Vísir - 30.08.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 30.08.1945, Blaðsíða 4
4 V I S I R Fimmtudaginn 30. ágúst 1945 VlSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN YISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6£ 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Vanskil við Fæieyinga. T*itt stuðningsblað stjórnarinnar, Alþýðublað- ** ið, birtir í gær á áberandi stað og mcð stóri’i fyrirsögn fyrirspurn um ]xað, hvort Fiskimálanefnd sé sek um stórkostlcg vanskil við Færeyinga út af skipaleigusanmingnum. Segir ijlaðið enn fremur, að danskur lögfræð- ingur sé kominn hingað til lands til að reka rýttar þeirx-a. Enn fremur segir svo: „Sterkur orðrómur gengur í bænum og víðar út um lánd um að eklci sé allt með felldu um starf- semi Fiskimálanefndar, og sérstaklega sé meii'a cn lítið bogið við framkvæmdir henn- ar og atvinnumálaráðherra, scnx starfsemi hennar hcyrir undir, á samningunum, sem gci’ðir voru við Færeyinga í fyrra.“ Blaðið birtir enn fremur kafla úr „Tímanum“, senx or sanxtal við Islending, sem nýlega kom frá Færeyjum. Fxxllyrðir hann, að Islendingar séu þar yfix’leitt stimplaðir fyrir vanskil. Það er næsta ólrúlegt, að blað, sem styður ríkisstjórnina, bæri fram jafn alvai'legar ásak- anir og hér cr gert, ef fregnin væi’i algerlega gripin xir laxxsix lofti. Er því nær að ætla, að blaðið telji svo mikinn fót fyrir fi’cgninni, að ekki sé gerlegt að láta málð kyrrt liggja. Hér skal enginn dómur á það lagður, hvað satt er í fregninni, en ef það er í'étt, að Fær- eyingar séu vonsviknir út af viðskiptum við islenzk stjórnarvöld og tclji jafnvel nauðsyn jxð senda hingað lögfræðing, til að fá leiðrétt- ing mála sinna, þá má segja, að íslcnzku þjóð- inni sé enginn höfuðburður að slíkri ráðs- mennsku sinna manna. Hér í blaðinu hefxxr þi’ásinnis verið á það bent, að leigusamningurinn var mjög óhag- stæður og gerður af hinni mestu skammsýni af hendi atvinnumálaráðherra og stjórnarinn- ■ar yfirleitt. Talið er nú líklegt, að tapið á 'þessum samningi sé komið hátt á þriðju millj- ón króna. En þetta afsakar á engan liátt, að ekki sé staðið í skilum með umsamdar greiðsl- ur fyrir leigu skipanna, mannakaup og fleira, er samningurinn nær yfir. Ur því að samn- Jngurinn var gerður, ]xá verður að sjálfsögðu að standa við hann í öllum greinum, og ís- lenzk stjói’iiarvöld áttu að sjá heiður sinn í því, að sýna greið og sköruleg skil. Sti’ax og núverandi atvinnumálaráðherra tok við embætti, liófst hann handa um að gei’a f iskimálanefnd að miklu ríkisbákni, sem átti smátt og smátt að taka í sínar hendur yfirstjórn á útgerðarstarfsemi landsmanna. Nokkrir kommúnistar voru settir til að stjórna íyrirtækinu undir yfirstjórn ráðherrans. Vit- anlegt er nú, að stofnxxnin hefur gengið hörmulega, með allt á tréfófum, og tapið gíf- xirlegt, eins og áður er sagt. Sagt cr, að þar vísi hver frá öðrxxm, og cnginn Jxykist nú bera ábvrgð á einu eða öðru. Þctta mál um viðskiptin við Færeyinga vci’ður að skýrast þegar í stað. Ef fregnirnar eru staðlausir stafir, verður að bera þær til baka, en ef þær eru sannar og réttar, þá get- ur atvinnumálaráðherra aðeins þvegið hendur sínar með ]>ví að segja af sér. ðíveðjuhljómíeikar Guðmundar Jónssonar. Nú er þessi vinsæli söngv- ari á förum með liina ungu k’onu sína vestur um haf til framlialdsnámsi sönglistinni. Hann fer alla leið til Iíali- forníu, í liinn sama söng- skóla og lxann var áðui*, því að þar hafa lionum verið boð- in beztu kjör sem frábærum nemanda. . Þegar Guðmundur kom Iiingað til lands fyrir tæpu árí síðan og lór að syngja fyi’ir bæjarhúa, var honum tckið með kostum og kynjum oa fólliið streymdi á söng- Iskcmmtanir hans kvöld eltir jkvöld. ()g síðan tóku ínenn !að fá hann til að syngja við ýms tækifæri, félögin fcngu hann til að punta upp á árs- liátiðir sínar með söng sínum og hann lá ekki á liði sínu. |Iiann var líka að safna i sarpinn, því að fyrir höndum var langt og kostnaðarsamt nám, og ekki hirti bann held- ur hót um það, þótt hann hefði dænxin fyrir sér um það, iað góðir söngmenn lxafi sung- jið sig hér út á skömmum ;tíma, ef þeir liafa vei’ið ó- sparir á sönginn. Þá hefir oi’ðið viðkvæðið hjá fólkinu þetta: „Eg er búinn að heyra hann svo oft syngja. Eg veit hvernig liann syngur“. Og svo hefir aðsóknin fjarað út. Þetta cr gamla sagan, sem þó er ávallt ný. En Guð- mundur Jxarf ekki að kvíða þessu, því að afloknu námi ,er hann orðinn aftur nýr, og þá mun íolkið aftur vilja svala forvitni sinni og heyra hann á njT. En ef að líkindum lætur, mun hann þá koma hingað sem gestur, því að framtíðarlandið er óperan, og þangað er ferðinni Iieitið, og jþar er hinn eiginlegi vett- vangur allra góðra söng- manna. Eg ritaði um söng Guð- mundar fyi'st eftir að hann kom hcim síðastliðið haust, og hefi þ'ar engu við að bæta. Eg lýsti liinni hljómmikln og glæsilegu barítónrödd hans, sem cftir námið hafði IVieðalmeðgjöf með óskil- getnum börnum Nýlega hefur félagmála- ráðuneytið auglýst meðal- meðgjöf af hálfu barnsfeðra með óskilgetnum börnum fyrir tímabilið frá 1. ágúst 1945 til .‘31. júlí 194(3. Er meðgjöfin töluvert hærri í kaupstöðum heldur .en sýsl- um, svo senx verið hefur að undanförnu. Meðgjöf.í kaupstöðum er ákveðin þessi: til fulls 4 ára aldurs kr. (580.00 á ári, til 7 ára kr. 570.00, til 15 ára kr. (580.00 og til 1(5 ára kr. 340.00. Meðalmeðgjöf barna í sýsl- um er senx hér segir: til fulls 4 ára aldurs kr. 570.00 á ári til 7 ára aldurs ki*. 4(35.00 á ári, til 15 ára kr. 570.00 og til 16 ára kr. 285.00. Á mcð- gjöf þessa skal svo gi’eiða verðlagsuppbót samkvæmt vísitölu eins og bún verður hvern mánuð á tímabilinu ágúst 1945 til júlí 1946. Verð- lagsxxppbótin á að greiðast mánaðarlega eftir á. fengið bjartai’i blæ, en drap jafnframt á það, að sú hlið- in á söng hans, sem að sjállri listinni snýi', ætti séi'staklega eftir að þroskast. Á því sviðí verður listamaðurinn aldrei fullnxima og má heldur aldrei líta á sig þannig, að hann þurfi þar engu við að bæta, því að listamaðurinn læi’ir meðan hánn lilir. Guðnxundur Jónsson er eitthvert nxesta söngvaraefni, sem bér hefir komið franx, og vil eg óska ixonunx allra beilla á listamannsbfauíinni, og ungu hjóniiiium góðrar ferðar og farsældar. Kveðjuhljómleikar Guð- niundar, sem haldnir voru í Gamla Bíó síðastl. þriðju- dagskvöld, voru allvel sóttii', þrátt fyrir óhentugan tínxa, ])vi að þetta voru miðnætur- hljómleikar. Voru á söixg- ski’ánni erlend og innlend sönglög, þar á meðal óperu- log, og var söngnum tekið mjög vel og söngmanninum færðir blómveixdir. Fritz Weisshappel var við bljóðfærið, og leysti banxx híulverk sitt vel af hendi. B. A. Skeytaskipti milli þjoðhöfðingja. Eins og frá hefir verið skýrt áður sendi forseti ís- lands biixn 1(5. þ. nx. þjóð- liöfðiixgjum aðalliei’naðai’- þjóðaxxna árnaðaróskir út af unnurp sigri og íengnum friði, og iiafa þessir þjóð- höfðingjar axxk þeirra senx áður er getið, svarað: Cliiang Kai Sbek, forseti kínversku ]>j óðstjórnarinnar. Harry S. Truman, foi’seti Bandarílcjanna. M. Kalinin, forseti æðsta ráðs Sovétrikjaiina. Svarskeytin cru svohljóð- andi: Herra forseti íslands, Sveinn Björnsson, Reykjavík. Chungking, 23/8, 1945. Lej’fið mér að flytja yður, berra forseti, huglieilar þakk- ir fvrir liiuar innilegu beilla- óskir í tilefni af hinum sanx- eiginl. sigri yfir Öxulrikj- um. Þar sem hinar samein- uðn þjóðir eru staðráðnar i að vinna friðinn á grundvelli liinna göfugu liugsjóna sinna, ])á er það trú mín að lxinn dýrlegi sigur bandamanna lxafi skapað manrikyninu tímabil friðar og réttlætis. Chiang- Kai Shek. Hei'ra forseti íslands, Sveinn Björnsson, Reykjavík. Hvíta-húsinu, Wasliington, 25/8, 1945. Eg leyl'i mér að þakka yð- ui’, lieri’a forseti, fyrir hanx- ingjuóskir yðar í tilefni af sigri bandamanna yfir Jap- an. Hin vingjarnlega kveðja yðar er íxiikils metin. Harry S. Truman. Herra forseti íslands, Sveinn Björnsson, Reykjavík. Eg þakka yður fvrir ham- ingjuóskir yðar vegna unn- ins sjgurs yfir sameíginleg- xuxi óvini allra lýðræðissinn- aðra þjóða og sendi yður mínar beztu heillaóskir. M. Kalinin. Reykjavík, 28. ágúst 1945. Rétta Jón Pálsson, fyrrverandi bankagjald- leiðin. keri, hringdi til mín í fyrradag vegna frásagnar þelrrar, sem eg birti a laugardaginn eftir iðnaðarmanninum, er verið hafði á ferð vestur á Snæfellsnesi og séð þar svo mikla eyrnd á einum bænum, að hann gat ekki orða bundizt. Bað Jón Pálsson mig um að koma því á framfæri, að þeir sem yrðu við slíkt varir, æltu tafarlaust að gera Barnaverndar- ráði — eða Barnaverndarnefnd -— aðvart um það, til þess að sá aðili gæti komið þvi til leið- ar, að eitthvað yrði gert í málinu. * Skólanefndin Annars er það skó.lanefndin er aðilinn. þarna fyrir vestan, sem á að taka málið i sinar liendur og á ekki að þurfa til þess, að utanaðkomandi menn ýti við lienni, því að ástandið á þessu umrædda heimili cr á hvers manns vitorði þarna fyrir vestan .og meðlimir skólanefndarinnar vita um það ekki síður en aðrir. — Það er vissulega leið- inlegt, að þurfa að skrifa um heimilisástæður manna, eins og gert hefir verið í þessu tilfelli, en það verður ckki hjá því komizt, þegar þeir opinberu aðilar, sem eiga að lála siíkt til sín taka með tilliti til barnanna, bæra ekki á sér og virðist þykja þetta harla gott. * Molasykurinn. Húsfreyja hringdi til mín á íþriðjuilagsmorguni'nn, alveg i ðngum sínum. Hún hafði ællað sér að bregða við skjólt, þegar hún sá auglýst á mánudaginn, að molasykur væri kominn og mundi fást næsta dag, og ætlað að sækja sinn skannnt, til þess að geta fengið sér molásopann, sem hún er búin að þrá mánuðum og jafnvel árum saman. En, nei, það gekk eklci eins fljótt og húsfreyjan bjóst við því að kaupmaðurinn tjáði henni, að hann væri ekki búinn að fá neinn molasykur og hann mundi að líkindum ekki verða fáanlegur hjá honum lyrr en um mánaðamótin, þrátt fyrir auglýsinguna. * Sopinn fæst Eg skil það ósköp vel, að hús- scinna. freyjunni hafi þótt það súrt í brot- ið, að hún skyldi ekki geta fengið mojasopann sinn, þegar hún bjóst við honum, samkvæmt auglýsingunni, sem birt var um hann. En þegar búnir eru að líða svona margir molasykurslausir mánuðir, þá munar ekki svo mikið uin það, þótt tveir eða þrir dagap líði i viðbót. Aðalatriðið er, að loksins er búið að fá sykurinn til landsins og að hann kemur áreiðan- lega í búðirnar. Það er ekki sami aðili, sem aug- lýsir aukaskammtinn og sendir hann út og þegar svo er, geta alltaf smávægileg, afsalcanleg mistök áít sér stað. Annars sá ég bíl í gær, sem var fullfermdur sykri og var að flytja liann i verzlanir. * Blöðin. Eg liefi fengið bréf frá „J. S.“ um blöðin hér.í Reykjavík og Bláðamanna- félag íslands. Hann segir m. a.: „Eg er nú einn af þeira, sem verð að fá mína andlegu fæðu á degi hverjum, engu síður en hina. Eg les öll blöðin og les live.rt orð. Það er orðið talsvert meira verk en hér fyrir nokkurum árum, þvi að öll hafa þau slækkað og orðið fjölbreyttari. Ef þau stækka öllu meira enn, þá fer eg að verða hræddur um að eg hafi bara ekki tíma til þess að lesa.þau „spjaldanna á milli“, eins og áður — nema með því að stytta vinnutima minn, en þar er eg því miður-ekki einn i ráðum. * Deilurnar. En mér finnst bJöðunum ekki hafa farið fram 'á einu sviði, þótt fram- farirnar hafi verið miklar á öðrum. Það oru deilurnar, sem þau eiga sífellt í, ekki fyrst og fremst þó deilurnar sjálfar, lieldur hvern- ig menn deila. Menn geta yfirleitt ekki deilt öðruvísi — að því cr virðist — en a’ð taka upp allskonar dylgjur og skammir um náung- anna, sem gera málefnunum ekkert gagn. Þetta virðist eiga bæði við uin blaðamenn og aðra, sem blöðin skrifa. * Blaðamanna- Mér finnst, að félag blaðamanna félagið, ætti að beita sér fyrir framför- um á þessu sviði, þvi að það mundi auka virðingu á blöðunum og þeirri stétt, sem við þau vinnur.“ Eg er anzi hræddur um, að erfitt reynist að koma þessum umbótum í framkvæmd, þótt blaðamenn Aœru þeim sam- þykkir í sjálfu sér, því að íslendingar eru einu sinni þannig gerðir, að þeir eru stórhöggir, þega þeir fara að deila. Einlivern tímann mun þetta liafa komið til orða, en það komst aldrei lengra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.