Vísir - 27.04.1946, Side 4

Vísir - 27.04.1946, Side 4
Laugai'daginn 27. apríl 1946 * VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F ( Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. ._________Félagsprentsmiðjan h.f,______ Hezstöðvamálið. umræðunum um vantrauststillögu Fram- sóknarflokksins, sem útvarpað var í gær- kvcldi, gerði forsætisráðherra grein fyrir her- stöðvamálinu, sem mjög hefur vérið rætt á mannfundum að undanförnu og þyrlað heför verið upp miklu moldviðri um. Lýsti ráðherr- ann yfir því, að málið lægi nú niðri, en hinn l. október síðastl. liefði stjórn Bdndal’íkjanna íárið fram á að fá hér leigðar nokkrar bæki- stöðvar til langs tíma, en ríkisstjórn íslands sá sér ekki fært að verða við þeim tilmælum. Hinsvegar lýsti ríkisstjórn Islands yfir því, að Islendingar væru fúsir til að gerast ein hinna sameinuðu þjóða og taka á sig þær skyldur, sem því væri samfara. Fdrsætisráðherra gát þess einnig, að í ráði hefði verið að gefa út opinbera yfirlýsingu um málið fyrir all-löngu, ,-en slikt hefði ekki verið hægt að gera nema í samráði við Bandaríkjastjórn. Af eðlilegum ástæðum hefði slík yfirlýsing ekki vcrið gef- in út. Ilef-ur ríkiystjórn Islands sameiginlega haft málið með höndum og hefur enginn á- greiningur orðið innan hennar um afgrciðslu málsins allt til þessa. Sýiiist þá afstaða konim- únistaflokksins alleinkennilég og áróður flokksins gegn Bandaríkjunum tilefnislítill. Er mjög leitt, að flokkur, sem er svo nákom- inn ríkisstjórninni, skuli reyna að gera þetta viðkvæma mál að deiluefni, þegar hinsvegar er upplýst, að enginn ágreiningur hefur verið um afgreiðslu málsins innan stjórnarinnar. Þá upplýsti forsætisráðherra ennfrcmur, að jiingflokkanir hefðu kjörið nefnd til þess að Iiafa mál þetta með höndum, og hefði sú nefnd rætt málið mjög ítarlega. Hefði þar orð- ið að samkomulagi, að áfhenda sendiherra Bandaríkjanna erindi, sem er svoliljóðandi: „Hinn 25. febrúar síðastl. lýstu allir flokkar Alþingis yfir því, að þeir óskuðu þess, að Is- lendingar yrðu þá þcgar viðurkenndir sem ein hinna sameinuðu þjóða. Enda þótt Island hafi cnn eigi öðlazt þessa vrðurkenningu, þykir mega treysta því, að svo verði, og er ríkis- stjórn Islands þakklát rikisstjórn Bandaríkj- anna fyrir það fyrirheit, er hún hcfur gefið um að stuðla að því. Islendingum er ljóst, að ein afleiðing þess, að þeir verði viðurkenndir sem ein hinna saméinuðú þjóða, er sú, að þeir takist á hendur þær kvaðir um þátttöku 1 ráðstöfunum til tryggingar heimsfriðinum, sem sáttmáli hinna sameinuðu þjóða gerir ráð fyrir. Með tilvísun til þessa er ríkisstjórn Is- lands reiðuhúin að ræða skipun þessara mála við rrkisstjórn Bandaríkjanna.“ Þessari skrif- legu yfirlýsingu fylgdi svo aftur munnleg yfir- lýsing um, að viðræður gætu ekki hafizt á þeim grundvclli, sem Bandaríkin hefðu óskað oftir í upphafi, og vildi íslenzka rikisstjórnin ckki gefa nein vilyrði um lausn málsins. Um miðjan nóvember fól ríkisstjórn Islands séndi- herra landsins í Washington að eiga viðræð- ur við Bandaríkjastjórn um rnálið, en þær við- ræður Ieiddu til þess, að ríkisstjórn Banda- ríkjánna féllst á að stöðva málið að minnsta kosti í bili. Síðan hefur ekkert gerzt í mál- inu, en sennilegt er, að það verði endurupp- tekið síðar, hver svo sem endanleg afgreiðsla þess kann að reynast. Þögn ríkisstjórnarinnar um málið hefur óneitanlega ekki verið heppi- leg, enda hefur hún leitt til óviðeigandi áróð- .lirs, svo sem áður getur. Í JWMBIMWroWllMWK»MWMMIWWW»i>>WiWaiHit6feiSi>SI«»i V I S I R Kommúnistar í Bretlandi eiga erfitt úppdráttar. ÍT Samstarfi synjað. Verkamannaflokkurinn brezki, sem nú fer með stjórn í Bretlandi, hefur að ýmsu ley.ti róttæka stefnuskrá, sem meðal annars kemur fram í því, að hann gerir ráð fyrir að þjóðnýta kolanámurnar og stáliðnaðinn. Að öðru leýti hvetur hann til þess að framtak einstaklingsins l'ái að njóta sín og heldur eignarréttinn í heiðri. Kommúnistar eru mjög lítilsmegandi í Brctlandi, scm sést af því, að þeir hal'a aðeins tvo þingmcnn af 650, sem skipa brezka þingið. En þeir hafa söiiiu starfsaðferðir og kommúnistar í öllum íöndum. Kvcður svo ramt að sam- ræmingu starfsaðferðanna, að brczkir kommúnistar hafa tekið upp hina sömu rógsiðju um Jrrezku stjórnina og brezku þjóðina, sem konnnúnistar í öðrum löndum hafa gert, níeðal annars hér á landi. En þrátt fyrir þetta hafa hrezku kommúnistarnir sótt það rtijög fast, að fá upp- töku í hrezka verkamannaflokkinn, til þess að komast úr þeirri einangrun og því áhril'aleysi, sem llokkurinn er nú í. Blað, sem þeir gefa út og Iieitir „Daily Wörker“, er ger- samlega áhrifalaust og liefur mjög litla útbreiðslu. Þeir hafa boðizt til að hverfa inn í verkamannaflokkinn, en sfr flokkur hefur synjað þeim viðtöku með greinargcrð, sem er. lærdómsrílv fyrir hvcrn þann flokk eða flokka, sem hafa samvirinu við kommúnista. Skcðun kommúnista á lýðræðL I greinargerð verkamannaflokksins er sagl meðal ann- ars: „Kommúnistar líta á lýðræði sem svikamyllu borg- araflokkanna. Þeir kjósa sjálfir einræði í innbyrðis-skipu- lagningu flokks síns. Flokksstefna þeirra er álcveðin, án þess að óbreyttir liðsmcnn þeirra 'sé að spurðir. Til dæmis 1939, þegar flokksdeildir kommúnista víða um landið samþykktu að styðja styrjaldarrekstur þjóðarinnar, gerðu forsprakkarnir ályktun á einum næturfundi, að flokkur- inn skyldi rísa öndverður gegn allri vörn þjóðarinnar og styrjaldarrekstri.“ Síðan cr því lýst, hvernig kommúnista- flokkurinn hafi gerzt hættulegur vinfengi Breta og Rússa með „fullkonmum undirlægjuhætti við ímyndaðar óskir ráðstjórnarríkjanna“, scm skapi tortryggni um fyrirætl- anir þeifra. Hann sé flokkur, sem hafi enga sjálfstæða skoðun, og sé auk þess algerlcga misheppnað fyrirtæki, sem hafi aðeins nokkur þúsund meðlimi, eftir méira en 20 ára freklega eyðslu á fé og erfiði til þess að koma sér á, laggirnar. „Allar þessar hjáróma raddir uppgjafa-svik- aranna, sem studdú Göhlrels í verki sínu diriimústu daga ófriðarins, láta nú aftur til sín heyra, til ])ess að sundra trausti brezku þjóðarinnar á leiðtogum sínum, markmið- um og stefnumálufn.“ Því næst er því lýst, hvaða aðferðum kommúnistar mundu beita eftir að þeir væru komnir innan vébanda VerkamannafJokksins: *„Með uppgerðar lýðræðisaðferðum mundu þcir leitast við að koma sínum mönnum i allar meiri háttgr stöður og svíkja „flokks-línu“ sína inn á öll flokksfélög. Litlar samsæris-klíkur mundu skipuleggja al- kvæðagreiðslur á hak við tjöldin og gera alla lýðræðis- skipan að skopleik. Slíkar aðferðir eru vel þeklctar þar, sem kommúnistar hafa þrengt sér inn. Síðast en ekki sízt vona þeir, að sundrun Verkamannaflokksins og fall verka- mannastjórnarinnar mundi opna þeim leiðina að því marki, sem þeir hafa sett sér, en það er einræðisstjórn í landinu." Hvaivetna sama mazkmiðlS. Svar brezka vcrkamannaflokksins er lærdónisfíkt fyr- ir þá menn hér á landi, scnr enn kunna að vera þeirrar skoðunar, að samstarf við kommúnista sé æskilegt. Komm- únistar hafa hvarvetna sama markmiðið. Það eitt, að grafa undan máttarviðum hins borgaralega ])jóðfélags. Hér á landi vinna þeir nákvæmlega að sama markmiði og skoð- anabræður þeirra gera í öllum löndum. Skoðanabræður þeirra í Bretlandi eru sízt verri en þeir, sem liér eru og vinna markvisst að sundrun hins íslenzka borgaralega þjóðfélags, á meðan þeir eru í samvinnu við borgara- flokkana, sem virðast blindaðir af oftrausti á „ættjarðar- vinina“. Borgaraflokkarnir fljóta sofandi að feigðarósi, sælir í þeirri óbifanlegu trú, að velgengnin hafi sezt hér að fyrir fullt og allt, og þess vegna sé nú óhætt að hækka útgjöldin, hækka ábyrgðirnar, liækka útlánin, auka seðla- veltuna, auka þensluna á öllum sviðum. En allt liefur sín takmörk, og þegar byggt hefur verið of liátt, bresta mátt- arviðirnir. Frystur Fyrir nokkru rakst eg á grein í „Frani- fiskur. taki“, blaði Sjálfstæðisraanna á Akra- nesi. Mér þótti greinin eftirtektarverð og ætla því að birta liér kafla úr henni, þvi að Cg veit, að mörgum mun þykja sera raér, að bún sé þess verð, að henni sé gaumur gef- inn. Greinin fjallar ura hraðfrysta fiskinn okk- ar, og hvernig raönnum fellur við liann í Bret- lahdi, eða öilu lieldur, hvernig hann keniur fyrir sjónir jog önnúr vit neytenda. Greinar- höfuiidur var i Bretlandi i vetur og sá þá kvik- inynd, sem fjallaði um þetta. * Kvik- Kvikmynd þessi benti til þess, að lirað- myndin. frystur fiskur, íslenzkur, þyki oft ekki góð vara þar i Bretlandi, og i grein- inni er cinnig komið inn á það, hverjar hiuni vera ástæðurhar til þess. Um þetta segir grein- arhöfundúr: „í mynd þessari var aðeins vikið að íslenzkum áfurðum á þá leið, að liúsmóðir nokkur sagðist hafa beðið óratíma í biðröð fyr- ir framan malvörubúð, en þegar röðin kom að henni, var ekkert þar að fá annað en hrað- frystan íslenzkan fisk. * Enginn Myndin var engin áróðursmynd, seiii áróður. beindist gegn islenzkum hagsmunum, síður en svo. Iiún var frekar það, sem kallað cr hér á landi reyyu-mynd, sem fjallar um daginn og veginn og ræðir það, sem al- menning fýsir helzt að heyra.í gamnf og alvöru. Það, sem lesa má út úr þessu atviki er það, að margar enskar húsmæður Iiafa sjáifsagt oft feng- ið slæman, hraðfrystan fisk frá íslandi eða öðr- um löndúm, sem þá vöru framleiða.“ * Langur Ennfremúr segir greinarliöfundur: vegur. „Að þvr er eg komst næst, er langur veguf frá þvi, að islenzkar fiskafurð- ir sé ætið góða vara, þegar þfer koma til ncyt- andans í Englahdi. Uta hraðfrysta fiskinn er það að segja, að stundum er hann góð vara, en stundum slænr. Hann liefir ef til vill farið Iangar lciðir á járnbrautum án kæiivagna. Fisk- salinn hefir ef til vill þítt hann upp og fryst á víxl og svo frainvegis.“ * Lífsnauðsyn. Höfundur bendir á ýmislcgt, sein gera íiiætti til að bæta úr þessu, og m. a. á það, að varan verður ávallt að vera jafn- góð, er bún kemur til neytandans, og telur, að selja bcri fiskinn i smærri umbúðum. Ýmislegt má vafalaust gera til þess að bæta úr þessu, og er sjálfsagt rétt, að við gerum það, sem við get- um, en það eitt er ekki nóg, ef milliliðurinn hcfir ekki vit eða vilja til þess að sjá svo um, að varan skemmist ekki hjá lionum, því að auð- vitað er það lians tap, ckki síður en þess, sem liann cr uinboðsmaður fyrir. * Gúð vara. Mörgum finnst anda kalt til íslcnd- inga í cnskum fiskimannablöðum, svo sem Fishing News, enda er várt við öðru að búast, þar sem keppinautar olckar eru þar út- gefendur. Þó er rétt að geta þess, að blað þetta hefir birt lofsamlega umniæli um islenzka lirað- frysta fislcinn, en þó var þar ekki uin ritstjórnar- grein að ræða, heldu'r var höfundurinn eihskon- ar fiskifræðingur, ef til vill ekki þeirrar teg- undar, sem við erum vanastir, en þó niaður, sem hefir vit á fiski. Saman- Gréinarliöfundurinn gerði samanburð burður. á hraðfrystum fiski frá íslandi og Kan- ada og komst að þeirri niðurstöðu, að íslenzki fiskurinn væri bctri, enda þótt Kanada- menn hefðu verið fyrstir á þessu sviði og cng- inn gæti „kennt þeim neitt“. En íslendingar liefðu það umfram, að fiskurinn væri nærtæk- ur hjá þeim, stutl á fiskinhðin, svo að aflinn færi i frystihúsin dagsgamal), en miklu oldri i Ivanada. Við þurfum að gæta þess, að við höf- um þetta umfram alltaf, þangað -til fiskurinn er kominn á bfcjrð neytandans. .........

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.