Vísir - 01.06.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 01.06.1946, Blaðsíða 4
'4 V I S I R Laugardaginn 1. júní 191(5 VÍSIR DAGBLAÐ Ltgefandi: BLAÐAtíTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Kosningahoriur. Framsóknarmenn hafa haft hljótt um sig hér í Reykjavík undanfarin ár, þar til nú í vetur, áð þch1 tefldu fram lista við hæjar- stjórnarkosningarnar. Flokkurinn kom einum manni í hæjarstjórn, en þó af þeim sökum einum, að óánægðir menn úr öðrum flokkum köstuðú atkvæði sínu á listann, vegna litlít- ils og illdeilulauss málflutnings efsta manns- ins, sem einnig naut vinsælda hér í tiæ um- fram aðra flokksbræður sína. Þessi árangur, sem nokkuð kom á óvænt, hefur aftur leitt til þess, að Framsóknarflokkurinn fér enn af stað og hefur tilkynnt framboð hér í Reykja- vík. Nú er vitað, að slíkur lísti mun Ja miklu færri atkvæði en listi flokksins við bæjar- stjórnarkosningarnar, enda engar líkur til að liann komi að manni. öll atkvæði, sem greidd verða Framsóknarlistanum, falla í ófrjóan jarðveg, nema því aðeins að þau geli haft ein- hvcr áhrif við úthlutun uppbótarsæta. Ýmsir lita svo á, að framhoð Framsóknarllokksins Iiér í bænum beri vitni um hve -mjög flokkur- inn ör\rænti um hag sinn í alþingiskosning- unum, og geri hann jafnvel ráð fyrir að tapa vmsum sveitakjördæmum, en vilji þá reyna að vega upp á móti þeim töpum með upp- bótarsætum. Er þetta í rauninni eina skyn- samlega skýringin á frámboði flokksins. Ágreiningur er mikill víðsvegar um land inn- an Framsóknarflokksins, svo sem síðustu skrif Jónasar Jónssonar vitna um, og þá ekki sízt „Falsskeytið til Þingeyinga", sem hefur inni að halda furðulega þungar ákærur á hendur ráðamönnum flokksins. Ber sú ritgerð með sér, að klofningurinn í flokknum á sér dýpri rætur en svo, að aðeins birtist i andblæstri gegn Jónasi Jónssyni og Sigurði Þórðarsyni. Þeir eru miklu fleiri, scm standa öndverðir núverandi flokksforystu, þótt þcir hafi enn ekki haft bolmagn til að taka völdin í flokkn- um, yegna skipulags hans og íulltrúavals úti iim dreifbýlið. Þetta sannar hinsvegar ekki, að þessir menn njóti minna almenns fylgis en forystuliðið. Vafasamt er .það eitt, hvort ó- ánægðir flokksmenn úti um dreifbýlið leggj- ast á sveif með meirihlutanum við þessar kosningar eða greiða frambjóðendum annarra ílokka atkvæði sitt, en vel gclur svo farið, að tíund Framsóknar reynist ekki svo örugg sem málgögn flokksins vilja vera láta. Fram- sókn mun verða áhrifalítill flokkur á þingi, æn af því mun aftur leiða aukin átök milli flokksbrotanna, með því að núverandi minni- bluti flokksins mun telja málstað sinn sigur- stranglegri og líklegri til frambúðar, ef flokkn- um á að verða Jífs auðið. Reykvíkingum er ljóst, að Framsókn fær hér fá atkvæði, og eftirhreitur einar af mála- liði valdatímans, — sem nefnt hefur vérið niðurlægingartímabilið af almenningi. Enn- fremur er líklegt, að flokkurinn tapi verulegu fylgi í sveitum landsins, samkvæmt ofansögðu. Allt verður þetta vatn á myllu Sjálfstæðis- flokksins. Það eitt er vafasamt, hvort hann nær hreinum meirihluta á þingi, cn að því ættu menn að vinna eftir frekustú getu. , „Margt býr í þokunni“. Kiosstié kommúnista. Aldrei hefur gengið eins crfiðlega og nú eftir nokkra styrjöld, að marka línurnar um frið og samvinnu milli sigurvegaranna. Einn aðilinn, Rússar, licfir nú þcssa dag- ana ásakað bandamenn sína opinberlega um sérdrægni og landvinningastefnu. Þessi aðili hefur jafnframt dregið Is- land inn i þessar umræður. Væntanlega búa þar ekki á hak við nein áform um ihlutun um mál vor. Eins og nú er ástandið í hciminum má segja, að „margt býr í þpkimni“, og samkomulagið í alþjóðamálum veitir smælingjunum lítið öryggi enn. Margir íslcndingar munu nú með jningum huga fylgjast með því, hvernig kommún- istar hér á landi hafa með leynisamningum sínum og hak- tjaldamakki við útlenda aðija komið því til leiðar, að jicss- ir útlcndu aðilar láta sig nú skipta málefni Islendinga. Er Jiar skemmst að minnast greinar, scm nýlega birtist í rússneska blaðínu „Trud“ og lítill vafi er á, að innhlás- in var af kommúnistum hér á landi, sem kalla sig „Is- Iendinga“. Menn hljóta að spyrja í fiillri alvöru, hvort það vaki fyrir „íslenzku“ kommúnistunum, að koma af stað er-] lendri íhlutun um málefni vor. Mörgum mun finnast slikt ótrúlegt, cn sú rcynsla, sem fengizt hefur af aðferðum og vinnubriigðum kommúnista í öllum lpndum, gerir menn j ekki bjartsýna á heilindi þeirra og trúnað við sitt eigið land, Þegar þetta er aðgætt í sambandi við allt moldviðrið og óhemjugang þeirra í „herstöðvamálinu“, verður jiað flestum uhdrunarefni, að einmitt þetta mál, ætla Jieir að nota sem krosstré sitt í kosningunum. Þetta mál, sem jieir nota nú til að vekja erlenda íhlutun um málefni vor, no.ta þeir hér innanlands til jicss að telja fólkinu trú um, að engir aðrir cn þeir standi vörð um sjálfstæði landsins. Allir aðrir, einstaklingar og flokkar, eru stimplaðir af jieim landráðamenn og föðurlandssvikarar. Er ekki jietta gamla aðferðin, sem pólitískir flugumenn nota nú víða um heim og koinið hefur mörgum þjóðum á kaldan klaka? En svo bregðast krosstré sem önnur tré, og svo mun fara í jietta sinn. Þjóðin lætur ekki ginnast af flærð jieirra og ráðabruggi. Hún vill enga íblutun um fullveldi sitt af einum né neinum. Hún vill sjálf ráða landi sínu, bver sem í hlut á, og láta ekkert af jjví af hendi. Hún vill engar ^ „utanstefnur“ hafa og hún fordæmir þá, 'sem reyna að vekja erlenda íhlutun um málcfni hennar. ,,Leynilega heideildin". Brezki verkamannaflökkurinn, sem nú fer einn með stjórn í landi sínu, hefur gefið út bækling, er Iiann nefnir „Leynilega herdeildin“. Þessi hæklingur er gefinn út í til- efni af því, að kommúnistaflokkurinn óskaði upptöku í brezka verkamannaflokkinn, og eru hér bornar fram á- stæða og gerð grein fyrir, hvers vcgna flokkurinn vill enga samvinnu hafa við 'kommúnistana. Eins og kunnugt' er hafa kommúnistar i Bretlandi aðeins tvo Jtingmcnn, af (550. Bæklingur þessi á erindi til fleiri þjóða en Breta, og skal hér í jjví sambandi birtur stuttur kafli úr bonum: „Það er mjög athyglisvert, að erlendis, þar sem kommúnistar hafa leitað eftir samvinnu og við þeim hefur verið tekið af öðrum flokkum, hefur það jaf'n- an verið kommúnistaflpkkurinn einn, sem lleytt hef- ur rjómann af Jjeirri samyinnu. Mjög hefur j>aö verið áberandi í Frakklandi, Noregi og Tékkóslóvakíu, að jafnvel cinföld samvinna, J>ar sem |>ó hyer flokkur Pleldur uppi sjálfstæðu starfi, hefur reynzt bitur og ógæfusanileg. Og ástæðan hefur jafnan verið sú, að siðgæðisreglur kommúnismans heimila flokksmönnun- um tilslökun á siðgæði (moral laxity), sem verður að kvöð, ef miðstjórn kommúnistaflokksins vill svo ,cra láta. Hin eina regl^, seni kommúnisti lieldur alltaf í heiðri, er sú regla, að tilgangurinn helgar meðalið. Arangurinn af Jiessu verður spilling hugarfars og hjartalags, spilling, sem gerir hvorttveggja í senn, að fyrirlita lýðfrelsi og líta smáum augum á sann- leíkann." , Þetta er sagt um kommúnista og kommúnismann í nafni brezka verkamannaflokksins, sem nú ber alla ábyrgð á stjórn brezka heimsveldisins. Þctta eru ekki orð sögð 1 fljótfærni og athngunarlaust. Þetta eru orð sögð að yfir- lögðu ráði og i fullri alvöru. Kommúnistar liafa alstaðar sömu lífsrcglurnar.' Einnig á Islandi. xr-xr -t -I iú5 «■' i*- sráfsu Þing- Þegar sumra tekur og blíða er dag eftir vellir. dag, leita margir út úr bænum, meðal annars til Þingvalla. Þar er jafnan ganjan að koma, sjá sögustaðina og rifja upp 1000 ára söu þjóðarinnar. En þó fara ekki allir þangað i þeim tilgangi og cr ekkert við þvi að segja, þegar menn hegða sér sómasam- lega og ganga um staðinn á þann hátt, sem liann verðskuldar. En þvi miður vill vist brenna við að svo sé ekki alltaf. Menn virðast ckki al.lt- af muna, að Þingvellir eru lielgur staður. •)! Dans- Eins og mun vcra á flestra vitorði, leikur. var dansleikur haldinn í Valhölt síð- astliðið laugardagskveld. í sjálfu sér er ekki rétt að hafa á móti þvi, að' dansleikir sé- þar haldnir, því að það á að vera liægt að gera þá kröfu lil þeirra, sem skemmtanir sækja á slíkum stað, að þeir kunni algengustu hegð- unarvenjur. Þótt meim liegði sér illa á dans- leikjum hér i bænum, drekki sig fulla og vcrði sjálfum sér til skammar og öðrum til skap- ráunar, ættu menn að liegða sér á annan hátt, þegar þarna austur er komið. Það ætti að vera liægt að ætlast til þess. * Menning. En það er sýnilega ekki hægt að ætlast til þess i hinu mikla mcnn- inarlandi íslandi, að einliverjir sýni ekki þvi- líka ómenningu, að nærri stappar þ'jóðarskömm. Þær sögur liafa farið af hegðun margra á dans- leiknum á Þingvöllum á laugardaginn, að manp langar til að segja, að þær séu uppspuni frá rótum. En þær eru því miður sannar — það er því miður salt', að nienn, ungir scm full- orðnir, leyfa sér að saurga hinn hclga stað með skrílslátum sínum. ♦ * Ófögur Iíg hefi hitt mann, sem kom sem saga. snöggvast til Þingvalla á laugardags- kveldið. Hann kvaðst hafa verið að hugsa um að fá levfi til að tjalda þar um nótt- ina, en þegar hann sá, livernig það „gekk til“, eins og sagt er á reykvisku, fylltist hann þvi- líkum viðbjóði, að hann fór sem skjótast til bæjarins. Það var ófögur saga, sem liann sagði mér um þann stundarfjórðung, sem hann var þarna fyrir austan og eg hirði ekki um að fara að hafa liana cftir lionum. Og þvi miður cr liún víst alveg sönn. * Mála- Blöðin hafa sagt lítillega frá einstök- ferli. um atburðum þessa kvelds og nætur, menn hafi ylátið öllum illum látum, cn starf Iqgreglunnár verið crfitt vegna þess, að ekkert hafi vcrið hægt að gcra við þá, scm unnu til þess að vera teknir úr umferð. Þá liefi eg lika heyrt, að maður nokkur telji sig hafa orðið svo fyrir barðinu á lögreglunni, að hann ætli sér að höfða skaðabótamál. Það verð- ur fróðlegt að lesa sögu Þingvalla, ef tekin verð- ur saman lýsing á liegðan manna þar á öðru sumri frá stofnun lýðveldisins. * Skjölin En hvcrnig væri nú að leggja skjöl- á borðið. in á borðið i þessu máli? Hvernig væri.að lögreglan skýrði almenningi frá þvi, við hvað liún hafi átt að stríða þarna fyrir austan um helgina? Og komist menn að þeirri niðurstöðu, að staðurinn hafi verið saurg- aður með þvi, sem þar var Iiaft í frammi — óg þvi miður er hætta á því — verði strax gcrðar ráðstafanir til l>ess, að koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað oftar. * Ofsóknir. Gamansamur náuni sagði við mig um daginn, að við blaðamennirnir værum alltaf að ofsækja þá, sem drekka, þeir mættu hvergi vera í friði fyrir okkur. Ætli hann segi ckki eitthvað við mig eflir þessar huglciðingar — nú megi menn ekki einu sinni fá sér einn litinn á Þingvöllum. En eg held, að Þingvellir sé einmitt sá staður, þar sem dukkn- ir menn ættu sízt að sjást.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.