Vísir - 04.07.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 04.07.1946, Blaðsíða 4
&t > V I S I R VÍSIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Óheilla hendui. J1 greiningur innan Sjálfstæðisflokksins hefur verið uppi um nokkurra ára bil. Deilur voru háðar bak við tjöldin, en ekki á opin- herum vettvangi, og var það að sjálfsögðu .eðlileg afleiðing af því, að gætnari menn gerðu sér vonir um að deilurnar mætti setja niður, án þess að upp úr logaði. Atvikin höguðu því þó svo, að ágreiningurinn óx frekar cn hjaðn- aði, og að því rak, að hans tók mjög að verða vart í blöðum flokksins, auk þess sem and- stæðingar ráðandi flokksstjórnar voru settir í bann og ekki taldir viðræðuhæfir í innsta og þrengsta hring flokksins. Minnihlutinn vildi, af umhyggju fyrir flokksstarfseminni, beygja sig fyrir vilja meirihlutans, en þó þannig, að fullri gagnrýni yrði beitt, en eng- iar deilur vaktar á flokksfundum, þannig að stefna meiri hlutans og Jlokksstjórnarinnar iiði ekki beinan tínekki af slíku framferði. Fyrir bæjarstjórnarkosningarnar voru við- xæður teknar upp milli þessara aðila, að beinni iilblutun einstakra forystumanna minnihlut- aris. Fóru þær umræður vinsamlega fram og iil fulls samkomulags virtist mundu draga. Vegna óvænts tiltækis undirnefndar í flokkn- xón var komið í veg fyrir samninga, og taldi mirinihlutinn slíkt eftir atvikum samningsrof.! Enn var leitað cftir samkomulagi um undir- búning Alþingiskosninganna, að því er skip- nn lista hér i Reykjavík snerti. Þar virtist ■eiga að leika sama leikinn og fyrir bæjar- >stjórnarkosningarnar, en nú gáfust skemmri frestir og minnihlutinn hafði þegar lista full- skipaðan, ef til algerrar sundrungar skyldi draga, án þess þó að hafa í hyggju að bera þann lista fram nema tilneyddur. Sú saga cr mönnum kunn. Átökin fóru að siðustu íram fyrir opnum tjöldum, en borgarstjórinn Jijó loks á þann hnút, sem öðrum hafði ekki fekizt að leysa. Minnihlutanum var vel ljóst, að hverju hann gekk, og að sú hætta væri á, «ð öfl innan flokksins efndu enn til óvina- fagnaðar, þánnig að sættir og samningar yrðu að engu gert. Minnihlutinn kaus að taka sátt- 'unum eins og þær voru boðnar og kröfur bofðu verið gerðar um af hans hálfu frá upphafi. Væri sáttgirni stjórnenda flokksins ósvikin og undirhyggjuíaus og mættu þcir sín nokkurs meðal fylgifiska sinna, mátti gera xáð fyrir að sættir yrðu haldnar, en skorti á annaðhvort eða hvortiveggja var jafnljóst að brigðuð myndi sættin, — en þá fór slíkt fram fyrir almennings augum, og þeir lýstu sök sér á hendur, scm óhappaverkin unnu. Um slíkt framferði skulu ekki Iiöfð mörg orð. Nú standa sakir þannig, að minnihluti Sjálfstæðisflokksins hefur beitt sér fyrir full- nm sáttum innan flokksins um langt skeið og loks komið tvisvar á bcinum sáttafundum nilli deiluaðila. Er loks tókust heilar sættir Jíomu óhappa hendur í vcg fyrir að þær yrðu ’ialdnar. Getur úr þcssu brugðizt til l)eggja /ona um samvinnu, vegna fenginnar reynslu. 1 engu verður rasað um ráð fram, en þótt svo verði ekki gert, er só möguleiki fyrir jiendi, að nú séu átökin innan Sjálfstæðis- flokksins fyrst að hefjast, og verði svo, mun almenningur einslds dulinn í því, sem fram íer. Ef illa fer, bera þeir ábyrgð, sem óhappa- rverkin tíaía unriið. Útstrikaniinai. Um fátt hefur verið meira rætt undanfarna daga en útstrikanirnar, sem gerðar voru á D-listanum við Alþingiskosningarnar og leiddu til þess, að borgarstjóri Bjarni Benediktsson varð fimmti maður á listánum, en Björn Ólafsson fyrrverandi ráðherra færðist niður í sjötta sæti. Vísir hefur spurzt fyrir um þetta mál sérstaklega, og að því er blaðinu hefur verið skýrt frá, höguðu kjósendur breytingum sínum á listanum svo sem hér greinir: Á 823 kjörmiðum hafði Björn Ólafsson verið strik- aður út, án þess að aðrar breytingar væru gerðar á listanum. Á 205 kjörmiðum hafði Björn verið strikaður út, en Bjarrd borgarstjóri Beendiktsson jafnframt hækkað- ur upp í fyrsta sæti listans. Á 174 kjörmiðum hafði Björn verið strikaður út ásamt ýmsum öðrum. Á 95 kjörmiðum hafði Bjarni Benediktsson verið hækkaður í fyrsta sæti, án þess að aðrar breytingar hefðu verið gerðar á listanum. Loks hafði 273 kjörmiðum verið breytt á ýmsa vegu, svo sem ávallt hefur tíðkazt í kosningum og ekki getur talizt óeðlilegt, með því að kjósendur hafa oft- ast eitthvað út á skipun lista að setja og nota sér rétt sinn til breytinga. Þess er vert að geta, að vegna breytinga á kjör- miðum mun eitthvað af atkvæðum, sem ætla mætti að hefðu fallið á D-listann, reynzt ógild Iögurn samkvæmt, en að svo komnu rnáli hafa ekki fengizt upplýsingar um, hversu mjög hafi að þessu kveðið, enda getur kjör- stjórnin ekki dregið neinar ályktanir í því efni, þótt einstaklingar geti skapað sér um það skoðanir að at- huguðu máli. Ljóst er, að samtök hafa verið gerð um útstrikanir á D-listanum, og tiltölulega fámennur hópur tekur sér vald gegn öllum lýðræðisreglum, til þess að breyta skip- un listans, sem tífalt stærri hópur kjósenda unir við. Líklegt er, að í þessum hópi standi sumir þeir menn fremstir, sem mest hafa haft sig í frammi í prófkosn- ingum Sjálfstæðisflokknum hér í bænum. Hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið nokkrum atkv. fleira en raun varð á, hefði þriðji maður kommúnista hlotið uppbótarsæti í stað fjórða manns. ^ýnir það, hversu varhugavert er að gera breytingar á listum, ef menn hafa ekki áður notið nægilegrar tilsagnar, — en sagt er, að ýmsir aðilar hafi leiðbeint leiðitömum mönn- um um útstrikanir. Var ekki lagður trúnaður á þann söguburð að óreyndu máli, — en raunin eins og hún liggur fyrir verður rædd í leiðara blaðsins í dag. Yfirlýsing. Úl af einkaskeyti til Vísis frá United Press, er birtist í blaðinu í gær, várðandi þýð- ^ingu tveggja bóka á íslenzku eftir sænska rithöfundinn Vilhelm Moberg, Iiefir Vísi Ijorizt eftirfarandi athuga- semd frá Bókaútgáfunni Norðri h.f. sem gaf út á sið- Jastliðnu ári bókina Þeystu — þegar í nótt, eftir Moherg: Eftir fengna reynslu stríðs- áranna við erfiðleika þá, sem jverið liafa á því að ná sam- bandi við einstaka menn, bú- setta á Norðurlöndum, sncri Bókaútgáfan Norðri li.’f. sér til sendifulltrúa Svía hér, lir. Otto Johansson, þann 26. janúpr . síðastliðinn, með beiðni um að hann veitli að- stoð sína til að ná sambandi við þá sænsku rithöfunda, er Norðri hafði gefið úl bækur eftir, og var lil þess mælzt, að þeir tilnefndu sanpgjarna þóknun, sem skoðast mætti sem greiðsla fyrir þýðingar- rétt bóka þcirra. Að fengnu svari hinna sænsku rithöfunda, þar á meðal Villielms Mobergs, sótli Norðri h.f. um gjaldeyr- isleyfi til Viðskiptaráðs, svo að unnt væri að fullnægja greiðslu strax. Tvívegis hefir Norðri h.f. fengið synjun Viðskiptaráðs um umbeðinn gjaldeyri, sem greiðast verður i dollurum. Nú liggur umsóknin í þriðja sinni fyrir Viðskiptaráði, og enn verður *ckki séð, liver málalok verða. Þótt ísland sé ekki, né hafi verið, aðilji í Bernersam- bandinu og hafi því ekki rétt- indi né heinar skyldur i þeim efnum, cr það skoðun Norðra, að eltki sé samboðið virð- ingu hins unga islenzka iýð- veldis, að hókum erlendra rithöfunda sé Iinuplað lil þýðingar á íslenzkt mál. Verður það þvi ekki sök Norðra þótt gjaldcyrisvald þjóðarinnar hafi aðra skoðun á því máli og af þeim ástæð- um hafi ekki tekizt áð full- nægja því ákvæði samnings- ins við Vilhelm Moberg, er að greiðslu lýtur, fyrir þýðing- arrétt bókarinnar Þeystu — þegar í nótt. Fimmtudaginn 4. júlí 1946 Heiraboð. Fram að þessu hefir verið liéðan sífelldur straumur fimlcikamanna og ýmissa flokka manna — kóra o. s. frv. — til Norðurlanda og fleiri landa. Það hefir verið rætt um slíkar ferðir hér í Bergmáli og er þvi ekki ástæða til að fjölyrða neitt um þær, enda er nú svo komið, að straunmrinn virðist vera að Siniast talsvert hingað til lands, þvi að á næst- , unni eigum við von á knattspyrnumönnum frá Danmörku, frjálsiþróttamönnum frá Sviþjóð og jafnvel einliverjum fleiri, sem ekki hefir frétzt um ennþá. * Eld- Eftir tæpan hálfan mánuð kemur hing- raunin. að danski knattspyrnumannaflokkur- inn. Hann á að keppa við knatt- } spyrnumennina okkar. Það verður eldraun fyr- ir jiiltana okkar. Þetta verður i fyrsta sinn, sem raunvcrulegur millilandaleikur er hér liáður og mikið veltur á því — vegna álits islenzkra í- þróttamanna — að þeir' standi sig vel. Það er eiginlegá ekki liægt að gera minni kröfu til þeirra en að þeir standi sig prýðilega, því að ekki hefir þá vantað þjálfarana upp á síðkastið. * Betri Sumir segja, að það muni bæta að- aðstaða. stöðu íslenzku knattspyrnumannanna til muna, að þeir sltuli keppa á velli, sem þeir eru lumnugir, en Danirnir sé ekki að- cins ókunnugir honum, lieldur og óvanir að keppa á malarvelli yfirleitt. Þetta kann að vera hárrétt, en piltarnir okkar ættu ekki að treysta of mikið á það, að sú staðreynd færi þeim sig- urinn. Þeir verða um fram allt að treysta á sjálfa sig og það geta þeir því aðeins, að þeir æfi sig vel og af kostgæfni. Það er valt að treysta því, að andstæðingarnir hregðist. * * 15.000 Nefndin, sem veita á knattspyrnu- manns. flokknum móttöku, hefir slarfað við undirbúninginn síðan i október. Hún liefir látið endurbæta áhorfendasvæðið á veíl- inum og gerir rúð fyrir að það rúmi um 15.000 manns, en ef svo margir kæmu á hvern leik, þá yrði þar vafalaust um heimsmet i aðsókn að knattspyrnu að ræða. En nefndin getur verið harðánægð, þótt ekki yrði-setl svo mikið met. * •» Utan- Þótt geti-ö sé um utanfarir iþrótta- farir. manna, kóra o. fl. hér að ofan ber þó ekki að skilja það svo, að ekki fari fleiri'utan en þeir. Það er öðru nær, því að aldrci hefir útþráin verið meiri í Islendingum en nú eftir imfilokunina eða ef til vill eru aura- ráðin mciri og það ræður miklu. Svo mikið er a. m. k. vist, að aldrei hefir verið annar eins straunmr fólks út úr landinu, einkum til Norð- url anda. * Skemmti- Ekki er minnsti vafi á þvi, að rilegn- ferðir. ið af þessu fólki fer utan til að skemmta sér og Iyfta sér upp. Að minnsta kosti eru heildsalar svo fáir að sögn Þjóðviljans o. fl. hlaða, að þeir geta ekki verið nema örlítið hrot af þessum sæg, en þeir eru manna víðförlastir að sögn þeirra, sem telja sig hafa vit á. í sjálfu sér er það eðlilegt, að inenn langi lil útlanda, en þessi tími er ekki hinn rétti. * Lítil Námsmaður, sem er nýkominn skemmtun. heirn í sumarleyfi, hefir sagt við mig, að hann telji þá gabba illa sjálfa sig, sein fara utan nú til að skemmta sér. Skemmtanalíf er víðast í dái og hér geta m.enn fengið meira af ýmsum gæðum lífsins en víða um lönd. „Að rnaður tali ei-i-= , ir'aldeyr- inn, sem hlýtur að fara í þétta, hveriiig sem liann er fenginn," sagði stúdentinn að lokum og labbaði sig upp í Viðskiptaráð til að sækja um gjaldeyri til framhaldsnáms.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.