danska Grænlandsfarið, sem
kemur til Akureyrar í fimiu
ár. —
Skipið kom frá Kaup-
mannahöln og er á leið til
Austur-Grænlands í eftirlits-
ferð. Er Jietta fyrsta danska
sldpið, sem fcr lil Austur-
Grænlands, en þrjú önunr
dönsk skip hafa .farið til
Grænlands síðan stríðinu i
Evrópu lauk.
Skipið flutti nokkra far-
þegar, þar á meðal prófessor
Rósenkrantz og aðstoðar-
mann hans, frk. Sole Munck.
Er ætlunin að þau geri ýms-
ar landfræðilegar athuganir
á Grænlandi. Einnig eru með
í förinni 8 veiðimenn frá
Nanok veiðifélaginu. Eiga
þeir að leysa af hólmi nokkra
starfsmenn félagsins, sem
dvalið hala í Grænlandi s.L
fimm ár.
Gert er ráð fyrir að skip-
ið háldi heim lii Danmcrkur
um Reykjavík um miðjan
næsta niánuð. Godlhaab, sem
siglir á vegum danska flot-
ans, fór frá Akureyri áleiðis
til ákvörðunarstaðar síns, er
það hafði tckið kol og vistir.
YtÍfiÍt ÖlvUMÍ ii
a im n u a tt fívri
tt Ætiujrcyri'.
Óvenjulega mikið hefir
borið á ölvun á almannafæri
á Akureyri að undanförnu,
og hefir lögreglan þar tekið
fjölda manna „úr umferð“.
•Mcst brögð eru að Jjví að
aðkomumenn séu ölvaðir. á
almannafæri og allflestir, cr
úr umferð hafa vcrið teknir,
eru aðkomumenn.
Þá hefir borið talsvert á
gálausri og óvarlegri með-
ferð skotvopna, og benda all-
ar líkur til að ölvaðir menn
hafi verið þar að verki. Fyr-
ir skömnm var haídið uppi
skotliríð innan um tjöldin á
tjaldasvæðinu í Vaglaskógi,
og er Jjað mesta mildi að ekki
hlauzt stórslys af.
Einnig var skotið á siunar-
hústaði og útileguskála fyrir
ofan Akureyri og urðu tals-
verðar skemmdir á Jjeim hús-
um af skothriðinni.
Mál Jjctla cr nú í rannsókn
hjá lögreglunni á Akurcyri.
Norðlenskir
presfar, kenn-
arar og Eeik-
menn á fnneli.
Hinn 11. ágúst næstkom-
andi veyður haldinn þriðji
fundur norðlenzkra kennara,
presta og leikmanna, að Hól-
um í Hjaltadal.
Voru Jjað Jjessi samtök, scm
komu hugmyndinni ■ um
Fjórðungssamband Norð-
lendinga á framfæri og nnd-
irhjuggu stofnun Jjess. Hala
fundir þessir verið haldnir á
Akureyri undanfarin tvö ár,
en nú verður fundurinn hald-
inn að Hólum í Hjaltadal.