Vísir - 07.10.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 07.10.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R Mánudaginn 7. október 1946 DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSlR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlangsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm linur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Svikin við þjóðina. Tlinnur Jónsson dómsmálaráðherra skýrði frá * því í útvarpsumræðum, að fyrir mánuði (íefði forsætisráðherra komið að máli við starfsbræður sína í ríkisstjórninni, og farið þess á leit, að umræður yrðu upp teknar varð- undi dýrtíðarmálin svokölluðu. Kommúnistar Iiefðu ekki sinnt þeim tilmælum, en látið i það skína, að þeir myndu ekki leggja fram lið- sinni sitt fyrr en búið væri að afgreiða flug- vallármálið. Ráðlierrann gaf í skyn, að komm- únistar myndu fara úr ríkisstjórninni, svo sem þeir hafa staðfest síðar, ekki vegna af- greiðslu flugvallarmálsins út af fyrir sig, held- ur sökum hins, að þeim væri ljósf, að dýr- tíðarmáíunum yrði ekki skotið lengur á frest, en þar vildu þeir ekkert leggja til máianna. Þeir nota afgreiðslu flugvallarsampingsins, sein vfirskyn, til þess að hverfa úr ríkisstjórn- inni, en fvrir þeim vakir fyrst og l'remst að ráðast gegn öllum opinberum aðgerðum í <íýrtíðarmálunum, efna til verkfalla og annars <>friðar, skapa öngþveiti og glundroða í ö.llu athafnalífi og þjóðlífinu í heild, til jiess eins að reyna að efla fylgi sitt meðal þjóðarinnar. Kr þá svo komið, sem spáð var hér í blaðinu, um leið og stjórnarsamvinnan tókst, og ávallt síðar, að kommúnistar myndu vcrða með í að ráðstafa því fé, sem þjóðinni hefði safnazt á stríðsárunum, en að því búnu myndu þcir hverfa úr ríkisstjórninni og rísa gegn öllum nðgerðum í dýrtíðarmálunum. Þctta töldu ýmsir gÓðir menn rangt, og gcrðu sér vonir um, að nota mætti kommúnista til þess að koma fram nauðsynlegum ráðstöfunum, er miðuðu að lækkun framleiðslukostnaðar og eflingu atvinnulífsins. Þeir menn, scm þannig hugsuðu, sjá nú væntanlega í hvert óefni lcom- ið er, vegna svika kommúnistanna. Þeir tóku sæti í ríkisstjórn einvörðungu af því, að þeir töldu- ]>að henta flokknum Jjá i lúli, og cins fara þeir úr ríkisstjórninni af sömu ástæðum, en fyrir jieim hefir aldrei vakað að vinna að nlþjóðarhag, eða sinna honum yfirleitt að nokkru. Allt verður að víkja fyrir flokkshags- muiuinum, sem eru um leið alþjóðlegir hags- munir, en á engan hátt Jjjóðlegir, Jjótt slíkt geti verið hentugt að hafa að yfirvarpi. Kommúnistar hugsa sér að' stíga Jijóðdansa frammi fyrir almenningi næstu mánuðira, en þá getur enginn stigið, sem e'r í haíti, en Jiað eru kommúnistar og hafa verið frá upphaíi vega sinna. Þeir eru lirot af aljijóðlegri bylt- mgahreyfingu, sem starfar á „jesúítískum“ grusidvelli, og tekur aldrei tillit til Jijóðarhags- muna. Þessir.menn eru vargar í véum, og þeiin má aldrei sýna nokkurn trúnað í póli- íiskri starfsemi. Allt slíkt hcfnir sín er til lengdar lætur. Islenzka Jijóðin á við vaxandi erfiðleika að stríða, sem unnt er Jió að yfir- vinna með horgarflokkunum, Takist slík sam- vinna ekki hlýtur atvinnulífið að lamast i landinu, en deilur og óeirðir að eflast að sama skajii. En öll ósköp hafa endi, og Jijóðin mun skilja nauðsyn Jiess, að breytt verði um slefnu, <*n ekki flotið sofandi að feigðarósi, í stríðs- gróðavímu og gullinni eymd. Kommúnistar láta í Jiað skína, að Jieir muni á |iingi leilast við að mynda starfhæfa ríkisstjórn, - Jiá væntanlega mcð rótkekari öflunum. Jafnvíst < r Jútt, að slík stjómarmyndun tekst ekki, enda væri hún glspræði. Ferð um Noreg YéiUtti við Ólaf Ólttfssan kristn ibaðtt- Ólafur Ólafsson kristniboði og kona hans eru nýkomin úr ferðalagi um Noreg, þar sem þau sótti heim ættingja- fólk konu Ólafs og sátu kristniboðsmót. Hafði tíðindamaður blaðs- ins nýlega tal af Olafi og spnrði hann um ferðina. Fórst Olafi orð á þessa leið: „Við lögðum af stað 15. júní og fórum með flugvél til Prestvíkur. Við vorum svo heppin að fara með laugar- dagsferðinni, en ]>á er verið um kyrrt í Skotlandi til þriðjudags, svo að við gátum skoðað okkur nokkuð um. Við fórum állvíð.a um ná- grenni Prestvílcur og [>ar á meðal fórum við nokkurn spöl aftur i tímann með að skoða heimkynni Roberts Burns, sem er skammt þar frá. Er hús hans í söniu skorðum og J>að var á lians dögum, ekki einu sinni tré- gólf, heldur er ]>að lagt liell- um eins og kirjugólfin voru hér á landi fyrir eina tíð. Okkur virtust Skotar bera mest með sér hörmungar styrjaldarinnar. Fólkið var fremur fátæklega búið, og það sem sérstaka athygli vakti voru auglýsingarnar um að spara allt scm mátti telja mafarkyn. Á veitinga- húsum voru til dæmis skilti áletruð heiðni til manna að kaupa ekki hrauð nema brýna nauðsyn bæri til. En þrátt fyrir þetta var fólkið að því virtist ánægt. Skotar eru nægjusamir og um leið sparsamir eins og fleslir þekkja af afspurn. Svo fórum við til Kaup- mannhafnar og þaðan til Oslo. Þaðan ferðuðumst við víða um Noreg og sóttum kristniboðsmót. A einu slíku móti var samankomið 6 þús- und manns. Þar voru kristni- boðar frá Kína sem dvalið höfðu þar öll stríðsárin og höfðu átt við hina ótrúleg- ustu erfiðleika að stríða. Allir trúboðar í Kína voru ein- anraðir þau ár, sem Japánir voru þar, voru stofufangar. Þeir máttu að vísu halda samkomur og Japanir voru hinir kurteisustu á yfirborð- inu, en þeir söfnuðu jafnan saman þeim Kínverjum sem á samkomunum höfðu verið og veiddu upp úr þeim allt, scm fór fram, og ekki gerðu kristnihoðarnir svo smávægi- legt eða meinlaust viðvik, að japanskir njósnarar væru ekki á Iiælunum á þeim. — Annars báru þeir Japönum ekki mjög illa söguna og sögðu, að japanskj hermað- urinn væri vel agaður og vaiKlalaust liægt að umgang- ast hann. Það voru njósnar- annir, sem voru hvumleið- astir og lögðu marga steina í götu þeirra. En allst.aðar þar sem Jap- anir voru lninir að vera ein- hvern tíma fór líf að færast í atvinnumálin. Svo koniu Amerikumenn til Kína og þeim þótti gott að koma á heimili trúboð- anna og njót.a gestrisni. Kom- ust svo trúboðarnir heim með flugvélum ameriska hersins. Það fór þó öðru vísi fyrir trúboðunum í Mansjúríu. — Þaðan ráku Rússar Japani, en vildu svo ekki, eða sýndu engan áhuga á þyí að hjálpa trúboðunum að komast heim. Það var ekki fyrr en að Tryggve Lie, norski stjórn- málamaðurinn, gekkst í það, að þeir kæmust til Noregs, að það gat orðið. Fóru þeir svo með Síberíu-járnbraut- inni áleiðis heim. Trúboðarnir og fjölskyld- ur þeirra voru samtals um 40 manns og fékk hópur einn járnbrautarvagn til umráða, en daginn sem lagt skyldi af stað, bættist nýr einstakling- ur í hópinn, því að kona eins trúboðans fæddi barn. Var hún tekin í blóðböndunum og flutt út í vagninn. Síðan var lagt af stað og gert ráð fyrir að ferðin tæki mánuð, en hún stóð heldur lengur og ollu því ýmsir örðugleikar og tafir á járn- brautarstöðvunum. Voru því trúboðarnir orðnir uppi- skroppa með vistir og lifðu síðustu vikuna naumast á öðru en kexi og vatni. En allt hafði þetta góðan endi og að lokum komust allir sem í ferðinni voru heilir heim.“ „Hvað segið ]>ér um Noreg ?“ „Eg hygg að Noregur sé kominn lengst í endurreisn- arstarfimi allra þeirra þjóða, sem urðu nazismanum að bráð. Þó er þar iaikill skort- ur. Það er til sæmilega mikið af mat, en fatnaður virðist vera þar lítill og er fólkið í gömlum og snjáðum fötum. En hvað uppbyggingastárf- inu viðvíkur eru allar ný- byggingar í Suður-Noregi úr múrsteinum, því að allt timbur sem fæst er sent til N.-Norcgs, þar sem allt er í rúst. Þjóðin sjálf virðist vel á sig komin andlega. En marg- ir lilutu sár i stríðinu og á styrjaldarárunum vom margar fjölsk-yldur tvíslrað- ar. Stundum var faðirinn kannske í Englandi, dóttirin og móðirin heima, synirnir í Svíþjóð cða hernum, og sum- ir féllu á vígstöðvunum. En Norðmenn eru ekki Framh. á 3. síðu. Smjörleysi. „Þ. Þ.“ skrifar Bergmáli á þessa leið: „Er ekki nokkurt ráð til þess að fá ríkisstjórnina til að bæta eitthvað úr smjörskortinum? Nú er víst hvergi hægt að fá smjör nema við okur- verði, en eg og fleiri vilja aljs ekki kaupa þessa vöru svo dýrt, þegar ekki er tekið tillit til verðs- ins við útreikning vísitölunnar. Eitthvert sleif- arlag virðist líka hafa verið á því að fá smjör hingað frá útlöndum, því að nú hefir gildi stofnaukans, sem gilti fyrir smjöri, verið fram- lengt. Hneyksli. Eg fæ ekki betur séð en að þetta smjörfargan allt saman sé að verða eitt meiriháttar hneyksl- ismál. Að mínu viti væri það langbezt, að ekk- ert smjör væri framleitt í landinu, heldur væm landsmenn aðeins látnir eta erlent smjör. Þá væri engin nauðsyn til þess fyrir ríkissjóð að leggja fram stórfé til að greiða bændum upp- bætur. Að vísu mundi þurfa nokkurn gjaldeyri til þessa innflutnings, en ef þjóðaratkvæði færi fram um það, hvort verja ætti honum til þess, þá er eg handviss um, að fólkið mundi sam- þykkja slíka ráðstöfun." Slysfarir. Fregnir um slysfarir berast hvaðanæfa að úr heiminum, umferðar- og sjóslys hér heima og flugslys erlendis. Þetta eru sannkallaðir slysa- tímar og erlend blöð segja, að aldrei hafi orðið eins mörg flugslys á einum mánuði og nú und- anfarið. Um þrjú hundruð manns hafa látið lífið í flugslysum erlendis að undanförnu, hinir síðustu um miðja síðustu viku, þegar nærri fjór- ir tugir manna biðu bana í Nýfundnalandi, er flugvél rakst þar á fjallstind. i ; Öryggið. Oryggi flugvélanna hefir farið jafnt og þétt vaxandi undanfarin ár. Því verður ekki í móti mælt. En samt verður ekki með öllu byggt fvr- ir það, að flugvélar verði fyrir slysum. Það er jafnaugljóst. Maðurinn .getur ekki enn smíð- að það tæki eða vél, að óbrigðult sé, að bil- unar verði aldrci vart. Framfarir verða á vél- unum og tækjunum, en þó aldrei svo, að loku sé skotið fyrir það, að þær bregðist ekki. Svo langt er tæknin ekki komin ennþá. Flogið sem fyrr. En það er flogið sem fyrr, þótt þessi hræði- legu slys hafi átt sér stað. Samgöngur mega ekki stöðvast og slysin verða flugvélasmiðunum og framleiðendunum aukin hvatning til þess að bæta flugför sín og fullkomna, til þess að minnka enn líkurnar fyrir því, að þeirn geti hlekkzt á. En oft nægir það ekki, til þess að forða óhöppum, því að hin ófyrirsjáanlegu smáatvik, sem þeim ráða, segja ekki til sín f.vrir fram. Kuattspyrnan. Knattspyrnumennirnir okkar, sem boðið var til Englands fyrir nokkuru, eru væntanlegir hcim í dag. Þeir hafa að vísu ekki farið sigur- för eða gotið sér eins ágæta* orðstír og íþrótta- mennirnir, sem sóttu Evrópumeistaramótið í sumar, en þeir mega þó vel við una, því að Bretar hafa löagum verið með slyngustu þjóð- um í knattspyrnunni. Þeirn standa fáir á sporð'i, en landinn kemur þó heim með einn signr. Hver cr orsökin? Tveir iþróttamenn voru á laugardaginn að ræða það sín á milli, hvers vegna fslendingar stæðu sig ekki eins vel í knattspyrnH Qg sum- um öðrum íþrót-tum. Annar vildi gefa þá skýr- ingu á þessH, að landinn væri svo mikill ein- staklingshyggjumaður, að hann nyti sín ckki til fulls í þeim. íþróttum, þar sem liði væri att gegn liði. Kann að vera, en gott er að geta tek- ið sameiginlega á stundum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.