Vísir - 26.09.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 26.09.1945, Blaðsíða 4
4 V I S I R Miðvikudaginn 26. september 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAtJTGAFAN YISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunm. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Kristján X. TLegar heillaóskaskeyti Kristjáns konungs X. * barst lýðveldishátíðinni á Þingvöllum, taust mannfjöldinn upp fagnaðarópi, sem kom af sjálfu sér og stafaði af sameigin- legri hrifningu allra þeirra, sem viðstaddir voru. Ýmsum mun hafa fallið þungt að skyld- an gegn konungí og lýðveldinu íslenzka áttu enga samleið, og jafnvel inunu mcnn hafa velt fyrir sér þeirri lausn að konungdæmj skyldi haldast hér á landi meðan núverandi konungs Dana nýti við, en þá fyrst er hann væri liðinn skyldi lýðveldi endanlega stofn- að í landinu. 1 sjálfu sér var þetta engin lausn, enda endanleg. úrslit ákveðin, hvort sem þeim yrði á lcomið árinu fyrr eða síðar, en þetta sannar hinsvegar að konungurinn naut fyllstu vinsemdar hér á landi, en auk þess sérstakrar virðingar, vegna kynningar, sem almenningur liafði af honum. Þótt erfiðleikar hernámsáranna bitnuðu að sjálfsögðu cinna þyngst á sjálfum kon- ungi Dana, og að hann bæri þá sem hetja og föðurlandsvinur, og yrði þannig fagurt fordæmi þjóð sinni, er' mönnum hér á landi kunnugt að konungurinn hefur fyrr í stjórn- artíð sinni átt við erfiðleika og mótlæti að stríða, en ráðið fram úr vandanum á þann' veg að allt liefur snúizt til betri vegar. Þjóð- höfðingjar fara ekki varhluta af crfiðlcikum ófriðarára og byltingatkna, en þeir hafa íæstir átt slíkri gæfti að fagna, sem Kristján konungur X. cr situr öruggur í sessi, sem þjóðkonungur í þess orðs beztu merkingu; cn nýtur aulc þess virðingar allra þjóða, sem kunna að meta örugga forystu frelsis og lýð- ræðis. Kristján X. hefur reynzt fleirum en Dön- um farsæll jijóðhöfðingi. Við Islendingar mcgum í dag vissulega minnast konungsins og þakka honum göfugt starf í þágu lands og þjóðar um áratugi. Skilningur milli þjóð- anna jólcst stöðugt og batnaði, m. a. fyrir beinar aðgerðir konungs. Þetta er geymt en ckki gleymt á spjöldum sögunnar, er allur sársauki er liðinn frá, enda hefur konung- urinn sjálfur gefið þjóð sinni göfugt for- dæmi í ])ví cfni, mcð kveðju sinni til lýð- veldishátíðarinnar, sem getið var hér í upp- hafi. Islenzka þjóðin sendir Kristjáni konungi X. hlýustu árnaðaróskir, og vottar honum virð- ingu sína og þakkíæti. Hún gleðst yfir hylli þeirri og trausti, scm konungurinn nýtur með þjóð sinni, og ber fram þær óskir bræðraþjóð sinni Dönum til handa, að hún megi ávallt ciga slíka forystumcnn, þótt forsjónin forði henni frá slíkum erfiðleikum, sem nú er ný- lega aflétt. Sem söguj)jóð er okkur ljóst Iivers virði nafn konungsins verður Dönum, cn það verður á borð við nafn Sverris kon- ungs með Norðmönnum og annarra þeirra konunga, sem ágætastir hafa verið og mest xómaðir í norrænum bókmenntum fornum ■°S nýum. Eftir langan dag, mcð skini og skúrum, getur konungur litið yfir farinn veg og séð j)jóð sína baðaða i sól frelsis og rísandi farsældar. Slíkt var bezta afmælisgjöf til handa hinum aldna konungi, auk þess, sem konungur sjálfur nýtur ávaxta S;erka sinna í óblandinni ástúð þjóðarinnar. jporlzetó orœeióóon jijí'rLiin álrilátoluótfG 1867—1945. MINNINGAR LJÓÐ. (on, Heilög sólin, björt a brána, breiðir fagurt geislalín yfir lýði lífs og dána, lilla dyggð, að reynd og sýn, ísköld hjörtu, akra sána, — öllu hennar fegurð skín. Fáum hlotnast friðarnæði — friðsæl dvöl á jörðu hér, Eigingjarni andifin skæði of mjög víða skjöldinn ber. Verri kennd með keppiæði kúgar þann, sem minni er. Hér er fallinn höfðingsmaður, hátt sem merki andans bar, langur þráuta leystur vaður — lengi blakti kulnað skar. Örlaganna amastaður olli kannske drætti þar? Allar sínar ferðaföggur fast hann hatt, að eigin sið. Prýðilega pennaglöggur — plægði eigi’ á ská og snið. Gat vel orðið snefsisnöggur snérist fávís öfugt við. Þegar hugsjón liraut af tungu, hátt sér lyftu málsins blóm. Ræðan fim í fasi þungu föst, en aldrei lausa hjóm. Ivvikunæmar kenndir sungu kvæði lífsins björtum róm. Nú mun honum hinnig grafar heilagt fagna Gimlis lið, þar sein úm hann ilmi stafar æðri heima sjónarmið. Vertu sæll, óg guðdóms gjafar glaður njót í sönnum frið. Jón frá Hvoli. Skrifstofustiílka, ✓ helzt verzlunarskólagengin, sem skrifar góða hönd og er eitthvað vön vélritun, óskast 1. okt. Tilboð auðkennt „Góður skrifari“ sendist Vísi fyrir fimmtudagskvöld. óskast nú þegar. Geysir h.f. Roneo Ltd.# London RPNEO Frá þessu heimsþekkta firma, getum við nú aftur útvegað allar tegundir af: Stál- BRÉFASKÁPUM SPJALDSKRÁRSKÁPUM SKRIFBORÐUM SKRIFBORÐSSTÖLUM FJÖLRITURUM KOPIU-VÉLAR o. fl., o. fl. Myndavcrðlistar sendir þeim er óska. EINKAUMBOÐSMENN FYRIR ISLAND. Ymist of Mjólkurskipulaginu, sem hér rikir, er eða van. fundið margt til foráttu og ekki að ástæðulausu, því að segja má, að varla sé til skipulagslausara skipulag. Það má gjarnan segja eina sögu því til sönnunar. Und- anfarið hefir jafnan verið svo mikill rjóma- skortur, að fólk hefir stundum ekki fengið meira en desilítra, liversu mjög sem það hefir þurft á meiri rjóma að lialda. En svo bregður við einn daginn fyrir skemmstu, að svo mikill rjómi er á markaðinum, að fólk getur fengið allt að einum lítra. Jiunú fæstir hafa átt von á slíkri rausn og gert ráðstafanir ti! þess að njóta hennar. * Jafnar Það á auðvitáð að vera eitt af mark- birgðir. miðum samsölunnar að gæta þess, að sem jafnastar birgðir berist á mark- aðinn, nægilega miklar, ekki komi stundum allt- of mikið, svo að það seljist ekki upp og heldur ekki þess á milli alltof lítið, svo að ekki* sé bægt að fullnægja eftirspurninni. Þegar slíkt kemur fyrir, er ekki gætt hinna frumstæðustu viðskiptalögmála, en slíkt gétur haft mikið fjárhagslegt tjón í för með sér, auk óþægindanna fyrir viðskiptavinina — en vonandi er eitt- hvað luigsað um þá líka, þott á það virðist oft skorta. * Smjörið. Hin blöðin hafa nokkuð minnzt á smjörskortinn og nauðsyn þess að aflað verði smjörs handa landsmönnum frá Dan- inörku, siðan Bergmál hreyfði þvi máli fyrir nokkuru. Eru allir á einu máli um það, að gera verði tafarlaust gangskör að því að útvega smjörið, því að ekki sé sæmandi, að svo lífs- nauðsynleg neyzlúvara sé ekki á boðstólum liér. Einn maður hefir svo vitað sé sent til Viðsldpta- ráðs umsókn um innflutningsleyfi á smjöri frá Danmörku til heimilisþarfa* en umsókninni var hafnað og skírskotað til lagafyrirmæla, sem eru eitthvað á þá leið, að ekki skuli smjör flutt inn nema brýn nauðsyii sé til þess. * Er smjör Þetta mun vera í fyrsta skipli, scm Iuxusvara? smjör er talið slíkur munaður, að ekki megi flytja það inn nema brýn l nauðsyn beri til. Innflutningur okkar er mikill að vöxtum, en misjafn að gæðum. En ótrúiegt er, að ekki finnist þar einhver „póslur", sem óhætt væri að fella niður, svo að hægt væri að káupa smjör fyrir þánn gjaldeyri, sem til hans cr varið. Ef til vill hefir þetta ekki vérið athug- áð sem skyldi, en þá ætti að gera það hið báð- asta. Smjör er ódýrt' í Danmörku — hræódýrt miðað við verðlag hér á landi, svo að ekki ætli verðið að vera því til fyrirstöðu, að það yrði keypti * Smjörlíkið í Eg átti í gær tal við mann, sem sveitinni. verið hefir i sveit í Borgarfirði uni nokkurt skeið í sumar og spurði liann, hvort hann hefði ekki svo góð „sambönd", að hann gæti útvegað mér smjör frá kunningjum sínum í sveitinni. Hann kvað nei við, þvi að hann hefði sjálfur ekki séð srnjör nema rétt einstaka sinnum og hefði það í raun- inni verið alger undantekning. Á bænum þar sem sögumaður minn var, varð hann að leggja sér til munns smjörlíki, ef hann vildi ekki borða brauðið þurrt. Það var skopazt að ein- um „túristanum“, sem kom hingað. í fornöld, er liann sagði, að hér drypi smjör af hverju strái, en hvað ætli væri sagt um þann mann, sem héldi sliku fram á vorum dögum? * Það er En það er rétt að segja frá þvi, að þrált það er til smjör hér í bænum, en það er bara orðið skemmt — þrált. Það er erlend vara og ef til vill þykir ekki „brýn ástæða“ íil að ílytja inn nýtt meðan þetta er enn ósélt. Meðan því hfir ekki verið komið út með einhverjum hætti, cr auðvitað hægt að segja, að ekki sé þörf á að fá nýtt smjör, en sú afsökun er ekki haldgóð og mun enginn — hvar i flokki sem hann stendur — geta tekið hana sem góða og gilda vöru -— frekar en smjörið. * ölfusár- Unnið er af kappi að því að koma brúin. upp nýju Ölfusárbrúnni, sem verður gríðarlega mikið mannvirki. Alaður, sem var á Selfossi fyrir nokkurum dögum, sagði mér, að um átta Englendingar hefðu eftirlit með vinnunni og væru þeir mjög færir menn í starfi sinu og bætli hann því við — eftir sögn manna að austan — að þeir gættu mjög mikillar var- færni í vinn.unní, ynnu helzt hættulegustu störf- in sjálfir. Þannig eíga yfirmenn að vera — að þeir oti ekki mönnum út i það, sem þeir treysta sér ekki til að vinna sjálfir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.