Vísir - 19.09.1945, Blaðsíða 7

Vísir - 19.09.1945, Blaðsíða 7
Miðvikudagian 19. september 1945 V I S I R „Kæra frú,“ ávarpaði de Bonavénture liana kurteislega um leið og hann tók hönd hennar og har hana að vörum sér. „Herra minn,“ sagði hún í sama tón. Þau voru bæði dálílið viðutan. „Frú min, eg er að velta einni spurningu fyrir mér,“ sagði de Bonaventure. „Segðu mér hana.“ „Vilt þú verða sjóræningi og útlagi með mér? Viltu trúa mér fyrir þér, treysta mér til að verja þig fyrir lifshættu, þegar annarsvegar er allur heimurinn, en liinsvegar aðeins við alein?“ „Með mestu ánægju.“ Hann greip andann á lofti. „Vilt þú þá . . . . ?“ „Nei, en eg skal aldrei gleyma, að þú hefir heðið mig þessa. Guð varðveiti þig, ástin mín!“ lfann kyssti á hönd hennar með sömu kurt- eisisviðhöfninni og áður, án þess að taka riokk- urt tillit til hverjir voru áliorfendur. Síðan kall- aði hann styrkum rómi: „Raoul.“ „Já, frændi.“ , „Farðu með frú de Freneuse og frú de Chauf- fours og farangur þeirra í land í stórhátnum, Ijegar hann kemur aftur frá landi. Hafði þinn eigin farangur með þér. Héðan í frá ertu skip- aður í þjónustu" frú de Freneuse. Hlutverk þitt <cr að þjóna henni á alla lund og vera henni tryggur í livivetna, svo að hún hafi áreiðanlegan mann lil að annast erindi sín. Viltu takast þetta á hendur ?“ „Já, frændi, en hvað um þig?“ „Eg hefi stjórnað Afrikusólinni þessi fimmtán ár án þín, drcngur minn, og það er hvorki gagn i þér sem liermanni né sjómanni . . .. jæja, sleppum því. Vertu ekki móðgaður — eg er að gera að gamni mínu. Þú hefir orðið að miklu liði. Það er einmitt 1k:ss vegna, sem eg sendi þig í land, ef þú getur skilið það. Hlutverk þit't á að vera að gæta,“ hann lækkaði röddina, „gæta þess sem er mér miklu dýrmætara en Afríku- íSÓIin, dýrmætara en lífið sjálft. Skilurðu það?“ „Eg skil það, frændi.“ Raoul helgdi út hrjóstið og leit í áttina til frú de Freneuse. En hún horfði á de Bonaventure. I-Iyldýpi tilfinninganna speglaðist í augum hennar. Frá mönnum og merkum atburðum: NÍTJÁNDI KAFLI. De Ghauffours heið þess á ströndinni að slór- J)áturinn kæmi að landi. Hann var hár og herða- hreiður maður. Andlit hans var veðurharið og karlmannlegt. Stöðugt hnykklaðar hrýrnar gerðu liann hörkulegan i útliti. Ha>nn hrieigði sig fyrir konu sinni um leið og stórbáturinn lagði að landi. Frú de Chauffours heilsaði hon- um innilega. De Chauffours lineigði sig aftur. í þetta sinn fyrir frú de Freneuse sem tók kveðju hans dálítið viðutan. Raoul heilsaði með sínum heztu kurteisislilburðum. Hópurinri stóð augna- blik kyrr og ræddist við um hitt og þetta, meðan farangurinn var horinn í land. Að því búnu sneri stórbáturinn aftur frá landi í áttina til Afríku- sólarinnar. Fólkið á ströndinni hörfði á eftir honum út að skipinu. Skipið lá við festar úti á höfninni, fagurt í sólskininu, með blaklandi seglum fyrir vind- inum. Já, hún var reglulega tilkomumikil, Afrikusólin. Frú de Freneuse sneri sér snögglega i áttina að skipinu og gekk eitt skref, eins og i leiðslu í áttina að því. Augu hennar flutu í tár- um. Raoul vari upptekinn í viðræðum við de Chauffours. Þegar hann næst leit í kringum sig sá hann að frú de Freneuse studdist við arm systur sinnar. Þau liéldu nú öll upp frá strönd- inni. De Chauffours skipaði nokkrum hermönnum, sem stóðu vörð við höfnina, að bera farangur frúnna. „Bróður minn er farið að lengja eftir yður,“ sagði liann við frú de Freneuse. „Hefir hann verið frískur?“ „Það var hann, þegar eg sá hann í síðustu viku. Börnin líka. En það er annað, sem eg verð a.ð segja yður, að liann vill endilega að þér lcomið strax heim.“ „E)i herra trur, þúii, sepi aúlaði að dvelja hjá okhuc i, Jtfáriuð^.s^i fvri jde Qieuffeurs. _ „Eg veit aff það ei- léiðinlegt, að frúin skuli þurfa að fara, en Matliieu héfir rétt fyrir sér. Ilann hefir tekið sína ákvörðun.“ Það var allt sem hann vildi segja um þetta. Ffú de Freneuse kynnti Raoul nú nákvæmlegar fyrir de Chauffours, og lagði áherzlu á að hann væri frændi de Bonaventures. „De Perrichet er frændi de Bonaventures. Hann hefir verið ráðinn í þjónustu Mathieus. Iíann á að ferðast pieð mér og stjórna Indián- unum.“ Raoul varð nærri þvi klumsa yfir hversu ró- lega hún skýrði frá ráðningu hans í þjónustu eiginmanns hennar. Auk þess var hann alls ekki viss um, við livað hún ætti með þvi að hanri ætti að stjórna Inriiánunum. En de Chauf- fours skildi liana auðsjáanlega. „Það var lieppilegt,“ sagði hann og neri hend- urnar af ánægju. „Eg var hræddur um, að eg yrði sjálfur að fara með þér, en það veit guð, að eg hefi nóg að gera hér. Mjög hugulsamt af de Bonaventure, mjög hugulsamt. Þegar þér sjáið hann næst, herra minn, viljið þér þá vera svo góður að skila kveðju minni og kæru þakk- læti til hans.“ Raoul hneigði sig til samþykkis. „Nú skulum við fá okkur liressingu.“ Þau voru lcomin að húsi inni í þorpinu. Var það nokkru stærra jig betur útlítandi en önnur hús, sem þau höfðu farið fram hjá. De Chauf- fours gekk inn og klappaði saman höndunum. Hermaðilr kom þjótandi til hans og tók hatt hans og staf. Annar kom jafnframt til að bursta stólana og bjóða frúnum sæti. Síðan var komið með vínföng og körfu með ýrrisum brauðteg- undum. Rétt í þessu kom landstjórinn í dyrnar og með honum hershöfðinginn yfir víginu, de Saint Etienne. Hann heilsaði de Chauffours og hneigði sig fyrir frúnum. „Hér virðist allt vera í stakasta lagi hvað snertir lið og vistir,“ sagði landstjórinn við de Chauffours. „Eg hefi hlustað á tiílögur de Eli- enne. Eg mun senda hingað allai- þær vistir og liðsafla, sem eg get af séð frá Port Royal. Það fer þó auðvitað eftir þvi, hvað eg get misst mikið' þaðan og hvernig Englendingarnir haga ser. Ilafa frúrnar'ekki tjáð yður þær fréttir, að við handtókum enska landstjórann í Acadíu, á leið hans til Port Royal? Það var lánlegt fyrii hann, finnst yður ekki?“ De Villehon neri saman höndunum. Hann tók sér glas af víni og köku og sneri sér síðan að frúnum. „Okkar skál, frúr. Skál jafnframt fyrir endur- minningunum um þessa skennntilegu sjóferð, sem einkennd var af skemmtun, fegurð og ástúð“. Síðasta orðið var sagt í lægri tón og auðsjá- anlega beint lil frú de Freneuse sem brosti að þessari kímni. Frú de Cliauffours skálaði á móti. Á Hrísum í Eyjaíiröi bjó bóndi- sá er Bjarni hét. Hann var gamall orSinn, er sága þessi gerðist. Á bænum er hálent hólatún, er skrælnar mjög í sumarhitum. Einu sinni kom ma’Sur til Bjarna og fann hann aö máli. Var það á björtum sumardegi. Þeir bóndi tölu'Sust viS á hlaSinu á Hrísum, og varð Bjarna þá litið upp á túnhólana og segir: „Fallega brennir hún hólana núna, bölvunin sú arna.“ Þetta heyrði kona hans, er kom út úr bænnm, og segir: „BlótaSu ekki sólinni, iBjarni. Hún gerir þér hvorki gott né illt. Láttu hana vera.“ V o r. Sól á gangi græöir lá gljúfradrangar tala, brekkur auga elfur slá innst í fangi dala. - H. J ó n s s. Logasíur leiítra á ný ljósj um slí og gjögur, eldi vigir aftanský . _ „eygló hlý, og. f ögur. _ ..... S i g u r j ó n F r. Deilur Stilwells 09 Chiang Kai-sheks. Eftir Samuel Lubell. aldrei vonir um að geta sigrað Japani í styrjöld, Björgun þeirra var í þvi fólgin, að þrauka þar til aðrar þjóðir, einkum Bandaríkjamenn, kæmu þeim til hjálpar. Kínverjar forðuðust því orustur, þar sem berjast varð til úrsíita. Þeir vörðust um stund, liéldu svo .uridan, og drógu Japani æ lengra inn í Kína, gerðu árásir á samgönguleiðir þpirra og yfirleitt allan þann usla, sem þeir máttu, með skæruárásum. En þeir biðu eftir því, að einhverjir aðrir kænm til þess að sigra andstæðinga þeirra. Þegar Kínverjar börðust einir, voru horfurnar vissulega slæmar. Margir ráðherrar Chiangs Kai- sheks vildu semja við Japani. „Þegar Þjóðverjar hófu styrjöldina,“ sagði kínverskur embættismaður við mig, „þurftum við ekki að vera í vafa um, hversu fara mundi.“ Meðal Bandaríkjamanna í Chungking var sú skoð- un almenn, að þegar Bandaríkin færu í stríðið, mundu Kinverjar geta flotið og komið öllu í höfn fvrir tilstyrk Bandaríkjanna. Margir þeirra sögðu af varfærni: „Pearl Harbor var vopnahlésdagur Kína.“ Margir Bandarikjamenn í Kína, sem gerst liafa fylgzt mcð öllu, hafa lagt á það áherzlu í viðræð- um við mig um erfiðleika Bandaríkjamanna í sam- búð sinni við Kína, að þeir liafi aðallega legið í því, að Kínverjar hvikuðu aldrei frá varnar-stefnu sinni, grundvallaðri á venju og samtvinnuðum hugsunar- hætti þeirra. Frá því er Japanar hcrtóku HankoW 1938, höfðu þeir ekki lagt í nein hernaðarleg stór- virki í Kína. Á öllu vigsvæðinu átti nrikil smygl- starfsemi sér stað. Kínverjar virtust ekkert óánægð- ir með þetta ástand. Sumir höfðu miklar áhyggjur af því, að Bandaríkjamenn ætluðu að nota Kína fyrir mikla herstöð til sóknar. Töldu þessir Kín- verjar, að Japanir mundu hefja mikla sókn vegna þessara fyrirætlana. Stiliwell varð að berjast fet fyrir fet til þess að ná því marki, sem hann hafði sett sér. Áður en unnt væri að koma upp miklum æfingastöðvum, yrði að rjúfa hafnbann Japana við Kínastrendur, því að flytja varð irin efni og birgðir. Með kín-~ versku hersveitunum i Ramgarh ætlaði Stihvcll að sækja fram eftir nýju Ledobrautinni frá Indlandi. Hann þurfti annan her til þess að sækja fram frá Kína yfir Satween-ána, til þess að hrekja Japani frá svæðinu Kínamegin brautarinnar. Þjálfunarfyrirætlanirnar, sem byrjað var að framkvæma í Kína í nóvember 1942, miðuðu að því að stofna slíkan her. Við (þ. e. Bandaríkjamenn) tókum að okkur að búa slíkan hér vopnum — eða 30 kínversk herfylki. Um þetta leyti liöfðu Kínverj- ar 300 herfylki, dreifð um landið, flest illa þjálfuð og lélegum vopnum búin. Stillwell gerði sér vonir um, að hann myndi að lokum geta sent fram 100 ldnversk herfylki vcl þjálfuð og vopnum búin, gegn Japönum. Til þess að ná saman sem beztu liði lagði hann til, að valdir væru menn úr 45 her- fylkjum lil þess að stoi'na fyrstu 30 herfylki liins nýja hers. Þetta var erfiðleikum bundið, m. a. vegna sam- tvinnaðs pólitisks og hernaðarlegs ástands. Það yrði að fækka hershöfðingjum, sem að vísu höfðu ekki meiri laun en sýslumenn (sheriffs) í Bandaríkjun- um, en þótti illt að missa bæði launin og tignina, og reru því öllum árum gegn breytingunum. Kínversku bersböfðingjarnir fengu ákveðna upp- hæð handa hersveitum sínurri, þ.e. til þarfa þeirra, svo mikið á mann til fata, matar og þóknunar. Og venjan var, að þeir þóttust hafa fleiri menn undir vopnum en þeir höfðu, til þess að geta matað sinn krök. Það þarf ekki að taka fram, að fyrir- ætlanir Stiltwells um að hreinsa til í gömlu her- fylkjunum, komust aldrei i frariikvæmd. Það, sem þó virðist hafa valdið Chiang mestum áhyggjum, var að sameina allan herafla Kína undir eiria stjórn, til sóknar og bardaga, ef til vill utan Kíria. Chiang vildi fá allar herbirgðirnar frá Banda- ríkjunum, til þess að úthluta þeim til hersveitai sinna á víð og dreif um Kiná. Chíáftg óttáðisF öf

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.