Vísir - 05.03.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 05.03.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R Þriðjudaginn 5. marz 1946 VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Dýrðin! Dýrðin! gtjórnarblöðin eru innrlega sammála um að núverandi ríkisstjórn hal’i unnið mikið áf- rek, er henni og sáttasemjara ríkisins tókst að jafna Dagsbrúnardeiluna. Þetta hefði engin öiínur ríkisstjórn getað gert segja þau,en Þjóð- viljinn lætur jafnframt í það sldna, að engin önnur ríkisstjórn myndi hafa látið sig málið nokkru skipta. Lausn Dagsbrúhárdéiluhnár er í sjálfu sér öllum fagnaðarefni, en grund- völlurinn, sem deilan er leyst á er eins og sakir standa á engan hátt eðlilegur og engum til góðs. Sífelldar launahækkanir og sívaxandi verðþensla eru ekki úrræðið til bjai'gar. Það viðurkenna jafnvel stjórnarblöðin og í orði kveðnu var Dagsbrúnarverkfallið háð til þéss að ríkisstjórn og Alþingi hæfu raunhæfar að- gerðir gegn verðþenslunni, hvaða alvara, sem kann að hafa legið á bak við þær kröfur. Þetta er athúgunarefrii útaf fyrir sig, cn þau eru fleiri og fjölbreyttari. Kommúnistar telja sig hafa unnið sigur, sem beri vott um hitt og þetta, og nota venju- leg slagorð í sambandi við vinnudeilur. Þrátt fýrir það fuíivrðir Þjóðviljinn að enginn sé ofsæll af launum verkamanna. Þetta er vitan- lega alveg rétt. Enginn cr ofsæll af launum verkamanna, eða raunar launum annarra laun- þega, þegar svo er haldið ó spilunúm að kauþ- máttur krónunnár er rýrður, samtímis og krónutalan er aukin. Hver er svo árangurinn af öllu starfi kommúnista í þágu verkamanna, nú um nokkurra ára skeið, en tvö síðustu árin hefðu þeir þó átt að geta komið hugðarefnum sínum nokkuð áleiðis? Blað flokksins talar um stóra sigra, en sigrarnir eru þó ekki meiri cn svo, að verkamenn lepja dáuðann úr skel, nð dómi flokksins sjálfs. Annaðhvorþer oi’ðið -,,sigur“ notað héf í óvenjulegri merkihgú, eða íið um engan sigur er að ræða. Sumir eru alltaf að tapa, jafnvel þótt þeir þykist græða eða sigra. Myndi ekki liggja nærri, að túlkun Þjóðviljans á sigrum kommúnista, skýrði slíkt íyrirbrigði? Auk þess, sem hlutur verkatnahná má telj- ast rýr, hefur hlutur annarra stétta versnað stórlega fyrir aðgerðir kommúnista. Frá því er þeir settust í ríkisstjórn hefur verið samið um hagsmuni allra stétta, — nema ef til vill stórútgerðárinnar að því er botnvörpunga snertir, sem veiða í sig sjálfir, en annast ekki íislckaup eða fiskflutninga,.— og samið hefur -verið á þann veg að hver einasti atvinnuvegur Iiefur orðið að færa þungar fórnir. Þessar fórnir hafa verið færðar til einskis, og nú er svo komið að atvinnuvegunum verður eklci uppi haldið, nema með tilfærzlum á tekjum ntvinnugreinanna, þannig t. d. að helt sé á milli sjóða smáútvegsmanna og flutninga- slcipaeigenda og þar fram eftir götunum. Slíkir stjórnarhættir eru svo grátbroslegir, aið bezt er að hafa um slíkt sem fæst orð. Ekki , er að undra þótt stjórnarblöðin syngi í lcapp: „dýrðin, — dýrðin“, þegar þau ræða þessi mál og afskipti ríkisstjómarinnar af þeim, — ein- mjjt þau afskiptin, sem fjármálaspekingur eifis st-jþmarflokksins' sriefnir ,jfjárglæfrá- Stéfnu“. 1 >. » Er verzlunin orsök dýrtíðarinnar ? Sjá, þarna er sökndólgnrinn! Síðan kominúnistum varð ljóst, að allt fimbulfamb þeirra uni stórkostlega nýsköimn á öllum sviðum, risa- vaxna aukningu framleiðshumar og vaxandi velmegun landsmanna, er að verða að hlægilegri skrípamynd vegná dýrtíðar og óstjórnar innanlands, hafa þeir. tekið þann kóstinn, að segja að öll dýrtíðin sé innflutningsverzl- uninni að kehna. Hafa þeir ráðizt með hatrömmum á- sökunum óg fágætum blekkingum ó alla innflytjendur í verzlunarstétt og kennt þeim um dýrtíðina og allt öng- þveitið, sem af henni stafar. Verzlunarstcttinni er kennt um dýrtiðina, sem kommúnistar hafa átt mestan þátt í að skapa og stjórnarflokkana hefir skort manndóm til að leysa. í stað þess að setja skorður við henni og færa haria niður, svo hægt séi að lifa í landinu, hafa þeir aulc- ið hana með kauphækkunum og' öðrum verðþenslu-ráð- stöfunum. Stjórnarflokkarnir bera ábvrgð á dýrtíðinni, eins ög hún er í dag og engiim á slílca sök á ástandinu Sem kommúnistar. En nú, þegar þróunin í atvinnumál- uhi landsmanria er að því komin að lcveða úþþt dóm sinn yfir þeim, sem undanfarið hafa stýi't þjóðarskútunni beiht upp á grynningar atvinnuleysis og fjárkreppu, er blásið til átlögu gegn einni stétt laridsins, á liana bent og sagt: Sjá, þarna ér sökudólgurinn! Nú liafa konimúnistar ákveðið, að bakari slculi liengd- ur^fyrir siriið — til þess að beina atbyglihni frá sjáífum sér og liihu þjóðhættúlega vandræðafálmi þings og stjórri- aí', sem þéir eiga liöfuðsökina á. Þjóðsögur. Nú langar mig til að víkja laus- iega að nokkrum þátfiim bók- mennta okkar. Flest höfum við vafalaust lesið meira eða minná af . þjóðsögum um dagana. Nafnið eitt bendir til að þær hafi iifað á vör- um þjóðarinnar. Nú hefir aftur þjóðsagnasöfn- un mjög látið á sér bera á séinni árum, sem ranglega er færð undir það heiti. Hégiljum og fáfræðirugli einhverra eftirlegukinda fortiðar- innar er haldið til haga, eins og um niikinn vísdóm væri að ræðá. * Ný tegund Sögur jiessar hafa litla eða enga þjóðsagna. stoð i veruleikanum og eru frekar draumórar og hugárbúrður, sem aldréi hefir fest rætur í hugum þjóðarinnar og þeim muri síður íifað á tungu hennar. „Þjóðsög- ur“, sem eigá að liafa gerzt svo að segja um leið og þær eru skráðar, samrimast ekki gagnrýni nú- tímans né sannleiksást. Hitt er annað mál að slikár sögur eru virðingarverðar að svo mikíú leyti, sem þær Jýsa þjóðtrú og menningarlífi fyrri alda, eða draumórum öreigans um gull og græna skóga, svo sem tiðkast um huldufólks- sögur niðurlægingartímabilsins. * Á flæðiskeri. Því leiigur seni líður verða ráðin færri út úr ógörig- ununi. Stefnan sem ríkisstjórnin tók i öndverðu að ráði konnnúnista, var algerlega röng. í stað þess að stýra burtu frá klettunum, var stefnan tekin á blindskerin og grynningarnar. Nú er dagíegá stýrt á miííi skers og báru, án þess að nokkur von sé um að komast út aftur. Nú má búast við, á ltvaða stundu sem vera slcal, að skipiðj kenni grúnns. Þá er ævintýrinu lokið. En þá mun þjóðin vakna, og þá verður spurt Iiver eigi sölcina. Sú sök véi'ðúr þung. Það vita kommújpistar. Þótt þeir séu í erlendrí þjóhustu og þjóðhollustunni sé eklci fyfir a?í fara, þá er heimskan ekki þeirra aðalbreyzkleiki. Nú er hér allt á flæðiskeri og smátt og smátt félllir að sjór erfiðleikanna. Þess vegna lirópa kominúriislftrnir riá há- stöfum, að alll okkar ólán sé verzluna,rstéttinni að kénna. Til þess að bjarga öllu, til þess að hæklca lcaupið, fá hýja markaði, selja freðfiskinn og' lælcka húsaleiguna, ér eift ráð óbrigðult, að stofna landsverzliíri og afnema alla Ínnflýtjendur. Ekkert sýnir betur en þettá, liversu gersanilega ráðþrota þessi flokkur er gagnvart þeim óhémjri erfiðleikum, sem hin pólitíska skemmdarstarf- semi lians hefir nú leitt yfir þjóðina. Mmi þjóðir lifa samS. Hér á landi er nú heimiluð lægri álagning í heildsölu en tíðkast í nokkru nágrannalandi voru. Er því dreif- ingarkostnaður innflytjendur hér á flestar vörur minni en annarsslaðar. Þó er dýrlíðin t. d. í U.S.A., ekki nema Ví hluti á við dýrtíðina hér. Bretland og Norðurlönd Iiafa mjög viðtæka verkaskiptingu milli innflytjenda og smá- sala í öllum verzlunarrekstri sínum. Þessar þjóðir minn- ast eklci á að þeim sé nauðsynlegt að taka upp lands- verzlun. Þess^r þjóðir selja smjör á 5—6 krónur kg'. og aðrar vörur eftir því. Þær hafa stóra stétt innflytjenda og lifa samt, við tiltölulega litla dýrtíð. Hvernig má slílct verða? JMeðal-álagning.hér í heildsölu mun nú vera um 10%. Þótt þessi álagning væri lækkuð um helming á öllum innfluttum vörum sem lcoma inn í vísitöluna, mundi það éklci lækka dýrtíðina um meira en 5V2 stig! Þetta, er liægt að sanna með tölum. Ef stofnuð væri landsverzlun, sem seldi vörurnar nleð innkaupsverði, án nokkurrar álagn- ingar, en kostnaðurinn allur greiddur úr ríkissjóði, gæti það lækkað dýrtíðina um 11 stig. En til þess að greiða verzlunarkosínaðinn mundi þurfa að þækka lékjur og eignarskatt um 10% og vegna tekjumissis’-ápfrinfftrtnings- verzluninni, þj'rfti að hæklca þessa skatta um önnur 10%. - Það eru þá 11 stig sem hægt væri að læklca dýrtíðina ef ekkert þyrfli að greiða fyrir allt það starf sem unnið er af konum og körlum vegna innflutningsins. En siðan kommúnistae komust í rikisstjórn hefir vísitálan hækkað tíM íð stig. Þeir eru því óneitanlega þyngri baggi ál þjóð- inni en öll innflutningsverzlunin. „Fræðimemi“; EiilStaka safnarar halda víða um land, undir heiti ,græði- manna“.og hafa sumir beirra eklci sncfil af eigin- lcikum þeirrar tegundar manna til að bera. Ger- samlega gagnrýnislausir menn taka ófeiinnir að sér fræðimannsstörf, ef til vill einvörSuhgu af því að þeir cru bænabókarfærir og kunna að-. rita hneykslunarlítið,. Slik störf eru ekki. yérð- launaverð og ekki nútimanuih að skapi. * ■ „Den svake Norðmenn ræddu mjög um „den blelcé." svake, bleke Karls Jóhanns Lyrik“ á sinni tíð, og fer því ckki fjarri 'áá eitthváð svipað mælti segja um suirit það, sein nú er borið á borð af íslenzkri Ijóðagerð. Fölt er það og veikt, talar litt til heilans og: hjartans og ofreynir minnið á engan liátt, enda festist það elcki í því. Hitt er aftur rangt, að öll skáldahöfuð cigi að höggva af á einum hálsi, sv.o sem stundum heyrist i mæltu máli og sést í ritsmíðum lélegra tímarita. Nútimaskáldiii: sýna méiri formfegurð en eldri skáld. * Jónas. Forfh Jónasar Hallgrírússonar, einfalt ög: slétt, kostar ekki minni andlega áreynslu eii hrjúf óðsnilld samtíma-skálda hans, — þó að Sigurði Breiðfjörð undanskildum þegar lion- úm tekst bezt upp. Sama má um beztu nútíma- höfundana segja. Hitt er annað, að almenning- ur hefir gersamlega misboðið skáldaheitinu og bókaútgefendur liafa stórlega misboðið þvi einn- ig, bæði með útgáfum og auglýsingum. Hér eru nú uppi fá skáld en sum góð. Hagyrðingarnir eru miklu fleiri. Samtíðin ber ekki þroska til að dæma hér milli „feigs og ófeigs“. Það nluii framtíðin gera. * Skáldskapar- Oft heýrist á þvi klifað að skáld- stefnur. skapur eigi að fela í sér áróðúr,- listin sé ekki fýrir listina, heldur eigi hún boðskap að bera, og þá að sjálfsögðu róttækan. Sum skáld framreiða sama grautinn í.sö.mu skál í bólc eftir bók. Eitt slikt kvæði, eða jafnvel fleiri geta átt rétt á sér, en guð forði *tnér frá þeirri eiginkonu, sem segir alltaf sömu orðin. * Frjósemi. Sönn list er fi'jósamari en fimmbnra riióðir og felúr æ i sér einhvérn á- róður, en aldrei með ölíii þann sainá. Geri listiil það, er hún steinrunnin, ófrumleg og ómarkviss, enda getur hún þá jafhvel vakið öfugar kenndir eða geðhfif við það, sem til er ætlast. Suriiir virð- ast stöðugt vera í leit að því frumlega, en fæðisL slíkt ekki af sjálfu sér, án átakanlegrá fæðingár- hríða ineð tilheýrandi fagurfræðilegúm fyrir- brigðumj ættu þeir að hætta leitinni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.