Vísir - 28.12.1945, Page 2

Vísir - 28.12.1945, Page 2
V I S J R Föstudaginn 28. desember 1945 zlstaforiii i aæzluvar Einn af ritstjórum Saturday Evening Post er viðstaddur fyrstu yfirheyrslu aðalmanna nazista- flolíksins þýzka, er þeir sitja í g'æzlu- varðhaldi. Eftir að 3ja ameríska her- deildin var búin að taka Salz- burg herskildi og yfirmaður hennar hafði sezt að í Kless- heim-höllinni, fór eg í marg- Þessi maður, sem var heldur upplitsdjarfari fyrir einu ári og þó einlíum í upphafi gtríðsins, hafði ekki hugrekki til að taka afleiðingum gjörða sinna. Hann er Robert Ley, foringi Vinnufylkingar- innar þýzku, sem hengdi sig í handklæði fyrir nokkurum mánuðum. ar heimsóknir til fangelsis- ins í Salzburg. Þar í grennd höfðu Kesselring og Rund- stedt og margir hinna tein- réttu foringja þeirra verið Jiöndum teknir, auk fjöl- margra foringja úr SS og Gestapo og margra annarra stríðsglæpamanna. Þar voru sauðirnir skildir frá höfrunum, þótt ekki sé rétt að taka þannig til orða, því að þarna voru stórglæpa- mennirnir skildir frá smærri spámönnunum. Við að finna þá höfðum við notið góðrar liðveizlu Austurríkismanns, sem hafði komizt á undan -aðalhernum, verið tíu dögum á undan til Salzburg, þar sem hann átti ættingja og vini, sem höfðu hjálpað hon- um til að komast á snoðir um fylgsni ýmissa höfuð- pauranna, svo að vandalítið var að finna þá. Sauckel. Meðal þeirra var Fritz Sauekel, sem hafði liaft fleiri þræla undir stjórn sinni en | sjálfir Faraóar Egiptalands. ! Eg heimsótti hann einn dag- inn í fangelsinu í Salzburg. Hann var einn í klefa, lág- vaxinn maður, dökkur á |\ ' brún og brá. Hann spratt á ' * fætur þegar við gengum inn . í klefann og horfði á okkur, illiiega og, tortryggnislega. 11 Þangað til skömmu áður hafði Sauckel verið héraðs- stjóri í Þýringalandi og yfir- maður vinnuafls Þjóðverja. Hann hafði ráðið yfir um átta milljónum ánauðugra | manna, sem geymdir liöfðu RAEDER verið innan gaddavírsgirð- inga umliverfis verksmiðjur Þýzkalands, Við vissum, að hann hafði flokksskírteini nr. 1395 og var talinn einn af hinum grimmustu og mest hötuðu nazistum. „Hvað viljið l)ið mér?“ spurði hann á ensku. „Okkur datt í hug, að þér hefðuð ef tii vill eitthvað að segja heiminum." Reynir að líkjast Hitler. Iátli maðurinn rétti úr sér, reyndi að líkja eftir l'ram- komu Hitlers og.teygði ólk- una. „Já, eg er feginn að fá loks tækifæri til að tala.“ Reiðisvipur færðist yfir á- sjónu hans. „Hér hefi eg ver- ið hafður i haldi, og hvað eftir annað hefi eg spurt sjálfan mig, livers vegna? Eg er saklaus maður, það sver eg, og hefi aldrei gert heiminum rangt til. Hinn eini glæpur minn er, að eg elskaði Þýzkaland.“ Tár fylltu livarma hans. „Eg elska þýzka verkalýðinn. — Skiljið þér það. Eg kvæntist dóttur verkamanns — góðri konu. Hún er góð kona og reyndist mér vel. Hún fæddi mér tíu börn — var góð, þýzk kona.“ Eftir þenna formála byrj- aði Sauckel langa ræðu um það, livernig hann, ungur maður. hefði gerzt óbreyttur háseti á skipi, lcynnzt Eng- landi og Bandarikjunum og verið settur í varðhald í Frakklandi meðan stríðið geisaði 1914—1918. Þegar hann snéri heim aftur, var þýzka þjóðin í hættu. Að henni steðjuðu atvinnuleysi, gróðajarlar af gyðingaætt- um, allskonar spilling var i almætti sínu og — umfram allt — rauða hættan. Þykist alsaklaus. „Þjóð, sem Iielgar sig kommúnismanum hlýtur að farast,“ sagði hann. „Er eg hitti Hitler 1923, -hitti eg mann, sem skildi það.“ Þá varð Sauckel tryggur fylgis- maður hans. Hann fann ekki til neinn- ar sektar, ofstæki hans var undir yfirborðinu og hann trúði því statt og stöðugt, að nazisminn einn gæti frelsað þýzku þjóðina. Hann var upprunalega kosinn fylkis- stjóri Þýringalands með miklum meirihluta, sagði hann, og meirihlutinn hafði fylgt honum næstum til enda. „Það var ekki fyrr en hrunið kom,“ sagði hann, „sem fóllcið fór að glata trúnni. Aðeins örfáir óróa- seggir voru okkur andvígir.“ „Þér eigið við þær milljón- ir Gyðinga, Pólverja, Rússa, RIBBENTROP Frakka, Belgíumanná, Hol- lendinga, allra þjóða menn i Evrópu, sem þið svéltuð og drápuð á eiturgasi i fanga- búðunum?“ En Sauckel sagði, að þetta Iiefði ekki getað ótt sér stað. Erlendir verkamenn í Þýzka- landi hefðu verið sjálfboða- liðar, þeim hefði liðið betur l>ar en heima. „En, auðvitað, varð að uppræta suma fjánd- Sama regla. „Hvernig væri þá, ef við hefðum sömu reglu? Við mundum skjóta yður ög láta konu yðar og tíu börn ykkar i fangabúðir. Væri það ekki réttlátt samkvæmt reglum yðar.“ Sauckel neitaði því, að slík stefna hefði nokkuru sinni verið framkvæmd. — Hann ncitaði að trúa, þegar honum voru sýndar myndir af Dachau og Buchcnwald. Foringinn hefði ekki vitað um þetta. „En Göring sagði mér sjálfur fyrir fáeinum dög- um,“ sagði eg, „að Hitler hefði sjálfur fyrirskipað og gefið leyfi sitt til allra ráð- stafana og illvirkja, sem framin voru í fangabúðun- um. Hvernig viljið þér skýra það?“ Hann hikaði andartak, en svaraði svo, að ef Göring hefði sagt það, þá lilyti hann að liafa kastað trúnni. En meirihluti þýzlcu þjóðarinnar æfði ekki glatað trúnni. „Þér haldið þá, að nazistar mundu sigra, ef frjálsar kosningar yrðu látnar fram fara í Þýzkalandi?“ sagði eg. „Þýzkaland á enga fram- tíð, nema undir handleiðslu nazismans. Þýzka þjóðin mun á sínum tíma snúa aftur til einhvers slíks kerfis. Eg veit það.‘ „Það er einmitt það, sem við óttumst. Þess vegna telja margir, að Þýzkaland megi ekki lifa aftur, nema sem nýlenda undir erlendri stjórn.“ : „Þá glafa'st Evrópa líka. Ekkert afl verður eftir, til þess að stöðva.bolsivismann, sem leiðir til eyðileggingar menningarinnar." Neita allir sekt. 1 síðari viðtölum þarna, og á öðrum yfirheyrslustöðum hersins átti eg tal við ýmsa nazista, sem eru ofarlega á lista okkar yfir stríðsglæpa- menn, meðal annars Albert, bróður Hermanns Görings, sem stjórnaði Skoda-verk- smiðjunum, Hans Frank, sem lét myrða 3 millj. manna í Póllandi, er hann var land- stjóri þar, Otto Skorzeny, sem náði Mussolini úr hönd- um fangavarðanna, Joachim |von Richter, Paul Schmidt, lalsmánn utanríkisráðuneyt- isins og marga aðra smærri spámenn. Flestir þeirra voru smeðju- legir og undirförulli en Sauckél, en það var sam- eiginlegt með þeim, að þeir neituðu allri sekt, sáu ekki eftir neinu og aðeins tveir — Göring og Paul Sclimidt — gagnrýndu Hitler. Állir höfðu þeir flúið undan Rússum, sem náðu fáum stórlöxum nazista á vald sitt. Þeir virtust halda, að við ætluðum ekki að gera þeim neitt og lugu svo ró- lega, að menn gátu trúað að við héldum að þeir væru lieið- arlegustu menn. Það er ekki hægi að leggja mikið upp úr slíkum framburði, en þegar þeir voru spurðir í einrúmi, svöruðu þeir oft sömu spurn- iiigum á sama veg. Frásögn ; Görings. Þeir voru sammála um það, að árós Japana á Peárl Harbor hefði komið Þjóð- verjum á óvart, enda hefði Hitler viljað fá Japani til að ráðast á Rússa, en ekki bandamenn. Göring sagði, að Hitler liefði ákveðið að ráð- ast á Rússland gegn ráð- leggingum hershöfðingjanna, hefði búizt við striðslokum fyrir árslok 1941 og vildi ekki sjá neinn i kringum sig, sem var ekki á sama móli. Göring sagði eins og aðrir hcrshöfðingjar, að stríðið hefði tapazt vegna þess, að útbúnaður Þjóðverja hefði ekki verið nógu góður og taldi, að flugherinn ameríski hefði átt mikinn þátt í að lcoma Þýzkalandi á kné. En Schmidt fann einnig ástæður fyrir ósigrinum i stjórnmálunum. „Það voru þrenn, stórhættuleg politísk mistök, sem ollu ósigri okk- ar,“ sagði Sclnnidt. „í fyrsta lagi var hætt við hin sósíal- istisku markmið flokksins, eftir að Röhm og félagar hans höf ðu verið drepnir 1934. í öðru lagi sýndi taka Tékkóslóvakíu, að flokkur- inn hafði fallið frá hinni upprunalegu landamærareglu sinni, að ná ekki öðrum en þýzkum löndum aftur. Og loks varpaði Hitler þjóðernis- reglunni fyrir borð. þegar hann reyndi að láta Þjóð- verja byggja Ukrainu." Schmidt var viðstaddur 1942, þegar einn af foringj- um nazistaflokksins sagði við Hitler: „Iivers vegna lýsið þér ekki yfir sjálfstæði Úkrainu? Er það ekki yfir- lýst marlunið okkar?“ Hitler svaraði þá, að sögn Schmidts: „Eg byrjaði þetta stríð sem þjóðernis- sinni. Eg mun ljúka þvi sem heimsveldissinni. Þýzkaland verður að verða heimsveldi.“ Schmidt yppti öxlum. „Það var eðlilegt, að sii stefna leiddi til Stalingrad og þessara leiksloka.“ En Schmidt liafði liorn í síðu Hitlers — líkt og Gör- ing. Hann hafði langað til að losna við kellu sína, sem liann hafði getið við þrjú börn, til þess að hann gæti gengið að eiga sænska stúlku, en Hitler hafði hannað hon- um að skilja. En nú er Schmidt aftur farinn að gera sér vonir um að geta gengið að eiga þá sænsku. AHt Hitler að kenna. Eins og Göring skellti Schmidt allri skuldinni af fangabúðunum á Hitler, en Göring virtist í svipinn hafa gleymt því, að þetta hefir verið haft eftir honum: „Eg er ekki hingað kominn til þess að stjórna, heldur til að eyðileggja, gereyða .... Drepið! Drepið! Drepið! Þið eigið ekki ao svara fyrir það, heldur eg.“ „Fangabúðirnar og illvirk- in í þeim munu ákvarða sið- ferðisstöðu ' Þýzkalands í heiminum næstu hundrað ár,“ saoði Schmidt. Hvorki Schmidt né Gör- ing héldu því fram, að þeir hefðu mótmælt atferlinu í fangabúðunum, en öðru máli gegndi um Ilans Frank, landstjórann í Póllandi. — Hann kvaðst hafa bakað sér reiði Hitlers með því að halda fyrirlestur gegn of- sóknum gegn politískum fongum. Eg talaði við hann í hersjúkrahúsi hjá Munchen. Úlnliðir hans og háls voru í fleiðrum, því að liann hafði rifið sig með nöglunum, reynt að ráða sérbana þannig. Hann bylti sér og'stundi og þorði ekki að horfast i augu við mig. „Það er ckkert að þessum slatrara,“ sagði amerísk hjúkrunarkona fyrirlitlega. „Hann er bara emjandi svín, sem vill að haldið sé i hönd- ina á sér.“ Það vildi svo til, að hún var af pólskum ættum. Siðmenntaður maður. Frank kvaðst ekki liafa ætlað að fremja sjálfsmorð. Sárin hefði hann veitt sér í mótmælaskyni við það, að herinn hafði neitað honum um að fara til Miinchen, til þess að kveðja konu sína og fimm börn, sem hann elskaði mjög innilega. Eitthvað kom mér til að spyrja hann um það, livort hann vissi, að nafn hans væri ofarlega á lista Pólverja yfir s trí ðsglæpamenn. „Eg vissi það ckki — nei — það getur ekki átt sér stað. Eg er siðmenntaður maður, ekki bófi. Eg opnaði fyrsta Chopin-safnið, sem til hefir verið í Cracow.“ En hvað um morðin í Gyð- ingahverfunum ? Manndráps- , ,verksmiðj urnar“ í Maida- nek og Oswiecim? Þessir glæpir voru verk Himmlers. „Allir Pólverjar vita, að eg elskaði land þeirra. Þeir eru góð þjóð. Það veldur'miér mikilli sorg að vita, að þeir sé að komast undir yfirráð bolsivikka, þrátt fyrir allt, sem við höfum reynt. Þeir komu til mín í stórhópum á hnjánúm og báðú mig að frelsa sig frá Rússum.“ Ul' . Niðudag.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.