Vísir - 28.02.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 28.02.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Fimmtudaginn 28. febrúar 1946 Ármann Kr. Einarsson. 'VfÍM* fjöiiin fttfji&rfaÍMs. Ævintýri og sögur. — Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar. Reykja- vík 1945. Höfundur bókar þessarar er ungur maður og kennari að menntun. Þetta er sjötta bókin, sem hann sendir frá sér á fáum árum og fjórða ævintýrabókin hans. Ármann má lieita frumherji og braut- ryðjandi, mcðal nútíma rit- liöfunda hcr á landi, sem ícvintýrahöfundur, og ævin- týri hans sýna það ótvírætt, einkum þessi bók, að hann á gott erindi fram á ritvöllinn með ævintýri sín. Það er auðséð á þeim, að höfundur- inn vill leita uppi allt það ])ezta, sem bærist í manns- sálinni og í manneðlinu. Þess vegna er þcssi bók hans holl- ur lestur fyrir börn. En hún er *mcira. Hún er líka skemmtileg' barnabók, og trúað gæti'ég því, að margur drengur og stúlka læsu þess- ar sögur með óblandinni á- nægju, því höfundurinn ef fundvís á hina græskuíausu fyndni, sem börn hafa svo gaman af. En á bak við glensið bærist einnig undir- alda alvörunnar i lífinu, og l>að gerir bókina að góðu les- efni einnig fyrir fullorðna fólkið. Eftirtektarverð er l. d. þessi setning, sem liöf. lætur Laufið Ji tla segja á bls. 133: „Eg ætla alltaf að vera góður, svo að heimurinn geti orðið fallegur.“ Prentun og frágangur all- ur á bókinni er hinn bezti og liefir prentsmiðjan Oddi ann- azt prentunina. Það er mikill kostur á bókinni, sem barna- bók, að letrið er stórt og skýrt. Margar myndir prýða hana einnig, og eru þær eftir Stefán Jónsson teiknara. Málið er yfirleitt lipurt, og góð íslenzka á bókinni. Hafi höfundur og útgefandi þökk fyrir ])ókina. Það andar af henni hreinum hressandi blæ, sem stingur í stuf við það andlega moldviðri, sem nú geisar víða í mannheimi. Jón N. Jónsson. GÆFAN FYLGIR hringunum frá SIGURÞÓR Hafnarstræti 4. lyerkaBegt ri Fyrir nokkuru kom út gagnmerk bók, heimildarrit um Reykjavík og málefni bæjarins. Þetta rit er Árbók Reykjavíkurbæjar 1945, end- urbætf og stórum aukin út- gáfa Árbókarinnar frá 1940, sem var hin fyrsta þessarar tegundar. Höfundur Árbókarinnar er dr. Björn Björnsson hagfræð- ingur bæjarins og mun öllum vera ljóst, sem flettir hók- inni, livilíkan fádæma fróð- leik þar er að fá og hvilik geypivinna liggur á hak við þetta ritverk. Hér er sýndur i tölum eða töflum gangur ýmissa helztu mála bæjarins og eru heim- ildir raktar eins langt aftur i tímann og kostur er á. Þó nær síðari Árbókin ekki éins langt aftur i tímann og sú fyrri, nema þar sem ný við- fangsefni cru krufin til mergjar. Tilgangurinn með rilinu er að sýna hagfræðilega þró- un bæjarmálefnanna, en nauðsynin á slíkum liag- fræðilegum upplýsingum óx í hlutfalli við hinar öru brevt- ingar i atvinnulifinu, fólks- fjölguninni í hænum og stór- aukinna framkvæmda á öll- um sviðum. Verklegar fram- kvæmdir hæjarins liófust fvrst til vcrulegra muna eftir 1907, er farið var að leggja holræsi i götur, vatns- og gasveitu var komið upp, sem og síðar höfn, rafmagnsveilu og liitaveítu. Gangur flestra þessara mála, svo og fjöl- margra annarra, er rakinn i stórum dráttum í báðum þessum Árbókum. Með flestum töflunum, sem þarfnast skýringa, liafa verið birtar athugasemdir til glöggvunar fyrir ])á sein vilja eða þurfa að liagnýta scr töflur ritsins. Efni Árbókarinnar 1945 er í stuttu máli þetta: Yeðurfar, íbúar, Heilhrigðismál, Fast- eignir, Fiskveiðar, Samgöng- ur, Iðnaður og Verzlun, Póst- og símamál,- Peningamál, verðlag og launamál, Lýð- mál, Löggæzla, réltarfar og trúmál, Fræðslumál, kosn- ingai' og skemmtanalíf, Op- inber gjöld, Fyrirtæki Reykjayíkurbæjar og loks Áthugásenidir. Hver þessafa málefnaflokka hefir svo fjölmarga undirflokka. Þeir málefnaflokkar, sem einkum liafa aukizt, eð.a eru ítarlegri en frá því í Árbók- inni 1910 eru fasteignir og samgöngur. All ítarlegt yfirlit er birt yfir allt það land hæjarins, sem notað er og mælt liefir vcrið. Þá eru birt- t i tölum. ar ýmsar töflur varðandi Reykjavíkurliöfn síðan 1918, skipakomur og vöruflutn- inga. Töflur yfir hifreiðar eru og mun fyllri en áður. Af nýjum viðfangsefnum, sem töflur eru birtar yfir, má nefna: Mannfjölda í kaupstöðum, verkamanna- l)ústaði, iðnað og verzhm, skráð hlutabréf, kauptaxta í iðnaði, laxta fyrir barnsmeð- lög', þinglýsingar, kosningar lil Alþingis og bæjarstjórnar, útsvarsstiga í kaupstöðum, grjót- og sandnám bæjarins og vatns- og hitaveitukerfið. Að því er liöfundur Ár- bókanna, dr. Björn Björns- son, hefir tjáð Vísi liefir liann aflað allra þeirra heimilda, sem hann liefir komizt yfir, áður prenlaðra og óþrent- aðra. Hinsvegar hefir hann ekki enn sem komið er, get- að farið út í umfangsmiklar frumrannsóknir þar sem heimilda varð að leila frá rótuni. í Árhókinni eru margar skýrslur, sem hefir verið safnað áður, en ekki verið gefnar út, svo sem varðandi barnaskólana, fyrirfæki bæj- arins, starfsemi slökkviliðs- ins, umfangsmiklar skýrsl- ur varðandi lögreglumál og réttarfar o. fl. Töluverðum káfla bókar- innar er t. d. eingöngu varið til þess að sýna fjármál Reykjavikur, bæði hæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækja. Tekjur og gjöld bæjarsjóðs eru sýnd frá 1915 (í fvrri út- gáfunni) og sundurliðuð og flokkuð yfir allt tímabilið, svo að sem greinilégasl yfir- lit fáist um þróun hvers mál- efnaflokks. Á þessu tímahili hefir færzla bæjarreikning- anna eðlilega breytzt veru- lega og þvi er mjög erfitt fyrir einstaklinga að. fá i fljótu bragði yfirlit yfir þró- unina af bæjárreikningun- um sjálfum. Hér er aftur á móti l)úið að færa þá í sam- ræmt.horf, svo að hægt er í einu vetfangi að glöggva sig á þeim. Á sama hátt er.gefið sam- ræmt yfirlit yfir tekjur og gjöld hæjarfyrirtækjanna svo að glöggl yfirlit fæst yf- ir stofnkostnað þeirra, af- ‘skriftir og þróun. í þessari útgáfu er birt yf- irlit yfir allar skuldir og lán- tökur bæjarins, skipakomur og vöruflutninga á Reykja- víkurhöfn, yfirlit vfir fast- eignir í bænum, birtir helztu kauptaxtar og óteljandi margt annað. — Þetta er i stuttu máli ein hin bezta og samræmdasta lieimild um Göwniii iöfjin. „Gömlu lögin“ er heiti á nýútkominni bók eftir Svein- björn Benteinsson frá Drag- hálsi í Borgarfirði. Það er nýstarlegt um þessa bók, að efni'hennar er rímna- flokkar sem Sveinbjörn hefir ort. Rímnaflokkarnir eru: Fluguríma, Busluríma, Sörla- rímur, Vígarímur, Þórgunnu- rímur og Arnkelsrímur. — Mun það vera nokkuð ein- stakt að nútímaskáld leggi fyrir sig rímform og senni- lega verður mörgum forvitni á að lesa bókina til þess að sji1®liversu liöfundinum liefir tekizt til með viðfangsefni sín. Sir William Craigie, einn) rimnafróðasti núlifandi mað- ur, hefir lesið handrk bókar- innar og lét m. a. svo um- mælt um það: „— -— útkoma þeirrá verð- ui' viðburður i íslenzkum nú- tímaskáldskap. Þær sanna það berlega, að svö langt frá því að vera úreltar, eru rím- ur jafn áhrifamiklar sem nokkru sinni, þegar í þeim er sameinað sannur skáld- skapur og hagmælska, eins og hér er gert. — — Hér er sama getan (og hjá Sigurði Breiðfjörð) til þess að kveða dýrt án þess að nota tor- skildar kenningar, og að yrkja svo, að sannur skáld- skapur sé, fyrirhafnarlaust, að því er virðist, þrátt fyrir rímþrautirnar. Mansöngur- öll bæjarmálefni Reykja- vikur. I niðurlagi inngangsorða fyrir fvrri útgáfunni segir höfundurinn: „Það sem enn vantar tilfinnanlega fyrir Reykjavík og raunar landið í heild, eru sundurliðaðar hag- fræðilegar upplýsingar um atvinnuvegi, eignir, tekjur, skatta, húsnæðismál o. þ. h. Áður langt um liður er náuð- synlegt að hefjast handa um öflum áframlialdandi heim- ilda um öll þessi mál. ÖIl hagskoðun á hinum þjóð- félags- og efnahagslegu við- fangsefnuiii vorum er mjög erfið og víða óframkvæman- leg, vegna skorts á heimild- um. Glöggar og itarlegar hagfræðilegar heimiklir eru eitt af frumskHyrðunum fyr- ir því, að hægt sé að stjórna hinum opinberu málum, svo að vel fari.“ í seinni útgáf- unni segir dr. Björn að þessi slóru viðfangsefni séu að mestu óleyst enn. Hinsvegar inegi telja, að grundvöllur- inn að þeim yfirlitsskýrslum, sem alls staðar séu kjarninn í hagskoðun hagstofnana borga, sé nú þegai- lagður. Þess má að lokum geta að bókin er hin prýðilegasta að öllum frágangi og uppsetn- ing skýrslnanna smekkleg og hnitmiðuð. Bókin er prentuð í Stein- dórsprenti h.L, en gefin út á kostnað Rcykj avíkurbæjar. ( VtHfe KhAoIIl inn fyrir fyrstu rímunni í Vígarímum virðist mér snilldarleg lýsing á umhorf- inu, þegar rímur voru lesnar eða kveðnar á vetrarkvöld- um.“ Snæbjörn Jónsson ritar forspjallsorð fyrir útgáf- unni, en höfundurinn sjálfur formála. H.f. Leiftur gaf bókina út, hún er prentuð á fallegann gulann pappír og titilblað og kápa prentuð í tveimur lit- um. Fyrir bókasafnendur skal þess getið að bókin er aðeins prentuð í 400 eintök- um og þeim tölusettum. Dynskógar. DYNSKÓGAR. — Rit Fé- lags ísl. rithöfunda. — Bókfellsútgáfan 1945. — Meðal inárgrá ágætra bóka, sem nýlegá eru komnar á markaðinn, er ein, sem vekur sérslaka athygli, og einkum af tveim ástæðum. I fyrsta lagi er hún óvenjulega glæsi- leg að vtra búningi, svo að hún má teljasl hreinásti kjörgripur í því tilliti, og í annan stað er hún allnýstár- leg að efni til. Bók þessi er Dynskógar, rit Félags ísl. rithöfunda, sem samin er m. a. af mörgum kunnustu skáldum og rithöfundum landsins, þeim er nú eru á lifi. Efni liennar er mjög fjölhreytt og skiptast á sögur, leikrit, Ijóð og ritgerðir. í bókarlok er skrá yfir höfund- ana og verk þeirra, og er það út af fyrir sig skemmtileg nýbreytni. Eins og vænta má um bók sem þessa, gætir all- mikillar sundurleitni um efni og efnismeðferð. Ber þess og vel að gæta, að þetta er ekki úrval þekktustu verka viðkomandi höfunda, eða það, sem þeir hafa bezt gert, heldur er hér um að ræða safnrit, þar sem hver liöf- undur liefir lagt fram sinn skerf, eðlilega misjafna að gæðum, þótt margt megi teljast gott og sumt með ágætum. Hér verður ekki gerð til- raun til að rekja efni'þessa rits, en minnst á-fátl eitt. Bókin hefst á smásögu eftir Kristmann Guðmundsson: Sagan af Siggu í Gerðakoti,- Þessi örstutta saga er yndis- legt í yfirlætisleysi síiiu og ber miklum stilsnillingi vitni. Það er enginn nieðalmaður, sem getur fært svo lítið og hversdagslegt éfni í svo draumfágran búning — án allrar lilgerðar. Jakob Tliorarensen á þarna alllanga sögu: Véfrétt- in laug. Enda þótt Jakob skrifi laglegar smásögur, á maður erfitt með að losa sig við þá liugmynd, að hátm sé fyrst og fremsl jjóðskáld, og ., Á J'h. á 6. siðu. 'M ..,Y. ) íéé- ! -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.