Vísir - 03.04.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 03.04.1946, Blaðsíða 4
V 1 S I R Miðvikudaginn 3. apríi 1946 VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGAFAN YlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: FélagsprentsmiðjunnL Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Leyndin. Leyndin um herstöðvamálið vekur sívaxáhdi gremju mcðal almennings, enda er nú svo komið að flest blöð krefjast að hún verði rofin, þarinig að unnt sé að ræða málið áð siðaðra manna liætti. Ýmsir alþingismenn hafa krafizt skýringa af hálfu ríkisstjórnar- innar, en án árangurs allt til þessa. Ráðherrar Alþýðuflokksins gefa um það yfirlýsingu í blaði sínu í dag, að um miðjan deScmher síðastliðinn hafi ríkisstjórnin samþykkt ein- róma að halda málinu leyndu, cn siðan hafi málið aðcins vcrið laUslega rætt innan ríkis- stjórnarinnar, en engin atkvæðagreiðsla ' farið fram. Sé því eklci um meiri eða minni hluta að ræða innan ríkisstjórnarinnar að því er birtinguna varðar, en allir ráðlicrrarnir hafi þar sömu afstöðu. 1 sjálfu sér liéfur þessi yfirlýsing ráðHérranna óveruléga þýð- irigu, en sýnir þó eindreginn vilja ríkisstjórn- arinnar til þess að sniðganga þjóðina í þessu máli, svo sem það væri algjört einkamál rik- isstjórnarinnar, en slík afstaða er fráleit að aimannadómi. Er Jress að vænta að rikis- stjórnin taki málið upp að nýju og skýri það til hlítar fyrir þjóðinni, þannig að unnt sé að gera sér fyllilega ljóst Iiver afstáðan er og hverjar horfur á brottflútningi herliðs- ins héðan. Kommúnistar halda stöðugt uþpi heiftar- legum árásum á stjórnarvöld Bandaríkjanna, sem ávallt hafa sýnt íslenzku þjóðinni fyllstu vinsemd. Þannig fullyrða kommúnistar að Bandaríkin vilji hafa hér bækistöðvar til ]>css eins að hefja héðan árásarstríð gegn megin- landi Evrópu og fara um þetta mörgum ófögrum orðum, sem ekki eru eftir hafándi. Jér lítt skiljanlegt annað, cn að ríkisstjórnin verði að gera sérstakar ráðstafanir vegna þessara skrifa, en koma jafnframt í veg fyrir nð þau endurtaki sig. Hitt er svo algjört aukaatriði, að þessi flokkur manna hcldur ■einnig uppi árásum gegn innlendum aðilum, sem vilja sýna fyllstu sanngirni i málinu, ;án |)ess J)ó að afsala nokkrum landsréttindum til skariims tíma eða langs. Vegna ófullnægj- andi upplýsinga af háll'u rikisstjórnarinnar verður málið ekki rætt af nokkurri skyn- scmi, en hitt er aftur auðvélt að nota það til ómaklegra árása gagnvart Bandaríkja])jóðinni annarsvegar, en hinsvegar gegn innlcnuum mönnurii, sem aldrei hafa rékið og aldrei munu reka erindi erlendra þjóða á lcostnað sinnar eigin |)jóðar, svo sem kommúnistar gera leynt og ljóst. Stúdcntar hafa hafið baráttu fyrir því að plöggin verði lögð á borðið, en að baki þeim •og þeirra kröfum sténdur þjóðin öll. -—- Ríkjandi leynd um herstöðvamálið er óheppi- íeg frá hvaða sjónarmiði, sem séð er. Vel kann að vera að ríkisstjórnin hafi liugsað sír að leyna málinu til J)css eins, aö það .verði <ekki rætt á óviðeigandi hátt, en henni hefur «‘kki tekizt að koma í veg fyrir slíkt, litíldur befur léyndin heinlínis sluðlað að ])ví að um- ræður um málið hafa farið fram á allt annan og vcrri veg, en vera skyldi. Ástæða er til að œtla að Bandaríkjastjórn há'fi tíkki við það nð athuga, að frá málinu verði skýrt, og þá er ekkert, sem réttlætir þögnina. AFENGIÐ OG ÞJÓÐIN. Ersama hvaðan „gott" kemnr ? Sámkvæmt fjárlögum eru tekjur ríkissjóðs ætlaðar 122 milljónir króna. Af því er gerl ráð fyrir að nálcga fimmti hluti fáist sem hagnaður af sölu áfengis. Það er jafn stór fjárhæð og venjulegur tekju- og eignarskattur ncnmr af Öllu landinu. Með áfengistckjunum mætti gréiða öll kennshimál landsins, scm er stærsti einstaluir íiður fjár- laganna. Eða greiða mætti mcð þeim fyrir öll vegamál og samgöngur. Áfengistekjurnar eru orðinn liður, sem íslenzka ríkið getur ekki án verið, eins og sakir stánda, til þess að halda þjóðarbúskapnum í horfinu. En þótt gott sé að hafa nægilegar tckjur fyrir útgjöldum ríkisins, þá vcrður ekki sagt að áfengistekjurnar séu sárs- aukalaus „skattur“. Og því cr ekki að leyna, að engu meíint- uðu mannfélagi getur nokkurntíma orðið gæfa eða 'höfuð- burður að því, að þurfa að selja þegnunum áfengi til þess að geta lialdið uppi menningarstarfsemi i landinu. Á þann Iiátt er'ræktað mcð annarri hendinni en sviðið með hinni. Það er gott að fá tekjur í ríkissjöðinn, munu margir segja. En, er sama hvaðan „gott“ kemur?Þjóð, sem á þann manndóm, að geta haft áfengi um hönd og neytt þess í hófi, er engin hætta búin. En lítil þjóð, sem lætur 10% af þjóðartekjunum í áfengiskaup, þarf að gæta hvár hún er á vegi stödd. Manndómur eða anðnnleysl I þessum cfnum, eins og mörgum öðrUm, verður frjáls- ræðið sumum sjálfsögð réttindi er ekki koma að sök, en þar skilur á milli manndóms og auðnuleysis. Þótt deila megi lengi um það hvernig brcgðast eigi við þcssu þjöð- félagsvandamáli, þá er engin lækning varanleg Öririur én sú, að rækta með þjóðinni þann menningarþroska, sem fordæmir ómenningu ofdrykkjunnar. En lausungin í ])ess- um efnum, eins og nú standa sakir, og tómlætið um van- sæmdina, kemur hvergi skýrar fram en í því hversu sorg- lega ábérandi cru auðnuleysingjar ofdrykkjunnar á áðal- götum höfuðborgarinnar. Hér gengur um göturnar fjöldi manna, ungir og gamlir, sem liafa ckki áhyggjur af neinu öðru en þvi, á hvern hátt þeir gcti náð sér í áfengi. Þeir ganga um betlandi. Slík lítillækkun er þeim ekki ofviða ef bún kaupir þcim áfcngi. Óþrífnin og auðnuleysið hefur sett mark sitt á ])á hvar scm á þá er litið. öll sjálfsvirðing er horfin. Þeir eru eins og rekald á f jörum menningarinnar, sem stundum er dregið á land cn oftar látið liggja þar áéhi það er komið. Þeir menn, sem þannig hafa tapað öllum manhdómi, erii sjúkir, en þjóðfélagið okkar hefir ekki enn víðurkennt þenna sjúkdóm. Það hefir byggt sérstákar stöðvar fyrir geðsjúka og brjóstsjúka, en ekkert viðunandi hæli héfir verið reist fyrir þá sem misst liafa manndóm sinh og hcilsu af áfengisnautn. Og það er ómögulégt fyrir borgaratia að verða að bafa hvern dag fyrir auguni sér þessa þjóðfélags- niðurlægingu. Hjálpið þeim sem vilja vlar.a. Góðtemplarar vinna mikið og gott starf. Margir í þeirra hópi verja miklúm tíma til að hjálpa þeim sem áfcngis- nautnin er að bera ofurliði. Slíkt starf cr aldrei launað nema með þeirri ánægju sem góðverkum fylgir, þegar ])að er unnið án nokkurrar hugsunar um cndurgjald. En þessu fólki, sem finnur hvöt lijá sér til að vinna, þarf að hjálpa í starfinu. Hið opinhera getur veitt því áðstoð á margvíslegan hátt. Að vísu er stórstúkunni veittur 200 þús. kr. styrkur, cn ])að er minna cn veitt er til sambands íslenzfea berklasjúklinga og þó er vafalaust miklu stærra verkcfnið sem skapast vegna ofdrykkju. Bindindisstarfið á að vera fólgið í því að kenna þjóðinni bófsemi. Það lærist venjulega, sem nógu oft er yfir haft cða nógu oft ber fyrir augu og eyru. I kennslubókum bárn- ánha á allsstaðar að koma þessu að, á einn eða annari liátt, þar scm þess er kostur. Hið opinbera befir þetta í hendi sér. I tvarp, kvikmyndir, hlöð og auglýsingar eru öflug kepþshijæki ef rétt er að farið. Með nákvæmlega lagðri áætlun, skynsamlegum aðferðum og öflugu átaki, mætti á fáum árum liafa slik áhrif á Inlgsunarhátt þjóðarinnar, að hún teldi drykkjuskap vansæmandi hverjum manni. Þetta er hlutverk hins opinbera í samyinnu við áhugamenn- iria. Það kostar mikið fé. Nú lætur ríkið af hendi aðeins Vz% af áfengistekjunum, til þess að vinna á móti spillingu áfengisins. Minna gal það varla verið. Lltvarp frá Rikisútvarpið íslenzlca liefir eitt rétt Keflavík. til þess að starfrækja útvarpsstöð hér á landi og geta þvi ekki aðrir stundað þá starfsemi, samkvæmt því. Þegar Bandarikjámenn höfðu haft hér lier um skeið, liófu þeir sjálfir útsendingar á ýmsu útvarpsefni til hcrmahna sinna frá sérstakri útvarpsstöð. Má gera ráð fyrir að þeir hafi fengið til þess leyfi, enda var útvarpsstöð þeirra aðeins ætluð til að hafa ofan af fyrir hermönnum þeirra liér á landi, en ekki ætlazt til þess að verða neitt menning- artæki. Útsendingar frá stöð Bandaríkjamanna hafa heldur ekki verið þess eðlis, að nokkrum manni, óvitlausum, dýtti til liugar að bera hana saman við þá íslenzku hvað mennihgargildi sncrtir. Ivynleg Astæðan fyrir því' áð málið er gcrt auglýsing. að umræðuefni, er aliglýsing, sem nær vikulega hefir verið útvarpað frá stöð Bandarikjamanna og sérstaklega er ætlað að ná til íslenzkra hlustenda. í auglýsingu þess- ari er íslenzkt kvenfólk livatt til þess að sfekja skemmtanir hermannanna og þær gylltar fyrir þvi á ýmsa lund. íslenzkum stúlkum er þar boð- ið upp á „dinner, movies, dance and romance“, eins og það er orðað. í auglýsingunni er enn- fremur tekið fram, að stúlkurnar skuli sáfnast á titgreinda staði, en þaðan verði þær fluttár í herbifréiðum á áfangastaðina. Brot á Það, sem stúlkur þær eiga von á, sem velsæmi. þekkjast bóðið, er míðdegisvérður og kvikmyndasýning án endurgjalds og síðan dans á eftir. Síðan er tekið fram, að einn- ig sé þar „romance“ að finna, en það liugták er næsta óljóst, og verður hver að skilja það á sinn veg. Hér sýnist stöð Bandarikjamanna vera farin út fyrir verksvið sitt og farin að gera sig full heimakomna. Auk þess sem slíkar aiiglýs- ingar eflir kvenfólki cru brot á öllum vélsæmis- reglum. Hilt er og ékki til þess að hæta úr skák, að íslenzk stúlkuborn eru mörg svo cinföld, að þeim þykir sæmd í að hlýða neýðarkálli þcssu og flykkjast á sfaðina, þar sem bifreiðarnar bíða, til þess að færa þær nær þessum „ro- mance“. Gagnrýni. E. S. skrifar: „Óverðugar ásakanir dynja nú á útvarpinu, og er þvi fund- ið márgt til foráttu. Það er. svo sem flcsta hluti, að eittlivað má af þeim finna, en ótrúlegt er það, að það sé ahnénn skoðun, að íslenzka út- varpið sfándi að balci útvarpi bandaríska hers- ins, sehi ekkert liéfir annað upp á að bjóða en da'nSíagamúsik. Það fer ekki hjá því, að ýmis- legt má að dagskrá útvarpsins finna, en tæplega gétur komið til mála að bera dagskrá hcnnar saman 'við efnið, sem hermönnunum er ætlað að hlusta á. Skoðana- Svo virðist, sem sá, er hélt því fram, kön'nun. að skoðanakönmm myndi sýna, að fleiri hlustúðu á útvarp Bandaríkja- manna hér, en útvarpið íslcnzka, hafi alvcg steingleymt því, að það er víðar fólk á Islandi en í Reykjavík. Eg þori að fullyrða, þótt sálar- lausu fólki þyki eitthvað til útvarps hersins koma, að þá séu fáir til sveita, er hlusti 'á það. Reyndar býst eg éinnig við, að Reykvílc- ingar vil.ji héldur silt eigið i’itvarp, en úlsend- ingar frá setuliðinu. Eg get ekki látið hjá líða að bæta því við, að frekar þyrfti að láta 'fara fram skoðuh á þcim miinnum, er hal'da því gagn- stæða fram og álita, að skoðanakönnun méðál ahiiennings myndi leiða í Ijós, að útvarp hers- ins v'æri hér vinsælla.*' M’diitíiitíA tiRSi SIUBi*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.