Vísir - 07.08.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 07.08.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R I dag er Sigvaldi Kaldalóns tónskáld til moldar borinn. Nú er hljó'ðnuð fyxár fullt og allt hans þýða raust, sem svo fagurt ómaði, að öll þjóðin lilustaði hugfangin. Þjóðin syrgir tónskáldið, en þeir, sem þekktu manninn sjálfan, syrgja Ijúfmennið og góðan dreng. Tónskáldð ' var þagnað löngu áður en það hvai’f úr þessum heimi. í maimánuði i fvrra fékk Sigvaldi heila- blæðingu, en rétti nokkuð við aflur. Hann fékk annað áfall i ágúst þar á eftir, komst þó á fætur og hafði fótavist þangað til þrem dögum fyrir andlátið, sem bar að hinn 28. júli s. 1. Eftir að Sigvaldi kenndi þessa meins, mátti hann várt hönd né tungu hræi’a, og gat því elcki skrifað neinar nótur á pappírihn. Síðasta lagið samdi hann í xnaímáixuði 1945 og lieitir það „Minning“. Textinn er eftir Hreiðar Geii’dal. Sigvaídi Kaldalóns er fædd- ur í Vaktai’abænum i Grjóla- þorpinu liér í Reykjavík 13. janúar 1882. Nú er Vaktara- bæi’inn talinn nr. 23 við Gai’ðasti’æti. Stefán Egilsson múrari, faðir Sigvalda, keypti lxálfan bæinn og timbuihús á ióðinni árið 1880 og virðist hafa orðið síðar einn eigandi eignarinnar, því að liann seldi liana árið 1889 og fluttist þá í Teitshús við Suðurgötu, en það hús er nú búið að rifa og stóð þar sem nú er baklóð slökkvistöðvai’innar. Á bei’nskuárum mínum var Suðurgatan og umhverfi hennar sá heimur, sem eg lífði og lirærðist i. Þá mátti oft heyra organslátt og fagr- an söng óma frá Teitshúsi, en þá voru þeir bxæðurnir Sig- ;valdi og Eggert að syngja og spila. Eins og áður er sagt var Stefán múrari faðir Sigvalda. Ilann var virtur og dugandi- maður í sinni stétt. Kona hans var Sesselja Sigvalda- dóttir Ijósmóðir, sem enn Iif- ir í hárri elli. Eg veit ekki svo margt um ætt Sigvalda, að eg geti sagt frá þvi, hvar eða hvérnig tónlistargáfa hafi fyrst birtzt í henni, en list- rænt eðli hefir verið í henni og komið frarn í öðrum myndum og voru t. d. þeir Sigvaldi og Guðmundur Kamban náskyldir. Bræður Sigvalda hafa og oi’ðið þjóð- kunnir menn, hver á sínu sviði, en þeir eru Guðmundur glímukappi, Snæhjöi’n tog- araskipstjóri og Eggert söngvari. Sigvaldi var settur til mennta, varð stúdent 1902 og lauk lækiiisprófi 1908. Hann lxefir sagt svo frá sjálfur, að vel hefði lesturinn gengið, ef allar bækurnar hefðu vei’ið ski’ifaðar með nótum. Á þess- um .árum var hann fai’inn að sexnja sönglög og hafa nokk- ur þeiri’a síðar oi’ðið þjóð- kunn. Fyrsta lagið, sem hann gjöi’ði, var við kvæði til Bjarna Jónssonai’, nú vígslu- biskups, en siðar orkti Halla skáldkona undir laginu kvæðið „Æ, hvar er blómið blíða“. Fyrstu spoi’in í tón- list lærði Sigvaldi hjá Jónasi Ilelgasyni, sem þá kenndi söng við barnaskólann í Reykjavik og notaði fiðlu við söngkennsluna og kenndi börnunum að syxrgja eftir nólum. Síðar varð Brynjólfur Þoilákssön, fyrrv. dóm- kirkjuorganisti, lil að opna enn betur fegurðarheim tón- listarinnar fyxár honum. Og eftir að Sigfús Einax-sson var kominn heim frá útlöndum, þá voru þeir Sigvaldi og Sig- fús saman ölluxn stundum og þótti Sigvalda mikið til um þjóðlagaraddsetningar Sig- fúsar. Sigvaldi hefir aldrei notið skipulegi’ar tilsagnar í tónlist, en það sem liann kunni hafði hann að mestu numið af 'sjálfum sér. Hann lék listavel á hai’moníum, sem þá var útbreiddasta og vinsælasta hljóðfærið liér á landi, og þótti enginn taka honum,fram í þeirri list, neina ef vera skyldi Brynjólf- ur dómkirkjuorganisti. Brynjólfur var þá aðalmað- urinn í tónlistarlífi bæjarins, ágætur söngstjóri, með næma lilfinningu fyrir því fagra í íónlistinni og bera Organtón- ar, sem hann gaf út, smeklc- vísi hans fagurt vitni. Að loknu embættisprófi sínu í læknisfræði fór Sig- valdi utan til Kaupmanna- hafnar til framhaldsnáms í sjúkrahúsum. Hann drakk þá í sig alla þá tónlist, sem hann komst yfir, en þá var fjörugt tónlistarlíf í Kaup- mannahöfn. Þegar heim kom varð hann liéraðslæknir i Nauteyrarhéraði við ísa- fjarðardjúp árið 1910, eftir að hafa þjónað stuttan tíma annarstaðar, og þar var liann til ársins 1921. Hann hafði kennt vanheilsu nokkru áður en liann fór þaðan og fluttist þá til Revkjavikur og dvaldi þar í nokkur ár eða þar til 1926, er liann var skipaður liéraðslæknir í Flateyjarhér- aði. Árið 1929 var liann svo skipaður héraðslæknir í Keflavíkurhéraði og hafði að- setur í Grindavik. Árið 1941 fékk hann lausn frá embætti og bjó uppfrá þvi i Reykja- vík. Hvergi undi Sigvaldi sér betur en við Kaldalón, svo hefir sonur hans sagt mér. Þar var fagurt skógarrjóður. Þar undi tónskáldið öllum stundum, þegar sól skein i lieiði, og rjóðrið kallaði hann Paradis. Það er og eftirtekt- arvert,-að þarna fyrir vestan vaknar fyrir alvöru löngun liarts til að semja tónsmíðar, og bar margt til, bæði marg- vísleg álirif náttúrufegurðar staðarins, uppörfun fólksins og svo fór Eggert bróðir hans til söngnáms um það bil, sem liann varð læknir i Djúpinu, og þá vaknaði löngun hjá Sigvalda til að semja lög fyr- ir liann til að syngja. Hann liefir samið mörg sönglögin með söngrödd bróður síns i huga og síðar átti Eggert mestan þátt í að syngja þessi lög inn í þjóðina, svo þau urðu fljótt alkunn. Halla skáldkona á Laugabóli færði honum kvæðin og liann gerði svo lögin við þau. Sigurður sonur hennar hvatti hann mjög til að semja lög og varði Sigurður sumarhýru sinni, til að kosta fyrstu sönglagaút- gáfuna hans, þótt hann væri þá félítill. Á hinum löngu kynnum mínum við tón- skáldið hjó eg margoft eftir því er eg spurði hvar og hve- nær þetta eða liitt lagið hefði orðið til, að Sigvaldi fór þá að lýsa þeim álirifum, sem hann hafði orðið fyrir af nátt- úrufegurðinni þá stundina, og síðan bætti liann við: Og þá fæddist lagið. Þótt út- kjálkastaður á Islandi verði seint talinn heppilegt um- hverfi fyrir tónskáld, þá var samt Ármúli að mörgu leyti ákjósanlegur staður fyrir liina skapandi gáfu Sigvalda, því að hin viðkvæma lista- mannslund lians fékk fyrst notið sín, þar sem hún kenndi ríkrar samúðar fólks- ins og sterkra áhrifa íslenzkr- ar náttúru. Og eg er þeirrar skoðunar, að flest sterkustu lögin sin samdi hann á þeim árum, er hann var læknir í Djúpi. Sigvaldi Kaldalóns var söngvaskáld. Hann er það í orðsins fyllsta skilningi. Af þeim 200 lögum, sem eftir liann liggja, eru aðeins örfá samin fyrir hljóðfæri ein- göngu. Hónum var sú gáfa meðfædd, að geta spunnið lifandi laglinu. Hann var í eðli sínu „cantabile“tón- skáld, það er að segja tón- skáld, sem samdi lög, þar sem öll áherzlan lá á sjálfri lag- linunni, en fylgiraddirnár voru hálfgert aukaatriði. Það kann að vera, að ónóg kunn- átta i „kontrapunkti“ hafi valdið nokkru um þann bún- ing, er hann klædd lögin sín i, en þó liýgg eg fremur, að gáfu hans liafi verið þannig varið, að lionum lét bézt að tjá tilfinningar sínar með lag- hnunni einni saman. En ein- mitt af þeim ástæðum erú sönglögin hans fljótlærð, enda liafa þau mörg orðið landfleyg. Það var á árunum 1916, 1917 og 1918, sem þrjú fyrstu sönglagaheftin hans koniu út. Þau gerðu liöfund- inn þjóðkunnan á svipstundu. Síðan liafa birtzt á prenti fjöldi laga eftir liann, sum i heftum, önnur sérprentuð, svo að allá munu um 70 lög eftir hann liafa komið út. Ekki veit eg hversu mjög af þessum 70 lögum eru al- mennt sungin af þjóðinn, en eg veit sanxt, að þau eru til- tölulega svo mörg, að þess munu fá dæmin að nokkurt tónskáld geti hrósað happi yfir jafn góðum undirtektum hjá almenningi. Lögin hans eru alþýðleg og snerta streng í hörpu þjóðarinnar. Sigvaldi var undir greinilegum áhrif- um rómantisku stefnunnar í tónlistinni. Hann var vaxinn upp við þá tónlistarstefnu, eins og aðrir af kynslóðinni, sem er að líða, óg undan rót- um þessarar stefnu eru runn- ar margar glitrandi söng- perlur í bókmenntum tón- listarinnar. Sönglögin lians eru mörg þýð og lipur en sum bera vitni um dramatískan kraft, svo sem „Heimir“ og „Alfaðir ræður“. Hér verða ekki talin helztu lögin hans, þvi að það yrði of langt mál, enda lögin kunn hverju mannsbarni hér á landi, sem komið er til vits og ára, en þó má ekki skilja svo við þessi eftirmæli, að ekki sé minnst á lagið „ísland, ögrum skor- ið,“ sem nú er jafnan sungið á hátíðisstundum þjóðarinn- ar. Eg minnist þess, að er fyrsta sönglagahefti Sigvalda kom út, þá skrifaði Holger Wiehe, sem þá var danskur sendikennari við Háskóla Is- lands og fróður maður um tónlist, um lögin, og gat þess, að ef Sigvaldi hefði vaxið upp við þau skilyrði, að hann liefði fengið að læra tónlistar- reglur til hlýtar og búið með stórþjóð, þá væri sennilegt að maður með jafnríka melo- diska gáfu, sem auk þess átti til dramatískan kraft, liefði orðið gott óperutónskáld. Eg get ekki stillt mig um að segja frá því, hvernig lagið „Sofðu, sofðu góði“ varð til. Tónskáldið sat undir Snæ- birni syni sínuin tveggja ára gömlum og raulaði við hann og þá varð Iagið til. Tveim árum síðar kom Guðmundur Guðmundsson skáld að Ár- múla og varð hrifinn af lag- inu og orkti þá samstundis kvæðið. Miðvikudaginn 7. ágúst 1946 Nú liefir Snæbjörn lyfja- fræðingur, sonur tónskálds- ins, liafið reglubundna útgáfu á öllum lögum föður síns. Fyrsta heftið er komið út með 20 lögunum fyrstu, sem prentuð voru. Annað og þriðja heftið eru í prentun i Danmörku og er í því siðara 24 karlakórslög. Sjálfsagt á breyttur smekk- ur og ný tízka eftir að fara höndum um lög Sigvalda Kaldalóns, eins og öll mann- anna verk. Sjálfur vissi hann vel, að hanii hafði sent frá sér mörg sönglögin í ófull- kominni mynd, en hann vissi þó líka, að liann liafði eitt- livað haft á hjarta, sem liann liafði hlustað frá þjóðinni og náttúrunni og að þess vegna liafði þjóðin tekið við lögun- um lians. Það munu margir liorfa með söknuði á eftir tónskáld- inu ofan í gröfina, sem hefir svo fagurt sungið þjóðinni til gleði, upplyftingar og af- þreyingar. , Sigvaldi var kvæntur danskri konu Karen Mar- gretlie Gliristine, sem reynd- ist lipnum góð kóna og sluddi Iiann í listaráhuga hans. Börn þeirra eru Snæ- hjörn lyfjafræðingur í Laugavegs Apóteki, Sigvaldi Þórður garðyrkj uf ræðingur og Sesselja Maria, gift Jóni Gunnlaugssyni læknanema. Baldur Andrésson. E.s. „Selfoss" fer héðan á föstudagskvöld þ. 9. þ. m. kl-. 10 um Vest- mannaeyjar til Austfjarða.. .Skipið tekur enga farþega. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS. * Odýrar plastic regnslár á börn Katlar fyrir rafmagnsvélar, : nýkomnir. Verzl. Ingólfur | Hringbraut 38. Sími 3247. , KKMMMKKMKKXK BEZT AÐ AUGI.tSA 1VISI KHKMHKKKKMKM:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.