Vísir - 03.09.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 03.09.1945, Blaðsíða 2
V I S I R Mánudaginn 3. septembcr 1945 mm Skrifið kvenaasíðunni um áhugamál yðar. SVALADRYKKUR! Glæsilegur á að líta — hollur. í hvert glas er blandaS H bolla af kældri mjólk og Yz bolla af kældum tómatsafa. KryddiS meS ögn af salti og nokkurum dropum af Worcestershiresósu. Mjólk- urdrykkur — skemmtilegur, meS sérkennilegu bragði. —- Rabarbara-ananassafa-fizz. I pund rabarbari. 1 .bolli vatn. ]/2 bolli sykur. 2 matsk. sítrónuSafi. I dós ananassafi, ósætur. I eggjahvíta. FariS eins aS og viS ra- barbardrykkinn hér á undan. BætiS síSan ananassafanum og eggjahvitunni saman viS og hristiS eSa þeytiS dug- lega. HelliS svo drykknum í glös sem búiS er aS setja smátthögginn is i. — FroSa myndast efst i glasinu. Mun nægja í 8 meðálstór glös. GARÐASTR.2 SÍMI IS99 Heíur /uí sigórn á sgúlfri þcr*? Hjúskaparhamingjan er ef- laust mikið undir því komin, að við höfum liemil á geði okkar og tilfinningum. Hér eru nokkrar spurningar, sem við getum lagt fyrir okkur sjálfar, og við eigum aðeins að svara „já“, ef við erum hárvissar um að svarið sé rétt. 8. 9. 10. 1. Get eg tekið við áðfinnsl- um, án þess að særast 11. eða fvrtast? 2. Er eg laus við afbrýði? 3. Þegar ágreiningur verð- 12. ur milli mín og annarra, er eg þá svo lipur og hyggin, að eg geti jafnað þetta svo, að það skilji 13. ekki eftir neina óánægju eða óvild ? | 4. Er hegðun mín góð, af 14 því að mér sé það eðli- legt — en ekki sökum þess, að eg óttist afleið- 15. ingar af slæmri hegðan? 5. Hefi eg þá trú á fólki yfirleitt, að það sé gott 16. og heiðarlegt? 6. Er eg glöð í skapi oft- ast nær — laus við dutt- lúnga og geðofsa? 7. Þegar eg liefi nýtt áform í huga, legg eg þá vand- 17. lega niður fyrir mér, hvprt það sé hyggilegt, hvað mæli með þvi og livað á móti? Get eg verið að heiman, eða dvalizt fjarri venju- legu umhverfi mínu, án þess að fá heimþrá? Hlýði eg fúslega boðum og venjum þjóðfélags- ins? Get eg tekið ákvarðanir án þess að ráðgast við vini og ættingja? Er eg laus við vanliðan, er eg flumósa og stam- andi, eða naga neglur? Get eg frestað því, sem mig langar til að gera, svo að eg geti notið þess betur síðar ? Grobba eg aðeins af af- rekum mínum, eða er eg . dugandi manneskja ? Er mér auðvelt að sofna — sef eg vært og draum- lauSt? Semur mér vel við for- eldra mína, ættingja og nána vini? Þegar illa gengur, reyni eg þá að finna orsakirn- ar fyrir þvi og ryðja þeim úr vegi, eða kenni eg öðrum um allt, sem aflaga fer? Hefi eg ábyrgðartilfinn- ingu? Veit eg, að vandi fylgir vegsemd hverri og hegða mér samkvæmt því ? 18. Á eg vini bæði í hópi kvenna og karla, og á ýmsum aldri, bæði yngri mér .og eldri? 14 af þessum spurningUm , Sú kona, sem getur svarað játandi, svo að það sé áreið- anlega rétt, er vel á vegi stödd. Sú, sem getur svarað játandi 16 spurningum eða fleiri, liefir óvenjulega mögu- leika til þess að verða farsæl í lijónabandi. (Þýtt). Þessi mynd er af Janice Hansen, hún er 18 ára og lief- ir margsinnis fengið fegurð- arverðlaun. Sérstaklega eru simritarar i Bandaríkjunum lirifnir af lienni. Hún hefir verið ráðin af' kvikmynda- félagi og daiisar nú á skemmtistað i New York. Hásmæðui! Sultutíminn er kom- inn, — en sykur- skammturinn er smár. Tryggið yðúr góðan árang- ur af fyrirhöfn yðar. Varð- veitið vetrarforðann fyrir slcemmdum. Það gerið þér bezt með því að nota BETAMON, óbrygðult rolvarnarefni, nauð- synlegt, þegar lítill sykur er notaður. ,. • BENSÓNAT, bensoe- súrt natron. PECTINAL, sultu- lileypir, sem gerir yður kleift að sjóða sultu á 10 mínútum. —Pectinal hleyjhr sultuna, jafnvel þó að notað sé Ijóst sýr- óp allt að % hlutum í stað sykurs. VlNEDIK, gerjað úr ávöxtum. V ANILLUTÖFLUR og VINSYRU, sem hvorttveggja er ó- missandi til bragð- FLÖSKULAKK í plöt- um. AUt frá CKnm Fæst í öllum matvöruverzlunum. BEZT AÐ AUGLtSA 1 VlSE Sigurður Kristjánsson bókaútgefandi gaf islenzku þjóðinni fyrstur manna kost á heildarútgáfu af íslend- ingasögunum. Takmark Sigurðar var að útgáfan væri vönduð og ódýr, svo ódýr, að hver einasti íslend- ingur gæti cignazt íslendingasögurnar. Hann valdi jafnan hina færustu menn til að*búa íslendingasög- urnar undir prentun og kröfuharður var hann um pappír og prentun, enda er frágangur allur svo vand- aður, að hann stenzt samanburð enn í dag við aðr- ar íslenzkar og dýrari bækur. íslenzka þjóðin mat þetta fyrirtæki Sigurðar að maklegleikum með þvi að kaupa íslendingasögurnar svo ört, að endurprenta \-arð margar þeirra að skömmum tima liðnum. Enda hefir alþýðuútgáfa Sigurðar Kristjánssonar af íslend- ingasögunum jafnan verið trú hinum upphaflega til- gangi sínum, sem er að sjá yður fyrir ódýrri en varid- aðri útgáfu af íslendingasögunum. — Á þessari og næsiu síðu kynnist þér áliti merkra manna á alþýðu- úfgáfu Sigurðar Kristjánssonar af íslendingasögun- um og hvers vegna þær em gefnar út og keyptar enn i dag meir en nokkru sinni áður. „Yfirhöfuð má scgja, að þessar sögur séu hrifandi mynd af lífi Islendinga í öllum þcss greinum í forn- öld og hugsunarhætti þeirra. Forlagatrúin kemur þar rikt fram, og sterk er tilfinningin fyrir þvi, að glæp- ir og ódáðir, af hverjum rótum sem þær svo cru runnar, fái sín málagjöld fyrr eða siðar. Synd kref- ur sekt. Svo eru þá þessar sögur merkilegar fyrir oss, að þær sýna oss hugsunarhátt forfeðra vorra svo vel, auþ þess sögugildis, sem þær hafa, og sem eflaust er mjög mikið. Þó að þær endi opt sorglega, eru þær þó hinar skemmtilegustu; það, sem því veld- ur, er hið ágæta mál og hin jafnágæta frásögn, sem er svo fræg orðin.“ — — „Enn fremur er þcss að gæta við franisetningu efnisins, að því er fullkomlega hugsunarrét skipað niður. Ekkert atriði kemur manni á óvart, og engin persóna er nefnd, sem ekki hafi verið gerð grein fyrir, og helzt þó með þvi, að hún sje æt-tfærð. Til þess, að tilheyrcndur viti, þegar ' nýr maður keniur til sögunnar, eða þegar einliver aukapersóna keniur fyrir í síðasta sinni, eru þeir að- varaðir, til þess að þeir þurfi ekki að liafa of mikið i einu i minni sinu, og að athygli manna dragist ekki um of frá því, sein mest er i varið; það er og fagurt einkenni á þessum sögum, að þær kunna snildarlega að' gera greinarmun á þvi, sem mikilvægt er fyrir gang atburðanna og hinu, sem er litilvægara. Hvcr saga cr eins og góður sjónleikur; það þarf hugsunar- rjettan undirbúning og aðdraganda úr flcirum áttum í senii, þangað lil að allt dregst saman eins og i einn hnút, sem annaðlivort leysist til falls eða frama. Það má segja nm sögurnar, að þær eru beztu sjónleikir, jafnskenmitilegir, sem þcir eru fróðlegir og almennt iiiéniitandi“. . , Dr. Finnur Jónsson. 2

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.