Vísir - 14.03.1946, Síða 2

Vísir - 14.03.1946, Síða 2
V I S I R Fimmtudaginn 14. marz 1946 Viðtfíí við €m. 'w Isienzkir skíðamesiii §eta sta5i5 hinum beztu er- iendu á sporði. Íslesizkir Bþróttamenn þnrfa yfirleitt að þjáBfa m@iroe „Eftir þrjú til fjögur ár munu íslenzkir skíðamenn geta skipað sess með beztu skíðamönnum annara landa“, segir Georg Bergfors, sænski íþróttaþjálfarinn í viðtali við Vísi. Bergfors hefur nú dvalið hér rúmlega hálfan mánuð og á þeim tíma hefur liann séð skíðamenn okkar hæði að æfingum og í keppni. Teiur hann að við Islehdingár eig- um mörg mjög góð íþrótta- mannsefni, sem eigi eftir að verða okkur til sóma erlend- is. —- Bergfors er, eins og áður iiefur verið sagt frá, ráðinn hjá l.R. til 1. september, cn miklar líkur eru þó til þess að hann muni dvelja hér iengur, því að þörf fyrir góða þjálfara er mjög mikil. Þess- ar tvær vikur, sem Bcrgfors hefur dvalið hér, hefur hann verið við skíðakennslu að Kolviðarhóli, en fór norður í gær, til þess að þjálfa skíðamenn fyrir skíðalands- mótið. Um næstsíðustu helgi fór hann með flokk frjáls- íþróttamanna upp að Kolvið- arhóli og hóf þjálfun þeirra. Hafa iR-ingar líklega aldrei byrjað æfingar svo snemma. Áhugi íþróttamanna hér á góðri þjálfun er mikill, og samstarfið eitt það bezta, er eg hefi kynnzt, sagði Berg- fors. Þessi tvö atriði, svo og hinir góðu íþróttahæfileikar unga fólksins hér á landi, hljóta að leiða til þess að stúlkur og piltar hér verði erlendum keppinautum sin- um skeinuhætt. En það er þó enn ekki tímabæft, að hugsa um tilvonandi sigra. Fyrst verður að þjálfa vel og mik- ið. íslenzkar þjálfunaraðferð- ir eru nokkrum árum á eftir tímanum. Eitt er mjög nauð- synlegt að fá hingað, en það eru gufubaðsofnar. Sænskur íþróttamaður, sem er í þjálf- un, fer í gufubað að minnsta kosti tvisvar í hvérri viku. Hlífir gufubaðið vöðvunum við að verða hörðum og stíf- um. I Svíþjóð á hvert íþrótta- félag eigin gufubaðstofu, og vona eg að ekki líði á löngu þar til eins verður hér. Sjálf- ur ofninn kostao aðeins um 200 krónur. Baðstofurnar eru byggðar i sjálfboðaliðsvinnu og verður því kostnaðurinn aldrei meiri en 300—400 kr., en þá peninga fá menn marg- endurgoldna i hollustu þeirri, er 'af böðnum leiðir. Hvað er það, sem helzt mætti finna að þjálfun ís- lenzkra íþróttamanna? Ef borið er saman við önn- ur lönd, þá er bæði þjálfun- inni og keppnitækninni mjög ábótavant. Má í því sam- bandi nefna það, hve seint íslenzkir frjálsíþróttamenn byrja þjálfun á vorin. Þeir ættu að byrja í febrúar, en ekki í mai, eins og nú er venja. Sem dæmi upp á tækniskekkju, vil eg nefna atriði, er eg varð var við í svigkeppninni að Skálafelli um daginn. Veitti eg því at- hygli, að keppendurnir not- uðu stafina lítið sem ekkert, en það er alrailgt. 1 svig- keppni verður að nota staf- ina til fulls, til þess að ná sem beztum árangri. Gildir þetta ekki hvað sízt I beýgj- um. Eg ætla að reyna að kenna skíðamönnum hérna full not stafanna. Sérstaka áherzlu mun eg leggja á að kenna þeim • „Kristjaníu'- sveiflu“, en hún sparar oft margar dýrmætar sekúndur í keppni. Einnig eru skíði og stafir keppenda hérna of stutt. Eg tel erfiðleika íslenzkra íþróttamanna að sækja keppni erlendis aðallega þá, að þeir einbeita ekki þjálf- uninni við eina sérstaka | íþrótt. Ef hægt væri að fá unga íþróttamenn til þcss að einbeita sér við eina i])rótta- grein aðeins, yrði árangur miklu betri. Eru nokkrir, sem skara hér sérstaklega fram úr að yðar dómi ? Því miður hefi eg ekki fengið tækifæri til þess að sjá meiriháttar keppni, en piltar eins og Finnbjörn Þor^ valdsson og Kjartan Jóhanns- son ættu að geta komizt í flokk með beztu hlaupurum Evrópu, ef þeir aðeins æfa rétt og kappsamlega. j Það er enn eitf atriði, sem eg liefi mikinn áhuga á að koma í framkvæmd, en það er námskeið fyrir iþrótta- þjálfara. Vildi eg gjarna taka að mér að kenna á þessum námskeiðum og gætu þátt- takandur síðan kennt hver í sinu félagi. Eg tcl einmitt, að fyrsta skilryði þess að íþróttamað- ur geti náð góðum árangri sé góð tilsögn strax frá byrj- un. Tel eg mjög mikilvægt að viðhalda þeim áliuga, er unga kynslóðin hér á landi hel'ir á íþróttum. Eg held að mér sé óliætt að fullyrða, að : íslenzkir frjálsíþróttamenn geti á mjög skömmum tíma komizt í röð fremstu íþrótta- manna Evrópu. Bergfors er mjþg vel þekktur þjálfari í Svíþjóð og er hann eini þjálfarinn, sem sænska iþróttasambandið hefir viðurkennt sem bæði ; skiða- og frjálsíþrótta-kenn- ara, að Bertil Aström undan- teknum, en hann er iþrótta- ! kennari við Uppsalaháskól- ann. Hann hefir sótt fjöl- mörg námskeið fyrir íþTótta- þjálfara. |Síðast sótti hann námskeið það, er sænska iþróttasambandið heldur fyr- ir sænsku þjálfarana að Bösen. Er því óhætt að full- yrða að við íslendingar höf- um nú einn bezta þjálfara Svía hér á landi. I seylján ár tók Bergfors þátt í skíðakeppnum, en síð- astliðin 3 ár liefir liann verið þjálfari I Sviþjóð. Að lokum þetta: Bjartsýni Bergfors á iþróttalíf hér á landi, hlýtur að liafa áhrif á íslenzkt íþróttafólk. Um 50 manns tóbn þátt í Skíðamóti Akmeyraz s. 1. snnnudag. Magnús irynjélfsson sigraði í svígi karla og Helga Júníusdotiir I svígi kvenna. ísfísksalan. Síðan Vísir síðast birti sölufréttir hafa 28 skip selt ísfisk fyrir 6.028.906 krónur. Söluhæsta skipið var m.s. Eldborg, er seldi 3716 vættir fyrir £11699. Önur skip er seldu afla sinn eru: M.s. Hafberg 1451 v., £4564. M.s. Edda 2966 v., £9327. B.v. Ivarlsefni 2878 v., £8844. B.v. Hafstein 3340 v., £7886. M.s. Siglunes 1875 k,, £7567. B.v. Maí 2844 v„ £11123. B.v. Óli Garða 3003 k., £11681. M.s. Fell 2737 v„ I £8769. M.s. Skaftfellingur | 1002 v„ £3162. M.s. Rifsnes : 2387 v„ £7599. M.s. Capi- tona 3369 v„ £11005. M.s. Heimaklettur 1456 v„ £4625. B.v. Gylfi 2941 k„ £11177. B.v. Júní 2746 k„ £9928. B.v. Skutull 2691 k„ £10220. B.v. Skallagr. 3415 k„ £11655. M.s. Lt. Vedrines 2652 v„ £8558. M.s. Stella 1170 v„ £3778. M.s. Rúna 1691 v. £5459. B.v. Geir 2548 k„ £10064. B.v. Kópanes 2447 k„ £8878. M.s. Erna 1960 v„ £6196. B.v. Faxi 2994 k„ £8654. B.v. Þórólfur 3613 k„ £10682. M.s. Álsey 2170 v„ £6819. Ms. Sleipnir 1265 v„ £4014. B.v. Sindri 2467 v„ £7648. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri, í gær. Síðasíliðinn sunnudag' hófst skíðamót Akureyrar. Veður var gott fyfri hluta dagsins, en dimmviðri og hríð er á daginn leið. I svigi karla urðu úrslit þau, að fyrstur varð Magnús Brynjólfsson, K. A„ á' 98.8 sek.* Annar varð Guðmund- ur Guðmundsson K. A. á 104 sek. Með þessum sigri vann Magnús svigmeistara- bikar Akureyrar til eignar. í A og B flokki saman var sveitakeppni og var keppt í fjögra manna flokkum um svigbikar Akureyrar og vann K. A. í B-flokki var fyrstur Júlíus B. Jóliannesson frá M. A. á 120.3 sek. og annar, Mikael Jóliannesson, M. A. á 121.1 sek. I svigi kvenna sigraði Helga R. Júníusdóttir K. A. á 27.7 sek. í A og B flokki, en í C flokki sigraði Hólm- fríður Pétursdóttir, M. A. á 36.4 sek. í stökkkeppni varð Sigurð- ur Þórðarson, K. A„ hlut- skarpastur. Stökk hann 29.5 metra. Næstur honuin varð Guðmundur Guðmundssoni, K. A. í sveitakeppni um stökk- bikar Morgunblaðsins sigr- aði sveit M. A. í annað sinn. t sveilihni voru Ari Guð- mundsson, Vignir Guð- mundsson, og Magnús Ágúslsson. Hlaut sveitin 393.7 stig, en sveit K. A. 369.6 slig. Þáttlakendur i þessu skiða- móti voru um 50. 1 j J i) 10 ií.íi '■ 'uítih slasast é sprengingu. í fyrradag vildi það slys til, að 9 ára drenghnokki stór- slasaðist af sprengju er sprakk í hönd hans. Er rannsóknarlögreglan lióf rannsókn á þessu máli, kom í ljós, að tveir drengir liöfðu skömmu áður brotizt inn í geymslubragga brezka flughersins og stolið þaðan allmiklu af blysum, flugeld- um og sprengiefni. Höfðu þeir síðan leikið sér að blysunum og flugeldun- um, en kastað sprengiefninu, sem var í litlum dósum. Nú hefir komið í ljós, að drengurinn, sem slasaðist liefir fundið eina slíka dós og borið eld að lienni með þeiin afleiðingum, sem fyrr greinir. Afmælishóft st. IIörpM á Iloliangarvík Frá fréttaritarra \'ísis. tsafirði á mánudag. Stúkan Harpa nr. 59 á Bolungavík hélt í gærdag hátíðlegt afmæli sitt. Þrjátíu ísfirzkir templarar lieimsóttu Hörpu á fjölmenn- um fundi og minntist Árni Gíslason sfofnanda stúkunn- ar. Síra Sigurður Kristjáns- son ræddi áfengisbaráttuna, Ágúst Vigfússon, núverandi æðsli templar Hönpu, minnt- ist bindindisstarfs Jens Ni- elssonar kennara, Arngrím- ur Fr. Bjarnason ræddi um næstu átökin í áfengisbarátt- unni, Halldór Ólafsson minntist Helga Sveinssonaiy þingtemjilars. Grímur Ivristgeirsson stjórnaði fundi en Jónas Tómasson söngnum. Siðar um kvöldið var fjölbreytt. skemmtisamkoma. Arngr. Dtgáfa Hangæingasögu Rangæingafélagið hélt að- alfund sinn fyrir helgina og var Sveinn Sæmundsson kjörinn formaður þess. Rangæingafélagið liefir nú í undirbúningi útgáfu liér- aðssögu, sem liugsuð er í tveimur höfuðþáttum. Ann- arsvegar héraðslýsing en liinsvegar byggðarsaga. I liéraðslýsingunni verður jarðfræðisaga og jarðfræði- lýsing, sem dr. Sigurður Þórarinsson skrifar. Sigurð- ur skrifar ennfremur veiga- mikinn og ítarlegan þált um Heklu, sem verður í senn myndunarsaga og gossaga,. svo og lýsing á hugmyndum erlendra manna fyrr og síð- ar á Heklu. Sigurður Einars- son skrifstofustjóri lýsir byggðum í Rangárvallasýslu, en óbyggðunum lýsa ýmsir héraðsbúar. Pálmi Ilannes- son rektor mun síðan tengja þá þætli saman og samræma óbyggðalýsinguna i eina heild. Sjálfa liéraðssöguna mún Hermann Hermannsson skrifa framundir 1500, en þar lekur. Bj’arni ., Þovsteinssoií sMv.]jn^!vi"ð •> '. han^ til þessa dags. Guðjón Ó. Guðjónsson gefur ritið út. Meðstjórnendur Rangæ- ingafélagsins voru kjörnir: Felix Guðmundsson, Guðm. Guðjónsson, Sigurður Ingv- arsson og Geslur Gíslason.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.