Vísir - 06.05.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 06.05.1946, Blaðsíða 4
 VÍSIR DAGBLAÐ Htgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f._ Framboðin. fptólíkaríiir ertí sem ó'ðast að skipa framlhjóð- "l endum í kjördæmin, og viðast hvar gcng- iu’r þetta árckstralítið. Vitað er að Framsókn- arflokkurinn cr kíofinn, enda kom það grcini- lega fram i átökum Jónasar Jónssonar og Her-j manns Jónassonar rctt í þinglökin. Ságt cr að Framsóknarmenn muni stilla manni upp á móti Jónasi, en hann mun launa þeim lambíð gráa og senda Hcrmanni einhyerja sendingu, að því cr fullvíst er talið. Hermann hefur rutt Sigurði Þórðarsyni úr kjöri í Skagafirði og éinhver frckari átök hafa orðið innan flokks- ins, og segja kunnugir menn, að nú sé svo komið, að flökksstjórnin óttist svo úrslit kosn- ánganna, að hún hafi i hyggjii að bera fram lista hér í Reykjávík, þannig að sú atkvæða- tala, sem hér kann að fást, geti stuðlað að uppbótarþingsæti fyrir flokkinn. Slílc sæti koma hinsvegar ekki til greina, nema því að- eins að Framsókn tapi þingfulltrúum úti um land frá þvi, sem nú er, og virðist þá uppstill- irigin hér í bæpum bcra vitni um allmikla örvæntingu innan flolcksstjórnarinnar. Kommúnistar eiga í nokkrum örðugléikum, með því að ágreiningur er innan flokksins milli Moskva-deildarinnar og þeirra manna, j sem vilja afneita Moskva, en mynda hreinan og þjóðlegan verkamannaflokk. Mun Kinar Olgeirsson vera foringi þeirra, en Brynjólfur JJjarnason Moskva-deildarinnar. Einar héfur með gáfum sínum og glæsileik aflað flokkn- um fylgi, en Biynjólfur hefur kúgað það und- ár stjórn sína vegna hlýðnisskyldunnar innan .flokksins, en stendur Einari langt að baki í íölluni greinum. Aki Jakobssón er svo „diplo- :mat“ flokksins, sem hyggst að notfæra sér á- greining hinna sér til framdráttar, enda cr jhann einhver sterkasti maður innan flokksins <og að sama skapi óvandur að aðferðum til þess að tryggja sig í sessi og sínum málum l'ram- igang. Getur komið til greina, að listi flókks- ins hér í Reykjavík verði skipaður með öðr- um hætti en tíðkazt hefur, en sennilegt er að Elokluu'inn reyni að lialda saman í lengstu lög «g þá fram yfir Alþingiskosningarnar. Um Alþýðuflokkinn þarf ckki að ræða. Aðstaða .bans' mun verða svipnð og í bæjarstjórnar- iosningunum, — af illri nauðsyn. Nokkur ágreiningur hefur kömið upp innan Sjálfstæðisflokksins í Véstmannaeyjum, Eyja-| iirði og ef til vill víðar, en reynt verður að jmiðla þar málum el’tir getu. Iiinsvegar vcrða' siðalátökin liér í Reykjavík. Meirihluti flokks- :ins hefur hingað til borið.minni hlutann ofur- Jiði, en með því að allur klofningur innan flokksins hefði orðið öl á könnu kommúnista, Jiefur minniblutinn stutt flokkinn að málum <yg nú síðast við bæjarstjórnarkosningarnar. Hinsvegar hefur þessi hluti flokksins, eftir. þv,i sem blaðið hefur fregnað, hafizt nú handa um virkari áðgerðir með því að undirbúin hefur verið stofnun félags óháðra sjálfstæðis- imanna. Nánari fregnir munu vafalaust berast :if því næstu daga. Minni liluti flokksins mun sið engu lcyti rasa fyrir ráð fram. Hann hefur á allan hátt reynt að miðla málum og f til vill tekst það enn. En hann mun halda fast á sínum málum, ef með þarf, og óhrædd- ur berjast fyrjr stefnu flokksins, sem að ymsu leyti hefur verið slakað á um stund. V I S I R Mánudaginn 6. maí 1946 T úliníusarmótið 1 gærclag fóra fram fgrstu tueir lcikir Tuliniusarmóts- ins. Kepptu fgrst K.R. og Vrílur og sigraði K.R. með 1 marki gegn engu, eftir tví- framlengdan . leik. . Síðari leikinn vann Víkingur með 1:0. Fyrri leikurinn var milli Vals og Iv.R. voru félög þessi afar jöfn, eins og sjá má á því að tvisvar var leiknum fram- lengt. Heldur virtist þó fram- lína K.R. vera samæfðari og öruggari. Seint í leiknum ’fékk Valur vitaspyrnu á sig, en Ilermann varði. Stóð hann sig prýðilcga allan leikinn og var einna beztur af Vals- mönnunum. Hvorugu félag- inu tókst að skora og var leikurinn því framlengdur um 10 minútur á hvort mark. En þrátt fvrir margar og góðar. tilraunii' béggja aðilja lauk þeirri framlengingu án þess að úrslit fengjust. Var því aftur framlengt og féklc þá Valur aftur vítaspyrnu á sig. Tók Birgir vítaspyrnuna og skoraði örugglega. Fleiri mörle voru ekki gerð og lauk leiknum með sigri K.R. Bezlu menn K.R. voru Birgir, Óli B., Jón Jónsson og markmaðurinn Bergur Bergsson, sem aldrei hefir keppt áður j meistaraflokki. Hjá Val voru beztir Sig- urður Ólafs, Lolli og IJer- mann. Dómari var Þráinn Sig- urðsson. Seinni leikurinn var á mílli Víkings og Fram. Léku Víkingar undan vindi fyrri ^tiilLa óskast nú þegar. Herbcrgi getur fvlgt. HÓTEL VIK. hálfleikinn. Hófu þeir sókn þegar í byrjun og héldu lienni naér allan liálfleikinn. Ekki virtist mark Fram þó vera í mikilli hættu, vegna þess hve framlína Víkings er ósamstllt og enginn leik-. mannanna örugg skytta. Er langl var liðið á liálfleik- inn gerðu Víkingar snöggt og ákveðið upplilaup og Einari Páls tókst að skora óverj- andi mark. Endaði hálfleik- urinn með 1:0 Víking í vil. Strax í hyrjun seinni hálfleik náðu Framar- ^ ar knettinum og gerðuj liarða sókn að marki Vik- i ( i ings, en virtust, þratt fyrir að þéir hefðu áúðsýniTégá á- kveðið að „kvilta“, vera með sama markinu brenndir og Víkingar, leikur þeirra vat | ekki nærri nógu samstillturj og ákafi þeirra helzt lil mik- ill. Tókst þ.eim ekki, þráttj fyrir margítrekaðar tilraun-1 ir að skora. Var vörn Vík-' inganna allgóð og þá sérstak-- lega Brandur BrynjólfssonJ miðframvorður þeirra, sem1 var nú eins og svo oft áður bezti maður liðsins. Láuk' leiknum með sigri Vikings. Af Víkingunum voru þeir Brandur Brynjólfs og Hattk- ur Óskars beztir en ltjá Fram þeir Sæmundur og Þórliall- ur. Dómari var Hrólfur Bene- diktsson. A fimnttudag fer fram úr- slitaleikur þessa móts og keppa þá K.R. og Víkingur. 4sa herbergia Ihúð hcfi cg til sölu fyrir sann- gjarnt verð, í Kleppsholti. Laus til ibúðar 14. mai nk. Hcfi einnig íbúðir víðsveg- ar um bæinn og loks sum- arbústaði í nágrenni Reykjavíkur, sem mætti búa í allt árið. — Nánari upplýsingar gefur BALDVIN JÓNSSON hdl., Vesturgölu 17. sími 5545. Dömudragtir enskar, ahdlarofni, grænar, brúnar, bláar, svartar, verð kr. 295,60. tma Bergstaðastræti 28. -- Sími 6465. Höfum kauperidur að cinstökum íbúðum og heilum luisum á hitaveitu- svæðinu. ~/Mm. ^aáteicjnaóatan, (Brandur Brynjólfsson hdl.) Bankastræli 7. Svar til Frá Vigni Andréssyni, fimleikakenn- óánægðs. ará K.R., liefi eg fengið eftirfarandi bréf: „ „Óánægður íbróttamaður^ skrifar í Vísi föstudaginn 3. mai um utanfarir íþróttamanna. Ilann virðist vera ánægður yfir því, að sem flestum iþróttamönnum okkar gefist tækifæri til að komast út fyrir landstein- ana. Er það alveg rétt, enda mun það vera ein sú bezta landkynning, sem völ .er á. Þó virðist bann sjá einhverjum öfundaraugum eftir þeim styrk, sem KR hefir fengið frá ríki og bæ ti! utanfarar í sumar með fimleikaflokk og telur það eitthvert misrétti gagnvart öðrum og þá sér í lagi frjáls-íþróttamönnum. * Að óathug- Eg held, að þetta sé skrifað að uðu máli. nokkuð óathuguðu máli, því að vitað er, að Ármannsstúlkurnar, sem stóðu sig með afbrigðum vel i Gantaborg, fengu styrk til fararinnar frá ríkinu og hann alls. ekki svo_ lítinn, þegar tekið er tillit til þess, að þær fóru með skipi og sýndu aðeins á tveim stöðum og þó hefði sá styrkur gjarnan mátt vera meiri. Karlakórasambandið hefir lika fengið styrk frá ríki og bæ, til sinnar utanfarar, og vona-eg, að enginn sjái eftir þeim styrk, þvi að enginn efi er-á, að söngflokkurinn verður Iandi og þjóð til hins mesta sóma. ★ Engin Eg hvgg, að hinir glæsilegu frjáls- neitun. íþróttamenn, sem ætla á iþróttamótið i Oslo, og munu áreiðanlega standa sig með ágætum, muni heldur ekki þurfa að sitja heima vegna þcss, að ekki fáist nægilegt fé til fararinnar, enda ekki vitað, að þeim hafi verið' neitað um styrk til fararinnar. — Það er eins og „óánægðum iþróttamanni" sé það einhver þyrnir i augum, að KR-flokkurinn skuli ætla sér að fara fljúgandi. Eg hélt, að það væri yfirlcitt öllum framfaramönnum þessa lands áhugaefni, að við íslcndingar getum sýnt sem flestum þjóðum, hversu langt við erum komnir í flug- tækni og að við erum ekki eftirbátar annara þjóða á þvi sviði fremur en ýmsum öðrum. * Báðar álönnum hefir ,þá gefizt kostur á að hliðar. kvnnast þejsu máli frá báðmn bliðum. » um og fyrirhugað er, nema með því að fara fljúgandi, á jafnskömmum tíma. — Hvort það er meiri auglýsing fyrir landið. að senda frjálsíþróttamenn til Oslo eða fimleika- flokk til sýninga i 7—8 borgum álfunnar, skal cg ekki dæma um. En mér finnst, að allir sannir íþróttamenn ættu að ,-gleðjast yfir þvi, að sem flcstir flokkar gætu farið til sýninga á crlend- um vettvangi, svo framarlega að frammistaða þeirra geti orðið landinu til sóma. • * tyiargar Entla sjá allir, að ekki er hægt að sýningar. halda sýningar í jafnmörgum borg- margar utánfárir væru ekki farnar á einu og sama ári. — Vona ,eg að „óánægður íþröttamaður“ sé mér sammála um, að það sé glcðiefni fyrir alla íþróttaunnendur, að sem flestir íþróttaflokkar megi komast út fyrir land- steinana, til að gera garðinn frægan og inn- byrðis öfund og krytur eigi ekki-að komast þar að.“ * Heppi- óneitanlega væri heppilegra fyrir alla Iegra. aðila og ekki sízt það opinbera, að svo Er slíkt auðvitað sjálfsagt, þar sem bjá mér er ríkjandi strangasta vestrænt lýðræði. En eg hefi nú hugsað mér að skera þessar umræð- ur niður. Eg hefi veitt ])ví eftirtekt, að bréf hins óánægða vakti mikla athvgli, en því miður hef- ir það einnig leitt til þess, að íþróttamenn liafa déilt, þar sem þeir hafa hitzt og er slíkt vitan- lega illt, þegar beita þarf öllum kröftum að því að koma þeim út, sem það vcrðskulda. Vona eg að öldurnar lægi fljötlega og þeir flokkar iþrötta- og fimleikamanná megi verða sem flestir, sem, utan fara og gerá garðinn frægan.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.