Vísir - 04.09.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 04.09.1945, Blaðsíða 4
V I S I R Þriðjudaginn 4. september 1945 A VtSIR DAGBLAÐ Ctgefandi: ^ BLAÐAtJTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Póshu 09 pásfgjöld, Wlaðið hefur undanfarið heyrt úr ýmsum átt- um, að talsverð óánægja sé ríkjandi út af póstsamgöngum við Bretland. Virðist svo -sem miklu ógreiðara gangi að koma hréfum milli Islands og Bretlands en annarra landa, sem vér höfum skipti við. Póstur frá Banda- ríkjunum og Svíþjóð kemur nú reglulega með flugvélum og cru það mikil viðhrigði frá því, sem áður var, að geta nú fengið hingað I)réf, sem ekki eru nema 2—3 daga gömul frá þess- um löndum. Undanfarið virðist svo sem stund- um hafi liðið nokkrar vilcur, án þess að póst- ur hafi komið frá Englandi, og ekki er fátítt, að menn hafi fcngið 4—(5 vikna gömul bréf. Ef til vili er það ekki á valdi íslenzku póst- stjórnarinnar að kippa þess.u í lag, en margir furða sig á þvi, að ekki skuli vcra sendur póstur með íslenzkum togurum, sem fara margir i hverri viku til Englands. Viðskijjti vor við Bretland munu vafalaust aukast talsvert áður cn langt um líður. Þess vegna virðist það vcra sjálfsögð skylda ís- lenzkra yfirvalda, að greiða fyrir póstsam- göngum svo sem framast er kostur. I Jjcssu samhandi mætti minnast á póst- og símagjöldin. Vafasamt er, hvort þessi gjöld eru nokkursstaðar í heiminum eins há og hér. Hér hefur reglan jafnan verið sú, að hækka gjöldin, hvenær sem tækifæri hefur verið til, og setja þau svo liátt sem gerlegt hefur verið. Hjá flestum öðrum þjóðum.er þessu farið á annan veg. Þær reyna að gera scm minnstar hreytingar á burðargjaldi og símagjaldi, hæði innanlands og til útlanda. Isleridingar, sem ferðazt hafa í útlöndum nú og fyrir stríð, hafa veitt því eftirtekt, að það kostar minna að senda símskeyti til Islands en frá landinu. Þetta sýnir meðal annars, að aðrar þjóðir telja hagkvæmt og rétt, að hækka þessi gjöld ekki mikið. Það er nauðsynlegt fyrir íslenzk yfir- völd, að athuga þetta mál og sýna framvegis meira hóf í ákvörðun póst- og símagjalda. Yíirlýsing Fiskimálaneíndar. • Loksins hefur ncfndin ekki séð sér annað fært en að gefa einhverja skýrslu um við- skipli sín við Færeyinga. En sú yfirlýsing, sem hirt er í blöðunum í dag; er næsta ómerki- leg og bregður litlu Ijósi yfir j>að, sem um •er rætt, og gerir því lítið til að hrinda þeim óhagstæða og jjráláta orðrómi, sem gengur um þessi viðskipti manna á milli. Nefndin segir að vísu, að allar áfallnar skipaleigur til ]>essa dags, séu að fullu greiddar. Enn segir hún, að skipvcrjar á færeysku skipunum hafi æfinlega i'engið alla þá peninga, sem ])eir hafa heðið um, cn jafnframt tekur lnin fram, að ógerlegt sé að vita, hversit mikla peninga þcir eigi að fá, fyrr cn allir reikningar skipanna eru Icomnir fram —- og j)að geti tekið langan tíma. Ekki ncfnir ncfndin, Iiversu mikill rekst- urshalli sé á flutningunum, j)ótt henni sé það nú vafalaust Ijóst. Hinsvegar j)vær hún hendur sínar af samningunum og segist enga úbyrgð bera á j)eim, heldur aðeins framkvæmt J)á vcgna l)ings og stjórnar, sem beri alla ábyrgð á samningagerðinni. — Þctta er ó- myndarleg greinargerð, scm sýnir talsverðan taugaóstyrk. SKaupmaður I 30 ár. Ilaraldur Árnason átti 1. sept. (sið.astt. laugardag) 30 ára afmæli sem kaupmaður. Er hann fyrir löngu lands- j)ekktur maður fyrir áreiðan- leilc, lipurð i viðskiptum og allri framkomu. Ilefir verzlun Haraldar Árnasonar, sem liann stofn- setti 1. sept. 1915 jafnan stað- ið í fremstu röð, og átt jrvi láni að fagna að eiga fjöl- marga viðskiptavini um land allt, enda ávallt haft afhurða starfsliði á að skipa. . Ilaraldur hefir oftlega og I við góðan orðstir unnið árið- anfli trúnaðarstörf fyrir j)jóð sina. Er skemmst að minnast á starf hans fyrir íslands Iiönd á lieiTnssýningunni i New Yorlc 1939. Rækti hann það starf afburða vel af liendi, eins og öll önnur störf, sem hann liefir afskipti af. Ilaraldur Árnason er nú staddur í London í viðskipta- erindum. Skoðun lians er sú, að fyrir oss íslendinga sé hezt að eiga sem niest Við- skipti við Breta. Haraldur er einn þeirra manna sem heldur uppi liróðri Íslendinga hvar sem hánn fer. óska eg honum far- sældar í starfi i framtíðinni. X. Söngskemmfysi Porsteins H. Hannessonar. Aðsóknin að söngskemml- un lians í Gamla Bió í gær var minni en liann átti skil- ið, j)ví að liann hefir margt lil brunns að bera,sem prýða- ir góðan söngmann. • Við Reykvíkingar höfum gctað fylgzt með söngvaraferli hans, frá því að hann fyrst fór að koma opinberlega fram. Tenórrödd líans var Ljört og grönn, en nú er liún orðin gildari úppi og fyll- ingin meiri, Er liann söng hér síðast, þá var auðheyjt, að röddin var í deiglunni og álli eftir að fá á sig endan- legan svip. Þá var neðri kafli raddarinnar orðinn vel þroskaður og djúpir tónar hljómfagrir, en er ofar dró, var sem röddin hreytti um hlæ og varð sérlega grönn úr j)vi. En nú er, eins og áður er sagl, munurinn orðinn minni en áður uppi og niðri, hvað raddfyllinguna snertir, en enn er röddin samt feg- urst «g þroskuðust á djúpu tónunum. Tenórrödd Þor- steins er jn-óttmikil og björt og mun ])ess ekki langt að bíða, að hann nái j)ví marki með náminu, að hún verði alveg frjáls og óþvinguð. Þegar eg rilaði um fyrstu söngskemmtun hans, er hánn hélt áður cn hann fór af landi burt i fyrsta sinn til náms í Englandi, þá lét ég J)ess getið, að styrkur lians væri meðal annars í því fólg- inn, hversu vel hann túlkaði textann. Og enn prýða þess- ir koslir söng hans. Hann syngur skynsamlega, alveg eftir efni Ijóðanna, en ekki út í liött, og er söngur lians fyrir ])að enn áheyrilegri. En enn þykir mér söngur hans ekki nógu líílegur. Þó að röddin sé há og þrútlmikil, þá var sem hann tælci nærri sér að syngja óperuaríurnar, har sem mest á reyudi í hæð- inni. Honum lætur sérlega vel að syngja ljóðræn lög, og voru íslenzku lögiu vel suúgin. Eitt þeirra var cftir Jón Þórarinsson, sem nú dvelur við tónlistarnám í Ameríku, og er það við hinn alkunna húsgang „Euglinn í fjörúnni“. Þetta lag, varð söngmaðurinn að endur- taka. Jón heíir í scinni tíð \akið á sér atliygli með nokkrum vel gjörðum lög- um og má vænta liins bezta af honum. Þorsteinn H. Hannesson hefir tekið miklum framför- um á skömmum tíma. Með sama áframhaldi er ckki á- stæða til að lialda annað, en að hann eigi fyrir sér fram- tíð sem söngvari. Dr. v. Urbantsclútsch lék undir sönginn á slaghörpuna og leysti ])að hlutverk af hendi með ágætum, eins og lians var von og vísa. Söngmaðurinn fékk hinar beztu undirtektir hjá áheyr- endum og varð að syngja aukalög. Fékk hann og marga fagra blómvendi. 13. A. Brezka stjórniu hefir ’noðið nokkurum ritsljórum frá Irak til heimsóknar til Bret- lands i þessum mánuði. ^ Ceðið eftir „J. B.“ hefir sent mér eftirfarandi aðgerðum. bréf um umferðarmálin og öryggi á götum og veguni: „Það er nú liðið nokkuð síðan nefnd sú, er rikisstjórnin skipaði lil þess ao rannsaka orsakir hinna tíðu slysa hér í bænum og hvað gera megi lil þess að draga úr slysahættunni, lauk störfum og skilaði áliti. Skömmu siðar sendu félög atvinnubilstjóra frá sér álitsgerð um það, sem þeim fannst ábóta- vant, því að þeim fannst gengið framhjá sér við skipun nefndarinnar og hefir álit þeirra verið birt i blöðuríl, en síðan hefir ekkert verið í þess- um máluin gert. * Slysum l>að vill nú svo einkennilega til, að eft- fækkar. ir að álitsgerðir þessara aðila komu . fram, hefir mjög dregið tir slysunum hér i bænum og er það gleðilegt. En þótt slýsum hafi fækkað, ])á mcgum við ekki láta okkur tit hugar koma, að þar með sé slysahættan úr sög- unni. Hver veit nema hvert slysið verði af öðru nú á næstunni, menn bíði bana hver á fætur öðrum, alveg eins og átti sér stað fyrir nokkur- um mánuðum. Úr því að stjórnin setti þessa nefnd á laggirnar. hlýtur hún að ætla sér að gera eitt- hvað i máiinu, því að annars var til lítils að skipa nefndina. * Vinna úr Mér fyndist nú rétt, að ríkisstjórnin álitunum. eða sá ráðliérra, sem í hlut á, taki sig nú til og taki álitsgerðir nefndar- innar og bifreiðastjóranna til nákvæmrar athug- unar. Hann má gjarnan skipa nýja nefnd lil að gera þetta fyrir sig, en hann á.að láta hana virísa það bezla úr því, sem hvor aðili hefir til mál- anna að leggja og gera síðan gangskör að því að koma því i framkvæmd til þess að auka öryggi manna, þvi að atburðirnir í vor sýndu, að örygg- isleysið er ótrúlega mikið. Og svö er Jíka þetta, að of seint er að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í hann.“ * Slysin koma Það má segja um slysin, að þau i lortum. hagi sér eins og síldin, þau komi í torfum. Um tíma kemur hvert siysið af öð: u, líkt og hér í vor, en svo dettur I allt í dúnalogn á milli, enginn maður slasast eða [bíður bana. Þegar slysin eru tíð eru menn full- ir af fyrirætlunum um að gripa til varúðarráð- slafana, svo að þau endurtaki sig ekki, en þegar þau hætta skyndilega, telja menn sér trú um, að ulí sé öllu óhætt, svo að þegar næsta slysa- alda dynur yfir, fcru menn jafnóviðbúnir og áð- ur. Það má ekki koma .fyrir hér, því að þjóðfélag okkar þarfnasl krafta allra einstaklinga þjóð- arinnar og má ekki við að missa neinn þeirra. * Aðgerðir Þótl blessunarlega lítið hafi verið af strax. slysum undanfarið, held eg að menn geti fallizt á það, að ekki beri þess vegna að draga það á langinn, að eitthvað sé gert í þessum málum. Við eigum einmitt að nota þetta hlé, til að ganga frá þessum ftiálum, búa svo um hnútana, að sem fæst slys verði i fraintíðinni. Sérfróðir menn. eiga að leggja á ráðin í þessu efni og það á að fylgja ráðum þeirra, en stinga þeim Jkki undir stól eða sofa á þeim. Á næstunni mun bifreiðum enn fjölga talsvert og það hlýtur að auka slysahættuna. Ætti l>að að vera enn ein hvatning til að láta til skarar skriða: * Vantar Um helgina tók eg eftir því, að Iveim ljósker. tunnum hafði verið komið fyrir sem einskonar aðvörunarmerki á miðri Ilverfisgötunni, við vegamót hennar og Hrhig- brautarinnar. Munu tunnurnar Vera búnar að vera þarna í nokkra sólarhringa, en ljós- keri hefir aldrei verið komið fyrir á þeim, eftir að skuggsýnt er orðið. Hefi eg sjálfur ver- ið votlur að því, að bill sein var með frekar dauf ljós, var ríærri búinn að aka á tunnurnar. Slys getur lilotizt af, þegar ljósmerki eru ekki selt upp við slíkar tálmanir. * % Sandurinn „Laugavegsbúi" skrifar mér á Laugaveginum. á þessa leið: „Okkur, scm við Laugaveginn búum, og raunar fleirum, var slæmur grikkur gerður fyrir helgi, þegar byrjað var að bera sand á götuna. Það er sök sér þótt þetta sé gert, ef sandurinn er fjarlægður þegar hann hefir lokið hluverki sinu, en hann var bara tátinn um það sjálfur að fara af götunni — m. a. upp í vit manna. Er ekki með einhvcrju móti hægt að véra laus við sand- inn?“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.