Vísir - 23.07.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 23.07.1946, Blaðsíða 7
Þriðjiulaginn 23. júlí 1946 V I S I R 7 Rnby M. Áyres PriHAeAAan Móðir lians liafði gert tilraun til að hugga hann. en hann visaði öllum slíkum tilraunum á bug. „Verlu ekki að tala um þetta,“ sagði hann. „betta lagast aldrei. Priscilla getur vitanlega gert hvað sem lienni sýnist.“ Frú Corbie var ekki viss um hvort Jónatan var hættur að elska Prisciilu eða ekki. Hún Jiafði aldrei skilið liann. Og nú var liann enn fjarlægari henni en liann nokkurn tíma áður Iiafði verið. Hún Iiugði, að karlmenn tækju áldrei svona mótlæti nærri sér nema i svip, og í rauninni hafði liún meiri samúð með Pris- cillu en syni sinum. Og' nú spurði hún iiiann sinn aftur: „Og hvað verður um Priscillu?“ „Eg lier ekki neina ábyrgð á lienni,“ sagði Corbie gamli og yppli öxlum. „Eg get ekki tekið á mig neina ábyrgði á henni,“ sagði hann. ,;IIvi skyldi eg gera það, eft- ir þá meðferð, sem sonur minn hefir orðið að sæta af hennar völdum. Slæpingurinn, bróðir hennar, getur tekið sig á og' fengið sér atvinnu. Honuni stendur næst að sjá um hana.“ „Eg liefi heyrt, að Hugli Marsli ætli til annara landa. Mér hefir verið sagt, að einhver vinur ættarinnar hafi boðið honum alvinnu þar.“ Pað var Lena, sem mælti. „Og livers konar slarf heldurðu, að hann geti tekið að sér,“ sagði frændi liennar af megnri fvrirlitningu. Hugh þessi hefir aklrei unnið ærlégt handtak, litið stórt á sig, og varía lieilsað nágrönnum sínum.“ „Hann hefir alltaf komið kurteislega fram við mig,“ sagði frú Corbie. Henni var lilýtt til hans. Hann hafði eitt sinn kysst hönd hennar 'Og' því gat liún aldrei gleymt. Hún andvarpaði ósjálfrátt, er hún hugsaði um hyersu framkoma Jónatans var kuldaleg. Hugh var blásnauður, en það var ekkerl út á fram- komu hans að setja, að liennar áliti. „Priscilla verður að fá sér atvinnu,“ sagði Lena svo sem eins og lienni til verndar. „Ætli hún gæti ekki fengið-starf við afgreiðslu i búð eða eitthvað þess háttar?“ „Búðarstúlka,“ sagði frú Corbie af fvrirlitn- ingu. „Ertu gengin af göflunum? Heldurðu, að stúlka eins og .Priscilla fari að gegna slíkum störfum?“ „Hvers vegna ekki?“ spurði maður hennar. „Einu sinni varðstu sjálf að gegna slíku starfi og kvartaðir ekki. Finrist þér nokkur vansæmd i því fyrir liana eða nokkurn annan að gegna slíku stai’fi'? Hún getur sjálfri sér um kennt hvernig komið er fyrir henni? Hún gat gifzt Jónatan og lifað áhyggjulausu lífi. Eg ætlaði að gefa þeim Moorland House og lagfæra þar allt, setja í það miðstöð og þar fram eftir götunum.“ „Það liefði verið indælt,“ sagði kona hans og stundi þungan'. Hún liafði hlakkað til þess að íá Priscillu fyrir tengdadóttur, en það var svo margt, sem hún hafði gert sér vonir um, og ekki hafði ræzt. „Það inun koma i ljós, að það var öllum fvr- ir beztu, að svo fór sem fór,“ sagði Lena. Dvöl hennar hjá frændfólki hennar hafði verið framlengd um óákveðinn tíma, og liún hugði, að nú þyrfti liún ekki annað að aðhafast • en að biða þolinmóð, þar til Jónatan kæmi heim úr ferð sinni, þá myndu óskir liennar rætast. „Hafirðu keypt Moorland House,“ sagði frú 1 Coi-bie, „neyðist Priscilla til þess að flytja það- ; an ?“ „Nema liún óski þess að fá það starf að hafa þar eftirlit með höndum,“ sagði maður lienn- ; ar háðslega. „Eg talaði við hana 1 dag og kvaðst gleðjast yfir þvi, að eg hefði keypt Moorland House, því að hún vissi, að eg mundi ekki liöggva eikitréri gönilu. Konur eru jafnan veik- geðja.“ „Og ætlarðu að hlífa gömlu trjánum?“ sagði kona hans kvíðafull. Corbie gamli svaraði engu. Honum fannst, að hann liefði sagt lielzt til mikið um fyrirætl- anir sínar, Hann varpaði vindilstúfnum í ösk- una og gekk blístrandi út úr stofunni. Hann hafði leikið á Sam Dawson og það liafði veitt lionum mikla fróun og gleði. „Priscilla á sjálfsagt marga vini, sem munu annast liana,“ sagði Lena. „Hún fór illa með Jónatan, svo að hún getur vart vænzt þess, að við bjóðum henni nokkura aðstoð.“ Frú Corbie prjónaði áfram, án þess að svara, og hugsaði iim hvað Lena og maður hennar mundu segja, ef þau vissu, að hún var staðráð- in í að heimsækja Priscillu undir eins og tæki- færi gæfist. 18. KAPÍTULI. Priscilla var að búa um föt sín og annað, þvi að hún var á förum frá Moorland House. Að eyrum hennar barst ys og þys, því að rnargt manna var í forsalnum, en þar var nú uppboð haldið á húsgögnum og fleiru. Andar- lak lagði hún við hlustirnar, þar sem liún lá á knjánum við ferðakistu sina. Henni fannst nú, að allt það sem gerzt liafði, og var að gerast, værj fjærri veruleikanum. Fyrir einum mánuði var faðir hennar á lífi og Clive Weston, og þá hafði hún verið trúlof- uð Jónatan Corbie, en nú voru þeir, faðir lienn- ar og Clive, ekki lengur í lifenda tölu. Og nú skeytti enginn um liana. Eriginn virtist þurfa á vniáttu liennar að lialda. Moorland Iiouse var ekki lengur í eigu ættarinnar, og aléiga liennar rúmaðist i einni eða tveinnir ferðakistum. Hún horfði í kringum sig sorgbitin á svip. Alla ævi sína hafði liún átt liéima í þessu húsi.'Hún álli engar endurminningar, sem ekki voru á einhvern liált i tengslum við þetta gamla hús. Nú var Moorland House eign föður Jónat- ans. *“ ‘’AKvöiWðmm w ___________ Sigga: Já, eg sagSi þér alveg eins æ>g er. Það heíir enginn maður kysst mig, að uridanteknum eiginmanni mínum. Stína: Þú meinar það ekki ? En segöu mér eitt, hvort þú ert að hæla þér — eða ertu máske að kvarta? ♦ Nú, fyrst þér eruð kvæntir, þá hljótið þér að líf- tryggja yður. Eg hefi alveg ágætis skilmála, sagði tryggingamaðurinn. Nei, eg held að. það sé ekki svo hættulegt, sagði sá nýgifti. Viðskiptavinurinn: Þessir skór eru óhóflega dýr- ír. Var ekki einhver sem sagði, að í ráði væri að stofnsetja nefnd, sem hefði það hlutverk, að lækka verð á skóm? Afgreiðslumaðurinn: Alveg rétt. En henni hefir bara ekki verið komið á fót ennþá. ♦ Nýi vinnumaðurinn á bænum var vakinn kl. fjög- ur um morguninn til þess að sækja hestana. Hvað, eru hestarnir ótemjur? sagði hann hálfsof- andi. Nei, þeir eru allir tamdir. Nú, hversvegna þarf eg þá að læðast að þeim í myrkrinu ? Drengurinn, sem ríkir í Shangri-La. Eftir A. T. Steele. % Buddha utanbókar. Leíkfélagar hans eru bræður hans, aðrir fá ekki að tala við hann. En það er Iítinn tími fyrir leik. Þar sem liann er prestur, má hann ekki kvænast, og er móðir hans þvi eina kven- persónan, sem hann umgengst. Þar sem eg liafði heilsað Dalai Lama, var mér nú leyft að ná tal af ýmsiim öðrum háttsettum em- bættismönnum i landinu. Svo mikilvægar eru reglur þær, sem settar eru í Tibet. Eg þurfti að leggja mig allan fram til þess að brjóta þær ekki. Allar kurteis- isreglur eru mjög mismunandi og fara eftir þjóð- félagsstöðu hvers og eins. Alltaf var ferðast á hest- baki, jafnvel þó að ekki þurfti nema að skreppa í næsta liús. Ein venjan var sú, að eg átti alltaf að hafa ríðandi aðstoðarmann með mér. Ef eg ætlaði að lieimsækja einhvern háttsettan mann, varð eg fyrst að sencla gjafir mínar til hans. Þær voru vanalega ein dós af niðursoðnum ávöxtum, hand- klæði, nokkur sápustykki o. þ. h. Og að því búnu gaf eg honum hvítan klút sem vináttumerk. Síðan var mér boðið til tedrykkju. Eg lield að Tíbet-búar séu mestu tedrykkjumenn í heimi. Þegar eg var í Lhasa, var eg nauðbeygður til að drekka 20—25 bolla á dag. Þetta þætti mikið í Bandaríkjunum, en í Tíbet þykir það fremur léleg frammistaða. Mjög var áberandi, hve kurteisir landsmenn voru ýfirleitt. Enginn virtist þurfa að flýta sér þar. All- ar samræður fóru fram í hálfum hljóðum og gera menn mikið að því að kinka kolli, hrosa o. s. frv. Það þýðir ekki að bera upp tvíræðar spurningar. Að minnsta kosti fékk eg aldrei tvíræð svör. Dag nokkurn kom sendiboði til mín með h\ ítan klút og skilaboð þess efnis, að ríkisstjórinn byði mér í samkvæmi í höll sinni, sem var tíu mílur fyrir utan borgina. Þetta samkvæmi er mér minnisstætt. Þar fær maður allar þær féttir, sem maður missir af, sökum þess að engin fréttablöð eru í landinu. Þau byrja eldsnemma á morgnana og lýlcur ekki fyrr en seint á kvöldin. Þetta samkvæmi lijá ríkis- stjóranum var hvorki meira né minna en þriggja daga veizla og var eg boðinn þangað á öðrum degi. Er eg kom að höll ríkisstjórans, var verið að flytja tibetska óperettu. I hliðarstúkunum sat alit hefðarfólkið úr Lhasa, klætt sínum dýrasta skrúða. Sjálfur ríkisstjórinn sat í öndvegi. Var illmögulegt að koma auga á hann sökum blómahafsins, sem var allt í kringum sæti hans. Sýningin hélt áfram allan daginn viðstöðulaust. Er leikararnir komu inn á leiksviðið, gengu þeir fyrst að sæti ríkisstjórans og hneigðu sig fyrir hon- um. Þjónar voru á hverju strái og veittu þeir liverj- um manni te eins og honum þóknaðist. Tvisvar um daginn var borinn fram mátur á kínverskan máta. Maturinn var framúrskarandi ljúffengur og mun alþýða manna í Tíbet sjaldan liafa bragðað annað eins. Við fengum allskonar sjaldgæfan sjómat, sem fluttur liafði verið lifandi yfir hinar víðáttumiklu sléttur. Ef bera ætti matinn, sem við fengum, saman við mat þann sem Tíbetbúar borða, sæist bezt hve munurinn er geysilega mildll. Rétt eftir miðjan dag, var mér tilkynnt, að ríkis- stjórinn ætlaði að veita mér áheyrn. Mér var síðan fylgt inn í lítið og illi lýst lierbergi þar sem viðræð- urnar skyldu fara fram. Herbergið var klætt silki og öðru íburðarmiklu skrauti. Ríkisstjórinn, sem er inaður um sjötugt, sat með krosslagða fætur á litlum skemli. Hann var horaður og virtist týnast inní hinum viðamikla kufli, sem hann bar. Hann var þrevtulegur í andliti og kom rrtér þannig fyrir sjón- ir, að hann væri orðinn saddur lífdaga. Mér hafði verið sagt frá hinu einlcennilega útliti ríkisstjórans og frá venjum hans. Hann talaði svo lágt, að maður gat varla heyrt til hans. Fundur okk- ar fór hið bezta fram í hvívetpa. Eg fór svo frá hon- um og horfði áfram á leiksýninguna, þar til henni lauk. Mér virtist Lhasa vera einskonar forboðin borg fyrir Evrópumenn. Menn utan úr lieimi eru yfir- leitt ekki velkomnir þar. 1 Lhasa, sem hefur vfir fimmtíu þúsund íbúa, eru aðeins fjórir Evrópumenn. Eru þeir meðlimir brezku sendisveitarinnar J>ar i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.