Alþýðublaðið - 24.08.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jafnaðarstefnan í Bretlandi. Viðtal við einn aí forvígismönnum verklýðssam takanna breaku, Með Botníu síðast kora hóigað málfærslumaður frá Glasgow í Skotlandi, David N. Mackay að nafni. Hanin er eimn af forvígis- mönnum jafnaðarstefnunnaT í Bretlandi, og hefir verið ákveðið, að hann verð’i í kjöri við næstu kosningar af hálfu verkamanna- fiokksins í rnvérness-kjördæmi; en pað er sveitahérað norðan til í Skotlandi. Rifstjóri Alþýðublaðsins hiiitti mr. Mackay að máli meðan hann dvald't hér; hann fór aftur með Botníu; og spurði hann tíðinda frá Englandi, einkum um kjör verkalýðsins þar og baráttu h.ans fyrir bættum hag og siigTi jafn- aðarstefnunnar. Ástandið í Englandi er mjög slæmt, sagði mr. Mackay, yfir ein milljón verkamánna ganga stöð- ugt atvinnulausir; peim hefir fjölgað ár frá ári síðan verka- mannastjórmn lét af völdum, og eru nú miklu fleiri en '1924. En þessi tala segir ekki alt. Hún nær að eins yfir pá, sem éru skrá- settir sem atvinnulausir og njóta atvinnuleysisstyrks, en auk þeirra er fjöldi verkamanna, sem verða að þola meira eða minna atvjninu- leysi. Og enn fremur er þess' að gæta, að þurfamönnum, sem lifa á fátækrastyrk, hefir fjölgað um nærri 200_ þúsund þessi ár. Eins og þið vitið, ráðgerix ihalds- stjómin að flytja verkamennina, eiinkum námamennina, af þeim eru mi'Hi 200 og 300 þúsund atvinnu- lausir, af' landi burt, til Kanada og annara nýlendna. Annað ráð sér hún efeki eða vill ekki sjá. Þegar ég fór, var ráðgert, að fyrstu flutningarnir’ vestur um haf byrjuðu um miðjan þenna mánuð. Hvenær fara fram kosningar næst i Englandi ? Þær fara líklega fram í júní næsta ár. „Stjórnendur ríkiisinis“ vilja ekki hafa þær síðar á sumrinu, því að í júlí og ágúst skemta þeir sér venjulega á dýra- veiðum og ferðalögum, og kon- ur þæi\ sem fá kosnmgarétt sam- kvæmt lögunum frá í vetur um kosningarétt kvenma, það er að segja kvenna á aldíinum frá 35 ára tii 21 árs, mega ekki kjósa fyr en eftir mánaðamötin maí ,og júní næsta ár. Þessi breyting á kosningafögun- um var hin mesta réttarbót; nú fá konur sem karlar kosninga- rétt yið 21 árs aldur. Ihalds- stjórnin bar írumvarpið fram, en jafnaðarmenn voru auðvitað með því. [Hvenær skyídu þeir timar koma, að íhaldið hér á landi jafn- ist á viö brezka íhiaildið í þessu ef ni ?] Er ekfei talið víst, að verka- mannaflokkurinn vinni á við næstu kosningar? Jú, það er alveg sama hver spurður er, hvort það eru íhalds- menn, frjálslyndir eða jafnaðai'- menn, öillum ber saman um, að paö sé áreiðanlegt, að verka- mannaflokkurinn muni bæta við sig fjölda atkvæðaogvinna fjölda nýrra þingsæta. Baráttan verður aðállega um það, hvort jafnaðar- menn nái hreinum meirihluta eða ekfei. Við höfum von um það, og borgarafilokkamiir eru svo hrædd- ir, að þeir þora líklega ekki að setja fram menn hver á móti öðrum, til dæmis verður enginn úhaldsmaður í fejörú í kjördænúnu; sém ég’ býð mig fram í; með þvi móti hafa þeir frekar von um að koma frambjóðanda frjálslynda flokksins. að. Kröfum okkar jafnaðarmaiina um þjóðnýtingu á námum, laodi og járnbrautum er alt af að auk- ast fylgii. Ólagið á námarekstr- inum, atvinnuleysið og jarðnæðis- skorturinn, sem stafar af því, að stóreignamennirniir eiga hei'l land- flæmi, sem enginn fœr að taka til ræktunar, alt þetta hefir fært fólfcinu heim sanninn um það, að óumflýjanleg nauðsyn er á að taka upp nýtt skipulag. Ofekur bætast nýir liðsmenn með degi hverjum, einkum meðal iðnaðar- manna, lækna og rithöfunda, sem urn þjóðfélagsleg mál hugsa. Einkurn eru það yngri meniniimir, sem koma' til okfcar. Það má heita, að allir alþýðu- og barna-kennar- ar í Englandi greiði atkvæði með okkur, enda er þeim og lækn- unum kunnast um hagi verka- lýðsiins af þeim, sem ekki eru beinlínis verkamenin sjálfir. íhaldið hefir líka bakað sér af- ar-miklar óvinsældir fyrir fram- komu þess í tryggingamálunum. Það lækkaði t. d. atvinnuleysis- styrkinn til stúlkna um og inn- an við tvítugt úr 15 shillings nið- ur í 8 shiliings um vikuna og karhnanna tilsvarandi. Stúlkurn- ar geta auðvitað alls ekki iifað á þessu, svo að þetta er oft og ein- att sama pg að segja þeim að fara út á götuna og betla eða annað verra. (Svona líta Englend- ingar á þetta, en hér — hér er engiinn a t v Ln n ule y sissfy r kur —■ ekki einu-sinm 8 krónur á viku,) Þá hefir stjórnin. og eftir mætti refjast við að greiöa hermanna- eftiriaunin og skaðabætur fyrir heilsu- og lima-tjój'ri í í ófriðíntuím; hefiir íúlk oft orðið að fara í mál tiil þess aö fá þetta; get ég sem niáliærslumaður u:m það borjð af eigin kunnuglelk. Sjúkratrygging- ar okkar eru alveg ói'ulinægjandi og ellistyrkurinn hefir ekki feng- j'St hækkaður síðain fyrir strið; hann er nú orðiinn okkur til skammar; hann er að eins 10 shillings á viku fyrjr sjötugt fólk og eldra. (Hér er hann frá 25—75 krónur á ári, hvað niyndu Eng- lendingar segja um það?) Trygg- ingamálin, þjóðnýtjng og atvinnu- bætur eru kosniingamál okkar; á þeim ætlum við að sigra. Ihaldsmenn bera því við, að ekki sé hægt að auka trygging- arnar af því, að þá þurfi að hækka skattana. Nú greiða menn með háar miðlungstekjur 4 shil- lings af sterlingspundi, eða 20%, í tekjuskatt, en auk þess greiða ‘ þeir, sem liafa ý’fir 2000 sterl- ingspunda tekjur, hátekjuskatt (supertax) og geta þann.ig tekju- skattarnir til ríkisins numið sam- tals alt að 9—10 shillingum af hverju sterlingspundi, eða 45 —50% af tekjunum, ef þær eru mjög háar. Erfðafjárskatturinn getur komrst upp í 40 krónur af hverju hundraði hjá okkur. Óneit- anlega eru þetta allverulegitr skattar. (Hér getur tekjuskattur- inn hæst orðið 25% af tekjunum.) Samt á að eins Vw hluti lands manna /9Ao hluta af öllum þjóðar- auðnum í Englandi og ekki ber neitt á því, að auður þeirra gangi til þurðar vegna skattanna. t verkamannaílokknum brezka (Labour Party) eru bæði einstakir menn og félög. Óháði verka- mannaflokkurinm, Fabiane-félög- in, samvinnufélögin og verklýðs_ félögin eru öll meðlimir í verka- mannaflokknum (LabouT Party), .og landssamband unigra jafnaðar- manna vimnur með honuin á all- an hétt. Verkamanriafélögi'n eru auðvitað aðaluppistaðan í flokkn- um, enda er brezka vei'kalýðn.um nú orðið það ljóst, að hann verö- ur sjálfur að bæta hag sinn, breyta skipulaginu í betra og rétt- látara Irorf. Alþýðusamtökin um allan heim eru að bera jafnaðarstefnuna fram tiil sigurs, þau eru að koma á algerðri þjóðfélagsbyltingu. Styrkur þeirra maignast svo óð- fluga, breytingarnar á hugum manna og lífi éru svo hraðfara að segja má, að vfð stöndum iriitt í byltingunni. Að lokum vjl ég biðja yður að segja löndúm yðar, að ég hafi ekkert land séð, utan Skotlands, sem hafi tekið hug minn. fastari tökum en Islantl. náttúrufegurðin’ er óviðjafnanleg, framtíðarmögu- leikarnir, — ]>egar ég lít til fosis- anna ykkar, fiskimiðanna og land- rýmisins, virðast mér þeir ótak- markaöir. Og til félaga minna og l'iokksbræöra bið ég yður að skila því, að ég voni, að þeim megi Iánast að auka svo styrk, sam- tök og samheldni alþýðunnar, að hún fái sjálf notið auðlinda ‘lauds og sjávar, svo ’ að farsæl .þjóiý og starfsom byggi þetta fagra og gagnauðga land, en ekki auðkýf- ingar og öreiga þjónar þeirra. Bruarfoss kotn í morgun frá útlöndrHn. Knattspyrimmót Reykjavíkur. Kappleíkurinn i gærkveldi. K. R.(A-lið) vinnur Val (A-lið) með 2 gegn k Fyrri hálfleikur. Fyrri hálfleikur hófst með sókn hjá K. R., og þá er stutt var liðið leiks, fengu K. R.-ingar hom- spyrnu hjá Val. Skoruðu þeir þá mark. Var það Sigurður Sigurðs- son, er spyrnti úr horni, en Ingvar Óilafsson skallaði knöftinn í 'mtiirk. Hófst nú góð sókn hjá Val, er stóð í nokkirar minútur, en eftir það mátti heita, að á hvorugum lægi, en mörg góð upphlaup varut gerð af báðum liðum. En bak- verðir stöðvuðu upphlaupin, þeg- ar nærri kom marki. Þó var nokkrum sininum skotið á mörkin,. en markmenn vörðu vel. Mátti. heita svo, ■ að í báðutn liðum væiri valinn maður í hverju rúmi. Sýndi það sig mest í góðum sam- leik og mjög f jörugum ogi drengi- legum leik. Þá er langt var liðið af 'leik, barst knötturinn að mið- framherja Vals, Erni Matthíassyni, sem gaf hann fljótt frá sér til hægri útframherja, Þorsteinsi Jónatanssonar, en í móti honum kom Sig. Halldórsson, bakvörð- ur K. R., og e r þeir náðu saman, féll Sigurður, að manni virtist á sjálfs sins bragði; og myndaðist þá þvaga við markið. Valt knött- urinn sitt á hvað, þar tjl að kom innri framherji Vals, Hóímgeir, og skutlaði honuni í markið. Stóðu félögin nú jafnt, 1:1, og endaði svo fyrri hálfleikux. Siðari hálfleikur. Skifti nú mjög oft um sókni og vörn hjá liðunum. I einu upp- hlaupi, er K. R.-ingar gerðu að marki Vals, tókst Hans Krag að skjóta knettinum fast og laglega í markið. Þá er síðari hálfleikur var rúm- • lega hálfnaður, gerðu Valsmenn snögt upphlaup, að marki K. R. Vildi K. R.-ingum það slys tif, að knötturinn snerti hönd Daníels Stefánssonar, framherja þéirrá, og var þá þegar flautað. Stóðu nú ailir á öndinni. Skyldi Valur fá vítisspyrnu á K. R. ? Vítisspyraa er þyngsta vítf, er við liggur að knattspyrnulögum. Þegar það er dæmt skulu liðsmenn standa utan vitateigs, nema sá, er spyrnir, og má éngitm verja nema markmað- ur. Valsmenn völdu Örn Matt- híasison til að spyrna, og skaut hainn svo fast, að enginn heföi varið, ein lániö var með K. R,- ingum. Knötturjnn rann í mark- ásiinn og hentist út á völl að nýju. En Örn spyrati honum strax • aftur, og nam hann staðlar í marki K. R. En viti menn. Dómarinn' dæmir K. R.-ingutn aukaspyrnu frá þeim stað, er knettinum var spyrnt frá að nýju. Varð nú tals- verð æsing meðal nokkurra Vals- manna, er voru áhorfendur, því þeir töldu dómára dæmá hér al-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.