Vísir - 05.09.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 05.09.1946, Blaðsíða 4
V I S I R Fimmtudaginn 5. september 1946 VISJR DA6BLAÐ tftgefandi: BLAÐAUTGAFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson.* Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 6,00 á mánuði. Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Skólarnir og æskan. Jþigu kynslóðina vantar þroska, en ekki lær- J dóm, sagði Gunnar kaupmaður Olafsson við fréttaritara Vísis, er hann átti tal við hánn ekki alls f'yrir löngu. Sennilega cr þetta rétt í öllum aðalatriðum, ])ótt engin regla sé án undantekningar. Fyrr á árum var fræðsla unglinga sáralítil, ei) hneigðust þeir að hók- legu námi urðu þeir flestir að ryðja sér hraut- ina sjálfir og hjuggu yfirleitt við þröngan kost. Þctta þroskaði þá að vissu leyti. Lífið gaf þeim þcgar í æsku veganesti, sem reyndist notadrjúgt leiðina á enda. Slíkur þroski gerði þá einnig hæí'ari til náms, cn reynzlan sannar a&þeim mun minna, sem menn hal'a lært af lífinu sjálfu, þeim mun meira þurfa þeir að i.rrn í skólunum og þeim 'mun crfiðar sæk- iz.t þeim námið. Þrátt fyrir allt þetta liefur þróunin verið mikil í skólamálunum, og cink- um eiga unglingaskólarnir þýðingarmiklu hlutverki að gegna í sveitum landsins. Kennari einn, sem dvalið hcí'ur um skeið á Nprðurlandi, en er nýlcga kominn hirigað til ÍKejarins, gat þess er hingað var komið, að .stöðugt færi fækkandi í svcitunum, þannig að til vandræða horf'ði. Jafnvel ágætustu jarðir lcgðust í eyði. Orsök þcssa taldf hann ])á, að æskan þráði menntun. Foreldrarnir . Tildu undirhúa líf'sstarf harnanna sem frek- .asl væri kostur, en þeir gætu ekki kostað þa'lí til æðra náms, nema því aðeins að sjá í'yrir :>tini með vinnu sinni, og flyttust þcssvegna lil'kaupslaðanna, enþangað væri námið að s ekja. Kr þctta vafalaust ástæðani ýmsum til- feJlum,.cr roskin hjón hregða húi og flytjast a mölina, og oft mun svo vera, áð er hörnin flytjast að hciman treystast menn ekki til að taka upp öryrkjubúskap, en hyerfa heldur fyrir fullt og allt fra þeirri atvinnugrein. Virðist ])ví sú stefna vera rétt, að efla ung- lingaskólana í sveitum, svo sem verða má, og gefa jáfnframt unglingum, sem þar haí'n notið fræðslu kost á að ganga inn i æðri sfeója, með því að unglingarnir myndu gera hetta hvort scm er, en fara aðeins fyrr úr svcilinni, ættu þau ckki þar kost á frekari uppfræðslu, cn barnalærdóminum cinum. , Ymsir hafa ýmigust á æðri mcnntun og telja langskólagengna mcnn óhæi'ari til sjálf- bjargar, en i'lesta aðra. Þetta er alrangt. Heynzlan sannar, að um námstímann stunda þcssir mcnn alla algcnga vinnu og rcynast jvir engir liðléttingar. Engin ástæða er til að ;etla að stúdcnts cða kandi<Iatspróf dragi svo úr þcirn merginn, að þcir rcynist ekki vinnu- fa'i'ir, enda mun sá ofmetnaður horfinn fyrir iöngu, að námsmenn þykist of finir til að dif'a hcndi í kallt v'atn. Hitt er höfuðskömm að æðri menntastofnanir hafa að miklu leyti vurið lokaðar æskunni, og víst er að margt iTiann'sefnið híður ])css ekki hætur síðar, að Jiui'a ekki átt kost á í æsku að svala fróð- Jeiksfýsni sinni, þótt hendingin réði prófs- -einkunnum. Lokuh æðri skólanna er skræl- ingjabragur og miðaldaheimska, sem miðar <ið því að skapa efnamönnum forréttindi, Jiieð því að ])eir geta öðrum fremur „kcypt vitið" í börn sín og látið þau njóta nauðsyn- Jcgrar uppfr eðsll.. ÞaS er gott aS vera á u «» .jossins" *H Islandi. GREIN SU, sem hér fer á eftir birtist í sumar í ameríska blaðinu Miami Herald, einu stærsta blaði Florida- fylkis. Höfundurinn er frú Ella Kristjánsson, sem hér dyaldisí um. þriggja ára skeið. Verður. sannar- lega ekki annað sagt en að hún beri landi og þjóð vel söguna. — Vísir hefir heyrt, að frúin hafi í smíð- um bók um Island. „Mikið hefir.verið skrifað uin ísland* en ekki iim sjálfl fólkið, daglegt líf þess og hugsuriarhátt. Kynni ririri af ísléridmgrinv eru þau, að eg álíl þá vera meðal skcmmti- legustu og gestrisnustu þjóða í heinii. Landið er orðið til vegna eldsumbrota, áttungur þess er undir jökii og mið- hlutinn~óbyggilegur. íbúarn- ir-eru alls um 135 þúsundir og búa um 50 þúsund þeirra i höfuðborginni, Reykjavík. í dag er hægl að fara frá New York'til íslands á 12— 14 klukkustundum í l'lugvél, en meðan á stríðinu slóð, y|ái»^te*:^&. urðu óbreytlir borgarar að fara sjóleiðina og tók sú ferð (18—24 daga. Kg steig á skipsfjöl i New JYork í des. 1942. Var það hið li'lla skip Goðafoss, sem iflutli mig til íslands. í dag liggur það á mararbolni, eftir að líafá' orðið fyrir tundur- skeyti. á leiðinni til íslands með fjölda íslendinga innan- l)orðs. Á átjánda degi sáum við snæviþakta tinda íslands risa úr sæ og um leið kom hern- aðarflugvél á móti okkur og flaug hún nokkra hringi yf- ir skipinu. Skörrimu síðár skrcið það inn á hina stóru og nýtízku höfn í Reykjavík. Þegar innfhitningsum- slanginu var loks lokið, gekk cg niður ísaða landgöngu- brúna og steig upp i leigu- bifreið. Mér var ekið lil fullkomn- asta gislihússins, fimm hæða húss. Það stendur spölkorn frá höfninni og rctt hjá þvi er fögur dóinkirkja og vjð hlið heimar hið litla cn virðulega, Alþingishús. Fallegur garður cr fyrir framari gistihúsið, en engin tré eru í honum. Scinna komst eg að raun uin, að mikið af lilauðuguni blóhium' eru rækluð r garðinum, ög voru 1 skrúða í'rá júníbvrjun til oklóbcrloka. Vikingarnir hjuggu allan skóginn í land- inu til eldiviðar og er það á- stæðari fyrir þvi, að mjög lít- ið er af trjágróðri i láridinu. Það er rétt að segja sem minnst um gislihúsið, en hjálpfýsi og lipurð starfs- fólksins bættu upp alla galla þess. Eftir skamma dvöl á ís- laridi komsl eg að raun um, að íslendingar eru vingjarn- legir, hreinskilnir og gaman- samir, rctt eins og svo margir Randaríkjamenn. Fyrsta kvöldið, sem eg dvaldi í P»eykjavik var mér boðið upp á rjúkandi súkku- laði og rjómakökur, cn þær eru uppáhaldskökur íslend- inga. Ung og blómleg stúlka gekk um bcina. Hún talaði ensku engu betur cn eg ís- tenzkuna. En seinna komst eg að raun um, að stúlka þessi var hrein undantekning. Næslum QQ'/i af ibúum lands- ins talar og skilur ensku á- gætlega. Fyrsta daginn skoðaði eg mig um í borginni. Kg skoð- aði Þjóðminjasafnið, cn i því er Landsbókasafnið einnig lil húsa. Byggingarstíllinn er fagur og einfaldur. Við blið- ina á söi'num þessym slcndur Þjóðleikhúsið. Er það mikil bygging, sem eim cr ekki fullgerð. Reykviskir lcikarar verða ennþá að notast við iniima leikhús, sem slendur við tjörnina i bænum. Það hús er ekki nærri nógu siórl og sælin voru hörð, cn hinir frábæru Ieikarahæfileikar landsmanna fá menn til þess að gleyma -öllum slíkum ó- þægindunj- Kitt var það, scm mér lík- a6i sérslaklega vel og var það, að á milli þálla er hægt að, spjalla saman og fá sér hressingu i sérstökum sal, sem er upp á loft i húsiui. Tjörnin frýs á veturna og skemmlir æskúlýður borgar- innar sér þá á skautum. Allan ársins hring . fá bæjarbúar heitt vatn frá hverum, sem cru utan við borgina. Má seg.ja að hvert hús í bænuru sc hitað upp mcð þcssu hvera- vatni. . Margir Randarikjamcnn halda að á íslandi sé nijög kall. Kr það hin mcsta í'irra. Veturnir cru kaldir, cn ekki kaldari en í norðlægari íylkj- um Ramlaríkjanna. Hinsveg- ar eru hcit suinur óþekkt fyrirbrigði. Sumarvoðráttan á íslandi er mjög þægileg, því F.'h. á 6. siðu. Umíerðarráð Reykjavíkur. Nú er búið að stofna utnferðarráð fyrir Reykja- 'yik, o er það gott. Það verður að beita öll- um hugsanlegum ráðum til þess að draga úr slysahættunni hér í bænum, og virðist í fljótu bragði eðlilegt, að það beri góðan árangur, þegar margir kunnugir mcnn „leggja saman", eins' og nú á að gera. En ráðið verður þegar að láta hendur standa fram úr ermum, til þess að öngþvcitið í umferðarmálunum verði ekki oiðið enn meira, þegar fara á að beita lækn- ingunum. FuIItrúarnir í ráðinu. Góðk.unningi Bergmáls, sem hefir um fjölda ára starfað við bílaafgreiðslu 'hér í bænum, bæði leigubíla og áætlanabílá, hringdi til Bergmáls í gær út af umferðarráðinu. Hann kvaðst sakna að minnsta kosti þriggja aðila, sem kveða hefði átt til þátttöku í ráðinu, þar sem þeir kæmu mjög við sögu í umferðinni. Þessir aðilar ættu ekki síður að hafa sína fulltrúa þarna en margir aðr- ir, sem upp hafa verið taldir í blöðum og útvarpi. Sérleyíishafar og íleiri. Aðilar þeir, sem maðurinn saknar, eru sér- leyfishafar, strætisvagnarnir og slökkvilið bæj- a,rins, og vill Bergmál taka undir það, að þeir ættu allir að hafa þarna hönd í bagga. Það er alls ekki hægt að reyna að skipuleggja umferð- ina, ári þess að það hafi nokkur áhrif á sarfs- se.mi þessarra aðila — allra eða einhvers þeirra. „Og," bætti þessi góðkunningi Bergmáls við, „úr því.að olíufélögin eiga þarna fulltrúa, þá ættu gámmísalarnir að fá að vera með líka." — Berg- máli finnst sjálfsagt, að þessar ábendingar sé teknar til greina. Árbók FerðaféSagsins. Frá „Ferð.afélaga" hefir Bergmáli borizt ei'tir- í'arandi bréf: „Eg mun vera einn af mörgum meðlimum Ferðafélagsins, sem undrast mjög það aðgerðarleysi félagsstjórnarinnar, að koma ekki út árbók félagsins í tvö ár. Félagsgjöld hafa, að því er eg bezt veit, ekki veí»ið innheimt síðasta ár, vegna þess að árbókin kom ekki út. Hlýtur þetta að vera mikið fjárhagslegt tjón fyrir fé- lagið, þar sem félagsgjöidin munu nema 80—90 þúsundum króna árlega. Vítaverð mistök. En þessi mistök á stjórn félagsins, sem ástæða er til að víta mjög alvarlega, hafa aðrar og vexri afleiðingar en beinlínis fjárhagslegar. Þetta er vísasta leiðin til að koma félaginu fyrir katt- arnef á skömmum tíma. Væri það illa .farið, ef félag, sem á að vera og getur verið fjölmenn- asta félag landsins, færi í mola í höndunum á áhugalausum stjórnendum." Bergmál er ekki meðlimur í F. í., svo að það er ekki þessum málum kunnugt, en það vill að „félag allra lands- manna" verði sterkt og voldugt og gefi út sem flestar af hinum skemmtilegu árbókum sínum á ókomnum árum. Hrossamasrkaðir. Það er orðið æði langt síðan hross hafa ver- iö flutt út að nokkuru ráði af íslandi. Nú er líf að færast í þenna „bisness" aftur, hversu lengi sem það kann að standa, því að UNIÍRA ætlar sér að kaupa hvorki meira né miniva én 2.Í0Ö hross, og útvarpið birtir á hverju kveldi tilkynningar, um hrossamarkaði, sfem hnlda á víða um land næstu daga. Hrossin eru allt of mörg orðin í landinu, í hlutfalli við not þau, sera ha»gt er að hafa af þeim, en þó þykir mörg- um illt, að bau skuli seld úr landi, því að út- lendingar muni ekki fara tilhlýðilega vel með „þarfasta þjóninn". En það er víst mála sann- ast, aS margur íslcnzkur hestur hefir hlotið hér heima verri meðferð, en.hann mun fá erlendis.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.